Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, þrlSjudaginn 12. apríl 1960.
3
Arshátíð og 10 ára
afmæli Skógaskóla
Gleðileikurinn Hjónaspil verSur sýndur í 12. sinn í ÞjóSleikhúsinu á 2. páska
dag. Þetta er gamanleikur í orSsins fyllstu merkingu, sem kemur öllum
í gott skap. Þessi teiknimynd er af Bessa Bjarnasyni og Rúrik Haraldssyni
í hlutverkum hinna kátbroslegu skrifara.
Sparkaöi í sprengj-
una og missti fótinn
Fjórðu afmælis-
tónleikar Sinfóníu
hljómsveitarinnar
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur fjórðu tónleikana í til-
efni af 10 ára afmæli sínu í
Þjóðleikhúsinu þriðjud. 12.
þ.m., og hefjast þeir kl. 20,30.
Stjórnandi er Olav Kielland,
og eru þetta síðustu tónleik-
arnir, sem hann stjórnar hér
að sinni.
Viðfangsefnin eru Forleikur
að óperunni „Der Fiæischutz"
eftir Weber, Concerto grosso
í h-moll eftir Handel, „Róm-
eó og Júlía“, fantasía eftir
Tschaikovsky, og loks Sinfón-
ia nr. 5 í c-moll éftir Beet-
hoven.
Tvö af þessum verkum hafa
verið flutt hér áður: „Frei-
schutz“-forleikurinn, sem fel-
ur í sér kjarna þessarar fögru
og vinsælu óperu, og sinfónía
Beethovens, en hún hefur vafa
lítið verið flutt oftar á tón-
leikum en nokkurt annað
hljómsveitarverk, sem heim-
urinn þekkir. Hún er eitt
þeirra verka, sem minnisstæð-
ast er frá fyrri tónleikum
Kiellands hér, og mun marga
fýsa að heyra hana á ný í
túlkun hans.
Concerto grosso eftir Hand-
el er eitt af 28 verkum hans í
þessu formi, og skipa þau
heiðurssess meðal þeirra
verka tónskáldsins, sem sam-
in eru fyrir hljóðfæri ein-
göngu.
Fantasían „Rómeó og Júlía“
eftir Tschaikovsky byggist á
leikriti Shakespeares og lýsir
efni þess á hrífandi hátt.
Tschaikovsky var tæplega
í gær klukkan 12,50 varð
telpa fyrir sendiferðabifreið
móts við Nóatún 19. Bifreiðar-
stjórinn flutti telpuna og móð-
ur hennar á slysavarðstofuna
en kallaði ekki lögreglu á
staðinn.
Á slysavarðstofunni ikom í ljós,
að vinstri fótur telpunnar var brot
inn.
Um klukkan þrjú kom bifreiðar-
stjórinn á fund lögreglunnar og
sagði frá tíðindum. Hann kvaðst
ekki hafa orðið telpunnar var fyrr
en hún lenti utan í bifreiðinni
vinsfcra megin. Hann sá hana brölta
á fætur og hélt því að meiðsli henn
ar væru ekki svo alvarleg sem raun
er á.
Yfirsjón
Lögreglumenn skoðuðu bifreið-
Árshátíð Skógaskóla verður
haldin í kvöld, og jafnframt
verður minnzt tíu ára afmælis
skólans. Hefst samkoman
klukkan 20,00. Skógamenn
hafa nefnt hana „syngjandi
páska“, en þar er skólakór
starfandi undir stjórn Þórðar
Tómassonar frá Vallatúni.
Hefur mikið verið sungið í
skólanum í vetur.
Blaðið hafði í gær tal af Jóni
R Hjálmarssyni, skólastjóra, og
spurðist fyrir um tilhögun árshá-
tíðarinnar.
Hefst hún með söng skólakórs-
ins og einnig kemur fram kvartett
pilta og sextett teipna. Piltarnir
syngja með píanóundirleik og kalla
sig Skógamenn. Telpurnar kalla ,sig
Skógameyjar, en þær syngja með
'gítarundirleik.
Gamanleikur
Síðan verður flutt enskt gaman-
leikrit, „Fegurðarsamkeppnin" og
piltar og telpur sýna fimleika und-
ir stjórn Snorra Jónssonar, íþrótta
kennara skólans.
