Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.03.1960, Blaðsíða 5
TÍHINN, þriðjudaginn 22. marz 1960. 5 Úfgefandi: FRAMSOKNARFLOKKUR iNN Ritstióri og ábm. Þórarinn Þórarinsson. Skrifstoíur ) Edduhúsinu víð Lmdarsötu Simar 18 300. 18 301 18 302. 18 303 1830» og 18 306 (skrifst ritstjórnin og blaðamenn) Augiýsingasími 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda lif Nýju heimílin í ræðu þeirri, sem Ásgeir Bjarnason flutti um efna- hagslöggjöf ríkisstjórnarinar, þegar hún var til meðferð- ar í efri deild, rakti hann það ítarlega, hvernig ríkis- stjórnin hyggðist búa að því fólki, sem nú væri að mynda ný heimili í sveit eða við sjó. Honum fórust orð á þessa leið: „Hvernig lítur það t.d. út hjá ungum hjónum sem eru með 5 börn og ætla að stofna heimili í sveit — Þau þurfa 10 nautgripi á 50 þúsund kr Með þeim góðu kjör- um, sem hæstvirtur ríkissjóður býður þeim upp á, þarf í ársvexti miðað við 12%, 6 þúsund krónur — eða eitt kýrverð og einu þúsundi betur —aðeins í vexti. án af- borgana á einu ári. Á rúmum átta árum fer andvirði kúnna aðeins í vexti. — Verð þeirra tvöfaldast á þessum 8 árum, þegar farin er „leiðin til bættra lífskjara“ eftir stjórnarstefnuni. — Sé lán tekið fyrir dráttarvél þá þarf að borga 10.800 kr. í vexti á ári — eða samtals tæplega 17 þúsund kr. á ári miðað við 12% — ef keyptar eru 10 kýr og ein dráttarvél. — Það má svei mér vera hátt af- urðaverð, ef það á að borga þetta — ásamt öllu því, sem til búskapar þarf. Það örlar nú nokkuð á því, að mjólkurframleiðslan sé ekki nægileg, miðað við neyzluþörf þjóðarinnar á land búnaðarvörum. Það þyrfti því að gera róttækar ráðstaf- anir til þess að stórauka landbúnaðarframleiðsluna — í stað þess að stefna í gagnstæða átt, eins og hér er boðað. Vera má að þau lífskjör, sem hæstv ríkisstjórn býð- ur almenningi upp á, verði það aum, eins og allt bendir til, að fólk verði að neita sér um að drekka mjólk og borða kjöt og grænmeti svo það saki ekki, þótt framleiðsl an dragist saman. Og hvers á unga fólkið að gjaida hjá hæstv ríkis- stjórn? Það getur ekki hafið búskap í sveit. Það getur ekki keypt húsnæði í kaupstað og það getur ekki kostað sig til náms erlendis — þar sem það þarf nú kr 17.900 á móti hverjum 10 þús. sem áður þurfti. Hvar sem borið er niður í þessu frumvarpi er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur — ráðist á þá, sem þjóðfélagið ætti helzt að styrkja til að verða sjálfstæða þegna í lýðfrjálsu landi Frumvarp þetta felur í sér stór- fellda skerðingu á réttindum manna Hinn óbrevtti borg ari á hér eftir ekki að eiga sama rétt og áður til að fá fjár- hágslega aðstoð til að mynda heimili. Hann á það líka á hættu að geta ekki séð sómasamlgea fyrir sér og sinni fjölskyldu." Stjórnarliðar hafa enn ekki reynt neitt til að svara því, aðmeð efnahagsráðstöfunum þeirra er sérstaklega þrengd ur hagur unga fólksins og þá ekki sízt þeirra, sem eru að mynda ný heimili. Hagsmunir annarra aðila eru ríkis- stjórninni ofar í huga. en af skiljanlegum ástæðum vill hún komast hjá að segja það. Stöndum fast Frá hafréttarráðstefnunni í Genf berast þær fregnir, að þar sé nú kappsamlega unnið að því bak við tjöldin af Bretum og Bandaríkjamönnum að knýja fram einhverja miðlunartillögu, sem skerði tólf mílna fiskveiðilandhelg- ina. íslendingar þurfa að láta það koma ljóst fram, að þeir fallist aldrei á slíkt Ef sú afstað? íslands verður nógu einbeitt, eru mjög litlar líkur til, að iiík skerðingarákvæði fái tilskilinn meirihluta Slíkur skilningur ríkir á máls- stað íslands. Jafnframt þurfa. íslendingar að táta það sjást greini- lega, að þær ríkisstjórnir verða ekki taldar vinveittar ís- lendingum, sem beita sér fyrir slíkum málalokum. í Til hvers er ræktunarsjóður? / Mbl. verður nú tíðrætt um ) það, sem þar er kallað gjald- ) þrot búnaðarsjóða, svo sem ) ræktunarsjóðs og byggingar- ) sjóðs sveitanna. Blaðið kennir ) Framsoknarmönnum um hvern- ) ig komið er og segir þá m.a.: ) „Þessii sjóðir voru látnir ) taka lán á lán ofan í erlend- ) um gjaideyri, jafnframt því, ) sem þannig var stjórnað að ó- \ umflýjanlegt var að krónan \ hríðfélii í verði.