Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, laugardaginn 23. apríl 196«. J6nas Iwfcnír KW^ansson aod- aðist eunmidagmn 3. apxíl s. L á beirríili sfnn, heilsuhæli Náttúru- læfcningafélagsins í Hveragerði. Hann var fæddur á Snæringsstöð- um í Svínflvatnshreppi í Austur- Húnavatnssýslu 20. sept. árið 1870 og var því rösMega hálfnaður með 90. al-dursárið, er haam lézt. Vel heiU að heilsu, óbilandi að þrótti og Mfsfjöri, starfaði hann að heil- brigðismálum fram á þetta síðasta ár, er ljóst var að Mfsþrótturinn var að smáfjara út og var hann þó fram yfir jól hið bezta viðmæl- andi um þessi mál og einkum sitt mikla hugðarefni, náttúrulækninga stefnuna í heilbrigðismálum. Hafði hann nú um 60 ára skeið verið einn af snillingum lækna- stéttarinnar og brautryðjandi í heilbrigðismálum og í þeim málum lá eftir hann stórvirki, þar sem stofnun og starfræksla Heilsuhælis Náttúrulælcningafélagsins í Hvera- gerði er, ásamt bóka- og tímarita- útgáfu, þar sem hann ritaði stórum mikið um heilbrigðismál, er flest laut að þeim 'þætti heilbrigðismál- enna, sem snertir næringu manna og lifnaðarhætti. Hreyfing sú, sem hann vafcti í þessu efni, mun verða honum óbrotgjarn minnis- varði, og varðaði hann þó ekkert um þá hlið málsins, heldur hina, iivaða gæfu þjóðin gæti sótt til þeirrar stefnu er hann taldi grund- vaHaratriði heilbrigðismálanna. Hann grundvallaði næringar- og lifnaðarháttafræðina og taldi óhik- að, að þar væri að ræða um undir- stöðu heilbrigðis og hamingju manna. Af þessu var hann mann- vinur og spámaður, sem komið hefur á stað þróun í hamingjuleit mannanna hér á jörð, og hefur í því efni reist það merki, sem ekki mun falla þótt að sjálfsögðu eigi tíminn eftir að koma með margt nýtt til viðbótar og upplýsingar. Jónas ólst upp með foreldrum sínum á Snæringsstöðum, en þau voru Kristján Kristjánsson, ríka í Stóradal, og Steinunn Guðmunds- dóttir frá Kirkjubæ í Norðurárdal í Húnavatnssýslu Ólafssonar. Ólaf ur var fyrst ráðsmaður á Möðru- völlum um 1810—12, Jónsson, Arn- björnssonar, en Jón bjó á Stokka- Iiíöðum í Eyjafirði. Ólafur kvænt- ist á Möðruvöllum Sigríði Guð- mundsdóttur frá Fornhaga, systir skáld-Kósu og líklega árið 1813 fara þeir feðgar, Ólafur og Jón, vestur í Húnaþing, og fæddisí Guðmundur á Þverá í Höskulds- staðasókn árið 1813. Bræður Stein- unnar voru m. a. Jóhannes Nordal og Jónas á Eyjólfsstöðum, en hálf- bróðir Guðmundar, eftir s. k. Ól- afs, var Páll á Akri, faðir séra Bjarna í Steinnesi og Ólafs föður Bjarna núverandi sendiherra Dana á fslandi. Er mikið af þessum heimildum tekið úr bréfi frá hin- um kunna fræðimanni Magnúsi hreppstjóra á Syðra-Hóli, Björns- syni. Magnús segir enn fremur um ætt Kristjáns föður Jónasar: ,,Beinn karlleggur Jónasar læknis Kristjánssonar verður ekki rakinn lengra en til Jóns Jónssonar á Mörk í fremra Laxárdal. Hann er talinn fæddur fyrir aldamó-t 1700, líklega fyrir 1790, og ætti því að vera í manntalinu 1703, annað hvoit í Skagafirði eða Húnavatns- sýslu. En nafnið er algengt og þeir margir, sem til greina geta komið cg hafa komið fram ýmsar ágizk- anir, en sannanir höfum við engar. Jón býr á Mörk 1736 og allt frara um 1750, nefur getað komio þar fyrr, en heimildir skortir. — Jón á Mörk