Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 5
T f MIN N, sunnudaginn 27. marz 1960.
5
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Ritstióri og ábm. ÞórarinD Þórarmsson.
Skrifstofur i Edduhúsinu við Lmdargötu
Símar 18 3U0 18 30’, 18 302 18 303 18305 og
18 306 'skrifst ritstjórnin og Olaðamenn)
Auglýsingasími 19 523 Afgreiðslan 12 323
Prentsm Edda hf
Gamla kreppusteínan
Það er boðskapur ríkisstjórnarinnar, að hér eftir eigi
að hverfa frá því að veita einstökuin atvinnugreinum að-
stoð og styrki. Þær atvinnugreinar einar verðskuldi að
lifa, sem geti borið sig hjálparlaust. Aðrar eigi að heltast
ór lestinni.
Samkvæmt þessari kenningu neitar ríkisstjórnin að
veita útgerðinni á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austur-
landi nokra fyrirgreiðslu vegna þess. að gengislækkunin
lækkar verulega verð á steinbíti, ýsu og smáfiski frá því,
sem áður var.
Þessar fiskveiðar verða heldur að íeggjast niður. en að
víð greiðum nokkuð fyrir þeim, segja ráðherrarnir í ein-
um kór. Slík aðstoð samræmist ekki efnahagsstefnu
okkar.
Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar er ekki óeðlileg, þeg-
ar þess er gætt, að takmark hennar er að endurreisa það
efnahágskerfi, sem hér var búið við i'yrir 1927.
Fyrir 1927 var víðast í heiminum lifað eftir þeirri hag-
fræði, að eingöngu ætti að stunda þær atvinnugreinar er
bæru sig vel. Það væri gróðasjónarmiðið eitt, sem ætti að
ráða uppbyggingu atvinnuveganna.
Hvergi var þessari stefnu þó eins nákvæmlega fylgt
og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þau voru um nokkurt
skeið talin ágæt sönnun þess, hve réttmæt og farsæl þessi
stefna væri.
, En brátt kom þó annað í ljós. Þær atvinnugreinar, sem
ekki voru nógu arðgæfar um skeið. drógust saman Hins
vegar kepptust menn við að efla þær atvinnugreinar, sem
gáfu mestan stundararð, unz þetta leiddi til offramleiðslú
á því sviði. Þá drógust þessar atvinnugreinar líka saman.
Afleiðingin var stórfelldur samdráttur og atvinnuleysi, er
náði hámarki sínu í heimskreppunni miklu.
Reynslan af þessu er sú, að flestar þjóðir eru nú horfn-
ar frá þessari stefnu að meira eða mmna leyti. í flestum
löndum er nú meira og minna jafnað milli atvinnugreina
og landshluta, til að halda hæfilegu jafnvægi. Og reynslan
hefur sýnt, að uppbygging er mest og heilbrigðust, þar
sem slíkri stefnu er fylgt.
En núv. ríkisstjórn íslands vill þetta ekki Hún vill
hverfa alveg frá þeirri jafnvægisstefnu, er fylgt hefur
verið undanfarið í þessum efnum. Gamla stefnan frá 1927
skal aftur leidd til öndvegis.
Heppnist ríkisstjórnmni þessi stefna, mun það leiða
til samdráttar og atvinnuleysis, eins og alls staðar annars
staðar, þar sem slík stefna hefur verið framkvæmd.
Ráð séra Arnljóts
Birgir Kjaran flutti í vetur ræðu á þorrablóti hjá Sjálf-
stæðismönnum. Þar rifjaði hann m. a. upp, hvernig séra
Arnljótur Ólafsson hefði leyst deilu, sem reis í Möðru-
vallaskóla vegna kæru pilta yfir lélegu fæði. Séra Arn-
ljótur kom því til vegar, að alltaf borðaði einhver kennar-
anna með skólapiltunum.
Þetta taldi Birgir réttilega, að valdhafarnir ættu að
taka sér til fyrirmyndar á hverjum tíma.
Ekki bólar þó enn neitt á því, að ráðherrarnir ætli að
taka þetta heilræði Birgis til eftirbreytni. Það hefur a.
m. k. enn ekki frétzt, að neinn þeirra hafi skammtað sér
Oagsbrúnarlaun. Hins vegar hefur heyrzt, að verðhækk-
unin á áfengi og tóbaki sé ekki látin ná til ráðherra og
annarra slíkra fyrirmanna.
.♦vvx**s
Guirnar Leistikov skrifar frá New York: -
Á rafmagnsbíllinn eftir
að ryðja sér til rúms?
t
)
t
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
>
/
/
/
/
/
/
/
/
/
t
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
?
/
/
/
/
?
/
/
/
'/
/
/
)
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
'/
'/
'/
/
/
/
/
/
/
>
/
/
/
>
/
/
í Þjóðviljanum 24. þ. m. er
viðtal við Pál Kristjánsson, bók-
ara frá Húsavík. Aðalumtalsefnið
er Hitaveitumál Húsavíkur. Þar
segir: „Páll er upphafsmaður þessa
máls“ Þetta er undarleg sagn-
fræði. Hvað ætli Húsvíkingar segi
um hana?
