Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 2
2 T í M1 N N, sunnudaginn 27. marz 1960. fla áhuga fyrir fornum listsaumi Heimilisiðnaðarfélag Islands hef ur nýlega gefið út þrjú litprentuð j mynztur fyrir krosssaum, glitsaum eða vefnað. Fyrirmyndir eru forn tréskurð-j ur og vefnaður á þjóðminjasafninu. Teikningarnar eru gerðar af, handavinnukennurum og mynztrin | prentuð í litum í Lithoprent. Heimilisiðnaðarfélag íslands vill með útgáfu þessari enn sem fyrr freista þess að auka áhuga ísl. kvenna fyrir því að leita til fornra listrænna muna um fyrirmyndir að útsaum og vefnaði. ' Verði tilraun þessari vel tekið, hyggst það beita sér fyrir áfram- haldandi mynzturgerð af þessu tagi. Mynztrin eru til sölu í hannyrða verzlunum í Reykjavík og í nokkr um bókabúðum úti um land. Aðal- útsala er að Skólavörðustíg 4 B, sími 14212. kkert ormalyf nemaDungalslyf Nýlega kom maður hingað á1 urinn kvaðst hafa gefið fé sínu blaðið og kvartaði undan því, ormalyf í desember síðast liðn-' að ekki væri til neitt Pheno- um, sem almennt gengur und- thiazin ormalyf í landinu. Mað- 99 Enciclopedia del mondou Nýlega kom út hefti um ísland af ritinu „Enciclopedia del mono“, sem gefið er út hjá Instituto per Ricerche Geografiche í jNIílanó. ^titstjóri er F. de Agostini. í rit- inu gru greinar um landafræði ís- lands og jarðfræði með glöggum kortum til skýringa, yfirlit um jurta- og dýralíf, sögulegt ágrip, kafli um íslenzkt mál, yfirlit um stjórnarfar og réttarfar, efnahags- mál, framleiðslu, samgöngur og viðskipti, og smágreinar um Reykjavík og helztu ferðaleiðir, um peningamál, utanríkisþjónustu, fræðslumál o. fl. Heftið er prýtt fjölda mynda, þ- á m. nokkrum Iitmyndum, einnig teikningum og tveim yfirlitskortum af íslandi. (Frá utanríksráðuneytinu). Handaviimusýn- ing í Þjóðminja- safninu 25. marz var fréttamönnum boð ið að líta á handavinnusýningu í Þjóðmi.ijasafninu. Er það Statens Kvinnelig Industriskole i Osló, sem sýnir þar verk og ullartilraun ir nemenda sinna. Margt fallegt er að sjá á sýningu þessari, sem verður opin dagana 26. marz til 10. apríl kl. 1—10 daglega. Fundur Jökla- rannsókna- ir nafninu Dungalslyf. Bar nokKuð á óhreysti í fénu og virtist það illa þola þetta ormalyf.. Sneri maðurinn s'ér þá til yfir-; dýralæknis sem benti honum á, að gefa ekki fénu þetta lyf aftur í vetur. Lyfið ekki til Þegar maðurinn sneri sér til Tilraunastöðvarinnar að Keldum og ætlaði að panta Phenothiazin- duft, var nonum sagt að það lyf væri, eiki'.tii. Þótti manninum að vonum illa á haldið, að ekki skyldi séð svo um, að jafn þýðingarmikið lyf og þetr.a væri fáanlegt í land- inu. Bað hann blaðið að koma kvörtun sinni á framfæri. Blaðið leitaði frekari upplýsinga i þessu máli í gær, og fékk það staðfest, að lyf þetta er ekki til í landinu svo vitað sé. Hér er um nauðsyn- legt lyf að ræða og því óforsvaran- legt með öllu, að ekki skuli séð fyrir því, að það sé til. Þessl flugfreyia er rússnesk' aS uppruna og heltir Inna Vyaches- lavova. Hún er að búa sig til aS færa farþegum um borS í rúss neskri þotu einhverja hressingu, og okkur sýnist vera allþokkalegt á diskunum. Ljósm.: S. Proobraz- hensky). Tónlistarkynning Tónlistarkynning verður í hátíða sal háskólans í dag, sunnudag 27. marz kl. 5 síðdegis. Fluttir verða af hljómplötutækjum skólans kvartettar Beethovens op. 131 og 133, en þeir eru meðal síðustu verka meistarans. Jón Leifs tón- skáld flytur inngangsorð. