Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 7
TlMINN, þrtSýidagin'n 12. aprfl 1960. / 7 Páll Zóphóníasson: Hugleiðingar að sumarmálum Þes'si vetur er senn liðinn. Það eiu ekki nema nokkrir dagar, þangað til Sumardagurinn fyrsti kemur, þessi sérkennilegi íslenzki | hátíðisdagur, þegar öll þjóðin fagn ( ar sameiginlega gróandi sumri, sem er í vændum, tímanum þeg- j ar gróskan og hinn skapandi mátt-1 ur er augijósastur og allt þi'osk- ast og vex til meiri fullkomnunar. Veturinn, sem kveður okkur á Sumardaginn fyrsta, hefur verið góður vetur. Veðurblíðan einstök, varla komið snjór, heiðarvegir margir færir allan veturinn, eins og að sumri til, og ekki komið áhlaup nema sem snöggvast og þá í einstaka landshlutum. Hagar hafa því alltaf verið ágætir og fén- aði mikið beift, og innifóðrun sparazt. Á hverju hausti ber oddvitum og bæjarstjórum að senda Búnað-j aifélagi íslands yfirlit yfir fóður- j forðann á hverju einstöku heimili! í sveitarfélagi sínu og hve margt! búfé viðkomandi heimilisfaðir ætli að setja á heyin sín. Af þess- j um skýrslum má sjá bæði hvort! nægjanlegt fóður er til handa bú-1 fénu, eftir því sem 'talið er að það muni þurfa, og hvernig bú- fjáreignin breytist frá ári til árs. Því er nú verr, að sumir oddvitar gleyma að senda þessar skýrslur frá sér og einstaka láta ef til vill aldrei skoðun fara fram að liaustinu. Því koma þær ekki frá , öllum oddvitum og bæjarstjórum. Þess vegna get ég. ekki sagt ykk- vr nákvæmiega hve margar skepn- ur voru setfar á vetur í haust, samanborið við haustið 1958, en ég hef samanburð á ásetningnum 3859 og 1958 úr öllum þeim hrepp um, sem ég hef fengið skýrslur úr og af þeim sést að fleira búfé hefur verið sett á í haust er leið en haustið 1958. Búfé landsmanna hefur fjölgað. i Sauðfénu hefur fjölgað mest í Norður-Þingeyjai'sýslu. Þar var' 18,8% fleira fé sett á 1959 en 1958. í Norður-Múlasýslu, Suður- Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar- sýslu var sett á milli 10 og 11% J fieira, í Dalasýslu 9,8% og í Strandasýslu 8% fleira o. s. frv. | Aftur var sett færra á í haust er leið í Skaftafellssýslum. ísafjarð-j arsýslum og Barðastrandarsýslum, j en alls staðar munar þar litlu 0,3—1,7%) svo í heild er miklu j fieira fé á fóðrum í vetur en nokk- j urn tíma áður í sögu landsins. Fjölgunin er mest á gemlingunum j og ánum, en svo eru aftur að koma upp sauðir hér og þar. Þeirj voru horfnir nema hjá Ágúst á| Eyri, s'em alltaf átti tæplega eða liðlega 100 sauði, en í vetur eru þeir fleiri sem eiga þá nokkra, 20—50 eiu þeir orðnir á nokkr- um bæjum, og má það undarlegt heita, því þeir leggja sig lítið meira á blóðvelli en góð lömb og roinna en nemur meðal ærafurð- unum í þeim hreppunum, sem fá þær mestar. Þeir skjóta þá líka upp kollinum, sauðirnir. í þeim sveitunum sem mest treysta á beitina, og ærafurðirnar eiu minnstar í, og er það skiljanlegt. Mjólkandi kúm hefur fjölgað mest í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar voru settar á 12% fleiri kýr nú en haustið 1958. í Skagafirði voru þær 8,8% fleiri og svo framvegis. Aftur var kúm fækkað i Skafta- fellssýslum, ísafjarðarsvslum, N.