var atorkubóndi tvg efna- ínaður, harðjaxl mikill og auk- refndur „harði bóndi" Kona hans var Guðríður, f. 1699, Ilannes- dóttir á Löngumýri í Skag-afirði, f. 1672, Ásgrímssonar. — — Frá | þeim Jóni og Guðríði er kominn mannfjöldi mikill, og hefur harka, dugnaður og fésælni verið rík í ættinni. —- — Sonur þeirra var Jon í Balaskarði. Hann bjó á Herjólfsstöðum í Ytri-Laxárdal 1762. Kona hans var Guðrún, f. MINNINGARORÐ: Jónas Kristjánsson, læknir 1737 Jónsdóttir, Guttormssonar í Vík f. 1680, Böðvarssonar. Meðal barna Jóns og Guðrúnar var Jón á Snæringsstöðum, faðir Kristjáns i Stóradal, en kona hans var Sig- ríður Jónsdóttir bónda á Grund í Svínadal Verður hér látið staðar numið í ættfræðinni, þótt miklu víðar og ýtarlegar reki Magnús ættina. Þau Snæringsstaðahjón, Krist- ján og Steinunn, voru atoi'ku hjón 0g vel gefin, áhugasöm um fram- farir og sjálfstæði þjóðarinnar, og er það m. a. til marks, að þjóð- hátíðarárið 1874 varð ekki af neinu hátíðahaldi í Svínavatns- Lreppi, þrátt fyrir það, að Kristján vildi svo vera láta. En þá minntist Kristján hins merka atburðar er öllum fannst hafa orðið í 'þjóðlíf- inu með hátíð á heimili sínu, gaf öllum frí frá vinnu, borðsetti beimafólk og hélt sjálfur ræðu af þessu tilefni. Lýsir þetta að nokkru hjónunum á Snærings- stöðum. Þau bjuggu einnig við góðan efnahag og eignuðust alls 11 börn og komust 8 til þroska, og urðu dugmikið fólk, og eru enn á lifi, Benedikt fyrr skólastjóri á Eiðum, og bóndi á Þverá í Öxar- firði og Guðbjörg, s. k. Ögmundar Sigurðssonar skólastjóra, auk þess Jóhannes í Amer.ku. Á þessu heimili ólst Jónas upp í glöðum systkinahópi og mann- vænlegum, unz það reiðarslag ciundi yfir að móðir hans dó h. .9. okt. 1881, fertug að aldri. Hafði hún alið barn h. 2. okt., en fékk síðan barnsfarasótt er leiddi hana til bana. Alla ævi hefur Jónas harmað móður sína og þótt hann væri þá enn á bamsaldri, fékk hann fljótt hugmynd um það, að hér hefði ir.átt öðruvísi fara, ef þekking hefði verið til staðar á veiðeigandi læknisdómum. Hann taldi alla ævi móður sína dána fyrir handvömm, cg það var eigi miklu síðar sem hann sagði föður sínum, að hann ætlaði að gerast læknir, ef það mætti verða til þess að varna því að lítil böm misstu móður sina. ,.Láttu þá sjá,“ sagði faðir hans, og frá þeim degi leit Jónas á þetta sem heitstrengingu, sem hann yðii a'ð standa og falla með. Aðstæður gerðust nú örðugar á b.eimilinu, og eigi miklu síðar fór að bera á heilsuleysi í föður hans, svo eigi gat orðið af því, að hann kæmist í skóla. Faðir hans dó 1889, og Ieystist búskapur upp þótt lefni vseru allgóð, sem nú Mka gengu til skipta milli systkinanna. Jónas var þá orðinn 19 ára og hafði ekki getað sinnt námi, nema lítinn tíma á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal við leiðsögu Sigurðar stúdents Jonasáonar, frænda síns. Séra Benedikt á Grenjaðarstað var íöðurbróðir Jónasar og til hans fór hann til undirbúnings námi haust- ið 1889. Haustið eftir 1890 er Jón- as var tvítugur, innritaðist hann í Latínuskólann í Reykjavík og lauk slúdentsprófi 1896. Hafði hann á þessum árum heimili á Grenjaðar- stað og vann þar á sumrum. Það var fyrir fram ákveðið að hann færi í Lækr.askólann og þaðan út- ikrifaðist