Tíminn - 23.04.1960, Page 13

Tíminn - 23.04.1960, Page 13
j**fl im . 13 Þátitakendurnir leggja af sfað í Víðavangshlaupið. Ljósm.: G. E. Kristleifur sigraöi með miklum yfirburðum í Víðavangshlaupi Í.R. Var um 350 m á undan næsta manni í mark. Skarphéðmn sigraði í þriggja manna sveit- um »g nemendur Samvinnuskólains í fimm manna sveitum Sjaldan eða aldrei hefur sig- urvegari haft eins mikla yfir- burði í Viðavangshlaupi ÍR og Kristleifur Guðbjörnsson, KR, nú á sumardaginn fyrsta. Hann tók forustuna í hlaup- inu þegar í byrjun — og jók bilið stöðugt allt hlaupið, sem var rúmir 3.2 km. Hann kom í mark um 350 m, á undan næsta manni. Héraðssamband- ið Skarphéðinn sigraði í þriggja manna sveitum, en Samvinnuskólinn í fimm manna sveitum. — Það var erfitt að hlaupa í dag, sagði Kristleifur eftir hlaup ið. Kulclinn dró mjög úr árangri,1 og vindurinn var á móti mest alla leiðina. Hins vegar var svæð ið, sein hlaupið var um, ekki erf- itt og skurðurinn og girðingin töfðu keppendur lítið. Ég er nú í mjög góðri æfingu — hef aldrei æft eins vel og í vetur, og von 1 Sigurvegararnir í þriggja manna sveitakeppni, sveit Héraðssambandsins Skarphéðins Fremstur er Guðjón Gestsson, þá Hafsteinn Sveinsson og Jón Guðlaugsson. — Ljósm.: Guðjón Einarsson. ast til að ná góðum árangri í sumar, þegar á hlaupabrautirnar kemur, sagði þessi 21 árs yfir- burðasigurvegari að lokum. Tryggði Skarphéðni sigur Tveir næstu menn á eftir Krist- leifi í hlaupinu voru Hafsteinn Sveinsson og Jón Guðlaugsson frá Héraðssambandi Skarphéðins, en í fjórða sæti Már Hallgrímsson úr Samvinnuskólanum. Fimmti var KR-ingurinn Reynir Þorsteinsson — en nokkru á eftir honum börð- ust Agnar Leví, KR og Guðjón Gestsson, Skarphéðni. Agnar var á undan, þegar kom ið var í Hljómskálagarðinn, en um 30 m. frá marki komst Guð- jón upp að hlið hans og hófst nú æðisgengin barátta milli þeirra. Guðjóni tókst að verða aðeins á undan í mark og tryggði Skarphéðn'i því sigur í þriggja manna sveitakeppninni með 11 stigum gegn 13 stigum KR. Hefði Agnar orðið á untlan — sem lengi vel leit út fyrir — hefðu sveitirnar orðið jafnar með 12 stig hvor. AÁikill áhugi Hörður Haraldsson kom með nemendum Samvinnuskólans — en hann æfði þá fyrir hiaupið. Samvinnuskólinn átti flesta þátt- takendur, sex að tölu, og var eina sveitin, sem hafði fimm manna .sveit á að s-kipa. — Ahugi fyrir íþróttum er mjög mikill hjá Samvinnuskólariemend- um, sagði Hörður eftir hlaupið. Margir leggja stund á frjálsar íþróttir — en knattspyrnan er þó sú fþróttagreinin, sem mestan á hug skólanemenda. Og þeir, sem 'heima sátu að Bif- röst, höfðu mikinn áhuga fyrir árangri sinna manna, því skömmu eftir að hlaupinu var lokið, var hringt frá Bifröst til að spyrjast fyrir um árangurinn. Fjórtán þátttakendur voru skráðir í hlaupið, en einn mætti ekki til leiks. Röð keppenda var þessi: 1. Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 10:28.9 2. Hafsteinn Sveinsson, HSK, 11:15.4 3. Jón Guðlaugsson, HSK, 11:17.6 ^ 4. Már Hallgrímsson, Sarnsk. 11:25.0 5. Reynir Þorsteinsson, KR, 11:28.0 Jónas Kristjánsson (FramhaC. af 8. síðu) byrgja biurminn áður en bamið dytti ofan i hann. Starfsemi Náttúrulækningafé- lagsins er nú vel þekkt með þjóð- inni. Menn verzla í búð þess í Rvík, dvelja á heilsuhæli þess í Hveragerði og lesa rit þess, sem gefin hafa verið út, næstum frá fyrstu starfsdögum þess. Þó er það niála sannast, að ekkert af þessu! þekkir þjóðin nógu vel, og mun einkum bókaútgáfan hafa farið j fvrir neðan garð í vitund þjóðar- innar. En þar liggur geysimikið j starf efiitr Jónas. Ellefu bækur! hefur félagið gefið út, og Jónas annast útgáfuna og ritað formála, og sumar bækurnar eru samdar af honum sjálfum, ritgerðasafn. Árið 1946 hóf félagið útgáfu tímarits og var Jónas ritstjóri þess fram á þetta ár, og hefur skrifað í það fiölda greina, og mun á engan hall- að þótt sagt sé, að Jórias hafi rit- að allra lækna mest um heilbrigð- ismál um sina daga. Og bað er trú, sem vel getur orðið að vissu, að er stundir líða þyki það merkilegast, sem hann sagði. f þessi rúm 20 ár sem Jónasi entist líf og heilsa til að vinna að því að lifað sé eftir lögmálum náttúrunnar, hefur honum orðið svo vel ágengt, að furðu má valda, og einkum þegar þess er gætt að starfstími hans er milli 70 og 