Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 12. aprfl 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjórl: Tómas Árnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórairinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Námsfólkið og gengið
Það kom greinilega fram í umræðunum, sem nýlega
urðu á Alþingi, að gengislækkunin hefur leikið fáa eða
enga verr en námsmenn. er stunda nám erlendis.
Á síðast liðnu ári nam yfirfærður námseyrir 16,7
millj. kr. Á hann lágðist 30% yfirfærslugjald og hækk-
aði framangreind upphæð sem því nam. Gengislækkun-
in svarar til 133% yfirfærslugjalds. Samkvæmt því verða
námsmenn nú að borga 17 millj. kr. meira á ári fyrir
sama námseyri og yfirfærður var í fyrra.
1 umræðum þessum kom það fram, að um helming-
ur þeirra námsmanna, sem stunda nám erlendis, hafa
notið styrks frá ríkinu Samkvæmt því ætti yfirfærslan
til þeirra að hafa numið um 8 millj. kr. á síðast liðnu
ári. Þessi upphæð hækkar nú um 8 millj. kr. Þar á móti
kemur, að ríkið hefur hækkað námsstyrkinn um 3,2
millj. kr. Samt verður hlutur þessara námsmanna um
5 millj. kr. verri en á síðast liðnu ári.
Þær tölur, sem hér eru greindar, gefa það ljóst til
kynna, að gengisfallið hlýtur að hafa þær afleiðingar, að
mjög dregur úr því, að íslenzkir námsmenn geti aflað
sér menntunar erlendis. enda þótt þeim sé það nauð-
synlegt og þjóðin hafí vaxandi þörf fyrir, að æ fleiri
afli sér þeirrar sennenntunar, sem ekki er kostur á hér.
Þess vegna er nauðsynlegt, að gerðar verði hið fyrsta
auknar ráðstafanir til þess að bæta stórum betur en
þegar hefur verið gert hið mikla tjón, sem gengisfallið
veldur þeim námsmönnum, er þurfa að sækja nám er-
lendis.
Þess ber svo einnig að gæta, að gegnisfallið veldur
þeim námsmönnum, sem stunda nám innan lands mjög
auknum útgjöldum. Einkum gildir þó þetta um þá náms-
menn, sem stunda langt háskólanám. Þessir menn fá
yfirleitt dýrtíðina á sig með fullum þunga, en njóta ekki
dýrtíðarbótanna, sem þegar hafa verið veittar Óhjá-
kvæmilegt er, að hlutur þeirra verði stórum betur réttur
en þegar hefur verið gert.
Gengislækkimin 1950
Morgunblaðið telur að betur sé farið með láglauna-
fólk nú en í sambandi við gengislækkunina 1950. Þá
hafi almannatryggingar ekki verið auknar og engar
skattalækkanir átt sér stað.
Eins og vænta mátti sleppir Mbi. hér veigamiklum
staðreyndum.
1950 voru álögur ríkisins ekki neitt auknar með
nýjum sköttum, jafnhliða gengislækkuninni eins og nú
er gert með hinum stórlega auknu sdlusköttum, er nema
samanlagt miklu hærri upphæð en svarar skattalækkun-
inni og hinum auknu tryggingum.
1950 voru dýrtíðarbætur samkvæmt vísitölu látnar
haldast. Menn fengu þá dýrtíðina að fullu bætta eftir því
sem framfærsluvísitalan sagði til um.
Gengislækkunin 1950 var því iáglaunafólki miklu
minni kjaraskerðing en þær ráðstafanir, sem nú er
verið að gera.
Þessu til viðbótar má svo geta þess. að 1950 var
iagður á sérstakur stóreignaskattur og þannig stefnt að
því, að þeir bæru mestar byrðarnar er mesta hefðu get-
una. Nú greiða þessir menn engan slíkan skatt, en fá
aftur á móti hæstu dýrtíðarbæturnar.
