Tíminn - 23.04.1960, Síða 7
TÍMINN, laugardaginn 23. apríl 1960.
7
7----
ua&nat
Algert öfugmæli að Framsóknar-
menn hafi búið illa að einkarekstri
Kaflar úr ræðu Jóns Skaftasonar við umr.
um söluskattinn í n.d.
Þegar söluskattsfrv. var til
meðferðar í neðri deild, hélt
Einar Sigurðsson því fram. að
Framsóknarmenn hefðu jafn-
an verið sérstakir meinsmenn
alls einkareksturs í landinu.
Jón Skaftason svaraði þessu
mjög rækilega og fer sá kafli
úr ræðu hans hér á eftir:
Hv. 3. þm. Austurlands
kvartaði mjög undan því, að
illa hefði verið búið að einka-
rekstrinum í landinu á undan-
förnum árum og talað um að
Framsóknarmenn hefðu sér-
staklega verið andvígir allri
uppbyggingu í einkarekstri og
stimplaði þá m. a. Eystein
Jónsson sem sérstakan .skatt-
píningarstjóra..
Hlutur Sjálfstæðisflokksins
Ég vil ekki láta hjá líða að
ræða þetta atriði. Það hefur í
gegnum markvissan áróður
árum saman verið reynt að
troða því inn í þjóðina, að
Framsóknarfl. væri einhver
sérstakur flokkur óhóflegrar
skattaálagningar, og kann-
ske eru einhverjir sem hafa
trúað þessu. Ég hélt nú satt
að segja að það þyrfti að gera
annað og meir en að skrifa
um þetta í áróðursstíl eða
hrópa það upp á mannamót-
um. Ég hélt að þessi háttv.
þingmaður þekkti betur til
raunveruleikans en svo að
hann tæki undir svona ómelt-
an áróður án þess að gagnrýna
hann dálítið með sjálfum sér
og segja þá kannske ekki al-
veg allt, sem hann sagði í jóm-
frúræðu sinní hér um daginn.
Sannleikurinn er sá, að
ýmsir af þeim sköttum til rík-
isins, sem lagðir hafa verið á,
svo sem bæði tekjuskattsvið-
aukinn og stríðsgróðaskattur-
inn eru ekki settir á af Fram-
sóknarmönnum eða þegar Ey-
steinn Jónsson hefur veriði
fjármálaráðherra. Báðir þess- í
ir skattar eru álagðir meðan
Sjálfst.fl. fór með fjármála-
stjórn og það er fyrst eftir að
Framsóknarfl. tekur við stjórn
fjármálanna, að þessir skattar
eru afnumdir. Tekjuskatts-
viðaukinn er afnuminn á ár-
inu 1956 og stríðsgróðaskatt-
urinn 1957. Það verkar því sem
hreinasta öfugmæli þegar
háttv. þingm. kemur hér upp
og býsnast yfir því að sá ráðh.
eða sá þingfl, sem hefur á
undanförnum árum veriö að
leggja niður ríkisskatta sem
hans eigin flokkur hefur ver-
ið að koma á, aö hann skuli
tala um þann flokk, sem sér-
stakan skattpíningarflokk.
Lifandi dæmi
Þá tel ég að það hljóti að
vera dálítil holtónn í því þeg-
ar háttv. þingm., sem ég met
mikils og lít upp til fyrir dugn-
aðarsakir og framsýni, er að
tala um að stjórnarvöldin hér
á íslandi á undanförnum ár-
um hafi búið illa að einka-
rekstrinum. Ég hygg að þetta
sé eitt það stærsta öfugmæli,
sem hægt er að segja og dæmi
er nú til, sem sýnir, að ríkis-
valdið hefur ekki búið ver en
það að einkarekstrinum, að
einmitt háttv. þingm. hefur
tekizt undir því skipulagi sem
hann hefur átt við að búa og
þrátt fyrir þær ríkisstjórnir,
sem hér hafa setið á undan-
förnum árum, að verða ríkasti
maður á landinu. Hann einn
á, samkvæmt þeim reglum er
giltu um skattmat eigna í
sambandi við stóreignaskatt-
inn eignir, sem nema að ég
held á milli þriðjungs og
helmings af eignum Samb. ísl
samvinnufél. en í því munu
vera á milli 30 og 40 þús.
