Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 8
8 T f M IN N, sunnudaginn 27. marz 1960. * ittfj? Áe/aSna W7T að spranga á sumrum, og keyrt sem leið liggur á Stórhöfða. Það er kalt og hvasst á höfð- anum en útsýni skemmtilegt. Allt er morandi í fuglum, sem virðast kunna bærilega við sig. Þegar horft er yfir hafið og alla leið í Landeyjarnar, má sjá að farið er að snjóa. Eyjafjalla- jökull biasir við með hvítan skallann og meðan skjáiftinn færist í aukana við þessa miður hlýlegu iandsýn eru ýmsar get- gátur ieiddar að flugveðrinu seinni partinn. Það er orðið fjári hvasst þarna á höfðanum. Það er haidið niður í bæinn aftur og keyrt upp Skansinn. Innsiglingin blasir við og mjóa eyðið, sem tengir Heimaklett við eyjuna, er eins og grátt strik. Nokkrir útlendingar höfðu fyrir stuttu orðið sér úti um bát, og hugðust veiða eins og eyjarskeggjar. Segir fátt af ferðum þeirra, þar til þeir þurftu að sigla fyrir Heimaklett til að komast að innsiglingunni. Vildu þeir fara spaklega og stytta leiðina með því að draga bátinn yfir eyðið. Strönduðu þeir því, að yfirlögðu ráði, en margt fer oft öðruvísi en ætlað er og munaði litlu að þeir týndu lífi sínu og limum, og lítið varð eftir af farartækinu. ☆ ☆ ☆ .... Ballið er haldið í bíó- húsinu og hefur þar fyrir utan myndast þröng. Mest ber á ung- lingum á aldrinum 14 til 18 ára, sem eru léttklæddir, sem sagt spariklæddir í kuldagjólunni. í biðröðinni, sem hefur mynd ast við miðasöluna. og sem er orðin ýkja löng, eru örfáar kvenperónur. Allt hitt eru „gæj- ar og killar“, sem ætla að skemmta sér, enda búnir að þræla mvrkranna á milli alla vikuna. Lögreglubíllinn dólar fram og aftur á götunni og fólk bros- ir í kampinn og hugsar um, þegar átti að velta þessu eina farartæki lögregluþjónanna. Stúlkurnar standa í hópum í nylonsokkum, leðurjökkum og í víðum nilsum og bíða í rökkr- inu eftir því að „killarnir" fái afgreiðsiu. Og þegar kulda- gjósturinn frá sjónum læðist upp eftir fótleggjunum þeirra binda þær þunnar slæðurnar fastar undir kverkarnar og síð hár þeirra flaksast. Nokknr í röðinni byrja að syngja meðan þeir smámjakast áfram. Og sá sem syngur hæst heldur annarri hendinni um höfuðið í frostinu á meðan, og söngurinn heyrist um allan bæ- inn „When the saints ... goes marching in .“ Auðvitað ætla þau öll inn, en þegar bað berst um biðröðina að allt sé uppselt, þagnar söng- urinn. Fólk verður óðamála og hróp og köll heyrast úr öllum áttum. „Gveeeendur fékkstu miða.“ Og Gvendur, sem er frá Hafnarfirði og ætlar að græða rokna pening á vertíðinni eins og Kaili og Bjössi, sem nú standa andspænis honum, segir: „Já, ég fékk bara 7, og bætir svo við afsakandi: „Ég var síð astur.“ Og undir húsvegg er stelpan frá Siglufirði að staupa sig, með EIN NÓTT í EYJUM strák úr Reykjavík. Og þegar freygátan frá Akureyri sést fara inn í bíóið í fylgd með Simba síblauta, verða nokkur miðalaus ungmenni til að „starta partíi“. Ekki dugir að drepast , r^ða^ap^,, B^ggarpir eru fuilt. eíns viðkuhnanlegír og bíóhúsið Inni í bíóhúsinu er fjör eins og alltaf um helgar. Þar eru að jafnaði þrír karlmenn um hverja dömu, og stúlkurnar frá Akureyri hafa í nógu að snúast. Og þegar fólk fer að gerast svo drukkið að lítið heyrist í