Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.03.1960, Blaðsíða 12
12 T í M I N N, summöagmn 27. marz 1960. ). Afreksmenn fyrr og nú: ) ! Irvin Roberson )—Nær hann einnig utanhússmeti Owens? ( Frá New York bcrast fréttir um að liðþjálfi aS nafni Irvin Rober-' p son frá Filadelfia hafi á innanhússmóti fyrir skömmu hrifsaS til sín ^ met Jesse Owen's í langstökki innanhúss, með því að stökkva 7,87 ^ m. Owens var hin mikla stjarna á árunum milli 1930—40, en hæst j náði hann á Ólympíuleikunum í Berlín 1936, og hafa leikarnir verið f kenndir við hann. Þá setti hann heimsmetið í langstökki, sem enn ) stendur, 8,13 m. ) Hér stést Roberson í metstökkinu, spurningin er nú hvort. næsta ) sumar á eftir að færa honum einnig utanhússmet Owens, en varla ) tekst honum, eins og Owens í Berlín, að setja heimsmet bæði í lang- ) stökki og 200 m. hiaupi með fárra mínútna millibilil / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) / ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) 2 úrslitaleikir annað kvöld, einn úr hvorum riðli Frá körfu knattleiksmótinu. Annað kvöld verður að Háloga landi eitt skemmtilegasta leik- Knattrpyrnu- landslið valið G-engið hefur verið frá vali 22ja manna í knattspyrnulnadsliði fyrir yfirstandandi ár. Gildir það val til 1. maí, en þá verður það endurskoð að og liðinu breytt ef ástæða þyk- ir til. Þjálfari liðsins verður Óli B. Jónsson. Liðið er skipað þessum mönn- um: Frá íþróttabandalagi Akrnaess: Helgi Daníelsson, Sveinn eitsson, Þórður Jónsson, Kristinn Gunn- laugsson og Ingvar Elison. Frá Val: Árni Njálsson. Frá K.R.: Hreiðar Ársælsson, Hörður Felixson, Garðar Árnason, Örn Steinsen, Sveinn Jónsson, Þór ólíur Beck Ellert Schram, Heimir Guðjónsson, Bjarni Felixson, Helgi Jónsson, Gunnar Guðmanns- son. Frá Fram: Rúnar Guðmannsson, Guðjón Jónsson, Baldur Scheving, Guðmundur Óskarsson og Grétar Sigurðsson. kvöld mótsins, en þá keppir Ár- mann vifi Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur (KFR) a-lið og Í.R. við Stúdenta (I.S.). Síðustu leikir voru daufir, og sigraði Í.R. K.F.R., b-lið og Stú- dentar (I.S.) sigrumðu I.K.F. okkuð þótti ýmsum dómurum vera mislagðar hendur. 60 milljónir eða 9,6 milljónir? Framkvæmdanefnd Ólympíuleik anna í Róm annars vegar og sjón-i varpsfélög í bæði Austur- og Vest-I ur-Evrópu hins vegar, sátu á fundi í Róm fyrir skömmu, til að þreyta þess að komast að samkomulagi um greiðslur fyrir upptöku af leik unum. Hvert land í Eurovision (V. Evr.) og O.I.R-T. (A. Evr.) fær að filma án endurgjalds 9 mín. á dag, en það sem fram yfir er, vill framkvæmdanefndin fá um 600.000.00 kr. — 60 millj. krónur fyrir! Félögin hafa gert gagntil- boð, þar sem þau bjóðast til að borða 9,600.000 krónur — 9,6 mill- jónir. Annar fundur verður hald- inn síðar. Ferðasaga Islendinganna til Vetrar- ólympíuleikanna í Spuaw Valley — Hermann Steíánsson (ararstjóri segir frá — íslenzku keppenduinir voiu: Eysteinn Þórðarson, Kristinn Benediktsson, Jóhann Vilbergs- son, allir í fjallagreinum, og Skarphéðinn Guðmundsson í stökki. Squaw Valley. Leikirnir voru háðir I Sqaw Valley í Kaliforníu.. Fyrir nokkr- um árurn var þessi staður óþekkt- ur. Maður að nafni Cuching fann upp á því að gera staðinn að vetrar iþróttastað. — Hann aflaði fjár hjá auðmönnum og síðan lagði Kaliforníuríki fram stórfé, og munu vera komnir 25 milljónir. dollarar í þennan stað. Allt var skipulagt frá grunni og auðvelt, þar seni ekkert var þar áður byggt og fengnir til þess færustu sér- fræðingar. Öll íþróttamannvirki eru því ný og hvergi neitt til spar að. Dalurinn er þröngur og líkist skál og koma allar brautir saman niður