Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.04.1960, Blaðsíða 5
T f M IN N, þriðjudaginn 5. aprfl 1960'. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Pren-tsmiöjan Edda h.f. Er verið að undirbúa undanhald? Það getur verið virðingarvert, ef slegið er á annan vangann að bjóða hinn til höggs, eí það er sprottið af strangkristilegu hugarfari. Þetta gegnir hins vegar allt öðru máli, ef það er gert af hreinum undirlægjuhætti. Það er áreiðanlega miklu fremur sprottið af hinu síð- arnefnda, að Mbl. reynir í Reykjavíkurbréfi sínu í fyrra- dag að réttlæta tillögu Bandarikjanna á sjóréttarráðstefn- unni í Genf og ávítar þau blöð, m. a. Tímann, sem hafa lýst hana óvinsamlega íslandi í mesta lagi. Þegar Bandaríkin báru þessa tillögu fyrst fram á fyrri sjóréttarráðstefnunni, brást Mbl. hins vegar öðruvísi og karlmannlegar við. Það sagði eins og satt var. að með þessari tillögu væru Bandaríkin að reka rýtinginn í bakið á íslendingum. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá Mbl. Nú á það að vera orðið hættulegt íslendingum að segja þennan sannleika umbúðalaust, eins og Mbl. gerði sjálft vorið 1958. Þetta er líka mikill misskilningur. Hin einbeitta sam- staða íslendinga gegn bandarísku tillögunni á fyrri ráð- stefnunni, átti mjög drjúgan þátt í að koma henni fyrir kattarnef. Það mun hins vegar hafa önnur áhrif í Wash- ington, þegar búið er að síma það þangað, að aðalmál- gagn íslenzka forsætisráðherrans sé farið að mæla afstöðu Bandaríkjanna bót. Það. mun ekki draga úr baráttu Bandaríkjanna fyrir að koma tillögunni fram. að afstaða íslendinga virðist þannig vera að breytast. Ef til vill getur þetta ráðið úrslitum í Genf, því að þrátt fyrir allt taka þó Bandaríkin víst tillit til íslands í þessu máli. Umrædd undanlátsskrif Mbl. eru því hættuleg í mesta lagi. Það er vel fylgzt með því, sem nú er skrifað í ís- lenzk blöð um þessi mál. Allt, sem gæti borið vott um undanhald af hálfu íslands, eins og þessi skrif aðal- stjórnarblaðsins, er líklegt til þess að ýta undir andstæð- inga okkar. Það gæti orðið til þess að mörg óháð ríki íéllust á málamiðlun, sem okkur væri óhagstæð ef þau héldu, að við sættum okkur við hana, eins og skrif Mbl. geta bent til. Mbl. mælir afstöðu Bandaríkjanna m. a. bót með þeirri röksemd, að fulltrúi Bandaríkianna á sjóréttarráð- stefnunni hafi sagt, að sérstakt tillit beri að taka til sér- stöðu landa, sem séu mjög háð fiskveiðum eins og ísland. Mbl. á hér við þau ummæli fulltrúans að athugandi sé „sérstök tilhögun á ytri 6 mílunum við slíkar aðstæður“. í þessum ummælum felsi þó ekki annað en að íslendingar eigi að gera einhverja tilslökun, því að ekki þyrfti neina „sérstaka tilhögun á ytri 6 mílunum“, ef ísland fengi óskerta 6 mílna fiskveiðilandhelgi. Hvað meinar Mbl. með því að lýsa hrifningu vfir slíkri yfirlýsingu? Álítur það kannske, að við eigum að fallast á einhverja „sérstaka tilhögun á ytri sex mílunum"? Er hér verið að undirbúa undanhald? Eða er undirlægiuháttur- inn við Bandaríkin svona takmarkalaus? Þessu verður Mbl. að svara afdrattarlaust. Skrif eins og þau, sem birtust í ReykjavíkurbJ-eíi þess á sunnudag- inn, eru stórhættuleg hinum íslenzka málstað Af þeim má vel draga ályktun