hann árið 1900 á þiítug- asta aidursári. Hafði hann á þess- um árum það fyrir sumarvinnu, að fvlgja útlendingum í ferðalögum í lmdinu, og var tvö sumur með Howell, hiaum skozka, er drukkn- aði í Héraðsvötnum 1900. Sumarið 1899 lá leið þeirr'a yfir og eftir Langjökli, og ritaði Jónas ferða- söguna, sem enn hefur ekki birzt á prenti. Siðsumars 1900 sigldi Jónas til Kaupmannahafnar til venjulegs framhaldsnáms og kom lieim sumarið eftir. Þeir höfðu fylgzt að í námi frá fyrstu tíð, Ingólfur Gíslason frá Þverá og Jónas, og nú tóku þeir til að athuga um laus embætti, sem í raun og veru biðu ef'tir þeim. Það var nýstofnað Reykdalslækn- ishérað í Suður-Þingeyjarsýslu og Fljótsdalslæknishérað í Norður- Múlasýslu, er þá var læknislaust. Þeir sömdu það með sér, að Ing- ólfur sækti um Reykdælahérað, þar sem hann var Þingeyingur, en Jónas um Fljótsdalshérað. Gekk þetta fram og voru veitingabréf þeirra und'rrituð með fárra daga millibili í ágúst 1901. Litlu síðar lögðu ungu kandidat- arnir á vit embætfa sinna. „Það var 13. sept. sem við kvöddumst á Einarsstöðum, þar sem Ingólfur j tók heima, en ég hélt áfram í Grenjaðarstað — í frænda, vina og unnustu hendur,“ sagði Jónas. Þá voni 11 ár liðin frá því að hann lagðí á skólaveginn á göml- urn, góðum reiðhesti séra Bene- dikjts. Á Grenjaðarstað stóð svo brúð- kaup Jónasar h. 17. sept. s. á., og gekk hann að eiga Hansínu dóttur séra Benedikts. Var hún gáfuð stúlka og vel mennt, og reyndist Jónasi hinn traustasti lífsföru- nautur. Litlu síðar þetta sama haust settist svo Jónas að í emb- ætti sínu, en hvorki var þar til staðar bústaður né sjúkrahús, og settist Jónas að á Arnheiðarstöð- um, vel stæðu fyrirmyndarheimili, en húsbændur gáfufólk, sem Jónas batt ævilanga tryggð við. Árið eítir fékk hann horn úr Hrafn- kelsstöðum til ábúðar, en árið 1903 losnaði Brekka í Fljótsdal úr ábúð, en su jörð var lögð til lækn- isseturs á Austurlamdi í upphafi þeirra mála 1772, en hafði eins cít verið bændasetur á þessum tíma. Á Brekku hóf Jónas mynd- arbúskap og þá þegar hafði hann sýnt slíka snilld í læknisdómum við erfiðar ástæður, að læknis- dæmið réðst í að reisa honum sjúkrahús með læknisíbúð. Var hann sjálfur lífið og s'álin í þeim framkvæmdum, og lagði óhemju cfiði á sjálfan sig við bygginguna; fók jafnvel sjálfur upp grjót í grunninn. Læknisdæmið vai'ð brátt allt Fljótsdalshérað með Borgarfirði, og fyrstu árin var enginn sími í lnndinu og Lagarfljót óbrúað, og siðan bættist það við, vegna hins mikla orðspors, sem af hónum fór sem lækni, að hans var vitjað úr nærliggjandi byggðalögum, er, mikið lá við, og varð honum eink- um tíðförult á Seyðisfjörð, en þar var sjúkrahús og aðstaða til að skera fólk upp við innanmeinum. Tií þess var hann ætíð kvaddur, ýmis til aðstcðar eða að gera upp- skurðina á eigin hönd. Jónas' sá, að svona erfiðu lækn- isdæmi gæti hann ekki enzt til að þjóna Iengi, og því var það, að haustið, sem Sigurður Pálsson, béraðslæknir á Sauðárkróki, drukknaði. 