manna. Það er svo sem eðli-
legt að menn, sem ekki hefur
verið verr búið að en þetta
af hálfu ríkisvaldsins, þykist
þess umkomnir að koma hér
upp og tala um það í einhverj -
um sérstökum vandlætingar-
tón, að ríkisvaldið hafi búið
illa að einkarekstrinum í
landinu og að Framsóknarf]
hafi tekið sig sérstaklega fram
um það, að drepa þann rekst-
ur niður.
Afurðalánín
Ég vil benda á, að það var
fyrir forgöngu ríkisvaldsins
að afurðalánin, sem nú hafa
numið, að mig minnir að hv.
þm. segði um % frekar en %
af verðmæti þeirra afurða,
sem lánað er út á, eru komin
til. Ég vil benda á, að í gegn-
um þá ríkisábyrgðarpólitík,
sem hefur gilt — þó að hún
sé verulega gölluð að mínu á-
liti — hefur einkarekstrinum
tekizt að byggja upp stórvirk
atvinnutæki um allt land.. Ég
vil benda á, að ríkisvaldið hef-
ur hvað eftir annað hlaupið
undir bagga, fyrst með ábyrgð
um á fiskverðinu þegar út-
flutningurinn gat ekki starf-
að við þau skilyrði, sem heims-
markaðsverðið skapaði hon-
um og síðan með ýmsum ráð-
stöfunum í efnahagsmálum,
bátagjaldeyri, gengisfellingu
og þar fram eftir götunum.
Þetta hefur ekki sízt verið
gert til þess að hjálpa einka-
rekstrinum.
Einkareksturinn, eins og
annar rekstur í landinu, hef-
ur búið við veruleg skattfríð-
indi í sambandi við rúmar
fyrningarafskriftir, sem ríkis-
stjórnirnar hafa beitt sér fyr-
ir. Eigendur togara og skipa
og fiskiðjuvera, hafa fengið
að afskrifa tæki sín um 20%
á ári. Þegar svo þessi ágæti
maður kemuý hér og er að
hamast út af því, að sérstak-
lega sé illa búið að einka-
rekstrinum í landinu, þá held
ég að hann meini það nú tæp-
lega. Þetta eru kosningaslag-
orð, sem sumir menn hafa og
þykir hagkvæmt að nota á
stórum kjósendafundum, en
ég held að hv. alþm. þekki of
vel til þessara hluta til þess
að svona slagórð geti verkað
mikið á þá.
Veltuútsvör
Að síðustu vil ég út af um-
mælum hv. þm. benda á að
ég hygg að einkareksturinn í
landinu hafi ekki búið við
þyngri drápsklyfjar í formi
skatta en hin svokölluðu
veltuútsvör eru og ég held, að
þrátt fyrir góðan vilja hjá hv.
þm. til þess að kenna Fram-
sóknarfl. um alla beina skatta
og jafnvel óbeina líka, þá
ætla ég a. m. k. að hann reyni
ekki að telja, að Framsóknar-
menn hafi yfirleitt staðið að
þeirri veltuútsvarsálagningu,
sem átt hefur sér stað í hinum
stærri bæjarfélögum í land-
inu og hefur satt að segja oft
verið mjög mikil. Ég held að
hann geti við aðra fremur
sakast um það en Framsókn-
arflokkinn og Framsóknar-
menn.
Skéli fyrir fiskimatsmenn
Þingályktunartill, Ingvars Gíslasonar
og Jóns Skaftasonar
INGVAR GISLASON
i
j Tveir bingmenn Framsókn-
j arflokksins, þeir Ingvar Gísla-
Ison og Jón Skaftason, flytja
i till. til þingsályktunar um
i skóla fvrir fiskimatsmenn,
verkstjóra í fiskiðnaði og aðra
leiðbeinendur um fiskverkun.
jFr till. svonljóðandi:
Alþingi áiyktar að skora á
; r íkisstjórnina að beita sér hið
i fyrsta fyrir setningu löggjafar
I um sérstakan skóla fyrir fiski-
matsmenn, verkstjóra í fisk-
iðnaði og aðra leiðbeinendur
um fiskverkun.
