Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 13
TÍHINN, þriðjudaginn 22. marz 1960. 13 Þegar logar í jöklinum (Fratmhald af 9. síðu). glíma við brimskaflinn og hörf- aði til baka eins og allir aðrir skriðjöklar, og þeir hafa víðar lækkað sem nemur mörgum tug um metra. En báran sleikir samt lafandi tungu jökulinn, eins og skáldið segir, á hverju flóði sem fer inn um jökulósinn. Nú hægir Skeiðará á sér eftir venju þar til hún kemst í venju- legan sumarvöxt og rennur stríð um straumi fram í leirur, þar dreifir hún úr sér í mörgum kvísl- um O'g hlykkjar sig á ýmsa vegu, þar skilar hún leiinum að mestu er hún ber frá jöklinum. En síð- asta spölin í ósinn er hún að mestu í einum ál og rennur frem um hægum straumi til sjávar. Þarna í ósnum er kiökt af sel, og virðist hann una sér þar mjög vel bæði í ósnum og á þurru landi og liggur makráðugur í stórum breiðum og sleikir sólskinið, en fljótur að forða sér ef eitthvað óvenjulegt er þarna á ferð, nærri, eins og t.d. þeir sem á loft fákum ferðast. Þarna var matar forðabúr en nú er það fremur skinnin af vorkópum sem eru eftir.sótt. Og nú er selurinn einnig far- inn ag kunna vel við sig í Jökuls árlóninu og fer þá gjarnan inn á jökulinn til þess að hvílast. Nú er náttúran að græða upp land Kára Sölmundarsonar á Breiðá, og jökullinn skiiar aftur öðru hvoru mó og birkilurkum jafnvel ófúnum, með ánum sem frá jöklinum koma, og sanna, svo að ekki verður um deilt, að þar hafa áður verið grónar mýrar og birkiskógar, þar sem enn er jökull. Fyrir nokkrum árum kom upp jökulsker í sömu landareign, og ber nú nafnið Kárasker. En það er umkringt ísköldum jökul skafli, þó er gróður farinn að nema þar Iand. Kári Sölmundar- son hefur verið vinsæl söguhetja i Njálssögu. Hann hefndi svo sköruglega Njáissonu og þeirra sem inni brunnu á Bergþórshvoli. Enn stöndum við í þakkarskuld við þá menn sem sögurnar skráðu og veittu þjóðinni svo mikla birtu, og einnig voiu ein af styrkustu stoðunum í menningu hennar. „Jæja Skolur, . . . “ (Framhald af 9. síðu). horni, því að hann var jafnan vel birgur af heyi. Fékk Vilhjálmur svo Júlíus og mig til að flytja heyið með sér til Hríseyjar á sleðum, því að sundið milli lands og eyjar var lagt vegna hinna langvinnu frosta er voru þennan vetur. Fór- um við snemma morguns með sinn hastinn og sleðann hvor og þrjá heybagga á hverjum sleða. Gott veður var um morguninn, en dimmt í lof-ti til austurs- Gekk okk ur ferðin vel, en þegar við vorum komnir lan-gleiðina yfir sundið til eyjarinnar, sem er talið ein vika sjávar, fór að slíta úr lofti bleytu- hríð og okkur fannst ísinn vera farinn að meyrna. Flýttum við okkur, sem mest við máttum til að koma heyinu í hús, áður en það blotnaði til muna. Þegar við höfð um lokið við að leysa baggana til að geta farið með reipin heim, var komin moklogndrífa. Var okk ur þá boðið í hús að þiggja hress- ingu, en því þverneitaði Vilhjálm- ur, vildi komast sem fyrst vestur yfir. Þennan vetur rak undan ísn- um mikið af höfrung á Grímsnesi á Látraströnd. Var Þorsteinn Jör- undsson búinn að fá eitthvað af honum og skipti hann einum höfr ungi á sleðana hjá okkur. Síðan var haldið heimleiðis í skyndi. ís- inn meyrnaði óðum, en við reynd- um að hraða ferðinni sem mest. Því betur sem bér athugiS, bví betur sjáií þéi atJ — skilar yður msins hvítasta þvotti Þatí ber af sem þvegiS er úr 0M0 vegiia þess at» 0M0 fjarlægir öll óhreinindi. jafnvel þótt þau séu varla sýnileg, hvort sem þvotturinn er hvítur eða mishtur. Þegar við vorum komnir miðja leið yfir sundið, birti upp mugg- una og brast upp með .sunnan asa- hláku. Varð Vlhjálmi þá að orði: „Guð hjálpi okkur nú“. Varð nú brátt mikill krapaelgur á ísnum svo að tók hestunum í miðjan legg en við óðum með sleðunum. Ætl- uðum við nú að komast að svö- kölluðu Hálshorni en urðum að hætla við það vegna þess að vök í ísinn lokaði þeirri leið. Urðum þá að beygja meira vestur og stefna á miðjan Hálssand austan við mynni Svarfaðardalsár. Þegar við nálguðumst land, .sáum við, að ísinn var farinn að reka frá og hafði myndazt 10—12 metra breið vök með landinu, svo langt sem sást austur og vestur. Vilhjálmur, sem var fyrstur, hafði engin um- svif, snarast á bak hesti sínum, sem var orðlagður fyrir vit og dugnað og segir: „Jæja, Skolur, nú förum við í land“. Var engu líkara en hesturinn skildi það, sem við hann var sagt og leggur óhikað fram af skörinni í sjóinn, sem náði honum á miðjar síður. Fórum við hinir eins að, en svo hratt rak ísinn frá landin-u á meira dýpi, að á mínunt hesti, sem fór síðastur, náði sjórinn á bóghnútu. Þegar í land kom, undum við mes-tu bleytuna úr fötum okkar og héldum svo áfra-m heimleiðis. Þegar við komum fram á svo- kallaðan Hrísarhöfða, sem er á að gizka ein-s kílómetra leið frá staðnum, sem við komum í land á, Sala er örugg hjá okkur. Símar 19092 og 18966 Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9 litum við aftur og ætluðum varla að trúa eigin au-gum, allur ís var horfinn, nema eitthvert smáhrafl á reki út með norðurenda Hríseyj- ar. Lofuðum við þá guð fyrir, að vera sloppnir í land. En þarna skall áreiðanlega hurð nærri hæl- um. Ég þakka Halldóri frásögnina og óska honum og konu hans alls hins bezta á ókomnum árum. P.J.. Pússningasandur Aðeins úrvals pússninga- sandur Gunnar GuSmundsson Sími 28220 Framsóknar- vistarkort fást á skrifstofu Pramsókn arflokkstns 1 Edduhúsmu Sími 16066 Þess vegna er þvoiturinn fallegastur þveginn úr 0M0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.