Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 9
igyfcMJNN,. Jþriffiudagúm 12.ajBril 1960.
9
Ofan: í hópnum eru margar húsmæður. NeSan: Leltað a3 hringorminum.
of gamall þegar í land er
komið.
Viff höfum meiri mögu-
leika en allar þjóöir aðrar
til að framleiða úrvalsvöru
úr fiskinum okkar og þess
vegna er sárgrætilegt hvern
ig málum er komið. Þetta
verður að breytast til batn-
aðar.
Að endingu göngum við
um frystihúsið í fylgd með
Rafni. Hann sýnir okkur
fyrst geysistóran sal þar
sem tekið er á móti fiskin-
um. Bílarnir aka fiskinum
úr bátunum og skiia hon-
um af sér í móttökuna. Það
an fer hann eftir færibandi
í þvottavél og síðan upp á
efri hæð hússins í afhaus-
unarvél. — Leiki einhver
minnsti vafi á því að fisk-
urinn sé hæfur til frysting-
ar er hann látinn j skreið.
En úrvalsfiskurinn heldur
síðan áfram í flökunarvél-
ina, sem stillir sig sjálf eft-
ir stærð fisksins, síðan í roð
flettingarvél og að lokum
inn í salinn þar sem stúlk-
urnar vinna við pökkunina.
Þar er hann gegnumlýstur
til að ganga úr skugga um
að hringormar leynist ekki
í honum, síðan látinn í um
búðir, mismunandi eftir
því hvort hann á að fara til
Ameríku eða Rússlands,
Hollands eða Svíþjóðar.
Það fer ekkert til spillis
af fiskinum, allt er notað
og komið í verð á einhvern
hátt. Beinin eru möluð í
þar til gerðri kvörn, síðan
fryst í stórum hellum og
flutt út sem loðdýrafóður.
Fiskúrgangurinn er hakkað
ur í „fars“ og flutt út til
manneldis.
Þama er unnið af miklu
kappi, karlar og konur leggj
ast á eitt að gera vöruna
sem bezta úr garði. í frysti
RAFN
húsinu vigna rúmlega 120
manns eins og áður er sagt.
— Það er mest kvenfólk,
sem starfar hér, segir Rafn,
— það er hörgull á karl-
mönnum í frystihúsin en
það er óhætt að fullyrða að
kvenfólkið á Akranesi hef-
ur bjargað þessum atvinnu
vegi. Og mestur hlutinn er
giftar konur sem eiga fyrir
heimili að sjá og mörgum
börnum. Þær leggja mikið
að sér. Eg á bágt með að
skilja hvernig þær geta
stundað starfið hér jafn-
hliða heimilisstörfunum. En
þær slaka aldrei á.
Okkur lék hugur á að
rabba við eina úr hópi pökk-
unarkvennanna og gáfum
okkur á tal við frú Halldóru
Halldórsdóttur. Hún er elzt
þeirra sem starfa við pökk-
unina, 70 ára að aldri en
rösk í hreyfingum og kvik í
fasi og engin ellimörk á
henni að sjá.
— Hvað ert þú búin að
starfa hér lengi, Halldóra?
— Ég fór að vinna árið
1951 þegar ég varö ekkja,
svarar frú Halldóra, — ann-
ars byrjaði ég miklu fyrr
hjá Haraldi Böðvarssyni, ég
var um tvítugt minnir mig.
Þá var hann rétt að byrja
hér og umsvifin ekki eins
mikil og nú, blessaður vertu.
En alltaf hefur verið jafn
indælt að vinna fyrir hann.
Þá unnum við í saltfiski og
breiðslu.
— Hvernig stendur'á því
að hér er svo lítið af ungum
stúlkum?
— Þær fara allar í burtu,
svarar Halldóra, en sumar
koma bær aftur. Svoleiðis
var það með mig, ég fór suð
ur á Kirkjusand að vinna
þegar ég var ung.
— En þú hefur snúið
heim?
— Já, ég kom aftur heim
og maðurinn minn var héð-
an úr plássinu.
— Þú hefur kannski ver
ið búin að hitta hann áður
en þú fórst?
— Jæja, svarar Halldóra
og lætur það svar nægja.
— Hvernig var að vinna á
Kirkjusandi í gamla daga?
— Kaupið þætti ekki hátt
núna, 10 krónur á viku og
af því urðum við að kaupa
fæði. Við áttum að fá frían
fisk og hafragraut. Þá var
fiskurinn kýldur sem kallað
var, tekin hnakkakúlan og
við fengum þær að borða.
