Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 4
4 T í M1 N N, sunnudaginn 27. marz 1960. Svertmgjar færa jafnréttisbarátt una inn í kaffibús stórverzlana Þetta byrjaði allt með því, að fjórir stúdentar gerðu dá- lítið, sem mörgum fannst sanngjarm en sem enginn hafði gert á undan þeim. Þeir fóru inn á veitingastað settust við borð og báðu um sam lokur og kaffi. Stúlkan sem afgreiddi þá hikaði dálítið. Svo sagði hún: — Þið verðið að afsaka en við afgreiðum ekki svei'tingja hér. Þetta var ekkert undarlegt. Allir í Greensboro í North Carolina vita ag sverlingjar eru ekki afgreiddir í matstofu verzlun- arinnar. Slíkt er heldur ekki gert á öðrum matsölustöðum í mið- hverfi borgarinnar. Það sem athygli vakti var það, að negrastúdentarnir skyldu ger ast svo djarfir að setjast þarna Og biðja um afgreiðslu og að þeir. er þeir höfðu fengið það svar sem þeir gátu búizt við, risu ekki á fætur og gengu á brott. Þeir sátu sem fastast. Daginn eftir var kominn þar heill herskaii sem fylgdi fordæmi þeirra. Svo skeði það sama í mat stofum annarra verzlana. Eftir nokkra daga var fordæminu fylgt í öðrum bæjum í North Carolina. Þetta breyddiist út til annarra Suðurríkja, og í dag er þetta hluti hins daglega lífs um öll Suðurrík in. Fjöldahreyfing Enginn veit, hver átti hugmynd ina að þessu. En nú er þetta fjölda hreyfing, sem nýtur stuðnings stórra félagssamtaka. Sama sag- an endurtekur sig alls staðar. Svertingjarnir setjast niður og biðja um afgreiðslu. Og þegar þeir fá hvor’ki vott né þurrt, sitja þeir kyrrir. Þeir skammast ekki. þeir fara ekki í kröfugönguur og álasa ekki neinum fyrir neitt. Þeir nota einfaldlega hlutlausa mótspyrnu að fyrirmynd Gand- his. Á meðan verða hinir hvítu gestir að standa eða leit-a eitthvað annað. Fyrir jafnrétti Þetta skeður aðeins í matstof um stórverzlana. Þetta á sér alit sína ástæðu. Meiningin með þessu er innlegg í bari'áttuna fyrir jafnrétti kyn- þáttanna. Svertingjarnir eru ekki að berjast gegn veitingahúsunum, sem telja þá óæskilega viðskifta vini. Eins og aUir Bandaríkja- menn eru svertingjarnir miklir cinstaklingshyggjumenn. og þeir skilja óskir veitingamannsins um að vera herra húss og velja gesti sína sjálfur. En það gildir annað um stóiverzlanirnar. Þar er svert ingjum ekki bannaður aðgangur. Þvert á móti vilja verzlanirnar gjarna fá fé þeirra. Og þar geta þeir gengið um allt og keypt allt se-m þeim sýnist. Þeir mega bara ekki setjast í matskeiðum. Hún er eingöngu ætluð hvítum mönnum. Ókunnugir eiga kannske erfitt með að sjá röksemdarfærsluna í þessu, en það eru sjaldan rök að baki fordómum. Þessi aðgreining svertingja í viðskiptavini og gesti er bersýnilega tilgangslaus, og gott dæmi um hifi ómannlega til- gangsleysi kynþáttahatursins. Viðbrögð hvítra Viðbrögð hvítra manna eru at- hyzlisverð. Hinir hvítu gestir segja aldrei ne;tt. Þeim, sem finnst óþægilegt að sitja við sama borð og svert ingjar. flýta sér að borga og hverfa. Aðeins 'einstaka maður hreytir út úr sér ónotum. Yfirmaður matstofunnar flýtir sér venjulega að láta hætta af- greiðslu í matstofunni og hvetur gesti sína til að yfirgefa stofuna. Hann vill fyrir alla muni forðast leiðindi. Venjulega er verzlunin útibú frá keðju stórverzlana og forstjóri verzlunarinnar hefur oftast ekki mikið um það að segja, eftir hvaða sjónarmiðum verzlunin er rekin. Ef svertingjarnir fara ekki af fúsum vilja, lokar verzlunarstjór inn kannske allri veizluninni. Stundum er lögreglan sótt. Þá draga svertingjarnir sig venju- lega í hlé. Þeir vita að verzlunar stjórinn hefur réttinn sín megin, jafnvel þó þeim finnist að réttúr inn í þessu tilfelli sé ekki það sama og réttlæti. Ef Bandaríkja maður neitar að yfirgefa eign ann ar's manns, gerir hann sig sekan um brot á friðhelgi eignarréttar ins. Sjaldan óeirSir Það hefur sjaldan komið fyrir að svertingjar