- Þingeyjarsýslu, Dalasýslu og Strandasýslu, en alls staðar er fækkunin óverulieg (0,3—4.0%). Þrátt fyrir fjölgun kúnna hefur arðsemi kúabúanna minnkað sums staðar á landinu (Suðurlandi) og kemur tvennt til. Heyin frá s.l. sumri eru víða léleg, og svo hefur Erindi þetta var flutt í útvarpið í gærkveldi. starfsorka kúnna ekki verið full-' nýtt, þær ekki látnar hafa nóg að S'tarfa, með því að fóðurbætir hefur verið sparaður og þær því vantað efni til að vinna mjólkina úr. Er þetta illa farið og hefur leitt til þess að kaupa hefur þurft smjör inn í landið, til að full- nægja eftirspurninni. Hrossunum hefur fjölgað þar sem sízt skyldi, í Skagafirði og Húnavatnssýslum og var þó nægj- anlegt til af þeim í högunum þar fyrir. Víða annars s'taðar hefur þeim fækkað eða staðið í stað, enda á mörgum bæjum sem sum þeirra eru ómagar á búi bóndans, sem eyða högum og stundum inni- foðri, án þess að gefa nokkuð í "ðra hönd. Af þessu yfirliti, sem ekki er í nákvæmt, af því skýrslur vantar úr 30—40 hreppum, sést að fjár- eigendur eiga þess von í haust að fá fleiri lömb af fjalli en nokk- urn tíma áður. Með innleggi þeirra vænta þeir að fá greidda v,rnu sína og þann kostnað ann- an, sem þeir hafa lagt í fjárbúið rndanfarið ár. í fyrra sumar 1959 hafa þeir aflað heyja handa fénu. í fyrrahaust hafa þeir farið í göngur, sláturferðir, og hirt um féð í heimahögum, og í vetur hafa þeir hirt það, bólusett. baðað o. s. frv. og með innleggingu í haust tr kemur eiga þeir fyrst að fá þetta greitt með verði diikanna.' Fjáreigendur eru eina stétt þjóð- arinnar sem þarf að bíða í eift til tvö ár eftir að fá vinnu sína við j sauðféð og annan útlagðan kostn-; að, greiddan, og til þessa hefur j aidrei ver!3 tekið nægjanlegt til- J l't. þegar r.auðfjárafurðirnar hafa verið verðlagðar og átt að verð- leggjast þannig, að bændur bæru jafnt úr býtum fyrir vinnu sína og aðrar stéttir þjóðfélagsins. En þeir eru löngum nægjusamir og láta bjóða sér margt, bændurnir, sbr. bráðabirgðalögin um breyt- iugu á afurðasölulögunum £ fyrra. Og hvernig verða svo dilkarnir í haust? Hvað fá bændur nú fyrir þá? Það fer fyrst og fremst eftir vænleika þeirra. Víða hefur fé verið beitt venju fremur í vetur, og beitin hefur verið létt. Það er því hætt við. að ær hafi létzt og séu misjafnlega undir það búnar að skila góðum lömbum á komandi Iiausti. Margir telja, að vænleiki dilk- anna að haustinu fari eftir því, hvernig sumarið sé, hve snemma grói, hve seint grasíð falli og svo cftir afrétrunum eða sumarhögun- um, sem ærnar ganga á Og enginn neitar því, að þetta hefur mikið að segja um vænleika dilkanna. En þar kemui' íleira til og enginn vafi er á því, að fjöldi manna gerir meira úr tíðarfarinu og afréttun- v.m í þessu sambandi en ástæða er tíj Það er svo Íétt að kenna þessu tvennu um, ef dilkarnir eru ekki ems vænir og menn vilja vera láta. Það er þá ekki fjáreigandan- um að kenna og hver vill ekki reyna að fríkenna sjálfan sig og gcta sagt „ekk; er það mér að kenna“. En oft er það nú svo, að það er fyrst og fremst fiáreigand- aium sjálfum að kenna. Því skyldu menn æfinlega leita að orsökun- uro til þess. að dilkar séu ekki vænir, hjá sjálfum sér og ef menn gerðu það, mundi fljótt mega laga eitt og annað, sem er orsök þess, að dilkarnir eru lélegri en menn viidu láta bá vera. í mínu ungdæmi var bóndi skammt frá Viðvík, þar sem ég er uppalinn, sem ól sínar ær á hverj- PÁLL ZÓPHÓNÍASSON um vetri, svo