Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 9
TÍ M I’N N, laugardagmn 23. aprfl 196j0. 9 Það var vel til fundið hjá Þjóðleikhúsinu að hefja af- mælisfagnað sinn með flutn ingi á leikriti eftir Guðmund Kamban. — Kamban er einn af okkar mestu snillingum í bundnu máli og óbundnu, en í lifanda lífi var honum út- hýst, eins og svo mörgum ís- lenzkum skáldum fyrr og síð ar. Og það verður að segjast, þótt skuggalegt sé, að jafn vel eftir að skáldið féll fyrir hendi siðlausra morðingja á er lendri grund, heyrðust radd- ir hér heima á fslandi, sem fögnuðu þessu verki og vörðu réttmæti þess. Slík er ást íslendinga á skáldum sínum. í öllum skáldskap Guð- mundar Kambans er að finna karlmennsku og stolt, og skap gerð hans er ofin úr reisn og ti'gn íslenzkra fjalla, sem eru| óvíða hrikalegri og jafn ögr- andi og á æskustöðvum skáids ins við Arnarf jörð. Þessi sömu fjöll voru vagga Jóns Sigurðs sonar og einnig þau vöktu hugarflug Þorstein Erlingsson ar, sem bjó um skeið á bernsku stöðum Kambans, — en þessi tvö skáld yrkja eftirminnileg ast um hinn sögufræga eið Ragnheiðar biskupsdóttur, þött með nokkuð ólíkum hætti sé. Sem leikritaskáld er Guð- mundur Kamban eini íslend- ingurinn, síðan Jóhann Sig- urjónsson leið, sem hefur orðið þekktur á Norðurlönd- um fyrir leikrit sín. í Skálholti er sögulegt leik rit, sem Kamban samdi eftir stórverki sínu, skáldsögunni Skálholt. Þekking skáldsins á íslenzkri sögu var frábær og fáir munu hafa kynnt sér betur öll gögn, er snerta harm sögu Ragnheiðar Brynj ólfs- dóttur og Brynjólfs biskups. Hitt er honum í sjálfsvald sett, hvernig hann, sem skáld notar þessar heimildir. Hvert mannsbarn á íslandi þekkir þessa sögu og hefur myndað sér ákveðnar hugmyndir um persónur hennar. Það er því eðlilegt að skoðanir manna séu skiptar um skilning Kamb ans og túlkun hans á þessum viðburðum. — Það er söguleg staðreynd að Brynjólfur Sveinsson lét Ragnheiðidóttur sína sverja skírlífi sitt í dóm kirkjunni í'Skálholti 11. maí 1661, og réttum fjörutíu vik- um síðar ól hún barn. f ritgerð, sem Guðmundur Kamban birti í Skírni um þetta mál færir hann rök að því, að eiður Ragnheiðar hafi ekki verið meinsæri. — Hafi samband þeirra Ragnheiðar og Daða byrjað eftir að hún sór eiðinn. í leikriti sínu set ur Kamban fram sömu skoð- un og vill verja Ragnheiði og hreinsa hana af meinsærinu. — En konur hafa aldrei í hjarta sínu viðurkennt kirkju vald, Stóradóm eða svardaga, sem fylgt er fram með barna legum strangleika karlmanns ins. Konur hafa í raun og veru aldrei viöurkennt nema Valur Gíslason, Helgi Skúlason og Ævar Kvaran Regína Þórðardóttir og Erlingur Gíslason ein trúarbrögð: Trúna á ást sína og sitt eigið hlutverk í lífinu, og hún gerir kröfu til að karlmaðurinn játi sömu trú, — trúna á konuna! — Unga konu í sporum Ragn- heiðar skiptir ástin meiru máli en eiðstafir. — Þorsteinn Erlingsson er augljóslega áj því máli að eiður Ragnheiðar j hafi verið rangur, og sér í hon um uppreisn konunnar gegn kúgun og trúargrillum, sem eru fjandsamleg lífinu og mannlegri hamingju. Þor- steinn lætur í „Eiðnum" kon urnar vita betur en