Fjallkona kemur frani með fána
bera sinn til hvorrar handar og
flytur kvæði Jóhannesar úr Kötl-
um, ,-,Land míns föður“, en skóla-
kórinn syngur þjóðsönginn.
Síðan hefst sundkeppni og sund
sýning í sundlaug skólans er tekin
var í notfcun í vetur og síðan verð-
ur dansað. Blástabkar leika. Ávörp
og ræður verða að sjálfsögðu flutt
og veitingar fram bornar. Skóla-
stjóri reiknar með allt að 500
manns, heimafólki og gestum, á
staðnum.
þrítugur, þegar verkið var
samið. Það fékk engan hljóm-
grunn í fyrstu, en síðar hafa
gagnrýnendur komizt að
þeirri niðurstöðu, að einmitt
hér hafi snilligáfa tónskálds-
ins fyrst notið sín til fulls.
Þetta fagra og rómantíska
verk nýtur mikilla vinsælda
um allan heim.
ina og sáu, að ryk var strokið af
vinstri hurð og gat það vel verið
far eftir litla barnshendi. Einnig
var ryk sfcrokið af fyrir ofan
vinstra afturhjólið, en á hjólinu
sjálfu voru engin merki sýnileg.
Slíkar yfirsjónir — að kalla ekki
á lögreglu á slysstað — eru nú
fremur sjaldgæfar, eftir því ,sem
umferðardeild rannsóknarlögregl-
unnar hefur tjáð blaðinu, en ber
þó við eins og nú í gær. Stjórn-
endum farartækja ber skilyrðis-
laust að kalla. á lögreglu í svona
tilfellum og ekki má flytja hinn
slasaða ner~ í -iúkrabifreið. Þetta
hefur verið margbrýnt fyrir al-
menningi, en seint er sú vísa of oft
kveðin.
Mikið var umbifreiðaárekstra
um helgina og bárust umferðar-
deildinni fimtán skýrslur í gær-
morgun. — b.
NTB—Algeirsborg, 11. apríl
Heimatilbúin sprengja sprakk
i dögun í morgun svo að segja
á milli handanna á fjórum
serkneskum uppreisnarmönn-
um í Alsír og biðu þeir allir
bana. Ekki munu þeir þó hafa
ætlað sjálfum sér þessa send-
ingu, heldur Michel Debré,
forsætisráðherra Frakka.
En margt fer öðru vísi en
ætlað er og sagan af þessari
heimatilbúnu sprengju gef-
ur smá innsýn í þá veröld,
þar sem pólitísk og hemaðar
leg barátta hefur líf og örlög
manna að leiksoppi.
Báðu um húsaskjól
Nokkrum klukkustundum
áður en Débré íorsætisráð-
herra Frakka átti að koma
til bæjarins Tizi Ouzou í Al-
sír til þess að leggja þar
hornstein að nýju ráðhúsi,
börðu fjórir serkneskir menn
að dyrum hjá samlanda sín-
um í sveltaþorpi rétt utan við
borgina. Þeir báðu um mat
og húsaskjól nokkra stund
til að hvíla sig. Þeir höfðu
lagt frá sér pakka við dyrn-
ar meðan þeir töluðu við hús
ráðanda. Hann brást hinn
versti við, kvaðst ekkert vilja
með skæruliða hafa og bað
þá að hypja sig sem skjótast.
Til áherzlu þessum orðum
sínum sparkaði hann í pakk-
ann, sem mennirnir höfðu
lagt frá sér. Urðu þá skjót
umskipti. Mikil sprenging
kvað við. Skæruliðarnir fjór-
ir dóu samstundis, en hinn
orðhvati húsráðandi missti
fótinn, sem andartaki áður
hafði ýtt harkalega við mein-
leysislegum pakka.
Tanbroní
fallinn
Tambrom forsætisráðherra ítala
hefur beðizt lausnar fvrir sig og
ráðuneyti sitt. Stjórn hans hafði
setið að völdum í aðeins tvær
vikur.
Gronchi forseti hefur beðið Tam
broni að gegna stjórnarstörfum
tyrst um sinn.
Engin niðurstaða
(Framh. af 1 síðu).