þær um mánaða- mótin maiz—apríl voru svellspik- aöar. Þá var venjulega orðið lítið um hey, og þá fór hann að korta við þær. Stundum kom hann þá heim til föður míns með poka til að fá hey i. Og nú hættu þær að f'tna, þær lögðu af. Og að haust- inu voru lömb hans með þeim rýr- ustu í sveitmni. Hann eyðilagði gott vetrarfoður á stuttum tíma að vorinu. Þetta gera margir enn. Haustið 1958 voru dilkar þriggja bænda, sem búa á sömu jörðinni mjög misjafnir. Einn hafði látið ær sínar þyngjast um 8,4 kg. frá míðsvetrarvigt til aprílvigtar og haldið áfram að gefa þeim vel til burðar. Hann fékk 18,1 kg dilka- k.jöt eftir hverja kind, sem hann hafði á fóðri. Ánnar hafði fóðrað sínar ær, svo þær höfðu þyngst um 6 kg, en ekki haldið áfram að gefa þeim vel fram úr. Hann fékk 15,3 kg eftir hverja kind á fóðri og sá þriðji fóðraði sínar ær, svo að þær þyngdust um 2 kg og hann fékk aðeins 12.4 kg. eftir hverja kind, sem hann hafði á fóðri. Athuga nú þessir bændur af hverju þessi mis- munur stafar? Og gera aðrir það? Þarna var landið það sama og sum- arveðráttan líka. Hér er það fyrst og fremst meðferðin, en getur þó líka að einhverju leyti verið mis- jafnt fjárkyn. Hver bóndi þarf að vinna að bví að fá fjárstofn sinn sem arðgæfastan. Hann þarf að koma í kynið bráðum þroska, mjólkurhæfni og sem mestri frjó- semi, því það hefur allt að segja um arðsemi fjárbúanna En það verður ekki gert nú fyrir haustið, svo það hafi áhrif á vænleika dilk- anna þá. Hér er um ntargra ára starf að ræða, sem verður að skipuleggja fyrir fram Og raunar er hér um áframhaldandi eilífðar- starf að ræða, því það má alltaf hetrumbæta það sem gott er og gera það enn betra, og enginn veit í dag, hvert hægt er að komast með arðsemi fjárbúanna En getið þið þá fjáreigendur góðir ekkert geit nú í vor. til þess að hafa áhrif á innleggið ykkar í haust? Ég held, að þið getið það. Við vitum nú ekki frekar en I áður, hvernig tíðarfarið verður í vor. Vera má, að það verði í lík- indum við veturinn og gróðurinn, sem nú er að skjóta upp kollinum á blettunum kringum húsin hérna í Reykjavík haldi áfram að.vaxa, ! svo allt gangi vel fram, æmar geti ‘ farið að taka vorbata næstu daga og þyngjst, og fái svo orðið nógan ! gróður, þegar þær bera, til þess að | geta mjólkað lömbunum vel og j láta þau ná eðlilegri framför. Væri það víst, mætti sleppa ánum strax í dag. En hver á það víst? Og hver vill treysta því? Nú er þið svo, að þennan tíma, sem eftir er til burðar, þarf ærin að fá það mikið fóður, að lambið geti tekið út eðlilegan þroska í móðurkviði. Það er að vaxa og ær- in þarf að hafa til að miðla því. Hafi hún það ekki, tekur hún hold af eigin holdi og leggur lambinu og þá skeður hvort tveggja, lamb- íð fæðist lítið og ljótt, og ærin er ekki fær um að mjólka því eins og þarf. Þá sér maður lömbin hanga í klofi ærinnar, skítug aftur á bóga, og þá er það, að fyrir kemur, að hvort tveggja, móðir og lamb, hrökkva upp af, þegar ærin hefur tekið það af sjálfri sér, að þróttur- inn er þrotinn. Ærin þarf því að þyngjast það sem eftir er til burðar, og til þess að vera viss um að svo verði, þarf að gefa henni með beitinni, komi i ekki nú strax góður sauðgróður, j svo ærin geti tekið bata af nýgræð- | ingnum úti. Og eftir burðinn þarf hún að geta mjólkað lambinu vel. ; Það