1910, sótti hann um þsð hérað og settist að á Sauðár- króki um vorið 1911. Héraðsmenn söknuðu hans ákaft bæði sem læknis og leiðtoga. Hann hafði hvergi hlíft sér né sparað sig á neina grein, og var ljóst, að nokkuð af „harða bónda“ háttum átti hann í eðli sínu. Má í því sam- bandi segja frá einni læknisaðgerð hans, tii fróðleiks um manninn cg einkum aðstöðu þá, sem hann og fleiri læknar höfðu til læknis- aðgerða á þessum tíma, og sem oili því, að fæstir læknar gátu lagt út í meiri háttar læknisaðgerðir hei-ma í héruðum sínum. Halldór Stefánsson fyrrv. alþm. segir svo frá: „Ég átti þá heima á Klaustri er Jónas gerði þá læknis- aðgerð sem nú skal frá sagt, og ir.un það hafa verið um veturinn eða vorið 1902. Þá bjó á Glúms- stöðum í Fljótsdal Stefán Hall- grímsson. Hann var einstakt karl- menn, yfirlætis- og æðrulaus. Hann kenndi sér innvortismeins og Jónas sagði, að hér væri um mll að ræða í lifrinni, og mætti ekki dragast að gera að því með uppskurði. Var nú undinn bráður bugur að læknisaðgerð og fór hún íram á Klaustri. Stefán var lagður á borð, og ég átti að halda höndum hans, svo hann gripi þeim ekki til í ósjálfræði, því hann var ekki svæfður, og um staðdeyfingu var heldur ekki að ræða. Jónas skar nú dálítinn skurð inn úr skinninu v'ð hægra síðubarð. Lítið blæddi úr skurðinum, svo hann átti auð- velt með að stöðva það. Síðan beitti hann hnífnum lífið meira, því vöðva skar hann ekki, heldur greiddi sig inn á milli þeirra, þar til lifrin Iá opin fyrir. Síðan greip hann glóandi járntein, sem hann hafði látið hita og bar að sárinu. Ekki hafði Stefáni sézt bregða r.eitt við sársaukann fram að þessu, en þegar hann sá hvar lækn- ir mundaði glóandi járnið, varð honum að orði: „Ja, nú held ég þú ætlir að meiða mig.“ „Nei, þér verður nú ekki mikið um þetta, lífrin er tilfinningalaus,“ sagði Jónas. Jafnskjótt rak hann teininn inn um sárið, opnaði sullinn og færði út úr honum; lokaði síðan sárinu og saumaði saman skinn- sprettuna. Varð stefán heill af meini sínu og lifði síðan mörg ár. Mörg dæmi sMk gerðust í Fljóts- dalshéraði. Var það Mka svo, að ævilangar tryggðir batt Jónas við marga menn á Fljótsdalshéraði. Sauðárkrókslæknishérað varð Jónasi stórum auðveldara en Fijótsdalshérað. Þar kom hann að allgóðu sjúkrahúsi, og annar lækn- ir sat á Hofsósi, svo auðvelt var að leifa aðstoðar við meiri háttar læknisaðgerðir. Varð þar strax svo nukil aðsókn að sjúkrahúsi hans og öðrum læknisdómum. að varla mátti hann upp líta tímum saman, einkum fyrstu árin, meðan sjúkra- liús voru íá í landinu. Fór, enn sem fyrr, hið mesta orð af lækn- isdómum hans, viti og ráðsnilld v ið óvanalega atburði, einkum í slysum. f hkagafirði gat hann þó tekið þátt í almennum málum, var í hreppsnefnd og í stjórn kaup- félagsins um árabil, átti mestan þátt í því, að vatnsveita var lögð íil Sauárkróks, og öllum góðum raálum var hann ótrauður liðs- maður. Honum var það manna mest að þakka að spanska veikin var stöðvuð með samgöngubanni yfir Holtavörðuheiði, og bjargaði hann þar hundruðum mannslífa á Norðurlandi og á Austurlandi, enda gerði Gísli Sveinsson sýslu- maður í Vík hið sama vði Fúlalæk. Jónas gekkst fyrir stofnun fé- lags í Skagafirði er nefndist Fram- farafélag Skagfirðinga. Naut hann tU þess atbeina ungra, gáfaðra og framsækiima manna I sýslunni. Var hann hann forseti þess alla stund, en það starfaði um 20 ára sHeið. Var þetta fyrst og fremst málfundafélag er hélt umræðu- fundi sína í sambandi