Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, laugardaginn 23. aprfl 1960.
11
Er takmarkið að Ieggja
SELVOGINN í EYÐI?
Lyklakippa
sem gleymdist og tekin var úr pósthólfi, skilist
strax í pósthúsiS eða á lögregiuvarðstofuna.
f Selvogi var mikil byggð og
útræði fram undir síðustu alda-
mót. Þar voru stórbýlin Nes og
Vogsósar og fjöldi annarra býla.
Rétt við landsteinana eru auðug-
ústu fiskimið fslands — Selvogs-
banki. Fyrir þessa fornfrægu út-
gerðarstöð hefur aldrei verið gert
neitt að hafnarbótum. Þó ef til
vill hefði mátt leysa það -mál á
auðveldan hátt með rennu inn í
Hlíðarvatn, og hefði þá komið þar
stór höfn. Með til-komu Krísuvíkur
vegar vonuðu margir, að 4pp rynni
blómatími í Selvogi. Þarna er góð
viðrasamt, svo að sauðfé gengur
oft nær sjálfala, ágætt garðræktar
land í sendinni jörð, auk þess sem
tún eru þar ágæt, t. d. eru þar á
einu býli 1000 hesta tún. 12 jarð-
ir eru nú í byggð í Selvogi, þó að
sumt séu sinábýli. En þessi byggð
getur ekki lifað í myrkri og án
samgangna. Selvogsbúum hefur
verið neitað um það árum saman,
að sótt væri til þeirra mjólk. Allar
nauðsynjar .sínar verða þessir
bændur sjálfir að sækja (sem
mjólkurbílar hefðu getað flutt) til
Þorlákshafnar eða Hafnarfjarðar,
og er það kostnaðarsamt fyrir þessi
fáu heimili. En með mjólkurflutn-
ingum hefðu þessi samgöngumál
verið leyst.
Frá Vindheimum næst yzta bæ í
Ölfusi, eru aðeins 16 km. Þar er
rafmagn frá Sogi, en það hefur
ekki fengizt lagt í Selvog, þó það
eitt hefði getað bjargað sveitinni
frá auðn. Það skal tekið fram, að
býlin í Selvogi eru mjög þétt sam-
an, svo að leiðslur á milli þeirra
eru ódýrar.
Þarna í nágrenninu er jörðin
Herdísarvík. Þar bjó Einar Bene-
diktsson síðustu ár ævi sinnar og
gaf jörðina Háskóla íslands. Þessi
ágæta jörð er í eyði og niðurníðslu
til lítils sóma fyrir eiganda henn-
arv
Á Strönd í Selvogi er hin fræga
Strandarkirkja, sem er í rauninni
dýrlingur þjóðarinnar. Á hana
heita menn í raunum sinum, og
virðist það gefast flestum vel, því
að kirkjan er stórauðug, á nú í
sjóði 3,4 millj. kr. Allt þetta fé
hefur safnazt fyrir áheit og trú
á mátt hennar. Það virðist ekki
ósanngjarnt, þó að einhverju af
auðlegð Strandarkirkju væri var-
ið til hennar sjálfrar og næsta ná-
grennis. Að kirkjan og sveitung
ar hennar fengju Ijós og yl frá
raflínu, sem liggur í 17 km. fjar-
lægð. Hvað segja ráðamenn okk-
ar um raforkumál? Biskupinn yf
ir íslandi, alþingismenn og ráð-
herrar, ekki veitti þeim af að
heita á Strandarkirkju í vanda-
sömu starfi í þágu alþjóðar.
Vilja þeir nú ekki heita því á
Strandarkirkju og Selvogsbyggð
að leggja þangað rafmagn til að
iýsa upp þessa máttugustu kirkju
landsins. Og um leið að forða
sveitinni hennar frá auðn.
Hjálmtýr Pétursson.
Auglýsing
Hér með er skorað á alla þá, er kunna að eiga
kröfur á íbúðarhúsbyggingar Gjábakka í Þing-
vallahreppi fyrir vinnu eða efni, að senda þær
undirrituðum fyrir 31. maí n.k. að öðrum kosti
eiga þeir á hættu að þeir verði ekki teknir til
greina.
Hveragerði, 12. apríl 1960.
Teitur Eyjólfsson
Kaupmenn -
Fyrirliggjandi mjög ódýr og vandaður karlmanna-
og drengja-nærfatnaður.
Verð fyrir gengisfellingu.
BJARNI Þ. HALLDÓRSSON 3
Umboðs- og heildverzlun.
Garðastræti 4. — Sími 23877.
Keflavík og nágrenni
HVER ER TRÚARJÁTNING
MÍN?
Hvers vegna er skynsamlegra
áð trúa en efast?
Um ofanritað efni talar Svein
B. Johansen í Tjarnarlundi
sunnudagmn 24. apríl. kl.
20,30. — Anna Johansen og
Jón H. Jonsson syngja- ein-
söng og tvísöng. Frjáls sam-
skot tekin upp.
Allir vefkomnir.
.•v*v»x*v»v«x
TILKYNNING
um mæðralaun
Samkvæmt lögum nr. 13, 31. marz 1960 breytast ákvæði 18 gr. al-
mannatryggingalaganna um bætur til einstæðra mæðra frá 1. febr. s.l.
Með áorðnum breytingum er greinin nú sem hér segir:
„Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum
konum, sem hafa eitt eða fleiri börn undir 16 ára aldri á framfæri sínu.
Árleg mæðralaun skulu vera sem hér segir:
Með einu barni
Með tveim börnum
Með þrem börnum eða fleirum
1. verðlagssv.
kr. 1.400,00
— 7.200,00
— 14.400,00
2. verðlagssv.
kr. 1.050,00
— 5.400,00
— 10.800,00
Tryggingastofnuninni er heimilt að lækka mæðralaunin eða láta þau
falla niður, ef efnahagsástæður móðurinnar eru svo góðar, að hún þurfi
þeirra ekki með.“
Áður hafa einstæðar mæður með tvö börn eða fleiri á framfæri notið
mæðralauna. Mæðralaun þeirra verða nú hækkuð til samræmis við laga-
breytinguna frá 1. febr. s.l.
Þurfa þær einstæðar mæður, er nú njóta mæðralauna, ekki að senda
umsóknir.
Einstæðar mæður, sem hafa eitt barn undir 16 ára aldri á íramfæri,
eiga nú eítir lagabreytinguna einnig rétt til mæðralauna. Þurfa þær sem
hér eiga hlut að máli og vilja neyta þessa réttar, að sækja um mæðra-
laun, í Revkjavík til lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins. en annars
staðar tii bæjarfógeta og sýslumanna, sem eru umboðsmenn stofnunarinn-
ar hver á sínum stað. Eyðublöð fyrir umsóknir fást á sömu stöðum.
Æskiiegt er að umsóknir berist sem fyrst.
Reykjavík, 20. apríl 1960.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
KJARNMIKIL MALTI-Ð UR URVALS
SKOZKUM HÖFRUM
Ávallt, þegar þér kaupið haframjöl, þá'biðjið um Scott’s. Þér tryggio
yður úrvals vöru framleidda við ýtrasta hreinlæti og pakkað í loft-
þéttar umbúðir. Scott’s haframjöl er mjög auðugt af B bactiefnum.
HINIR YANDLATU VELJA
Scott’s
/
?
/
?
?
?
l
/
?
?
?
?
?
?
?
?
<
t
?
?
?
?
?
?
?
?
?
/
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
j
?
?
?
?
?
?
?
?
(
(
/
?
?
?
?
?
?.
t
?
?
?
?
?
?
?
?
<
/
/
?
?
/
J