“ \ Framsóknarflokkurinn mun \ rísa undir þeirri ábyrgð að • hafa úívegað þessum sjóðum • fé, jafnt með erlendum lántök- ( um sem öðru. Hins vegar á ( Sjálfstæðisflokkurinn fyllilega ( sinn hlut í því „að óumflýjan- ( legt var að krónan hríðfélli í ( verði.“ ( Það eru andstæð viðhorf. ( sem mætast i þessum málum / Stefna Framsóknarmanna hef- ( ur aldrei verið sú, að reka ) ræktunarsjóð sem gróðafyrir- ) tæki. Frá þeirra siónarmiði ) hefur ræktunarsjóðui átt að ) veita upinberan stuðning til / landnámstramkvæmda með því ) að veita hagkvæmari lán en ) kostur væri á hinum almenna ) lánamarkaði. ) Sá stuðningur hefur alltaf ) verið talinn eftir og ýms'ir hafa ) talið hann óskynsamlegan. ) Menn hafa sagt að of miklu ) væri kostað til þessara mála, ) það borgaði sig ekki að byggja ) allt landið o. s. frv. \ Framsóknarflokkurinn hefur \ talið að þjóðin hefði ekki efni '\ á öðru en rækta land sitt og -('•■■ nýtjá/iflann hefur'-ý#jáð láfa • þjóðfélagið í heild létta uhdjr ( 'm’éð'^ ''ándnámsmahfiinu’rh og ( flýta fyrir því, að framleiðslu- ( kostnaður minnkaði vegna auk- ( innar ,.ækni svo að nóg væri ( framleu' af landbúnsðarafurð- ( um með skaplegum tilkostnaði. ( Þetta hefur borið þann ár- ( angur. að á síðustu áratugum ( hefur tramleiðslumagnið eftir ) hvern sveitamann margfaldazt. ) Má nærri geta hvort þjóðinni ) væri það hollara og hagkvæm- ) ara að binda nú miklu fleira ) fólk við þessa framleiðslu. ) Gildir þar einu hvort miðað er ) við þjóðarheildina eða neyt- ) endur eingöngu. Sú stefna ) Framsóknarflokksins að láta ) ræktunarsjóð styðja þess-a þró- ) un og flýta fyrir henni hefur borið rikulega ávexti í búskap þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn mun því á komandi tímum hljóta al- þjóðarþökk fyrir það að greiða fyrir landnámsstörfur.um með því áð útvega ræktunarsjóði fé. Það ter vel á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli nú þvo hendur sínar af allri ábyrgð á lámtökum fyrir þessa sjóði. Honum er það líka óhætt. Þær hafa ekki verið gerðar fyrir forgöngu Sjálfstæðisflokksins. Það er auðvitað lítill vandi að reka sjóði eins og ræktun- arsjóð. svo að þeir græði En hér hefur aldrei verið um neina venjulega peningastofnun að ræða Hitt er annað mál. að verðbólguþróunir, hefur komið þar við sögu eins og víðar á neikvæðan hátt í því samba-idi ætti Mbl að rifia upp hver það var sem sagði á sinni tífi. að verðbólgan væri aðferð til afi dreifa gróðanum. Það sagði Ólafur Thors, for- maður fjálf'tæð'.sflokksins þá og jafnan síðan. Og hvei var afstaða Sjálf- stæðisf'.okksins í verkfallsmál- um og kaupgjaldsmálum í tíð vinstri -tjórnarinnar’ Undsnfarin ár hafa menn reiknað með því, að ræktunar- sjóður veitti lán til allra þeirra framkvæmda, sem honum á ann að borð er ætlað að lána til eftir þvi, sem um þau væri beðið. Þann áratug, sem nú er senn að enda, hefur lánbeiðn- um af því tagi ekki verið néitað i ræktunarsjóði fyrr en á síðasia án Vitanjega hefur oft þu?f‘ að gera ráðstafanir til fjáröflunar fyrir sjóðinn svo að betta gæti orðið. Það fé hefur Framsóknarflokkurinn út vegað. Hin nýja steflna ' þessum málum er enn ósýnd og ekk- ert hægt um það að segja hvort íiubeiðnum verður full- nægt eðs ekki. Hitt er augljóst mál nú þegar, að vaxtahækkun- in ein samfara aukinni dýrtíð, hefur geigvænleg áhrif í sveit- um. Þe'u verða færri en ella sem ráðast í það að hefja bú- skap í s' eit. Það þýðir að ó- byggðum jörðum mun fjölga en ekki fækka á næstu árum. En skörfiin, sem þannig mynd- ast í bvggðina, hafa á allan hátt slæm áhrif. Erfiðleikar þeirra, sem eftir búa, vaxa á margan hátt í hlutfalli við það að sveitin verður fámennari og byggðin strjálli. Nú er vitanlega á það að líta, að vaxtaþunginn á að veltast af bændum yfir á neytendur í hækkuðu afurðaverði. því að afurðirnar eru verðlagðar með það fyrir augum, að bændur hafi til framfærslu sér líkt og aðrir. En verðlagið er eitt fyrir alla, verðlagsgrundvöllurinn miðast