Upphafsmann þessa máls mætti
helzt kalla Sveinbjörn Jónsson,
byggingameistara, Háteigsvegi 14,
Reykjavík. Hann flutti á Húsa-
vík, skömmu eftir 1930, fyrirlest-
ur um hitaveitu frá hverunum í
Reykjahverfi til Húsavíkur. Síðan
hefur hitaveitumálið alltaf verið
þar meir'a og minna til umræðu.
Þá verður varla annað ráðið
af þessu viðtali, en að hitaveitu-
nefnd og bæjarstjórn Húsavíkur
hafi með „áskorun til þings og
stjórnar" „í byrjun þessa árs‘
komið því til leiðar, að nú eigi
„ as kaupa sérstakan, stórvirkan
New York í marz 1960.
INNFLYTJENDUR Evrópu-
bíla í Bandaríkjunum, virðast
standa sig vel í samkeppninni
við „litlu“ bílana, sem Ameríku
menn eru nú sjálfir farnir að
framleiða. Nú hafa innflytjend-
ur Evrópubílanna fengið nýtt
áhyggjuefni, hugmyndin um
rafmagnsbílinn virðist aftur
komin á kreik og líklegt að
þeir bílar geti orðið skæðir
keppinautar Volksvagen og
fleiri minni bílum, sem
mikið hafa verið keyptir vestra,
einkum sem annar bíll, þar
sem tveir bílar eru á heimili.
En þá eru þeir notaðir til
ýmis konar snattferða, svo sem
innkaupa húsmóðurinnar, til afi
koma börnum í skóla og sækja
eiginmanninn, þegar hann kem
ur með „sexlestinni“ heim úr
vinunni.
Það eru nú 30 ár síðan „raf-
magnsbíllinn" hvarf af sjónar-
sviðinu í Ameríku. Hann var
of hæggengur, komst ekki hrað
ar en 50 km. á klst., og of mikl-
um erfiðleikum var bundið að
hlaða rafgeyminn, sem hlaða
þurfti altaf þegar búið var að
aka hálft annað hundrað kíló-
metra.
En þetta var á þeim gömlu,
góðu dögum, meðan bílarnir
voru ekki orðnir almennings-
eign og bílaeigendur þurftu ein
mitt að halda á bílum, er dugað
gátu til langferða.
ENDURKÖMA ráfinagnsbíls-
ins, er bein afleiðing áf því sem
maður gæti kallað tækniþróun
á golfvellinum. Hér í landi er
golf ekki aðeins íþrótt forset-
ans og hinna ríku, heldur al-
menningsskemmtun. Það er
urmull af golfvöllum, hvar sem
farið er. f mörgum golffélögum
sáu menn, að eldri mennirnir
gátu vel leikið áfram, en þeir
áttu í erfiðleikum með að kom-
ast á milli hólanna. Menn fóru
því að leita að litlu ökutæki,
sem flutt gat leikmenn til á
golfvellinum, án þess þó að
spilla með því hinu góða sveita
lofti, eða trufla kyrrðina með
mótorskellum.
En Ameríkumönnum þykir
gaman að gera tilraunir, sér-
staklega með vélar. Þeir láta
sér sjaldan nægja að nota
ákveðinn hlut aðeins til þess,
sem hann er ætlaður. Litlu
fararartækin á golfvellinum er
líka hægt að nota utan hans.
ÞAÐ ER orðinn siður, að
fólk á eftirlaunum tekur sér
búfestu á Florida og Kali-
forníu til þess að geta notið
hinnar góðu veðráttu árið um
kring. Margt af þessu fólki hef-
ur ekki sterka fætur til gangs
og bílastæði er erfitt að fá í
borgum Bandaríkjanna. Mörg-
um fannst að litla þríhjólaða
ökutækið, sem þeir þekktu frá
golfvöllunum væri einmitt
heppilegt til ferðalaga, þegar
fara þyrfti til innkaupa, eða
læknis. Alls staðar var hægt að
fá stæði fyrir það. Þó hraðinn
væri ekki mikill, kom það ekki
að sök. Þeir, sem eru á eftir-
launum búa sjaldnast við mikið
annríki.
Á nokkrum .stöðum hafa
þessi litlu ökutæki náð miklum
vinsældum. í einum einasta bæ,
eins og Long Beach í Kali-
forníu, eru þau þegar oiðin 4
þúsund talsins.
ÞESSI ÞRÓUN hefur orðið
ákveðnum verksmiðjuhöldum
að umhugsunarefni. Enda þótt
rafmagnsbilarnir séu löngu
horfnir af götunum, eru þó til
ökutæki, sem ganga fyrir raf-
magni á geyimi, enda þótt þau
þjóni ákveðnum tilgangi í vöru-
geymsluhúsum, bryggjum og
járnbrautarstöðvum, — og á
golfvöllpnum. Það er því í raun
inni ekkért því fil fyrirstöðu,
að hægt' sé að smiða slik öku-
tæki til fólksflutninga utan við
golfvelli og borgir gamla fólks-
ins á Florida og í Kaliforniu.