ERLENT YFIRLIT
Verwoerd og Erasmus
Þeir ráða mestu um stefínu Suður-Afríkustjórnar í kynbáttamálunum.
I SAMBANDI við atburði
þá, sem hafa verið að gerast í
Suður-Afríku seinustu dagana,
hefur borið mest á tveimur
mönnum, enda má segja, að
þeir beri öðnim fremur ábyrgð
á þeirri stefnu, sem stjórnin
fylgir fram í sambúðarmálum
kynflokkanna.
Þessir menn eru þeir Ver-
woerd forsætisráðherra og Er-
asmus dómsmálaráðherra. Sein
ustu vikurnar hefur Erasmus
dómsmálaráðherra jafnvel kom-
,'ð enn meira við sögu en Ver-
woeid, en sennilega verður
banatilræðið, er þeim síðar-
nefnda var sýnt á laugardag-
inn, til þess að beina athygl-
inni enn meira að honum
næstu dagana. Vafalítið mun
það verða til þess að styrkja
hann í sessi, a.m.k. í svipinn,
og gera hann enn dáðari með-
al fylgismanna sinna, enda
þótt hann hafi seinustu árin
notið slikrar dýrkunar þeirra,
að slíks eru fá dæmi eftir síð-
ari heimsstyrjöldina.
HENDRIK FRENSCH VER
WOERD verður sextugur á
næsta ári, en er mun unglegri
í sjón en aldurinn bendir til,
enda þótt hár hans sé orðið
silfurgratt. Hann er maður
myndarlegur á velli, heldur
fríður sýnum og hefur virðu-
lega framgöngu. Ræðumaður
er hann allgóður.
Verwoerd er fæddur i Hol-
landi,' en fluttist þaðan tveggja
Verwoerd og kona hans.
ERASMUS
ára með foreldrum sínum til
Suður-Afríku og ólst upp í
sveit, þar sem faðir hans stund
aði trúboðsstörf. Hann nam
heimspeki og sálarfræði við
þann háskóla Suður-Afriku, er
hefur lengstum verið ein aðal-
miðstöð þjóðernisstefnunnar,
og varð prófessor við hann
fljótlega að loknu nánii eða 26
ára gamali. Af því má ráða,
að hann hefur snemma notið
álits. Áður en hann gerðist
prófessor, hafði hann stundað
framhaldsnám í Hoilandi og
Þýzkalandi. Við háskólann gerð
ist hann brátt einn af helztu
•talsmönnum þess, að hvítum
mönunm og svörtum yrði hald-
ið alveg aðskildum og alger
yfirráð hvíLra manna tryggð
með þvi að veita svertingjum
sem mrnnst réttindi Eftir að
nazismi’.in hófst til vegs í Þýzka
landi, þótti Verwoerd hallasf
mjög að honum Meðal annars
oeitti hann sér mjög harðlega
áegn því, að Gyðingar fengju
að flytjast til Suður-Afríku.
V* V'-V* V* V* V* V* V* V*
Um það leyti, sem síðari
heimsstyTjöldin hófst, gerðist
Verwoerd ritstjóri við eitt aðal
blað Búa, Die Transvaler, og
hélt þar uppi mjög hörðum á-
róðri gegn Bretum og svert-
ingjum.
VERWOERD fékk sæti í
stjórn Suður-Afríku 1950, er
Malan fól honum að stjórna
ráðuneyti því, sem fór með
sambúðarmál kynþáttanna.
Þessu embætti gegndi Ver-
woerd i átta ár eða til 1958,
er hann varð for'sætisráðherra.
Þessi staða veitti honum að-
stöðu til að ráða manna mest
um þá stefnu, sem er framfylgt
i þessum málum, og má telja
hann öðrum fremur höfund
hinnar þröngu aðskilnaðar-
stefnu (Apartheit) en segja
má að það sé eift aðaltakmark
hennar að neyða svertingja,
sem eru fjórnm sinnum fjöl-
mennan 'en hvítir menn í Suð-
ur-Afríku, til þess að búa aðal-
lega á sjö landsvæðum, er ná
þó ekki samanlagt yfir meira
en 13% af flatarmáli landsins.