klerkana: „Og samt hef ég beyg afi því sagði frúinj við sjálfa sig lágt, henni óx ekki trúin. Og enn fremur: En frúmar biðu, þar var þunginn kyrr, sem þrýsti á enni og virtist nærri beygja. Þær báru skautin hóti hærra en fyrr en helzt að sjá að báðar kysu að þegja. íslenzk alþýða hefur rætt þessi örlög meir en flest ann sem ort hefur verið á íslenzku, gleymist án þess nokkurn tíma að hafa hlotið réttmæta viðurkenningu. Vilhj álmur Þ. Gíslason hef ur þýtt leikritið og leyst það verk vel af hendi. Hefur hann gert sér far um að ná málfari og sérkennilegum stíl skáldsins, en það væri raunar óvinnandi verk, ef mestur hluti leikritsins lægi ekk fyr ir á íslenzku, í samtölunum í fyrri helmingi skáldsögunnar Skálholt. Leikstjórn annast Baldvin Halldórsson. Baldvin er góð-: ur leikari, en ég efast um hæfileika hans, sem leik- stjóra. Eitt er að leika vel á Mjóðfæri og annað að stjórna hljómsveit. Leikstjóri verður að vera skapandi. hafa hugár flug skálds og næmleika listaj manns. Nostursemi getur ekki i komið í stað þessara eigin- leika. Að mínu viti leggur leik' stjórinn dauða hönd á margt í þessu leikriti og gefur þvíj á köflum óraunverulegan blæ. | Hver skynjar t.d. „hinn ó-j venju harða frostavetur“ í Guðmundur Kamban. R>jóðleikhúsið: SKÁLHOLTI Leikstjóri: Baldvin Halldórsson að og það verður hver að trúa því sem honum þykir trúleg ast. Hvorugt sjónarmiðið verð ur sannað. Sem skáldverk er leikritið í Skálholti stórbrotið lista- verk, og það kann að reynast rétt sem Kristján Albertsson segir í ritgerð sinni um Kamb an „að éinmitt þessi leikur Kambans verði, fremur öðru sem hann hefur skrifað, það verkið sem þjóðin tekur með sér inn í framtíðina." Erfitt á ég þó að sætta mig við, að sum ljóð Kambans, sem eru á sínu sviði eitthvað það bezta Skálholti, mildi haustsins, eða yfirhöfuð annað um- hverfi viðburðanna. (Hér ber Magnús Pálsson einnig þunga sök, sakir afkáranlegra leik- tjalda.) Það er varla hægt að segja að meðferð leikstjór- ans á Ragnheiði og Daða sé góð. Hvergi er hægt að sjá glytta í þann eld, sem á að loga undir niðri í sál elskend- anna og valda ljúfsárri gleði þeirra og þungum raunum. Meðferðin á Erlingi Gíslasyni í hlutverki Daða er þó verst. Það var í sjálfu sér vel ráðið að fá þetta hlutverk í hendur ungum leikara og það hefði átt að heppnast undir góðri leikstjórn. Daði á að vera eitt mesta glæsimenni landsins, og bera af öðrum mönnum. Erlingur er glæsilegur ungur maður með góða leikhæfileika en í stað þess að gera Erling nægilega glæsilegan til að bera af öðrum mönnum, byrj ar leikstjórinn á að ræna hann hans höfuðprýði, hinu þeldökka yfirbragði og setur á hann gula hárkolludruslu, og upplitar síðan andlitið svo að leikarinn verður sviplaust ungmenni. Ef leikstjórinn tel ur að glæsimennið verði að vera „hreinn Aríi“, þá átti hann að velja annan mann í þetta hlutverk. Þegar Erling- ur birtist fyrst á sviðinu, minnir hann meira á hesta-. svein en glæsimennið Daða Halldórsson. Þetta gerfi hans breytist lítt og menn verða að geta sér til um hugarstríð mannsins og baráttu hans við höfuðskepnurnar. Þegar Daði kemur að