í miðri skálinni, þar sem hús og hallir hafa verið reistar. Keppendur á afgirtum stáð. Þetta er í fyrsta skipti á vetrar- leikum, þar sem keppendur hafa sérstakt íbúðarhverfi, — Olympíu- þorp — út af fyrir sig. Þorpið var afgirt og mjög vel varið og höfðu keppendur því betri skilyrði til hvíldar en nokkru sinni áður. Borðsalurinn rúmaði 13—1400 manns, keppendur og forystu- menn, og alltaf þegar kvöldverði var að ljúka, hófst kvöldskemmtun á leiksviði í salnum, þannig, að: keppendur þurftu ekki að hreyfaj sig úr borðsalnum sér til skemmt-l unar. Þegar kvöldskemmtun lauk, var kominn háttatími og raunar voru göngumenn þá komnir í rúm- ið alllöngu fyrr, því að þeir tóku daginn snemma til gönguæfinga. Gestirnir bjuggu nokkuð langt frá, um 50 mílna veg frá leikvang- inum, og komu akandi í bílum á morgnana. Þegar flest var þóttust menn telja 25—3 þúsund bíla, og var þeim komið fyrir á geysistóru bílastæði, sem gert var úr sagi og snjó. Þylirvængjur voru mikið á ferðinni og kostaði einn dollar á mínútu flugjaldið yfir svæðið. Skíðalyfturnar og stökkpallurinn. Skíðalyftur eru fjölda margar, smáar og stórar og kostaði 5—80 dollara yfir daginn að hafa not af þeim. En til þess að troða skíða- brautir voru notaðir „snjókettir" Hermann Stefánsson er ! íþróttakennari við Menntaskól- , ann á Akureyri. Auk kennslu- j starfa hefur hann tekið þátt í fjölþættum félagsmálum. Hann hefur skipulagt öll þau skíða- landsmót, sem farið hafa fram á Akureyri og má teljast einn af brautryðjendum þeirrar iþróttar á íslandi. >_______________________________/ eða fjögurra belta vélknúin tæki, sem geta klifrað upp bröttustu brekkur. Auk þess höfðu þeir nokk ur hundruð menn, sem tróðu braut irnar á eftir, bæði hermenn og sjálfboðaliða, sem fengu fæði og einkennisbúning fyrir að troða brautirnar hálfan daginn, og voru ánægðir með sitt hlutskipti. Braut- irnar voru ákaflega vel gerðar. Það var í þeim mjög harður snjór, en ekki svell, og því litlar sem engar hættur. Enda voru nær engin meiðsli. Stökkpallurinn var gerður eftir ströngustu kröfum og miðaður við 80 metra stökk. En Recknagel, ÞjóðVerjinn sem vann stökkið, stökk 93 metra, og var hann þá kominn hættulega langt niður, þannig að dómararnir styttu at- rennuna mjög í seinni ferð, og var þá stokkið lengst 86 metra. SkautahöIIin ævintýraleg. Skautahöllin var ævintýraleg. Þak hennar hangir á vírum, líkt og hengibrú, og er því engin stoð í húsinu. En beztu sæti kostuðu 25 dollara, en til þess að komast inn á svæðið þurfti að borga 7y2 dollar. Skautahöllin er ouin í annan endann, þeim megin, sem veit að skíðabrekkunum og sézt því einnig vel til skíðakeppninnar. Jafnan sat fjöldi fólks á veitinga- pöllum og sölum veitingahúsanna við brekkuræturnar, þar sem skíða mennirnir námu staðar eftir keppni í bruni, svigi og stórsvigi. Það fegursta, sem ég sá á leik- unum, var skautahlaupið- Það er listræn og fögur íþrótt, sérstak- lega þar sem karl og kona sýndu listir sínar saman eftir hljóðfalli. Annars var ég oftast á kafi við að kynna mér brautarlagningu og framkvæmd skíðakeppni í hinum ýmsu greinum. Dag hvern voru þúsundir fólks á skíðum, og voru langar biðraðir við allar skíðalyftur, sem eru þó margar tveggja stóla og anna mikl- um flutningi. Hvern dag var logn og sólskin, nema opnunardaginn. oft snjóaði um nætur. Alltaf var frost og aldrei neinn bloti. En ný- snævið tróðst óðara af mannmergð inni. Glerkirkjan. Tvær nýbyggðar og nýtízkulegar kirkjur voru þarna í Squaw Valley (PYamhald á 13. síðu). ,,Skautahöllin var ævintýraleg. Þak hennar hangir á vírum . . . "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.