Tíminn - 12.04.1960, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, þriðjudaginn 12. aprfl. 1960.
JÓN
Þegar gengið er frá borði
eftir bryggjunni verður
viktarskúrinn á hægri
hönd. Þar ráða ríkjum Jón
Pétursson og Sigurður Vig-
fússon og vega allan afla
sem berst á land á Akra-
nesi.
Starfið er ábyrgðarmikið og
krefst nákvæmni, því á skýrsl-
um þei'rra félaga byggjast all-
ar upplýsingar um aflamagnið.
— Skýrslufarganið er alveg
að drepa okkur, segir Jón Pét-
ursson, og er alltaf að aukast.
Það er Sfldar- og fiskimjöls-
verksmiðjan sem rekur vigt
ina og við þurfum að semja
skýrslur fyrir frystihúsin og
útgerðirnar. Þar að auki fyrir
Fiskifélagið og Útflutningssjóð
I og alls kyns stofnanir. Við
þurfum líka að svara fyrir-
spurnum allan sólarhringinn.
Það eru til jafnaðar 200 sím-
töl á dag, bæði innanbæjar og
utan. Blöðin fá t.d. allar upp-
Iýsingar hjá okkur.
Sigurðui Vigfússon sýnir
okkur siðusíu aflaskýrslur. Frá
Akranesi róa 21 bátur og dag-
inn áður en blaðamenn Tím-
ans voru á ferð, höfðu þeir
aflað 407 Iestir.
Þá var „Sigrún" aflahæsti
báturinn það sem af er ver-
tíðinni (7. apríl). Afli hennar
var orðinn 735 lestir. Skipstjðri
á „Sigrúnu" er Helgi Ibsen, en
útgerðarmaður Sigurður Hall-
bjarnarson. „Sigurvon" er næst
í röðinni, 679 lestir. Skipstjóri
er Þórður Guðjónsson en Fiski
ver h.f gerir bátinn út. „Sig-
urður“ er þriðji í röðinni, nýr
nátur sem kom ekki til Akra-
ness fyrr en í febrúarbyrjun og
hefur þó aflað 635 lestir. Skip-
stjóri er Einar Árnason en út-
gerðarmaður Sigurður Hall-
björnsson.
SIGURÐUR
l*--------------------------/
HRAEFNI
Litast um í frystihúsi
HB á Akranesi og
rætt við Rafn Péturs-
son aðalverkstjóra
Ungu stúlkurnar eru í minnl hluta.
— ÞaS verSur aldrei hægt
að framleiSa fyrsta flokks
vöru úr lélegu hráefni, sagði
Rafn Pétursson aðalverk-
stjóri í frystihúsi Haraldar
Böðvarssonar & Co á Akra-
nesi í viðtali við blaðamenn
Tímans. Við sitjum í skrif-
stofu Rafns þar sem hann
fylgist með pökkunarstúlk-
unum í gegnum stóran
glugga.
ÞaS er starfað af fullum
krafti, færiböndin flytja
fiskinn án afláts úr flökun-
arvélinni til stúlknanna sem
hafa hraðann á og pakka
vörunni inn í skrautlegar
umbúðir. f gær höðu borizt
á land rúmlega 400 lestir.
Af þeim afla höfðu bátar
Haraldar, 10 að tölu, aflað
116 lestir. Þó var ekki unnt
að frysta nema lítinn hluta
af því aflamagni, einungis
12 lestir. Það sem eftir er,
fór í skréið og salt.
— Við flokkum fiskinn
eftir fremsta megni, þannig
að aðeins úrvalið fer til
frystingar, heldur Rafn
áfram, — fyrst er fiskurinn
flokkaður um borð í bátun-
um. Við tökum aðeins lif-
andi fisk. Svo er flokkað
aftur þegar kúttað er. Loks
er tínt úr honum áður en
hann fer i flökunarvélarn-
ar.
Rafn Pétursson er ungur
maður, sem hefur starfað
við frystihúsið í sex ár og
stjórnar rúmlega 120 manns
við vinnu. Hann er Skagfirð
ingur að uppruna skipasmið
ur að iðn, segist hafa kom-
ist í núverandi stöðu „fyrir
tilviljun“. En jafnvel aðvíf-
andi fréttasmali þarf ekki
lengi að fylgjast með til að
sjá að hér var á ferðinni
valinn maður sem leggur
sig allan fram um að gera
hina dýrmætu útflutnings-
vöru okkár sem bezta úr
garði.