Innan þeirra svæða eiga svert
ingjarnir að fá nokkur réttindi,
en utan þeiira verða þeir að
lúta yf rráðum hvítra manna í
f>inu og öllu.
Verwoerd hefur predikað
þessa aðskilnaðarstefnu kröf't-
uglegar en aðrir leiðtogar
þjóðernissinna. Hann hefur
með ósveigjanleika sínum og
einbeitni, sem nálgast tiúar-
legt ofstæki. tekizt að sameina
Búa um stefnu sína. og einnig
ráð verulegu fylgi meðal
þeirra hvítra manna. sem eru
af enskum ættum.
FRANCOIS CHRISTIAAN
ERASMUS dómsmálaráðherra
er nokkru eldri en Verwoerd
eða 64 ára, en er þó enn ung-
legri í sjón. Faðir hans var
bóndi af Búaættum Erasmus
lauk ungur lögfræðiprófi, en
stundað þó lögfræðistörf ekki
nema skamma hríð heldur
gerðist erindreki hjá þjóðernis-
flokki dr. Malans. ei þá var
að byna að ryðja sér til rúms.
Hann var kosinn á þing 1933
cg helgaði sig síðan alveg
flokksstarfinu Þegar Malan
komst til valda 1948 þakkaði
hann það Erasmus meira en
nokkrura öðrum manni sökum
hinnar þrotlausu vinnu hans.
Malan gerði Erasmus að her-
málaráðherra í stjórn sinni og
gegndi hann því starfi þangað
til á síðast liðnu ári, er hann
varð dómsmálaráðherra.
Erasmus hefur frá fyrstu tíð
verið mikill hatursmaður Breta,
enda var það fyrsta verk hans
sem hermálaráðherra að af-
nema brezka titla og siðvenjur
hjá hernum, en taka þýzka her-
inn til fyrirmyndar í staðinn.
Á stríðsárunum fór hann ekki
dult með samúð sína með naz-
istum. f kynþáttamálunum er
hann talinn enn öfgafyllri en
Verwoerd. Meðal andstæðinga
sinna er hann mjög óvinsæll.
Hann er sagður þurr og þumb-
aralegur í umgengni. heldur ó-
skemmrilegur ræðumaður og
öfgafullur í málflutningi. Hins
vegar reynir haijn að koma
fram með vissri háttvísi, og
hefur m.a. unnið sér bann orð-
stír, að hann sé sá ráðherra
Suður-Afríku, er klæði sig
bezt og fylgist bezt með tízk-
unni.
Erasmus er talinn sá ráðherr-
ann í Suður-Afríku, sem sé
líklegastur til að láta sér ekki
neitt fyrir bijósti brenna. Síð-
an hann tók við stjórn dóms-
málana og lögreglumálanna
hefur aðskilnaðarstefnunni ver-
ið fylgt fram með enn meiri
hörku en áður, enda kenna
margir honum um þá óöld, sem
hefur ríkt í landinu seinustu
úkurnar Ef hann fær að ráða,
verður ekki slakað til við svert
ingjana. heldur þrengt að þeim
enn meira.
Þ.Þ.
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'(
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'(
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
j
Átta ára drengur
varð fyrir bifreið
Nýlega varð átta ára
gamall drengur, Kristján
Guðnason, til heimilis a£
Granaskjóli 18, fyrir bifreið á
mótum Hofsvallagötu og Nes-
vegar. Bifreiðin var á lei£
suður Hofsvallagötu og ei
talið að drengurinn hafi ætl-
að að hlaupa þar þvert yfir
en varð fyrir framenda bif-
reiðarinnar. Hann var fluttui
á slysavarðstofuna og síðan é
Landakotsspíta’ann. Læknai
telja hann ef til vill höfuð-
kúpubrotinn.