Þessi ökutæki eru fyrst og
fremst ódýr í rekstri. Á þeim
þrjátíu árum, sem liðin eru síð-
an hætt var tilraunum með raf-
magnsbílinn, hefur benzínverð-
ið þrefaldazt, en rafmagnsverð-
ið hefur lækkað um þriðjung.
Gamalt fólk, sem átt hefur raf-
magnsbílana sína, vegna þess
að þeir virtust líklegir til að
endast um aldur og ævi, segir,
að enda þótt um daglega notk-
un sé að ræða, þurfi varla nema
tvo dali á mánuði til að halda
rafgeyminum við. Þetta er um
það bil andvirði 28 lítra af ben-
zíni í Bandaríkjunum.
MÖRG FYRIRTÆKI eru byrj-
uð að framleiða rafmagnsbíla,
aðallega til notkunar fyrir
frúrnar, sem heima eiga í villu-
hverfum stórborganna, svo að
þær komist ferða sinna um ná-
grennið. Þessir vagnar verða
að teljast sjaldgæfir í New
York og öðrum norðlægum
borgum, enn sem komið er.
Kona, sem nýlega hafði fengið
einn slíkan, varð undrandi er
hún kom eitt sinn með pakka
•sína að bílnum, og sá mann er
skriðið hafði undir bílinn.
„Guð minn góður, hvað eruð
þér að gera undir bílnum mín-
um,“ sagði frúin undrandi.
Vandræðalegt mannsandlit
gægðist undan bílnum:
„Mig langaði bara til að kom-
ast að því, fyrir hverju bíllinn
gengur. Þetta er þó líklega
ekki kjarnorkubíll?“
ÞAÐ ER LÍKA til gaman-
saga um eiganda rafmagnsbíls
í Ameríku, sem hafði gaman af
spaugi. Han ók inn á benzín-
stöð og bað um að benzín yrði
látið á bílinn, því hann væri
alveg benzínlaus. Benzínsölu-
maðurinn, sem sýnilega var
ekki mjög hugvitssamur, leit
til hægri og vinstri, og allt um
kring. Síðan kom hann og
spurði hvort bíllinn væri ný-
keyptur. Það væri nefnilega
um mistök að ræða, því bersýni
lega hefði benzíngeymirinn
gleymzt.
„Já, þá er það líklega það,
sem að er,“ sagði eigandinn, og
ók af stað, meðan benzínsölm
maðurinn stóð orðlaus eftir af
undrun.
VERÐIÐ Á hinum nýju raf-
magnsbílum er 1600—2500 dal-
ir. Þetta er ekki sérlega lágt
verð en talið er að bílakaupin
borgi sig. Þeim er ætlað að
vera annar bíll fjölskyldu, en
ekki sem tilhaldsbílar. Það þarf
því ekki að skipta um bíl við
hverja árgerð, og þeir eru nógu
sterkir til að geta enzt í tuttugu
ár, eða ennþá lengur.
Aðalkosturinn við þessa bíla
er eins og áður er sagt sá, að
þeir eru ódýrir í rekstri. Við-
gerða kostnaður lítill. Allur
búnaður þeirra einfaldur. Það
er stundum sagt, að það séu
aðeins átta hlutir, sem hreyfast
í rafmagnsbílnum og þar af séu
fjórir hjólin.
Skrýtin sagnfræði
jarðbor til þess að leita eftir
heitu vatni á Norðurlandi“. „Jafn
fr'amt skorum við“ — er Páll sem
„upphafsmaður" málsins látinn
segja — „á ríkisstjórnina, að
fyrsta verkefni borsins verði á
Húsavík. Á væntanlegum fjár-
lögum þessa árs hefur þetta ver
ið tekift til greina að því leyti,
að þar er áætluð fjárhæð til kaupa
á slíkum jarðbor, og við væntum
þess fastlega, að hann verði lát-
inn byrja á Húsavík".
Miklu hefur „upphafsmaður
þessa máls“ hjá Þjóðviljanum
komið í kring.
Sannleikurinn er, að þingmaður
Suður- Þingeyinga, Karl Kristj-
ánsson, beitti sér fyrir því 1958
og fékk því áorkað með góðra
manna hjálp, ag tekin var upp
fjárlög ársins 1959 heimild hand
ríkisstjórninni t'il kaupa á jarðbo
fyr’ir Norðurland. Ríkisstjórn En
ils notaði ekki heimildina.
Karl Krlstjánsson deildi á ríl
isstjórnina fyrir þetta á sumaj
þinginu, og stjórnin bætti ráð sii
og tók upp, haustið 1959, í fjái
lagafrumvarp sitt fyrir 1960 fjá
veitingu til að kaupa borinn o
reka hann.
Þetta var áður en áskorani
þær, sem Páll segir frá voru ger
ar.
Áskorariirnar voru því ekl
upphaf borkaupanna fyrir Norðu
land, frekar en Páll er „upphaf
maður“ hitaveitumálsins á Hús
vík. Húsvíkingui