Prystihúsið starfar aðal-
lega að síldarframleiðslu, á
síðastliðnu ári voru fram-
leidd 21 þúsund lestir af
sild til útflutnings en á
sama tíma 3580 lestir af
fiski.
— Við gerum allt sem við
getum til að hafa vöruna
sem bezta, segir Rafn, — en
sleppum þó ekki við kvart-
anir fremur en aðrix. Það
er sérstaklega erfitt að eiga
við hringorminn í fiskinum.
Hann er samlitur fiskinum
og illt að koma augá á hann,
Jafnvel þótt við gegnumlýs
um fiskinn og tökum visst
magn til prófunar. Húsmóð
ir í Ameríku sem kaupir
fiskinn og finnur i honum
hringorm, litur öðrum aug-
um á málið en við hér
heima. Það má segja með
nokkrum 'sanni að við fs-
lendingar séum aldir á
hringorminum og við höfum
aldrei kennt okkur meins
af þeim sökum. En við verð
um að framfylgja kröfum
kaupandans.
— Það er við fleiri vanda-
mál að stríða, segir Rafn, —
það er slagvatnsvandamál-
ið. Fiskurinn er afar við-
kvæmur og vandmeðfarinn,
hann má ekki liggja um-
hirðulaus í meir en hálf-
tíma. í lestunum drekkur
timbrið í sig safann úr fisk-
inum ef ekki er farið að öllu
með gát. Sjómennirnir
verða að gera sér ljóst að
þeir hafa undir höndum
verðmæti sem rýrnar ef
ekki er rétt með farið.
Það á ekki að vera neitt
leyndarmál hvernig meðferð
in hefur verið á okkar dýr-
mæta hráefni. Við þurfum
einmitt að fá almennings-
álitið í lið með okkur, það
veitir • aðhald. Við þurfum
breyttan hugsunarhátt.
— Telur þú að rétt sé að
borga sjómönnum jafnt
fyrir aflann án tillits til
hvernig honum er skilað á
land?
— Nei, ég tel það óheppi-
legt fyrirkomulag, svarað
Rafn hiklaust, — sjómenn
myndu gæta aflans betur ef
um gæðamat væri að ræða
og verðflokkun eftir gæð-
um. Við erum allir mann-
'legir og hyllumst til að fá
sem mest fyrir lítið. Það
er ekki neinum sérstökum
aðila að kenna. Við eigum
sameiginlegá sök. — En að-
aðalatriðið er að kippa hlut-
unum í lag.
Samkeppnin um fisk-
markaðina harðnar með
hverjum degi. Keppinautar
okkar standa betur að vígi,
framleiðslustörf þeirra eru
betur skipulögð og lögð
meiri áherzla á vöruvönd-
un.
Við gátum fyrir nokkrum
árum látið slag standa, því
hráefnið okkar var betra.
Þess vegna gátum við kom-
ið með betri fisk. Miðin
voru nálæg og allt veitt á
línu.
Ástandið hefur stórum
versnað síðan netaaukning
Frásögn:
Jökull Jakohsson
Myndir:
Kristján Magnússon
in varð svona gífurleg. Hrá
efnið versnaði um allan
helming. Við framleiðum
aldrei úrvalsvöru úr lélegu
hráefni.
Það er furðuleg öfugþró-
un að hráefnið skuli hafa
versnað á sama tíma og skil
yrði hafa batnað. Við búum
við betri skilyrði en fyrir
nokkrum árum. Miklu betri.
Að lokum segir Rafn:
Og samt er útkoman svona.
— Það hefði einhverntíma
verið rannsakað auðvirði-
lega reikningsdæmi en það,
hvort borgaði sig betur að
nota net eða línu. Bátarn-
ir hrúga netatrossunum
gegndarlaust í sjóinn, allt
kostar þetta mikinn gjald-
eyri. Netin týnast og bát-
arnir leggja meira en þeir
ráða við. Fiskurinn orðinn