Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 12
12
TÍMINN, þriðjndaginn 1*. aprfl 196«.
Úrslit Handknattleiksmótsins
F.H. vann K.R., 22:20
í fyrrakvöld lauk að Háloga
landi fjölmennasta móti í
einni íþróitagrein, sem haldið
Hefur verið á íslandi, hand-
knattleiksmótinu, en í því
tóku þátt á áttunda hundrað
keppendur. Hámarki náði
mótið í úrslitaleik í mfl. karla,
F.H.—K.R., sem lauk með
sigri F.H. 22:20.
Tveir aðrir úrslitaleikir fóru fram
um kvöldið, geysispennandi leik-
nr milli F.H. og Fram í 2. fl. B,
sem var tvíframlengdur, og end-
aði með sigri F.H., 9:8. Þá var
úrslitaleikur mfl. kvenna milli Ár-
manns og K.R. í upphafi voru
liðin nokkuð jöfn, þó hafði Ár-
mann forystuna og í hálfleik var
staðan 4:3 fyrir A. í byrjun síð-
ari hálfleiks snerist allt á ógæfu-
hliðina fynr K.R., markvörðurinn
fékk boltann í augað og var hjálp-
að útaf. Eftir þetta jókst mismun
ur'inn, og leiknum lauk með sigri
Armanns 11:4. Af Ármannsstúlk-
unum var Sigríður Lútersdóttir
markahæst, skoraði alls 6 mörk.
Öll mörk K.R. skoraði Gerður
.Tónsdóttir, sem átti mjög góðan
leik bæði í sókn og vörn. Mark-
vörður Á., Rut Guðmundsdóttir
sýndi afburða hæfni og varði
mjög vel, og er hið hagstæða hlut-
fall mest henni að þakka.
K.R.—F.H.
Leikur þessi var frá upphafi
skemmtilegur, og í lokin tvísýnn
og spennandi. F.H. sýndi fi'ábæra
hæfni í upphafi og hraðinn í leik
þeirra virtist K.R.-ingum ofviða.
Fyrsta markið setti Ragnar Jóns-
son F.H., sem átti mjög góðan
leik og setti alls 9 mörk. Næstu
tvö mörkin komu frá Erni Hall-
steinssyni, og áður en fyrsta mark
ið kom fra Reyni K.R. úr vita-
skoti, höfðu Hafnfirðingar náð 8
marka forskoti.
Þrátt fyrir þetta gáfust K.R.-I
ingar ekki upp, sóttu sig mjög í
lok hálfleiksins. Karl Jóhannsson
K.R. renndi inn 3 mörkum í röð, j
og í hálfleík stóð 13:7 fyrir F.H.,.
sem hafði áður haft 12:2!
í síðari hálfleik áttu Stefán og
Hörður, K R., ágæt möi'k, Stefán
ails 5 og Hörður 4, Reynir, K.R.,
3. —
Hafnfirðingar gerðu hér tækni-
lega villu. Þeir reyndu að hægja
leikinn og halda þannig forskot-
inu misstu knöttinn þrisvar út af
og álíka oft til K.R., sem hlupu
upp og skoruðu. Litlu munaði því
að nægjusemin kostaði Hafnfirð-
ingana titilinn.
Hér sézt ein Ármanns-stúlkan komin innfyrir vörnina og skorar glæsilega.
Vígsla nýrrar
íþréttahallar
— Keppni í körfuknattleik aí Hálogalandi
Hörður Fellxson K.R. að skora. Vörnin hjá F.H. er þétt, Örn, Birgir og Einar F.H. reyna að verja. (Ljósm.: Sv. Þ.)
í kvöld —
Síðast liðinn laugardag var
vígt nýtt og veglegt íþrótta-
hús á Keflavíkurflugvelli. í
tilefni af því var íslenzkum í-
þróttafrömuðum og frétta-
mönnum Ooðið til vígsluhátíð-
arinnar.
Lagt var af stað frá B.S.Í. kl.
6 e.h. og var ekið í tveimur áætl-
unarbifreiðum, en upplýsingaþjón
usta Bandaríkjanna sá um boðið
og skipulagði ferðina.
Vígsluathöfnin hófst með því að
lúðrasveit lék í hálftíma. Þar næst
voru leiknir íslenzki og ameríski
þjóðsöngunnn, bæn lesin og því
næst flutti Bogi Þorsteinsson for-
maður Í.F.K, (íþrfél. K.flugvallar)
ávarp og íæi'ði yfirmanni varnar-
liðsins, col. Benjamín G. Willis,
fánastöng að gjöf í þakklætisskyni
fyrir fyrirgreiðslu, sem félagið
liafði notið.
Willis opnaði svo opinberlega
húsið til afnota með því að klippa
á boiða, sem sfrengdur hafði verið
nrilli körfuknattleiksliðanna, úr-
vali úr Reykjavíkurliðunum og
liði vamarliðsins, en síðasti þátt-
ur opnunarinnar var kappleikur í
körfuknattleik milli þessara liða.
Vegna hinna breyttu aðstæðna,
sem Islendingar áttu við að stríða
náðu þeir sér aldrei vel á strik.
Má þar neína, að skífurnar, sem
i körfurnar voru festar á, voru úr
gieri, og ruglaði það mjög körfu-
skotin. Hitt var þó e.t.v verra, að
notaðar voru gamlar reglur, all-
frábrugðnar alþjóðaregluip í körfu-
knattleik. Leiknum Ivktaði með
58:41 fyrir varnarliðið.
Sama lið mun í kvöld léika móti
íslenzka úrvalinu að Hálogalandi
og verður fróðlegt að sjá þau á-
hrif sem hinar breyttu aðstæður
hsfa á leikmenn, þegar þeir mæt-
ast nú hér.
Bygglngin er í tvelm hlutum: Annars vegar endi með böðum, skrifstofum og búningsherbergjum, hins vegar gríðarstór salur, sem byggður er úr stál- körfunnl UTakiðSteftírSOn| b undir
grlnd, Gluggar eru efst á veggjum, og innrétting öll mjög traust og þess gætt, að það, sem á að fara fram í húsinu, skemmi ekkl. Sést stálgrindin i Sömulið leika I kvöld '° 'nU'
sjálf að innan, svo og leiðslur og bitar í lofti. Það sést þarna, að úr skemmunum má gera vistlega og rúmgóða íþróttasali. | Sömu lið lelka í kvöld. Ljósm - Sv Þ