Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, þrigjudaginn 12. apifl J960. 97 þátttakendur á skíðamótinu Skítiamót Islands hefst á morgun á Siglufir'Si Skíðamót íslands hefst í Siglufirði á morgun miðviku- dag, og stendur fram á mánu- dag í næstu viku. 97 keppend- ur eru skráðir til leiks Tilhögun mótsins verður í stórum drátum þessi: Kl. 1 á morgun er mótið sett af Helga Sveinssyni mótsstjóra. Þá flytur Hermann Stefáns- son, formaður Skíðasam- bands íslands, ávarp og Lúðrasveit Siglufjarðar leik- ur undir stjórn R. Jauer. Kl. hálf tvö hefst svo 15 km. ganga karla 20 ára og eldri. Kl. 14.45 ganga pilta 17—19 ára, kl. 15.45 10 km. ganga 15—16 ára, kl. 17.30 hefst flokkakeppni í svigi. Um kvöldið verður kvöld- vaka í Nýja bíói og dansleik- ur að Hótel Höfn. Kl. 11.30 á fimmtudag hefst brun kvenna í Skarðs- dal og kl. 12 brun karla. Kl. 14 hefst'stökkkeppnin í nor- rænni tvíkeppni. Þá fer fram stökkmeistarakeppnin í öll- um flokkum. Rásmark j bruni karla vefður á Illviðrahnjúk í 900 metra hæð. Rásmark í bruni kvenna verður nokkru neðar, endamark við Skarðdals- hryggi. — Um kvöldið hefur Leikfélag Siglufjarðar sýn- ingu á sjónleiknum „Forríkur fátæklingur" í Sjómanna- heimilinu. Á föstudaginn langa verð- ur engin keppni háð, en skíða þingið stendur yfir þann dag og kl. 14 verður messa í Siglu fjarðarkirkju. Á laugardag heldur svo keppnin áfram við Skíðafell. Stórsvig kvenna hefst kl. hálf tvö og stórsvið karla kl. 2. Kl. hálf fjögur hefst svo 4 sinnum 10 km. ganga. — Stór svigið fer fram í Austurhlíð og Eyrardal og boðganga í Holtsdal og Eyrardal. Rás og endamark verður við Skíða- fell. — Um kvöldið verður kvöldvaka í Nýja bíói. Á sunnudag hefst 30 km. gangan við Skíðafell kl. 14 og kl. hálf þrjú svig kvenna. — Um kvöldið verður dansað að Hótel Höfn. Síðasta keppnisgreinin svig karla fer svo fram á mánu- dag kl. 2. Um kvöidið fer verðlaunaafhending fram að Hótel Höfn og dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti. Stefán Kristjánsson íþrótta kennari frá Reykjavík, legg- ur allar brautir í svigi, stór- svigi og bruni, en Baldun Ól- afsson, Siglufirði, leggur göngubrautir. Jón Þorsteins- son, Sigluf. sér um stökk- braut. Keppendur i mótinu verða 97 og skiptast þannig: Frá Skíðafélagi Fljótamanna 7, 7 frá Skíðaráði ísafjarðar, 10 frá SRR, 22 frá Skíðafélagi Siglufjarðar, 41 frá Skíða- borg, 8 frá HSE og 2 frá UM- SE. Gestir mótsins verða Hermann Stefánsson, sem jafnframt verður yfirdómari mótsins og fultrúi SKÍ og Einar B. Pálsson, yfirverk- fræðlngur frá Reykjavík. Dagskrá mótsins er höfð svo hugsanlegra tafa fyrri móts- dagana, Mótsstjórn skipa: Helgi Sveinsson, Aðalheiður Rögnvaldsðóttir, Baldur Ól- afsson, Ófeigur Eiríksson, Bragi Magnússon, Jón Þor- Skrifstofa mótsstjórnar er í Aðalgötu 28, simi 213 steinsson og Gunnar Jergens sen. BJ — s — Þrír draumar — ein martröð eftir TúkalE Nú standa yfir æfingar hjá Leikfélagi Kópavogs á nýrri revíu, sem gerist í Kópavogi á vorum dögum, allt á einum dagi og fjallar um þau mál, sem efst eru á baugi í dag. Höfundur revýjunnar kallar sig því verðlitla nafni Túkall. Revýjan er í töluðu máli, söngvum og dönsum. Leik- stjóri er Jónas Jónasson. — Magnús Ingimarsson æfir söngvana, en Hermann Ragn arsson sér um dansatriðin. Revýjan er ekki i þáttum eins og gengur og gerist, heldur þremur dxaumum og einni martröð. Leikendur eru um 20 og svo til allir úr Kópavogi. Stærstu hlutverk eru í hönd um þeirra Magnúsar Bær- ings Kristinssonar og Sveins Halldórssonar. Leiktjöld ger ir Snorri Karlsson. Búizt er við, að frumsýn- ing verði um páskana. S. Árshátíð í Árnessýslu Framsóknarfélögin í Árnessýslu halda hina árlegu árshátíð sína vetrardaginn síðasta (20 apríl n. k.) Samkoman verður í Þjórsárveri í Villingaholtshreppi og hefst hún kl. 9 s.d. Skipholt 19. Efstu hæðina í þessu húsi á Félag járniðnaðarmanna. Þar eru skrifstofur félagsins og flelrl verka lýðsfélaga. Félag járniðnaðar- manna er fertugt Oberlander hröklast frá Dagskráin er að vanda fjölbreytt og er vel til hennar vandað. Ræður flytja Gísli Guðmundsson, alþm. og Helgi