Fiskstofninn er nægur
Ráðherrann reyndi síðan að
hrekja röksemdir fyrir forgangs-
réttartillögunni, sem ísland hefur
borið fram. Meginafcriði í þeim mál
flutningi hans virtist það, að eng-
in hætta væri á ofveiði á fslands-
miðum. Fiskmagnið væri nægilegt
handa öllum, þótt fiskveiðiland-
helgi væri lítil. Bretar hefðu raun
ar viðurkennt sérstöðu íslands,
Færeyja og Grænlands, en "11 þessi
ríki hefðu enn af nógu að taka.
ísland hefði háþróaðan fiskiðnað
og fiskframleiðsla þeirra þrefald-
azt s. I. 20 ár.
Mexico og Venezuela
Anr.ars gerðist það einna merk-
ast á ráðstefnunni í dag, að tvö
ríki Mexícó og Venezuela í viðbót
lýstu fylgi við svonefnda 16. ríkja
tillögu Asíu- og Afríkuríkja, sem
felur í sér 12 mílna fiskveiðiland-
helgi. Fulltrúar Sviss, Monaco og
Tyrklands lýsfcu öll fylgi við 6
mílna landhelgi og þá sambræðslu-
tiUögu Bandaríkjanna og Kanada,
en kváðust annars hafa fullan
skilning á sérstöðu fslands.
Þá báru fulltrúar Cúbu og Perú
fram tillögur hvor í sínu lagi, sem
fela í sér forgangsréttindi strand-
ríkja til einhliða nýtingar auðæva
við strendur sínar, ef sérstakar að-
stæður eru fyrir hendi.
Koma herskipin aftur
f fréttaskeyti frá Jóni Magnús-
'Syni til ísJ. fréttastofunnar getur
hann þess, að ólíklegt sé að nokkur
forgangsréttartillaea nái fram að
ganga. Þá sagði hann af blaða-
mannafundi Sir Jjhn, að ráðherr-
ann hefði ekki viljað svara því að-
spurður, hvort Bretar myndu
senda aftur herskipin, ef ráðstefn-
an endaði án niðurstöðu. Kvaðst
fúslega myndi svara því síðar. Ef
svo færi teldu Bretar sér heiimilt
að hverfa til þriggja mílna regl-
unnar. Hann kvað nú komið að
strandríkjunum að slaka til, en
þau virtust ófáanleg til þess. Hann
kvað mikinn glundroða líklegan í
fiskveiðamálum, ef ráðstefnan
rynni út í sandinn. Gat þess að
þorskverð í Bretlandi hefði hækk-
að um 20% sfðan 1956 og myndi
ábyggilega hækka meira, ef enginn
árangur næðist.
Bókauppboð
Klukkan 5 á miðvikudaginn
heldur Sigurður Benedikts-
son bókaupboð í Sjálfstæð-
ishúsinu. Á þessu uppboði
verður óvenjulega mikið af
gömlum, góðum og verðmæt
um bókum. Má t. d. nefna,
að þar er Kirkjusaga Finns
biskups, öll fjögur bindin.
Sýslumannaævir í kápum, Sjö
krossgöngur, sem Arngrímur
lærði þýddi, ljósprentun
Munksgaards af Flateyjar-
bók, Möðruvallabók og Grá-
gás, orðabók Friisners, Fjall-
j konan öll, fyrsta útgáfa af
| ljóðum Jónasar Hallgríms-
| sonar og fleira. Alls eru 87
i númer. Bækurnar eru til sýn-
I is í dag kl. 2—6 og á morgun
kl. 10 árd. til 4 síðd.
170 látnir inn í Eyjum
(Framh. af 1. síðuj.
eru fimm — Þá hefur lögreglunni bætzt
liðstyrkur frá Reykje^’’ um vertíðina og
eru lögreglumenn nú • jisins. Gestkvæmt
hefur verið í fangageymslu lögreglunnar,
yfir 170 manns hafa setiS inni og veriS sekt-
I aðir fyrir drykkjulæti og óspektir frá ára-
] mótum. Mun það algjört met. Þetta hefur
því verið með erfiðari vertíðum fyrlr lög-
regluna hér, en liðsstyrkurinn frá Reykja-
vík hefur bætt mikið úr.
Það þarf naumast að teljast undarlegt
þótt eitthvað beri út af og los sé á ýmsum.
því aðkomufólk mun hér vera um tvc þús-
und talsins. S.G.—t—
Kallaði ekki
á lögregluna
Bifreiíarstjóri flytur slasa’ða telpu í
eigin farartæki