I greinargerð seglr:
Fiskiðnaður íslendinga fer
vaxandi með ári hverju, og út-
fluttar sjávarafurðir eru lang-
veigamesta gjaldeyrislind þjóð
arinnar. Er taliö, að 97% af
útflutningnum séu fiskafurð-
ir af ýmsu tagi og í ýmsu
formi Æ meira er nú að því
stéfnt að fullvinna fiskinn
innanlands í nýtízku fiskiðju-
verum og er vart að efa, að sú
þróun mun halda áfram að
beinast í þá átt, að úr fiski og
öðrum sjávarafurðum verði
unnar fjölbreytilegri neyzlu-
vörur en nú er. Má fullyrða,
'<ð fiskiðnaður er hér á landi
sú atvinnugrein, sem nærtæk-
ast er að efla og mun að öðru
iöfnu líklegust til þess að
standast samkeppni við sam-
kvnja erlendan iðnað.
Það mun viðurkennt, að ís-
’enzkur fiskur sé e. t. v. betri
vara. en sá fiskur, sem veiddur
er á miðum annarra þjóða.
Hins vegar er minna um það
talað að íslenzkur fiskiðn-
varningur sé í nokkru betri en
annarra þjóða, og kemur þar
vafalaust til, að mjög brestur
á, að ævinlega sé vandað til
framleiðslunnar eins og unnt
væri, ef allra nauðsynlegra
skilyrða væri gætt. Er þar
fyrst að telja, að í mörgum til-
fellum skortir á um útbúnúað
vinnslustöðvanna sjálfra, og í
öðru lagi hefur það orð legið á,
að ekki væri gætt þeirrar nær-
færni í meðferð fisksins, sem
nauðsynleg er til þess, að hann
reynist hæfur sem fyrsta
flokks hráefni til vinnslu.
Hefur þetta mál verið
mjög til umræðu í blööum og
manna á meðal í vetur, enda
nær einstakir atburðir, sem
gerzt hafa í sumum verstöðv-
um, þar sem heilir bátsfarmar
fisks hafa reynzt óhæfir til
vinnslu sakir óvarlegrar með-
ferðar. Er þess að vænta að
slíkir atburðir endurtaki sig
ekki.
Ef íslendingar ætla að
verða fyrirmyndar fiskiðnað-
arþjóð, verður það ekki betur
þjóðfélagsins fyrir sérfræði-
gert en með því að sérmennta
fólk í þessari iðngrein. Undir-
staða allrar iðnþróunar eru
vel menntir starfsmenn og
sérfræðingar í hverri grein,
er að iðnaðinum lýtur. Þörf
lega þekkingu eykst og stöðugt
JÓN SKAFTASON
á öllum sviðum og þá ekki síð-
ur í fiskiðnaði en öðru.
Allvel er séð fyrir undirbún-
ingsmenntun í hinum al-
mennu iðngreinum með verk-
legri kennslu og skólagöngu í
samtals allt að því fjögur ár.
Einnig er vel að landbúnaði
búið með starfrækslu búnað-
arskólanna, sem veita bænda-
efnum og búnaðarráðunaut-
um haldgóða þekkingu, sem að
gagni má verða í -störfum
þeirra. Er kunnara en frá
þurfi að segja, hve geysileg
áhrif búnaðarskólarnir hafa
haft á íslenzkan landbúnað,
bæði til aukinnar framleiðslu,
hagkvæmari vinnuaðferða og
aukinnar vöruvöndunar.
Það hlýtur því að vekja
furðu, að ekki skuli vera til í
landinu skóli, sem sambæri-
legur sé búnaðarskólunum, er
hafi það hlutverk að sér-
mennta þá, sem til forustu
veljast á sviði fiskiðnaðar. Má
það vart vansalaust heita, að
(Frainhald á 15. síðu).