vex láng örast fyrsta mánuð- inn. Gamall bóndi í Ólafsfirði sagði við mig, að lambið ætti að þyngjast um 500 til 600 grömm á sólarhring fyrsta mánuðinn, ,sem j það lifði. Mér þótti þetta þá ótrú- legt, en mér skilst, að á Hesti hafi þetta reynzt nokkuð rétt og að : lömb, sem fái næga mjólk, þyng- J ist alltaf um 500 grömm á sólar- hring, og kannske allt að 600 gr. j Ég er þess fullviss, að eftir beit- 1 ina í vetur eru ær viða ekki í því ásigkomulagi, að þær geti veitt í lömbunum vaxtarskilyrði né næga I mjólk, nema að þær séu bataðar ! til burðar, ef ekki kemur sérstök tíð, svo gróður komi óvenju fljótt og mikill. Athugið því að gefa þeim nú vel. Látið þær þyngjast fram á burðinn. Margir hafa lambfé á túnum fyrst eftir burðinn, til þess að reyna að tryggja það, að ærnar hafi nóg fóður og geti mjólkað vel. Þetta er ágætt, en því getur fylgt ókostur. Sé fé ár eftir ár beitt á þröngt land, tún eða annað, get- ur landið sóttmengazt af ormum og þá smitast féð á beitinni. Þetta átti sér stað allvíða í fyrravor. Ærnar veiktust, sumar drápust og aðrar urðu ekki færar um að gegna móðurskyldunum. Sama hef ur hent sé fé ekki tekið inn þann tíma af árinu. Hér þarf aðgæzlu við. Helzt hvíla landið annað árið, með því að hólfa það .sundur og beita á hólfin til skiptis og gefa fénu ormalyf og hreinsa úr því ormana, áður um leið og því er sleppt af túninu eða úr þrönga landinu. Með þessu rabbi mínu vildi ég alveg sérstaklega benda ykkur á nauðsyn þess, ef þið viljið fá væna dilka að hausti, að gæta þess vel að fara svo með ærnar í vor, að þær batni — þyngist til burðarins — og fái nóg fóður úti og inni, til þess að geta mjólkað lambinu vel eftir burðinn, svo að það þyng ist um 500 gr. minnst á sólarhring fyrsta mánuðinn. En þó þetta væri aðalerindi mitt að hljóðnemanum, þá ætla ég nú enn einu sinni að minna ykkur á að byrja snemma að slá. Bera á misjöfnum tíma á hina ýmsu hluta túnsins, svo það verði ekki allt fullsprottið á sama tíma og þið neyðist til að láta það spretta úr sér, áður en þið getið slegið það síðasta. Látið það engan henda í sumar. Og takið fyrstu töðuna í vothey eða súgþurrkun, svo hún liggi ekki lengi á túninu og varni því, að þið fáið góðan seinni slátt og mikla há. Bændur allra landa hafa bezt tækfæri tU þess að vinna að fram- þróun lífsins á jörðinni. Þeir vinna alltaf með lifverunum, ýmist þeim, sem rætur hafa í móður- moldinni eða hinum, sem af þeim nærast. Þeir geta alltaf verið að þroska lífið á jörðinni, gera jörð- ina frjórri og fegurri og lífverurn- ar á jörðinni göfugri og gjöfulli. Það er aðalsmerki bóndans að vinna að þessu. Með því hjálpar hann Guði að halda sköpunarverk inu áfram. Megið þið bændur góðir vera sem beztir samverka- menn hans við það starf í sumar. Þá vex ykkur ásmegin á öllum sviðum. Snultruðu í forstofum Akureyri, 8. apríl. — Undan- farna daga hafa þó nokkrir veriS teknir fyrir umferða- brot á bílum og öðrum farar tækjum. Hefur þá skifzt á réttindaleysi og fyllirí. Þá hefur einnig verið faraldur af hnupli unglinga. Þeir hafa farið inn í forstofur og reynt að snapa sér peninga úr yfir höfnum, en það mál hefur nú verið upplýst. Drykkju- skapur hefur hins vegar ekki verið áberandi mi'kill upp á síðkastið. ED.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.