Tíminn - 23.04.1960, Qupperneq 4
4
TÍMINN, laugardaginn 23. aprfl 1960.
SJÖTUGUR:
Magnús Kjaran, stórkaupmaður
Auglýsing
FRÁ BÆJARSÍMA REYKJAVÍKUR
Ekki alls fyrir löngu fregn
aði ég, að Magnús Kjaran,
bókasafnari og stórkaupmað-
ur, yrði sjötugur 19. apríl.
Það kom mér satt að segja
á óvart. Maðurinn er svo ung
legur, og fáa þekki ég, sem
mér finnst jafn hressilegt að
blanda geði við um bækur og
menn. En Magnús Kjaran er
einn með bókfróðustu mönn-
um hérlendis, og gildir það
jafnt um íslenzkar sem er-
lendar bókmenntir.
Einkabókasafn hans er
bæði stórt og vandað, þar er
að finna bækur, sem alls ekki
eru til annars staðar, og
nefni ég til gamans bók, sem
hann lét eitt sinn prenta sem
handrit í aðeins einu ein-
taki, er það nokkurs konar
ævisaga hans fram að fert-
ugu, og nefnist hún „Létt-
skýjað". Slík útgáfustarf-
semi er víst ekki leyfileg
lengur. Landsbókasafnið
krefst réttar síns.
Já „léttskýjað“ er einmitt
táknrænt fyrir Magnús Kjar
an. „Heldurðu, að þú náir í
nr. 1 af þessari eða hinni
bókinni“. Eitthvað á þá leið
hefi ég stundum spurt hann.
„Já, já, blessaður vertu, það
kemur allt“. Þannig og því-
umlík eru svör hans, það er
ávallt léttskýjað!
Magnús Kjaran safnar nr. 1
af tölusettum bókum og á þeg
ar álitlegt safn þeirra. En
þeir munu vera fáir, sem
binda sig við ákveðið númer
tölusettra rita. Sigurður próf
essor Nordal sagði mér frá
því vorið 1938, að hann safn-
aði nr. 7, og sá ég hjá hon-
um nokkrar bækur með bví
númeri. Undirritaður hefur
s.l. 23 ár safnað nr. 9. En
margri bókinni missir maður
af, það eitt er víst.
Magnús Kjaran er meira
en venjulegur bókasafnari,
hann er líka lærður bókfræð
ingur, og hefur skrifað rit-
gerð um tölusettar , bækur
sem birtist í Árbók Lands-
bókasafnsins fyrir árin 1957
—1958, sem kom út s.l. haúst.
Minnist ég með ánægju sam
skipta okkar varðandi þá rit
gerð. Eg vona, að Magnús
Kjaran fyrirgefi þó, að ég geti
þess, að hann hefur í smíðum
ritgerð um íslenzk tímarit,
útgáfur þeirra etc.
Bókamaður — Kaupsýslu-
maður: „Tveir eru heimar
hsyla ólíkir“, segir Grímur
Thomsen í upphafi Búa-
rímna. Eg hefi stundum hug-
leitt með sjálfum mér það
einstæða fyrirbrigði, að til
skuli vera j stétt kaupsýslu-
manna annar eins maður og
Magnús Kjaran. Hann þekk-
ir innihald bóka sinna. Það
á því miður við um alltof fáa,
og slíkt væri alveg óhugs-
andi annars staðar en á ís-
landi.
Að undangengnu verzlunar
námi gerist Magnús árið 1918
meðeigandi verzlunarinnar
Liverpool í Reykjavík, en
einkaeigandi hennar árin
1925—30. Árið 1930 stofnaði
hann hina landskimnu heild
vérzlun sína, og á hún um
þessar mundir 30 ára starfs-
afmæli. Einkum er Magnús
Kjaran mikill ávaxtainnflytj
andt. En honum nægði ekki
að flytja inn það, sem í ask-
ana er látið. Hann vildi líka
hasla sér völl á sviði menn-
ingarmála, og því var það
lýðveldishátíðarárið 1944 að
mig minnir, sem hann stofn
aði Bókfellsútgáfuna, sem er
með stærstu bókaútgáfufyrir
tækjum hérlendis og hefur
gefið út mikið af góðum bók
um, um sögu, ættvísi og fl.
þjóðlegan fróðleik.
Þetta átti að vera stutt af-
mælisgrein, og verð ég því að
slá botninn í hana, ég skrifa
hana sem fyrr undan prent-
aranum, margt er þó ósagt,
sem bíður síns tíma. Þess skal
þó getið, að árið 1930 var
Magnús Kjaran framkvæmda
stjóri Alþingishátíðarinnar
og gegndi því starfi af mik-
illi prýði.
Kvæntur er Magnús Kjar-
an Sofíu dóttur Franz sýslu
manns Siemsen, og eiga þau
nokkur mannvænleg börn. —
Þau hjón eru nú stödd i Kaup
mannahöfn.
Það er mikil gæfa fyrir
hvert þjóðfélag að eiga slíka
menn sem Magnús Kjaran.
Hann hefur hafizt af sjálf-
um sér, traustur afkomandi
fornrar bændamenningar,
sem nú er liðin undir lok. —
Drakk ungur í sig safann úr
íslenzku þjóðlífi, jafnt bók-
lega sam verkelga. Gamall
ungmennafélagi. í einu orði
sagt: hugsjónamaður. Megi
hann lengi lifa!
Reykjavík, 19. apríl 1960.
Stefán Rafn.
(Grein þessi hefur beðið
hjá blaðinu vegna
þrengsla, í þrjá daga).
Athygli símnotenda skal vakin á því að þegar
símnotandi hringir í símanúmer og leggur heyrn-
artólið á áður en símtali er lokið rofnar sam-
bandið samstundis.
Munið að leggja ekki heyrnartólið á fyrr en sím-
tali er lokið.
Bæjarsfmastjórinn
Leiguskip óskast
Vita- og hafnarmálaskrifstofan óskar eftir að taka
skip á leigu næstu mánuði til að annast vöru-
flutninga vegna vitanna og til annarrar þjónustu
fyrir vita- og hafnamálin.
Tilboð óskast sent vita- og hafnamálaskrifstof-
unni fyrir næstu mánaðamót. þar sem tilgreint er
nafn skipsins, stærð þess og annað, sem máli
skiptir.
Vita- og hafríamálastjóri
HAGSÝN HÚSMÓÐIR
pnarar heimili sínu mikil útgjöld með því að sauma fatn-
aðinn á fjölskylduna eftir Butterick sniðum.
BUTTERICK-SNIÐIN
flytja mánaðarlegar tízkunýj-
ungar.
BUTTERICi? 5Mil»IN
err og mjög auðveld í
notkun.
ei aiað á karla,
konur og oorn.
Nokkra góða verkamenn vantar á Reykjavíkur-
flugvöll. Trygg atvinna til hausts. Enn fremur
vantar nokkra bifvélavirkja á vélaverkstæði flug-
vallarins. — Upplýsingar í slma 1-7430.
Flugvallarstjóri
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfali
og jarðarför móður okkar
Ólafíu Einarsdóttur
frá Tannstaðabakka.
Elín Brynjólfsdóttir, Hanna Brynjólfsdóttir,
Einar Brynjólfsson, Ragnar Brynjólfsson,
Bragi Brynjóifsson.
Sölti'-t^íSír:
S.I.S.
Austurstræti
og kaupfélögin um land allt.
Atvinna
að pii úr 600 gerð-
um aí Buttenck-sniðum hverju