um undanhald af hálfu íslendinga, ef Mbl. gerir ekki bragarbót. Eða hvernig á öðruvísi að skilja það, að Mbl. reynir nú að réttiæta tillögu sem það kallaði „rýtingsstungu í bakið á íslendmgum“ fyrir tveim- ur árum síðan? / ) ) ) '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ r '/ '/ '/ '/ ERLENT YFIRLIT ... Vegabréfadeilan í Suður - Afríku Tekst svertingjunum loks að knýja stjórnilna til undanhalds? SEINASTA HÁLFAN mánuð inn hefur athygli manna beinzt mjög að Suður-Afríku og hin- um vaxandi átökum þar milli stjórnarvaldanna annars vegar og svertingja hins vegar. Þessi átök hafa aldrei orðið jafn stór- felld þar og nú, enda hefur mestum hluta landsins verið lýst í hernaðarástand og allir meiriháttar fundir verið bann- aðir um langt skeið. Þó óttast menn, að þetta sé aðeins upp- haf að öðru miklu verra og al- varlegra. Þetta sé aðeins upp- haf margfallt stærri og verri tíðinda í landi, þar sem um 3 milljónir hvítra manna reyna að halda 10—11 millj. svert- ingja meira og minna réttinda- lausum. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ Átök þau, sem nú standa yfir, hófust með því, að róttækari armur frelsishreyfingar svert- ingja hvatti þá til þess að óhlýðnast fyrirmælum stjórnar- valdanna um að svertingjar bæru svokölluð vegabréf. í nokkrum borgum leiddi þetta til þess, að svertingjar söfnuð- ust saman við lögreglustöðvarn- ar og buðust til að láta fangelsa sig fyrir að óhlýðnast þessum fyrirmælum. í tveimur borgum leiddi þetta til blóðugra átaka með þeim afleiðingum, að lög- reglan felldi 72 svertingja og særði 184. Mjög er um það deilt, hvort svertingjar hafi gefið nokkurt tilefni til þess, að lögreglan skyti á mannfjöld- ann. Síðan þetta gerðist hefur andstaða svertingja mjög harðn að, en foringjar þeirra hafa undantekningarlaust hvatt til verkfalla og óhlýðnisbaráttu, en ekki til valdbeitingar, og fylgja þeir hér baráttuaðferð- um Gandhis hins indverska. Stjórnin hefur svarað með því að láta handtaka forustumenn- ina og fyrirskipa hernaðar- ástand. Hún vill bersýnilega ekki eiga neitt á hættu. ÞAÐ ER EKKI óeðlilegt, að forustumenn svertingja hafa kosið að hefja baráttuna fyrir auknum réttindum með því að reyna að knýja fram afnám vegabréfanna. Ekkert er meiri þyrnir í augum svertingja í Suður-Afríku en vegabréfin. Þau eru þeim sönnun um ánauð þeirra og ófrelsi meira en nokk uð annað. Um alllangt árabil hafa Vegabréf svertingjar í Suður-Afríku ver- ið skyldaðir til að bera vega- bréf, þar sem ekki er aðeins nafn þeirra og mynd, heldur upplýsingar um vinnustaði þeirra og dvalarstaði um lengra skeið. Stjórnárvöldin réttlæta þessi vegabréf með þeirri rök- semd, að þau verði að setja hömlur gegn því, að svertingjar flytjist ekki óeðb'lega til borg anna og valdi þar atvrnnu- leysi og húsnæðisskorti, og að ekki sé hægt að hafa aðhald og eftirlit með þessu, nema með slíku vegabréfakerfi. Svertingjar segja, að þetta séu hins vegar ekki annað en bú- setufjötrar, því að þeir mega ekki dvelja utan þess svæðis, sem þeir eru búsettir á sam- kvæmt vegabréfinu, lengur en 72 klst. Annars eru þeir tafar- laust sendir til fyrri heimkynna. ÞAÐ HEFUR mjög spillt fyrir vegabréfaeftirlitinu meðal svertingja, að lögreglan fylgir