Bræðratungu úr svaðilför, þar sem hann hefur hætt lífi sínu með því að ríða skaðræðisfljót, er hann slétt- ur og felldur og kembdur eins og á stofugólfinu í Skálholti og á glj áburstuðum leðurstíg vélum! Aftur á móti á Baldvin lof skilið fyrir skilning sinn á Brynjólfi biskupi, sem þó er mjög vandasamt hlutverk. Valur Gíslason leikur þetta aðalhlutverk leiksins. Bryn- jólfur Sveinsson var hámennt aður kirkjuhöfðingi, sem hafði divalizt við konungshirð og var siðavandur og strangur að hætti géistlegra yfirvalda þeirra tíma. Hlutverkið er um fangsmikið og vandasamt. Valur Gíslason er gáfaður leikari og túlkar biskupinn með myndugleik og alvöru þunga af glöggu innsæi inn í flókið tilfinningalíf undir hörðu og meitluðu yfirborði. Ragnheiði biskupsdóttur lék Kristbjörg Kjeld. Hún hinna yngstu leikara okkar, en þótt hún geri margt vel í þessu hlutverki er það henni samt ofviða. Hún túlkar að vísu vel stolt biskupsdóttur- innar og hið' stórbrotna eðli hennar, — en gerir sálarlífi hennar litil skil. | Um Erling Glslason, sem lék Daða Halldórsson hef ég áður rætt. Gerfi hans var frá leitt og leik hans skortir, eink um framan af þá glæsi- mennsku og karlmennsku, sem menn hafa eignað Daða. Annars fer leikur Erlings vax andi þegar á líður og er sæmi legur á köflum. Regina þórðardóttir lék Helgu matronu Magnúsdótt- ur í Bræðratungu, stórlynda og fastlynda hefðarkonu, sem verður stærst, þegar mest á reynir. Regína fór stórvel með hlutverk sitt, var því auðsjá- anlega nákunnug og hafði á því djúpan skilning. Mun hún að flestra dómi hafa leyst hlutverk sitt bezt af hendi í þessu leikriti. Margréti Halldórsdóttur biskupsfrú lék Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Biskupsfrúin er gerð rislág og sviplítil, og fellur í skugga manns síns. Guðbjörg fór smekklega með þetta hlutverk. Helgi Skúlason lék séra Sig urð prýöilega og tókst vel að lýsa hinni órólegu samvizku dómkirkj uprestsins. Sama máli gegnir um Ævar Kvaran í hlutverki skólameist ara. Þá var Helga Valtýsdóttir einnig ágæt í hlutverki Ingi- bjargar. Önnur hlutverk voru: Torfi prófastur Jónsson leik- inn af Róberti Arnfinnssyni. Séra Árni, leikinn af Klemenzi Jónssyni. Séra Josep, leikinn af Svavari Helgasyni. Séra Erasmus, leikinn af Valdimar Helgasyni. Séra Jón Gíslason, leikinn af Indriða Waage. Sr. Jón Snorrason, leikinn af Jóni Aðils. Séra Þórður, leik- inn af Eyxindi Erlendssyni. Elín Hákonardóttir, leikin af Margréti Guðmundsdóttur. (ásamt Helgu í Bræðratungu) Steinunn Finnsdóttir, leikin af er hjá Kamban hugsuð sem Bryndísi Péétursdóttur. Þóra, mótvægi Brynjólfs Sveinsson1 leikin af Önnu Guðmunds- ar. Hún er ákveðin í að beygja dóttur. Klukkusveinn, leikinn stálvilja föður síns og er tákn af Pétri Sv. Gunnarssyni. uppreisnar konunnar gegn Leiknum var ágætlega tekið kúgun og undirgefni. Þetta og er líklegt að hann eigi eft hlutverk er mjög vandasamt ’ir að ná miklum vinsældum. og gerir miklar kröfur til leik Þetta er leikrit, sem allir ættu konunnar. Kristbjörg Kjeld að sjá. er í fremstu röð, e.t.v. bezti Gunnar Dal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.