Bergs, verkfr. Hinn vinsæli gamanleikari Hjálmar Glsla son, flytur nýja skemmti- þætti. Erlingur Vigfússon, hinn nýji og efnilegi tenór, syngur. Fyrir dansinum leikur hljómsveit Óskars Guðmunds sonar. NTB—BONN, 8. apríl. — Theó dor Oberlander flóttamálaráð herra Vestur-Þýzkalands hef- ur loks verið neyddur til að segja af sér. Sem kunnugt er hafa kommúnistar í Austur- Þýzkalandi og Rússar haldið því fram, að Oberlander væri sekur um margs konuar stríðs glæpi frá tímum nazista. — Jafnaðarmenn í V-Þýzkalandi hafa og nokkuð tekið í sama streng. í dag var tilkynnt, að ráð- herrann væri farinn í árlegt orlof sitt, en talsmaður jafn aðarmanna upplýsti, að flokk ur sinn hefði fengið fyrir því skriflega yfirlýsingu frá dr. Adenauer, að ráðherrann tæki ekki aftur við embætti sínu. Suður heiðar á erlendum málum Unglingabókin Suður heið- ar, eftir Gunnar M. Magnúss, hefur nú verið þýdd á norsku, þýzku og rússnesku. í Noregi kemur hún út hjá Fonna-for laginu i Osló. Frk. Ute Jacobs hagen magister, sem stundað hefur nám við Háskóla ís- lands, gerði þýzku þýðinguna. Höfundi hefur nýlega borizt tilkynning um að bókin sé að koma út í Sovétríkjunum í mjög stóru upplagi til þess að kynna sovézkri æsku ís- lenzkt þjóðlíf. Birgir Karls- son stúdent, sem les bók- menntir við Moskvuháskóla, ritar formála fyrir bókinni og kynnir höfundinn og verk hans. Suður heiðar mun vera fyrsta íslenzka unglingabókin sem gefin er út í Sovétríkjun . um. Bókin kom hér út í þriðju lútgáfu árið 1958. Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík átti fertugsafmæli í gær, 11. apríl, en félagið var stofnað þann dag árið 1920 og nefnt Sveinafélag járnsmiða. 11 árum síðar var nafninu breytt í Félag járniðnaðar- manna. Eitt fyrsta verkefni félagsins var að birta atvinnurekendum kaup- taxta. Samkvæmt honum skyldi tímakaup í dagvinnu vera kr. 1,80 a tímann. Eftirvinna skyldi greið- ast með 50% álagi og nætur- og heigidagavinna með 100% álagi. Þessi kauptaxti félagsins var í g:idi í sex og hálft ár, en þá voru gerðir kaup- og kjarasamningar milli félagsins og vélsmiðjueig- enda. Ákvæði um breytingar á kaupi samsv. vísítölu Hagstofunn- ar voru í þeim samningi. Félagið hefur jafnan reynzt meðlimum sínum öflugur bakhjarl í baráttu þeirra fyrir betri lifskjör- um. Saga þess, skráð af Gunnari M. Magnúss, kom út á 35 ára af- mælinu, 1955, og néfnist hún Járn- siða. Félagið hefur nú skrifstofur sínar í Skipholti 19, en þar hefur félagið lokið innréttingu á fok- heldri íbúð, sem það festi kaup á í fyrra. Félagið telur nú um 450 með- limi og hefur fastráðinn starfs- mann, Guð]ón Guðjónsson. Stjórn félagsins slcipa nú: Snorri Jónsson, formaður, Hafsteinn Guðmunds'- son, varaformaður, Tryggvi Bene- diktsson, ritari, Guðjón Jónsson, fjármálaritari, Þorsteinn Guð- mundsson, vararitari og Ingimar Sigurðsson, gjaldkeri. Nýtt fyrirtæki sem sandblæs og húðar Fyrirtækií) hefur enn ekki veriS skírt. Akureyri, 8 apríl Nýtt fyrirtæki tók til starfa bér á Akureyri í vetur þegj- andi og hljóðalaust og hefur alla tíð látið lítið yfir sér, þótt það sé hið þarfasta í alla staði og vandi vinnu sína vel. Fyrir- tækið vinnur að sandblæstri og málmhúðun, en ehfur ekki einu sinm verið skírt Þrír bræður stofnuðu það, og vinna við það sjálfir. Fyrirtækið vinnur að sand- blæstri og málmhúðun, en hefur ekki einu sinni verið skírt. Þrír bræður stofnuðu það, og vinna við það sjálfir. VerkstæSi í bragga Bræðurnir eru úr Grýtu- bakkahreppi og heita Jóhann, Aðalgeir og Kristján Guð- mundssynir. Verkstæði sitt opnuðu þeir í febrúar í vet- ur í bragga við Sjávargötu á Oddeyrinni. Þeir hafa aldrei auglýst fyrirtækið, hvorki opnun né tilveru á annan hátt en hafa yfirfullt að gera. Þeir ryðhreinsa með sandblæstri og málmhúða bæði með zinki, kopar og stáli. Færanleg tæki Bræðurnir hafa tæki sín þannig frá gengin, að hægt er að kippa þeim upp á bíl og flytja þau á þá staði, sem þeirra er þörf, en enn sem komið er hafa þeir haft svo mikið að gera í sínum eigin bragga, að til hagnýtingar þeirra þæginda hefur ekki komið. ED

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.