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Vinna að bæf tum •4 Cw Félag eftirlitsmanna með raforkuvirkjum félagsins Jöklarannsóknafélag íslands heldur fund í Tjarnarkaffi niðri þriðjudaginn 29. marz kl. 20,30. Fundarefni: Nicholas Clinch flyt- ur erindi með litskuggamyndum uin Himalaja leiðangur sinn. Síðast liðinn þriðjudag var stofnað telag eftirlitsmanna með raforkuvirkjum. Nær félagið eftir allt land Formað- ur félagsins var kjörinn Krist- ján Dýrfjörð frá Rafveitu Hafnarfjarðar en aðrir í stjórn eru: Friðþjófur Hraundal frá Rafmagnseftirliti ríkisins, Stef án Karlsson frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Odgeir Þor- leifsson frá Rafmagnsveitum ríkisins, og Gísli Guðmunds- son frá Rafveitu Miðnes- brepps. Varamenn í stjórn eru: Stefán V. Þorsteinsson frá Rafveitu Hafnar- f.iarðar, öskar Hallgrímsson frá jRafmagnseftirliti ríkisins. Þorkell Kristinsson frá Rafveitu Akraness, Haraldur Sæmundsson frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Sig- urður Agústsson frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur. * Félagið heitir: Félag eftirlits- manna með raforkuvirkjum, skst. F. E. R. Heimili þess og varn- arþing er í Reykjavík. Starfssvið þess er, eins og fyrr segir, landið ailt. Tilgangur félagsins er: a. Að efla samhug og faglega þekkingu t'éiagsmanna, sem stuðli að bættu óiyggi almennings gagn- vart raforíu-virkjum. b. Að beita sér fyrir samvinnu við viðkomandi aðila um fræðslu og hæfnispróf þeirra manna, sem valdir verða sem eftirlitsmenn með raforkuvirkjum. c. Að star.da vörð um hagsmuna- mál félagsmanna á svo breiðum grundvelli sem unnt er Tilgangi, sínum hyggst félagið m. a. að ná með fundahöldum. fræðandi fvrirlestrum og fræðslu- ritum. Aðalfrumkvöðull að stofnun fé- lagsins var Kristján Dýrfjörð í ííafnarfirð sem kosinn var for- maður þess Nýlega var aðalfundur Báta- íélagsins Bjargar haldinn. Að- alumræðupfni fundarins var bafnaraðstaða félagsmanna hér í Reykjavíkurhöfn. Á undanförnum árum hefur hún verið mjög slæm o gfarið versnandi, sem afleiðing af mik- illi fólksfjölgun smábáta hér. En sú fjölgun hefur byggzt á auk- inni fiskgöngu á grunnmið með útfærslu' landhelgninar. Fjölgun báta hefði þó án efa orðið miklu meiri hefðu hafnarskilyrði verið í lagi. Það hlýtur að verða aðal bar- áttu- og hagsmunamál félagsins í næstu framtíð að vinna að bættum hafnarskilyrðum. Einróma mótmæli voru sam- þykkt gegn fram komnu frum- varpi á Alþingi, sem heimilar undanþágu á banni dragnóta- veiða í landhelgi. Uppi eru raddir um það, bæði á fundum Bjargarj og viðar á landinu að stofna til sambands bátaeigenda þessari atvinnu- grein til eflingar. Mun verða nánar að þessu máli unnið á næstunni. í Fræðslukvikmyndir hafa ver- ið sýndar á fundum félagsins í jvetur, svo var og gert á aðal- fundi. i Stjórn Bjargar skipa nú: Haukur Jörundarson, formáðui*, Bjarni Kjartansson, varafor- maður, Björn Benediktsson, rit>- ari, Alfreð Þórðarson, gjald- keri, Gunnar Friðriksson, með- stjórnandi. Til vara: Geirharð- ur Jónsson, Högni Högnason óg Halldór Einarsson. Nýr sendiherra Wil Hinn nýskipaði sendih. Belgíit, herra Jean de Fontaine, er vænt- | anlegur hingað á sunnudag, 'ög I mun hann afhenda forseta ÍS- lands trúnaðarbréf sitt miðviku I daginn 30. marz. — Sendiherrann ! er liðlega sextugur að aldri. Hann | hefur starfað í utanríkisþjónuSíu ; lands síns síðan árið 1919 víðá | um lönd og verið sendiherra síð 1 an 1947. Hefur hann tjl skamms tíma gegnt störfum í viðskiptá- deild utanríkisráðuneytlsins í Brussel. Hann er jafnframt sendi | herra Belgíu í Osló og hefur að- setur þar. (Frá utanríkisráðuneytinu). Selfoss og nágrenni | -.3 Góð íbúð, 80 ferm. að stærð er til sölu nú þegar. Laus 14. maí. Upplýsingar gefa Snorri Árnason Selfossi og Jón Gunnlaugsson læknir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.