hljómsveitinni, stingur dálítið i s'túf að líta augum tiltölulega i rólegt og æsingalaust fólk inn-! an um, þótt það sé að sjá eins og hitt. Það hefur fyirrferðar- minni nressingarlyf, sem gera þó sitt gagn og rúmlega það. | En það eru fleiri að skemmta sér en unglingar. Hér er einnig roskið fólk, sem gerist ungt í annað sinn. Og sagan af mann- inum, sem hafði stigið svo ofsa- legan dans við maddömu eina miður granna, að þumalfingur hans fór úr liði, er öllum í fersku minni. Undir lokin, þegar vindurinn hefur gnauðað úti fyrir í fulla fjóra klukkutíma og eftir að nokkrir stólar hafa verið mölv- aðir, samkvæmt reglunni, geng- ur fólk út í næturkulið, þar sem Heimakf.ettur gnæfir í myrkr- inu. Það ganga víst ekki allir, sumir eigra, aðrir velta og enn aðrir eru bornir út. Lögreglan hefur nóg að starfa, enda hefur fangelsið verið þrísett um nótt- ina og allt er í fullu fjöri í bæn- um. Við höfnina liggur ógrynni t af bátum. Og þegar einn fram- lágur finnur skyndilega, að bryggjan vill alls ekki tolla við skósólar.a, og hann sér beint ofan í kalt gorið, sem gjálfrar við bryggjustólpana, verður ein- um harðvítugum drykkjubróður hans á »ð jesúsa sig. En hann er dreginn úr sjón- um fimum hö.ndum eftir að hafa innbyrt nokuð af sjó og þes'su „árans ekki sens gori“. Vinir hans vilja koma honum til læknis, en hann segir hressi- lega: „Elsku vinir, alls ekki, alls ekki, ég hef aldrei verið eins frískur, aldrei.“ En þegar fyrsta gusan af gori og sjó kemur fram úr honum, verður þessi yfirlýsing hans heldur dauflegri og einn af hin- um tryggju drykkjubræðrum hans, einn af hinum óstöðugu stuðningsmönnum, segir út í kuldann: „Þú þarft víst ekki að drekka meira lýsi, það sem eft- ir er vertíðarinnar.“ Og um morguninn á Hótel H. B. „stolti eyjars'keggja" þar sem bibiían er í hverju her- bergi, eru flestir að skreiðast í rúmin, margir eru þegar sofn- aðir og enn aðrir á leið út til að skoða eyjuna. Hyer veit nema flogið verði fyrír hádegi, og þá er eins gott að vera búin að ,sjá það markvérðasta. Það er keyrt fram hjá bústað skálds- ins, Ása í Bæ, og síðan inn í Herjólfsdal, þar sem eyjar- skeggjar og utaneyjarfólk tjalda og halda uppi brauki á þjóðhá- tíðinni. Það er horft á klettana þar sem ungdómurinn unir við Við höfnina er einn af afla- kóngurinn á gangi. Hann er lít ill fyrir mann að sjá, en eng- inn efast um dugnað hans þegar farið er að veita göngulaginu athygli. Hann er faststígur og gengur ákveðinn niður að bátn- um, sem er bundinn við bryggju. Hann getur búizt við, að honum verði fótaskortur í lúkarnum, og hann gengur hægt niður. Það er ómögulegt að vita nema allt sé útbíað þar neðra, þessir menn eru svoddan svampar — og svo er nú helgi .... Og þegar flugvélin er komin og haldið er af stað til Reykja- víkur, kemur í hugann, að eng- um muni takast að lýsa lífinu í Eyjum eins hnitmiðað og spökum manni, er sagði: „Út- gerð — Aðgerð — ígerð.