Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 1
89. tf»l. — 44. árgangur.
Laugardagur 23. apríl 1960.
f......................................................
Samkv. upplýsingum frá Barna-
Vordísin vinafélaginu Sumargjöf, heppn-
uöust hátíðahöldin á sumardaginn
í VSÍdSSflÓfi fyrsta prýðisvel, veður var a11
sæmilegt, þurrt og bjart, en kalt.
Hátíðahöldin hófust með tveimur skrúðgöngum, ann-
arri frá Melaskóla en hinni frá Austurbæjarbarnaskól-
anum. Frá Melaskólanum gekk fylking riddara í lit-
klæðum, en þar næst kom Vetur konungur vel skrýdd-
ur í hásæti, þá kom litklædd lúðrasveit leikandi sín
sumarlög, og loks fylking barna og annarra, sem slóg-
SAMA ÓVISSAN
RÍKIR í GENF
ust í för með þessu fríða föruneyti.
Sams konar fylking kom frá Austur-
bæjarskólanum, nema þar var vordísin
í stað Vetursins. Þær mættust síðan við
Gimli í Lækjargötu, og þar var Vetur
. kóngur settur af, en dísin tekin í stað-
inn og boðin velkomin. Að lokinni há-
tíð þar dreifðust áhorfendur í skemmti-
hús víðs vegar um bæinn, og er ekki
annað vitað en allt hafi farið óvenju-
lega vel fram.
Eins og áður er sagt var heldur kalt
í veðri sumardaginn fyrsta, en sam-
kvæmt gamalli þjóðtrú boðar það gott
sumar. —S —
Yfirlýsing
íorstjóra land-
helgisgæzlunnar
Af gefnu tilefni og til þess
að fyrirbyggja misskilning,
þá þykir rétt að taka fram,
að svæði það milli 8 og 12
sjómílna markanna á Selvogs
grunni, þar sem netatjón
Grindvikinga varð í s.l. viku,
er ekki eingöngu ætlað íslenzkum togurum
til veiða, þótt þeir hafi heimild til togveiða
þar samkvæmt reglugerð frá 29. ágúst
1958, heldur er það frjálst
'\ veiðum allra íslenzkra skipa
og báta, og gildir þar eðli-
lega sama venja um veiðar
f.l og annars staðar, að sá sem
fyrst hefur sín veiðarfæri í
sjó á réttinn.
Pétur Sigurðsson
Islenzka sendinefndin
leggur fram breyfngartil-
lögu vi<Í bandarísk-kanad
íska bræðinginn
Sjóréttarráðstefnan í Genf
er nú að komast á lokastig. í
gær voru lagðar fram endan-
legar tillögur, en lokaatkvæða
greiðsla fer fram á þriðjudag.
í dag kom tillaga Bandaríkj-
anna og Kanada fram með
lítilsháttar breytingum, og víð
hana hafa verið bornar fram
nokkrar viðauka- eða breyt-
ingartillögur, þar á meðal til-
laga frá íslandi.
Jón Magnússon fréttastofustjóri
skýrði í fréttaauka í gær frá ýmsu
er nú er að gerast á ráðstefnunni
og verður nér getið nokkurra at-
riða. Hann sagði, að fundir væru
mjög stuttir, einn hefði aðeins
staðið í 1 mín. og 35 sek. Menn
virtust ekkert vilja segja á fund-
um, en þeim mun meira væri rætt
á bak við íjöldin.
Bræðingstillagan
Bandaríkm og Kanada hafa nú
lagt fram tillögu sína lítið eitt
breytta og er það helzt. að megin
ákvæði tUiögunnar skerði ekki
gildi gagnkvæmra samninga, sem
þegar hafa verið gerðir eða verða
gerðir, um fiskveiðiréttindi. Meg-
inatriði tillögunnar eru svo sem
kunnugt er á þá leið, að landhelgi
skuli 6 sjómílur, fiskveiðilandhelgi
12 sjómílur, en fiskveiðiþjóðum
skuli þó heimilt í næstu 10 ár
að veiða áfram á ytra sex mílna
beltinu á miðum strandríkis og
er það hinn sögulegi réttur svo-
nefndi. Ágreiningsatriðum skal
skjóta til sérstaks gerðardóms,
sem tillagan gerir ráð fyrir.
(Framhald á 3. síðu)
Grindvíkingar krefjast breyt-
inga á reglugerð um landhelgi
í fyrradag komu skipstjórar
og útgerðarmenn í Grindavík
saman til fundar og höfðu
þeir boðið forstjóra landhelg-
isgæzlunnar og skipherra á
/Egi til fundarins, en tilefni
hans var eins og vænta mátti
aðfarir togaranna á föstudag-
inn langa.
Togaramenn hafa haldið
fram fullum rétti sínum til
að veiða á svæðinu, þar sem
Grindvíkingar lögðu net sín,
og vísað til hinnar nýju reglu
gerðar um landhelgina, en
þeir áttu engan fulltrúa á
fundinum.
(Framhald á 3. síðu).
Mjög góður afli
Patreksfjarðarbáta
Patreksfirði, 22. — 4.
Bátar hér hafa aflað vel upp á síðkastið þótt tíðin hafi verið
nokkuð stirð. Sæborg er hæst með 977 lestir, og missti þó átta til
tíu daga úr, er hún strandaði um daginn. í þrem síðustu ferðun-
um kom hún með 101 lest, mest 37 lestir í einu. Róðratapið munar
sennilega 100 lestum. Sigurfari er næstur með 600 lestir, en hann
(Framhald á 15 síöu).
- ................. ............... ,, J