því fram af mjög harðri hendi. Svertingi, sem finnst vegabréfa- laus, er strax settur í varðhald og verður oft að sitja inni 1—2 nætur áður en dómur gengur í máli hans. Svertingjar eru held ur litlir reglumenn og gleyma því oft vegabréfunum, svo að þessar handtökur eiga sér stað í stórum stíl. Talið er, að til jafnaðar séu um 500 þús. svert ingjar handteknir á ári vegna brota á vegabréfareglunum og milli 300—400 þús. þeirra hljóti sektardóma, sem er venjulega nokkur fjárgreiðsla. Þessar miklu handtökur fara svertingja. ) t að sjálfsögðu mjög í taugarnar ( á svertngjunum og breytir þar / ekki neinu um, þótt oft megi / rekja þær til gleymsku þeirra / og trassaskapar. / / ÞAÐ SÝNIR bezt, að stjórn- / arvöldin telja baráttu svert- / ingja nú öflugri og umfangs- / meiri en nokkru sinni fyrr, að / þau ákváðu um seinustu helgi / að fella vegabréfaeftirlitið nið- / ur um stundarsakir. Það var / þó jafnframt tilkynnt, að það / yrði tekið upp að nýju aftur, / en vafasamt þykir þó, að það / verði gert. Að vísu óttast stjórn / arvöldin, að undanhald á þessu / sviði muni verða svertingjun- / um hvatning til að herða bar- / áttuna á öðrum sviðum, en hitt / mun þó sennilega mega sín ) meira, að þau telja það enn ) hættulegra að ætla að reyna að ) framfylgja vegabréfaeftirlitinu ) eftir að svertingjar hafa hafið ) jafn skipuleg samfök um að ) óhlýðnast því. ) Lausnin á sambúðarmálum / hvítra og svartra í Suður-Afríku / er mikið vandamál. Það reynir / mjög á hyggindi hvítra manna / að stuðla þar að heilbrigðri þró- ) un, sem eykur réttindi svert- ) ingja stig af stigi í samræmi ) við aukna menningu þeirra, en ) þverskallast ekki við öllum um- ) bótum, eins og átt hefur sér ) stað undanfarið. Slíkt getur ) boðið blóðugri baráttu og ógn- ) um heim Hins vegar fer því fjarri,' að þetta mál sé eins auð- / leyst og haldið er af mörgum, / sem ekki þekkja til allra / ástæðna. Þ. Þ. / Benedikt í „giSdrunni" „Þrjátíu silfurs segja rnenn svikara Júdas gerði. En nú þarf til þess þúsund þrenn þetta er að hækka í verði.“ Það er ekki á hverjum degi sem það kemur fyrir að krata- foringjarnir auglýsi það fvrir þjóðinni að þeir séu farnir að skammast sín fyrir þjónustu sína við auðmannaflokk lands ins. En i Alþýðublaðinu á sunnudaginn eru þeir að reyna að fegra fyrir sjálfum sér ósóman í leiðaranum segir: „Það er augljóst, að há- tekjumaðurinn fær meiri lækkun i krónum en (ág- tekjumaður. En hvað gerir hátekjumaðurinn við kúfinn af sínum tekjum? Kaupir hann ekki þær lúxusvörur, sem bera margfalda tolla og skatta á við nauðsynjar, kaupir hann ekki meira af einkasöluvörum, notar hann ekki háskattaða þjónustu, lendir hann ekki í margföld- um söluskatti með sitt fé? Vissuleg* er ekki verið að sleppa hendinni af pening- um hátekjumanna. Það iiggja fyrir þeim fjölmargar gildrur og ríkið mun hafa sitt, nema menn hreinlega spari sitt fé — og þá eru þeir að gera þjóðfélaginu areiða." Það g(?rir svo sem ekki mikið til að dómi Albýðubl&ðs ins, þó lágíaunastéttirnar hafi ekki ráð a að kaupa góð föt, heimilistæki eða bíl. — Nú það eru aðeins ríku mennirnir — hátekmmennirnir — sem eiga að hafa rétt á slíkum (Frauihald á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.