við Sælu- viku Skagfirðinga, einsfakt félags- málafyrirbæri í landinu um lang- an tíma. Á þessum fundum hél't Jónas erindi um heilbrigðismál og fieira, t. d. samvinnumál, og var einlægur stuðningsmaður sam- vinnuhreyfingarinnar. Þá var það einnig að hann barst inn í stjórn- málaátökin og var kosinn alþm. í aukalandskjörinu 1926. í þessa veiðistöð kom Jónas svo, að liann vildi ekki siðan um tala, en árið 1930 var lokið þingsetu hans með nvju landskjöri, þar sem hann var ekki í íramboði. Þannig leið tíminn í Skagafirði við þrotlaust starf í embætti og að félagsmálum, og við mikla þökk og aðdáun Skagfirðinga. Hann gerð- ist þar afar vinsæll maðpr og átti hvers manns traust, og er þó ekki því að leyna að það vildi gusta á hinum pólitíska hefðartindi, með- an Jónas sat þar uppi, en hann kom þaðan ókalinn í vinsemd sinni við héraðsbúa, enda stutt sem hríð- in stóð. Stóð heimili hans öllum opið við ómælda rausn og fyrir- greiðslu, og áhrifin af háttum hons, sem allir voru í hinum gamla góða sveitalífsanda, urðu víðtæk í héraðinu og ef til vill víðar. Skagfirðingar sýndu honum og konu hans ýmislegan sóma, roinntúst meiri háttar tímamóta í lífi þeirra með samfundum, gjöf- um og kvæðum og sýndu á einn sem annan hátt, vinsemd sína og virðingu í garð hins mikilhæfa manns, og hins góða heimilis, sem var ósvikinn þáttur í lífi þeiirra sjálfra. Árið 1938 sleppti Jónas embætti og flutti burt úr Skagafirði. Þau hjónin voru kvödd með virðulegu samsæti við mikil ræðuhöld. Jónas var að ganga af starfsaldri emb- arttismanna á fslandi, en hann kvaddi Skagfirðinga með þeirri yfirlýsingu, að það sem hann ætti eftir af aldri og orku, ætlaði hann að nota til þess að vinna að því, „að lifað sé eftir lögmálum nátt- úrunnar“. Ekki er líklegt. að öllum hafi verið ijóst, hvaða starfsstefna hér var í raun og veru tekin, né hvað í henni fólst eða hvaða ár- angurs mátti vænta, sem hann þó teídi einhvers virði, slíkur kapps- iraður sem hann var um árangur af störfum sínum, maðurinn fast vio sjötugs aldur. Hann fór beina leið út í lönd, sem hann hafði oft gert á embætt- isferli sínum og snemma árs 1940 stofnaði hann náttúrulækninga- félag íslands í Reykjavík, og veittu 30 menn úr þeirri byggð honum atbeina við félagsstarfsemina. Hann hafði þá fyrir mörgum ár- um veitt því athygli, að til var lækningastefna, sem einkum fólst í vernd heilsunnar, svo sjúkdóma- stríðinu mætti linna að meira eða minna leyti. Þetta taldi hann aðal- atriði heilbrigðismálanna, og að þessum þætti þeirra þyrfti að snúa sér meira en verið hafði. Þetta var þá þegar mikil fræðigrein sem mest sneri að næringunni, sem byggir upp líkamann og viðheldur honum. Svo snemma tók hann að kynna sér þessa fræðigrein, að h. 10. marz 1923, hélt hann fyrir- lestur í Framfarafélaginu cr stóð í hálfa nannan klukkutíma um þessi nýju læknavísindi og kom það fram, að þá þegar vissi hann meginefni allra þeirra fræða i ' ailbrigðismálunum sem hér var om að ræða, og sem’ síðan hafa aðeins staðfestst en ekki um- ^reytzt, svo máli skipti. Sýnir þetta hversu mikla athyggju Jónas lagði í allar greinar læknavísinda. og honum þótti sú spekin bezt. að (Framhald á 13. síðuj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.