vifi meðaltai og frum- býlinga. eru yfirleitt undir því meðallagi eins og skiljanlegt er. Þess vegna lendii þunginn- af vax'ahækkuninni yfirleitt meira en í meðallagi á frum- býlingum. Þegar þar við bæt- ist að ekki hefur staðið út af hjá ýmsum við búskapinn undí anfar'ð er það augljóst að þetta er alit annað en aðlað- andi. Enn er á það að líta að víð; ast hvar er margt ógert enn á sveitabýlum landsins. Það er t.d. alvar'egt vandamál í flest- um héruðum landsins hve höll- um fæt bændur standa gagn- vart óþ ;rrkunum, þegar þá ber að hendi. Nú eru minnkaðir allir möauleikar til að gera það sem gera þarf í sveitunum til að ráða bætur á slíku. Vitan- lega er það fremur falÞð til að fæla menn frá búskap en laða þá að honum Það er ótímabært að láta hið ís'lenzka þjóðfélag nú kippa að sér hendinni um stuðning við landnámsframkvæmdir í sveit- um. Það er ekki heppilegt fyrir atvinnubróun í landinu að láta þungann af landnáminu í vax- andi mæli leggjast á bændurna sjálfa. Það er ekki heppilegt fyrir neyzlu þjóðarinnar og lífs venjur að láta landnámskostn- aðinn í vaxandi mæli koma fram í hækkuðu verði landbún- aðarafurða. Þetta er vitanlega eitt af því sem skipar mönnum i flokka í stjórnmálabaráttunni Það er að vissu leyti gott að línurnar skýrist og það verði sem Ijós- ast hverjir bera ábyrgð á því. að landnámssjóðir sveitanna hafa haft fjárráð til að lána bændum undir markaðsverði peninga og hverjir breyta því. Halldór Kristlánsson ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) Er stefna ih.ald.sins söm í stjórn og stjórnarandstöiðu? Mbl. víkur að því í Reykjavíkur- bréfi að ég hafi vitnað í ræðu Bjarna Benediktssonar 1958 og ályktar út frá þvi að stefna Sjálf- stæðisflokksins sé ein og söm hvort sem hann sé í stjórn eða st j ór narand stöðu. Nú er Bjarni Benediktsson væntanlega suður í Genf að vinna fyrir málsi.að okkar allra Þar sem niest liggur við ásamt Lúðvík Jós- efssyni, Hermanni Jónassyni og fieiri ágætum mönnum Skulum við láta gamlar ræður hans hvíla í friði á meðan. Hins vegar vil ég biðja Mbl að rifja upp afstöðu sína og Sjálfstæðisflokks'ins í tveimur farmannaverkföllum á fyra ári vinstri stjórnarinnar. Sömuleiðis ætti það að birta efnis- útdrátt úr kosningaræðum for- mannsefni" síns og samheria hans í Dagsbrúnarkosningunum 1958 en þá deildu bessir fullrúar og skjól- stæðingar Sjálfstæðisflokksins fast á kommúnistastjórnina í Dagsbrún fyrir að hafa ekki gert kauphækk- unarkröfur og lagt í verkfall á lientugum tíma. Enn fremur ætti Mbl að birta ummæli sín um lífskjaraskerðingu þá, sem fylgdi efnahagsmálaað- gerðum vinstri stjórnarinar 1958. Við upprifjun þessara atriða og viðhorf Mbi. nú til kauphækkana og verkfalla getum við fengið sam anburð sem sker úr um það, hvort Siálfstæðisfiokkurinn muni vera a.'gjörlega óumbreytanlegur í stefnu sinni hvort sem hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ég vona að Mbl. geri þennan samanburð sjálft og láti ekki sitja við fullyrðingar einar um óum- breytanleika flokksins. Stefna t'lokksins í launamálum og stéttarfélögum er ein og óum- breytanleg a þann hátt að berjast fyrir kauphækkunum og pólitísk- um verkföllum þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er á móti nkisstjorn- inni, en þola lífskja/askerðingu þegar Sjálfstæðismenn eru við völd. Það eru ekki þjóðarhags- niunir eða stéttarhagsmunir sem móta stefnu Mbls. í þessum mál- um og ráð-i því hvort bað styður verkfall eða ekki. Þar ráða flokks- hagsmunir öllu. Sjálfstæðisflokk- urinn vill ná völdum og áhrifum í verkalýðsíélögurr til að geta not- að þau sem flokksfélög Hann vill beita þeim til að gera verkföll og bera fram otímabærar kaupkröf- ur þegar vmstri stjórn er í landi en hins vegar eiga þau að fá stétt- irnar til að taka lífskjararýrnum möglunarlaust þegar Sjálfstæðis n enn fá að stjórna. Með þessari athugasemd get ég verið Mbl sammála um það, að stefna Sjálfstæðisflokksins sé söm hvort sem hanr. er í stjórn eða stjómarandstöðu. H. Kr. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.