Meðan beðið var eftir
skipunum með aflann, urð-
um við stúlkumar að bera
möl í börum og búa til stakk
stæði. Og nú er búið að eyði
leggja þetta allt fyrir okk-
ur. Það er furðulegt að sjá-
Þarna var ég í fjögur sum
ur. Eg man að eitt sumarið
átti ég 120 krónur afgangs
af kaupinu mínu eftir 22
vikur, þá hafði ég auðvitað
keypt mér sitthvað af föt-
um. Eg dubbaði mig upp,
blessaður vertu. Og þetta
þótti gott þá. Þá kostaði far
gjaldið milli Akraness og
Reykjavíkur 25 aura .
Vinnuveitandi okkar var
Th. Thorsteinsson, var van-
ur að bjóða okkur tvisvar í
bíó og kaffi á eftir. Og þá
voru böll í Bárunni og ekki
má gleyma pakkhúsböllun-
um. Þau voru nú aldeilis
fjörug. Þau voru haldin að
lokinni vinnunni áður en
fólkið tók sig upp og fór
heim.
Það var nóg að gera og
engin kvartaði þótt starf-
ið væri erfitt. Við vorum
látnar gera skúturnar hrein
ar.
Annað árið sem ég vann
á Kirkjusandi var stofnað
Verkakvennafélagið Fram-
sókn, og þá átti að reka all-
ar heim, sem voru utanbæj-
ar. En það varð ekkert úr
þvi.
Frú Halldóra Halldórs-
dóttir er fulltrúi þeirra
kvenna á Akranesi sem hafa
HALLDÓRA
ekki látið sér nægja að
halda heimili og ala upp
tápmikil börn, heldur tekið
fullan þátt í atvinnulifinu
sjálfu og lagt sinn skerf að
mörkum til þess að afla í
þjóðarbúið. Þrátt fyrir há-
an aldur er hún kát og hress
og gengur glöð að verki sínu
enda getur hún litið ánægð
um öxl. Maður hennar var
einn af dugmestu skipstjór
um á Akranesi og þau hjón
hafa átt fimm börn sem
hafa fetað ósleitilega í fót-
spor foreldra sinna. — Son
ur hennar einn, Einar Árna
son, skipstjóri á Sigurði,
nýju skipi, sem kom til
Akraness í byrjun febrúar-
mánaðar, en er samt sem
áður þriðja aflahæsta skip
ið á vertíðinni.
Og frú Halldóra er því
fegnust þegar hún getur
byrjað verk sitt aftur og
hefur svarað spurningum
forvitins blaðamanns.
Silungsveiðin
er hafin
Silungsveiði hófst 1. apríl
s 1. Lítið mun þó hafa veiðst
af silungi ennþá, en margir
hafa rennt, sumár þegar 1.
apríl, en ekki hlupu allir samt
1 apríl.
Veiðin er mjög háð hita-
stigi og er enn ekki komin í
gott horf, þrátt fyrir hin ein-
stöku hlýindi og blíðviðri und
anfamar vikur.
Mest mun sókn veiðimanna
Ölfusi, en rennt mun hafa
verið í flestar sprænur, og
veiði hefur verið misjöfn.
Veiði er þó ekki leyfð í Rang
ám — nema í efri hluta ytri
Rangár — fyrir ofan Árbæj-
arfoss.
Tvær tegundir
Gæði fisksins eru misjöfn,
en aðallega er um tvær teg-
undir af silungi að ræða:
Fisk, sem hrygndi í fyrra-
haust og er á leið til sjávar
horaður og slæptur — og svo
; geldfisk, sem gekk upp í
j árnar í fyrra, og er hann bet-
ur á sig kominn — hinn
ágætasti fiskur.
Litið hefur verið farlð í
Þingvallavatn enn þá. Vatn-
ið er kalt og lítil veiðivon,
enda tiltölulega stutt síðan
ísa leysti að fullu af vatninu.
— Óvenju lágt er í vatninu
núna. —t.—
Afli GrundarfjarSarbáta
Grundarfirði, 4. apríl. Afli
Grundarfjarðarbáta frá ára-
mótum til 31. marz er 2663
tonn í 321 róðri. Aflahæstur
er Grundfirðingur II, með
459 tonn í 59 róðrum. Skip-
stjóri á Grundfirðingi II er
Elís Gíslason. Þá kemur næst-
ur Blíðfari með 469 tonn í 59
róðrum, Farsæll með 379
tonn í 28 róðrum. Þess ber að
gæta, að Farsæll hóf ekki
róðra fyrr en í byrjun marz,
svo í rauninni er hann lang
aflahæstur. Farsæll á einnig
mestan afla eftir eina nótt,
43 tonn. Skipstjóri er Sgurjón
Halldórsson. Næstur er Sæ-
fari með 355 tonn í 56 róðr-
um, Ingjaldur með 320 tonn í
(Framhald á 15. síðu).