Tíminn - 23.04.1960, Page 6

Tíminn - 23.04.1960, Page 6
6 TÍMINN, laugardaginn 23. aprfl. 1960. Sextugur i dag: Helgi Benonýson, útgerðarmaour í Vestmannaeyjum Hann er fæddur 23. apríl í Skorradal í Borgarfjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru Benóný Helgason og Guðný Magnúsúdóttir, sem bjuggu á Háafelli í Skorradal rúm 40 ár, og er Guðný enn á lífi rúmlega 85 ára og dvelur hjá dóttur- syni sínum á Háafelli. Helgi hefur því alizt upp i einhverri fegurstu sveit á ís- landi, þar sem fjallavatnið er fagurblátt og skógurinn grænn en uppi yfir fjalls- brúnunum teygja sig hvít- klæddir tindar jöklanna, sem umlykja Borgarfjörðinn í austri og vestri. Það var því eigi undarlegt, þótt hugur Helga beindist snemma að því að.klæða landið og beita sér fyrir umbótum i sveit sinni í þá átt, enda ungmennafélags- hreyfingin að ná sterkum tök- um á hugum unga fólksins í Borgarfirði á þeim tíma með sínum háleitu hugsjónum og markmiðum, og bak við þá hreyfingu stóðu mennta- stofnanir Borgfirðinga, sem voru skólarnir að Hvítárbakka og Hvanneyri. Hann gekk eftir fermingu í Hvítárbakkaskólann og var þar 2 vetur, þá í búnaðarskól- ann á Hólum i Hjaltadal og útskrifaðist þaðan eftir einn vetur, fór síðan til Danmerkur til framhaldsnáms í landbún- aði og tók þar sérstaklega landmælingar, sem hann hafði mjög mikinn áhuga fyrir, enda hlaut hann viður- kenningu kennara sinna fyrir afburða reikningshæfileika. Jafnhliða stundaði hann íþróttir, var fimleika- og glímumaður góður. Eftir að hann hætti námi, vann hann sem verkstjóri hjá Búnaðarsambandi Borgfirð- inga og hreppabúnaðarfélög- um þar til búnaðarmála- stjóri, Sigurður Sigurðsson, bað hann fara til Vestmanna- eyja og beita sér fyrir jarð- rækt .þar, sem búnaðarmála- stjóri taldi svo brýna nauð- syn vegna mjólkurskorts þar, en fólksflutningar til Eyjanna örir í þá daga. Þegar Helgi hóf jarðræktar- starfsemi 1 Vestmannaeyjum, var aðeins ræktað í kringum kaupstaðinn, enda voru ekki vegir út um Heimaey, eins og nú er orðið, ræktunaraðferð var nær eingöngu þaksléttun, sem var bæði dýr og seinvirk. Hann breytti um aðferð við jarðrækt, útvegáði sér drátt- arvél með tilheyrandi áhöld- um og byrjaði sáðsléttun, og fram að seiryii heimsstyrjöld eða 11 ára timabil, mun hann hafa ræktað að meira eða minna leyti um 800 dagsláttur og auk þess farið yfir nokkuð af gömlu túnunum með valta og fleiri jarðyrkjutæki. Auk þess kom hann upp stóru kúa- búi, fékk 'mjaltavél, þá fyrstu, sem kom til Vestmannaeyja, breytti um aðferð við dreif- ingu mjólkur með því að inn- lelða glerflöskur. Fyrir rúmum 20 árum skipti Helgi um atvinnurekstur og hóf útgerð, sem hann hefur rekið síðan, annað hvort í fé- lagi við aðra eða einn, bæði á litlum og stórum bátum. Hann hefur verið áhuga- maður um málefni þau, sem til umbóta horfa, bæði í lands- málum og innan héraðs. Hann var formaður Ung- mennafélagsins Dagrenning í 4 ár og sýndi þar mikinn áhuga um starfsemi félagsins, sem þá stóð í blóma. Eftir að hann kom til Vest- mannaeyja stofnaði hann Bifreiðastöð Vestmannaeyja og var formaður hennar 8 ár. Formaður Fiskifélagsdeildar Vestmannaeyja, trúnaðar- maður Fiskifélags íslands og fulltrúi Vestmannaeyja á Fiskiþingi undanfarandi 7—8 ár hefur Helgi verið. Verk- stjórn hefur hann haft hjá ís- fisksamlagi Vestmannaeyja, sem var umfangsmesta fyrir- tæki Eyjanna á stríðsárunum, og síðar hjá Vinnslustöð Vest- mannaeyja. Hann hefur verið ið úrræðagóður. Þess vegna hefur oft verið leitað til hans af félögum og einstaklingum, þegar vandamál steðjuðu að, þar sem hann hefur verið boð- inn og búinn til að leysa hvers manns vanda. Helgi giftist 1928 Nönnu Magnúsdóttur, útvegsbónda í Vesturhúsum, mestu myndar- og dugnaðarkonu. Hefur heimili þeirra verið annálað fyrir gestrisni og góða fyrir- greiðslu þeirra, sem þangað hafa leitað, enda stendur hús- freyjan með manni sínum í hans umfangsmikla starfi í hvívetna. Þau eiga fimm mannvænleg börn, sem öll eru uppkomin en þau eru: — Jór- unn, gift Gunnari Haralds- syni vélstjóra; Magnús skip- stjóri, giftur Herdísi Eggerts- dóttur; Jóhannes yfirfiski- matsmaður í Vestmannaeyj- um; Rósa, gift Einari Ragn- arssyni vélstjóra og Hannes vélstjóri. Helgi Benónýsson er flestum bjartsýnni og reifari og or- ustuglaðari en nútíma fslend- ingum er títt. Hverju því, er hann tekur sér fyrir hendur, fylgir hann fram æðrulaust, og þeim mun fastar sem meiri liðs er þörf. Erfiðleikar eða „ljón á veginum eru Helga enn í dag svo til óþekkt hugtök, — og hefur þó oft steytt á steini. Lífstrú hans er björt or hefur verið honum sigursæ!; fært honum gleði starfsins, sem hann hefur notið fremur arðsins og hefur hann þess vegna enn óbilað þrek og kjark til mikilla starfa. Hugheilar afmælisðskir eru Helga hér með færðar í tilefni sextugs afmælisins og kærar kveðjur til þeirra hjónanna að Vesturhúsum. R. S. KARLMENN ÓSKAST til starfa í heildsöluafgreiðslu vorri. — Upplýs- ingar i skrifstofunni. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagctu 20, Reykjavík MINNING: Jórlaug Guðrún Guðnadóttir, Lómatjörn, Grýtubakkahreppi Dáin — horfin, og lögð til hinztu hvíidar í dag, — burtu kippt á bezta aldri frá ástkærum eiginmanni og 3 ungum dætrum. Hörmuleg staðreynd. En „— eng- inn dauðanum vék“ — segir séra Hallgrímur. og er sannleikur, þótt siundum takist að þoka honum Tómar flöskur Framvegis kaupum vér tómar flöskur, sem merkt- ar eru einkennisstöfum vorum Á.V.R. í glerið. — Flöskurnar skulu vera hreinar og óskemmdar. Móttaka i Nýborg alla virka daga frá kl. 9—12 og 13—18, laugardaga frá kl. 9—12. Fyrir hverja flösku verða greiddar kr. 2,00. 20. apríl 1960. Áfengisverzlun ríkisins Tilboð óskasf í nokkrar fólksbifreiðir, strætisvagna, vörubif- reiðir og pick up bifreiðir er verða til sýnis í Rauðarárporti þviðjudag 26 þ.m. kl. 1—3 síðd. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað. Sölunefnd varnarliðseigna til hliðar um stund. Og nú hefur > liann lostið sigð sinni í hjarta Iiinnar elskuðu eiginkonu og móð- ur og hrifið hana úr faðmi ást- vína hennar J Ekki þýðir að mögla, því að — „allrar veraldar vegur, víkur að sama punkt —“. Hitt skyldum vér jafnan hafa hugfast, að allt er að láni fengið og að áfram er haldið til hæstu hæða. En skilninginn brestur oss og því skyldum vér biðja um viturt hjarta og það hugarfar, er getur í lotningu sagt á hinum byngstu stundum: verði þinn vilji. Frú Jóriaug Guðnadóttir var fædd 9. mai 1910. Hún ólst upp í Evík og varð snemma kunn þar í starfsliði verzlunarmanna. Hún þótti þar skara fram úr á ýmsa iund, var dáð og virt fyrir dug og drengilega framkomu, — var tal- in frábær aígreiðslumæi, glaðleg og viðfelldin, réttsýn og traust. „Hún var afnragðs vel gefin og gerð og mikil mannkosta kona —“, segir skrumlaus stallsystir henn- ar, sem þekkti hana vel, og undir það munu þeir taka, sem kynnt- ust frú Jorlaugu að, einhverju ráð: Árið 1947 giftist frú Jórlaug bóndasyninum á Lómatjörn í Höfðahverfi, Sverri Guðmunds- syni, er þá hafði nýlega tekið við búi foreldrs sinna, hinum mesfa efnismanni og ágætum dreng. Og frá góðum ástæðum í höfuðstaðn- um tekur hún sig upp, hin reyk- víska mær, flytur norður að Lóma tjörn og tekur þar við húsfreyju- srörfum á allstóru og stækkandi l úi. Mætti þó ætla að slíkt væri kaupstaðakonunni úrhendis og erfitt. En hér fór á annan veg. Hún reyndist því margþætta verki vaxin svo að af bar. Hennar siyrka hönd og ljúfa lund, greind hennar og göfugt lífsviðhorf sigr- aði hvern vanda, sem á vegirium varð. Húsfreyjustarfið lék í hönd- um hennar og öllum þótti gott að ita stjórn hennar og sfarfa með lienni. Og tengdamóðir hennar, gamla og merka húsfreyjan á T.ómatjörn. dáði frammistöðu 1 f nnar og mannkosti. Henni reynd :st hún líka sem bezta dóttir. Og nágrenminu varð hún kær, góð- viljuð, skilningsrík og alúðleg í ailri viðkynnir.gu. Búið óx, byggt var og ræktað og framtíðin virtist lofa miklu, — hjónabandið ástúðlegt og dæturn- ar þrjár yndisleg börn og efnileg. — En — þá dregur upp skýja- bakka á hmn heiða himin, — heilsubrest húsbóndans, er hann befur þó borið karlmannlega, og r.ú hið mikla áfall, er hin glæsi- lega húsfreyja hnígur í valinn á bezta aldri Fiú Jórlaug er harmdauði, eigi aðeins nánustu vandamönnum og vinum, he'dur og öllum er til hennar þekktu. Og nú drúpir býlið hennar fagra og sveitin öll við fráfall hennar. Þangað flutti hún r.ieð fögnuð í hjarta. fögnuð lífs- ins og gróandans. Þangað steig hún til starfs og þjónustu. Þar fann hún urað og ástarsælu og undi glöð við sitt. — Þar skilur hún nú eftlr ávexti lífs síns, litlu dæturnar sínar. Þegar angan vorsins er í nánd er hún héðan kvödd og borin til grafar og hinztu hvíldai í faðm hinnar fögru sveitar er hún dáði og unni. En — þótt þú um stund fáir banablund, — það bætist með nýju vori.“ (M. Joch.) _______ Snorri Sigfússen_^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.