“ H. S. RrHiEiHiBiHfsíaiaiaRraiarafaiEiHiHraiiiiHraraiBrBJHrajraiafBiaiHiHiaiafgiHiBraraiajrajHtaiBiHiHiaBiHiRiaiHiB SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ I (Framhald af 7. síðu). ; hins vegar fram, að fyrirtæki þau, ’ sem annast fis’kvinnsluna, geti ckki borgað hærra verð en þau hafi auglýst og færa fram ýtar- ! lega útreikninga því til sönnunar. ! Ekki er kunnugt um hvort þessir j útreikningar hafa verið hraktir af i sérfræðingum ríkisstjórnarinnar. Vanrækt athugun Hér skal enginn dómur lagður a það, hvorir þessara deiluaðila hafa réttara fyrir sér. Fyrir al- ' rnenning er ekki hægt að dæma í bví máli, rneðan viðkomandi gögn 1 cg útreikningar hafa ekki verið 1 birtir. Hins vegar mun vafalaust flestum finnast, að þessi deila hefði alls ekki þurft að koma fyrir, 1 ef málin hefðu verið nægilega vel ’ ur.dirbúin af ríkisstjórninn og \ sérfræðingum hennar. Vitanlega : átti alls ekki að flana hugsunar- 1 laust út i géngislækkunina, án ! þess að fullrannsakað væri. hvaða áhrif og aflefðingar hún hefði fyr-1 ! ir útflutningsatvinnuvegina Deila sú sem hér er komin upp, sýnir j augljóslega, að slík athugun hefur ekki verið gerð Það var alltaf ljóst, að gengis- lækkunin myndi færa útflutnings- alvinnuvegunum vaf3saman gróða ! miðað við þær byrðar. sem hún legði á almenning. Það var ekki út í bláinn, að menn höfðu heldur kosið uppbótarkerfið á undanförn- um árum, heldur var það vegna þess, að þannig var vænlegast að tryggja hag útgerðarinnar, án þungra byrða fyrir almenning. Af þessum ástæðum var líka réttast, ef menn vildu vlkja frá uppbótar- kerfinu að gera það í hæfilegum áföngum, en ekki í einu stóru stökki, án þess að athuga það vel fyrir fram, til hvers það myndi leiða. Deilan um fiskverðíð er augljós- lega sönnun þess, að slík athugun hefur verið vanrækt. Hver var ástæðan? Nú munu ýmsir spyrja: Hvers vegna var flanað svona hugsunar- laust út í gengislækkunina og aðr- ar ráðstafanir sem hafa verið gerðar í sambandi við hana? Var það kannske vegna þess, að ekki var annarra kosta völ? Síðari spurningunni er hiklaust óhætt að svara neitandi. Bæði Ól- atur Thors og Gunnar Thoroddsen hafa upplýsL að ekki hefði þurft að afla nema 250 millj kr nýrra tekna á þessu ári til þess að tryggja hallalausan rekstur ríkis- sjóðs, eða sem svaraði þeirri upp- hæð, sem uppbæturnar og niður- greiðslurnar jukust í stjórnartíð Emils Jónssonar. Þessara tekna hefði auðveldlega mátt afla á þann hátt, að það hefði auðveldað síðar að hverfa i áföngum frá styrkja- j og uppbótakerfinu. Þetta hefði vel | mátt gera án nokkurrar meiri hátt- ' ar kjaraskerðingar eða samdráttar. í stað þess að gera þetta kaus rík- ísstjórnin heldur gengis'lækkunar- j leiðina, ásamt stórfelldri vaxta- hækkun og hækkun skatta, án þess að gera sér nokkra grein fyrir afleiðingunum, eins og nú er kom- íð á daginn. Þetta hefur í för með sér 1100 millj. kr. nýrra álagna eða tilfærslna í stað beirra 250 millj. kr., er vel hefðu getað nægt Tilfærslum þessum fylgir miklu meiri röskun og erfiðleikar en ríkisstjórnina og sérfræðinga henn- ar óraði fyrir. j Hvers vcgna var þá lagt út í þetta ævintýri? Það var ekki gert vegna atvinnuveganna eða greiðslu ballans við útlönd. Það var gert til þess að koma á nýjum þjóðfélags- háttum — gert til þess að búa í haginn fynr nokkra útvalda á kostnað alls fjöldans. Þetta er skýr ingin á ævintýrinu. Það á eftir að verða dýrt fyrir þjóðina, en þó langdýrast ef það tekst að koma hér á yfirráðum hinna fáu útvöldu 1 eíns og stefnt ei •v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.