hafi neitað ag fara með góðu, slíkt hefur aðeins átt sér stað, ef þeir hafa orðig fyrir aðkasti hvítra ofstækismanna. Það hefur sjaldan komið tii ó- eirða í sambandi við þessa mót mælahreyfingu svertingjanna. Og þar sem slíkt hefur komig fyrir hefur lögreglan komið fram á hlutlausan hátt, sem er óvenju- legt í Suðuiríkjunum. Það hefur skeð á mörgum stöðum, að lög- reglan hefur gert atlögu að hvít um mótmælagöngumönum, áður en hún hefur ráðist á svertingj ana. Þetta hefði verið óhugsandi fyr- ir 20—30 árum síðan. Þetta er skýr vitnisburður um það, hversu mikil framför hefur orðið í Suðurríkjunum síðasta manns- aldurinn, hvað snerfir sambúð kynþáttanna. Á tímum, þegar hvítir og svartir ferðast húð við hlig í flugvélum og járnbrautarklefum, já og nú orðið jafnvel í strætisvögnum í Montgomery, höfuðborg Alabama. og þar sem þeir veizla hlið við hlig í útsölum stórverzlana, er erf itt að sjá rökin fyrir því, hvers vegna þeim er neitað um af- greiðslu í matstofum stórverzlana. Á sumum stöðum hefur þó kom ið til óeyrða. í Alabama hafa yfir völd verzlana sums staðar gripið til róttækra aðgerða. Einum mísþyrmt Á þeim fyrstu sex vikum, sem hr'eyfing negranna hefur starfað hefur aðeins einum negra verið | misþyrmt. Það skeði í Texas, þar sem meðlimir Ku klux klan hýddu svertingja með hjólhestakeðju. hengdu hann á hnjánum upp í tré og skáru KKK tvisvar í brjóst hans og maga. Á hinn bóginn hafa svertingjar sums staðar hagað sér illa. I South Carolina réðust fimmtíu ungir svertingjar á hvíta kvik- myndahúsgesti, slógu rúðurnar úr bílum þeirra og skáru dekkin. Hver veiður svo árangurinn af þessum aðgerðum negranna? Því er ekki auðvelt að svara. Árangur inn verður sjálfsagt misjafn á ýmsum stöðum. Enn hafa svertingjarnir ekki náð þeim áfanga, sem þeir vonuð ust eftir. Enn hefur ekki ein ein- asta verziun látið undan. þótt aðal- blaðið í Greenborg, þar sem upp tök hreyfíngarinnar voru, hafi hafi stungið upp á því, að verzl anirnar ættu annaðhvort að loka matstofunum alveg eða afgreiða svertingjana einnig. Nýlega hefur þessi mótmæla- hreyfing fengið stuðning frá tveimur landssamtökum. Þau eru National Association for the Ad- vancement of Colored People og Congress of Racial Equality. Þau hafa hótað því að leggja bann á Woolworth og.hvað þær nú allar heita stórverzlanlrnar í Suðurríkj unum, sem ekki vilja afgreiða sverfingja í matstofum sínum. f NorðuiTÍkjunum eru svert- ingjar ekki svo lítill hluti við- skiptavinanna, og ef svertingjar hætta að verzla við þessar verzl anir munar um það. Gunnar Leistikow. LEIÐBEININGAR um öryggl og eftirlit Hvorl sem dráttarvélin er ný eða gömul, þá er gott eftirlit og regluleg hirðing höfuðskilyrði þess, að hún reynist örugg í akstri og endist lengi Vér höfum nú gefið úl fitprentaðan, handhægan bækling með margvíslegum leiðbeiningum um öryggi og eftirlit dráttarvéla Þennan bækling munum vér senda ókeypis og burðar- gjaldsfrítt hverjum þeim, er þess óskar. Sendið oss nafn yðar og heimilisfang og vér sendum' yður um hæl Leiðbeitl- ingar um öryggi og eftirlit dráttarvéla. áQ/iötícMvéta/t A/ NÝR BÆf'LINGUR Ódýrt Ódýrt K V E N S K Ö R Kr. 30 — 40 — 50 — og 175 Póstsendum. (Smásala) — Laugavegi 81. Hestamannaféiagiö Hörður Kjósarsýslu minnist 10 ára afmælis síns meS samkomu í Hlé- garði, laugardaginn 2. apríl ki 21.00. Aðgöngumiðar seldir hjá stiórninni og Kristjáni Vigfússyni. Reykjavík. Miða þarf að kaupa fyrir fimmtudagskvöld 31. marz;. ^ Hjartkær konan mín. Gudrun Jónasson, fædd Geisler, frá Danmörku andaðist 25. marz. Ársæll Jónasson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Sigríðar Sigurjónsdóffur, Kópo.tíykjum, Sérstakar þakkir færi ég sveitungum mínum fyrir framúrskar- andi Kjálpsemi og styrk í raun. Guð blessi ykkur öll. Benedikt Egtlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.