90 ára aldurs, og hafa engin dæmi örnur slík gerzt í fslands sögu. Jónas var lágur meðalmaður að vexti, en þrekinn, snar og harð- ur, sterkur og fylginn sér, þolinn og skapheill og var ógjarnt að láta undan síga. Hann var yfirbragðs- rnikill og harðlegur og bótti sum- um kalt í tali hans, einkum er hann fór að brýna hnífana, því vorkunnsem.i virtist honum ekki læknisráð. Hins vegar var hann I mikill tilfinningamaður, trölltrygg- ur og vinfastur og vildi hvers r;anns vandræði leysa. Stórhöfð- inglega veitull og gjöfull þegar svo bar undir og hin mesta hella á að byggja til allra úrskurða. Hins vegar breyttist hann nokkuð í skapferli á langri ævi. Hugsjónin um heilbrigt mannlíf tók hann innfjálgum tökum með háu sið- ferðilegu mati á athöfnum manna, j og lífinu yfirleitt. Honum varð I þetta að djöpum rökum, sem gáfu I honum innsýn í orsakakeðjur j mannlegra örlaga. Hann leitaði i heildar og samræmis og af þeim rökum leiddi hann svo mjög huga að ræktunarmálum, þar .sem hann þóttist sjá undirstöðu allrar gæfu og héilþrigði hins gæfusama mann kyns, ef það hugtak mætti verða að veruleika. Hann harmaði sáran á hvaða stigi ræktunin og síðan fóðuröflunin og afurðirnar voru í landinu, og hann vissi að það var við gamlan draug að glíma. Bændurnir voru settir hjá á öll- um sviðum í iandinu og gátu ekki sinnt hlutverki sínu fullkomlega. Kröfur neytendanna voru þeinharð ar: Komið þið með þetta, sem þið fáið fyrir ekki neitt upp úr jörð- inni! Hefði hann lifað enn í 20 ár, hefði hann gerzt postuli hinn- ar fullkomnu ræktunar, kúltúr- ræktunar, og þá hefði, eins og fyrri daginn, orðið merkilegast, sem hann hefði að segja. Þannig lauk hann lífi sínu, hinn mikli afreksmaður, ljúfi spekingur, hug sjónamaður og mannvinur, og var hann þó kominn langt frá harða bóndanum, sem ekki var djúpt á fyrrum í eðli hans. Hann var 12 ára þegar það gerðist, er nú skal segja frá með hans eigin orðum: 6. Guðjón Gestsson, HSK, 11:32.0 7. Agnar . Leví, KR, 11:32.2 8. Halldór Jóhannsson, Samsk. 9. Birgir Marínósson, Samsk. (Framhald á 15. síðu). „Ég var sendur upp að Skeggstöð- um í Svartárdal eftir meðölum. Skildi hestinn eftir á Löngumýri og var ferjaður yfir Blöndu og hljóp svo upp í dalinn. Þegar ég kom aftur að ánni, var eitthvert fólk þar fyrir á ferjustaðnum — mjög fínn maður á flaksandi kápu og sópaði að honum, ung stúlka og fylgdarmaður þeirra. Var þetta Benedikt Sveinsson sýslumaður og dóttir hans á suðurleið. „Hvern andskotann ertu að garga strákur“, sagði Benedikt og byrsti sig. „Nú ég er að kalla á ferjuna", sagði ég og setti hendurnar aftur fyrir munninn. „Ég er búinn að því“, sagði hann, „og svo held ég að hvolpur eins og þú ættir nú rétt að geta synt hérna yfir“. „Syntu sjálfur“, sagði ég og var hinn hort ugasti. En dóttir hans, ung og vei klædd, kom nú og skarst í leik- inn og spurði: .„Af hverju ertu svona vondur við drenginn, pabbi“? „Nú, það er strákurinn, sem er vondur við mig“, sagði Benedikt og brosti. En þessi ynd islega stúlka tók upp hjá sér súkku laði og gaf mér og allt féll í Ijúfa löð“. Sennilega hefur Benedikt grunað að það væri mannsefni í þessum dreng, undir eins og hann sá hann. Þó var það svo, ef eftir var leit- að, að Jónas taldi ekki þörf á því, að hringja út víkingaöldina, né syngja svanasönginn yfir Norður- landakarlmennskunni, þótt til víð ari útsýnis bæri um eðli Ufs í mörgum samböndum og forlög mannkynsins ættu sína tryggingu í vísindunum. Það var græna blað ið, sem Jónas vissi að átti frum- heimildina á lífinil á þurrlendi jarðar, og leyndardómur þess, jafnt og opinberun, varð Jónasi frjó og mikil heimspeki og síðan lífsnautn. Eftir háttum Jónasar og fram- göngu mátti ætla, að hann væri fílhraustur maður á hvaða skeiði ævinnar sem var. En svo var ekki. Er hann var í þriðja bekk skólans lá hann milli heims og helju í taugaveiki margar vikur og líf hans hékk á bláþræði. Hann kvaðst aldrei hafa náð sér til fullnustu og kom í ijós, er hann fór að gegna erfiðu læknisdæmi, að langferða- lög á hestum — með hraði — þoldi hann illa. Kenndi þá verkj- ar í maga og varð honum erfitt um ferðalögin af þeim sökum, þótt eigi léti hann á sig ganga, og um lifnaðarhætti varð hann að fylgja viðtektinni og vananum og gladd- ist við skál og fékk sér tóbakstölu. Á sextugsaldrinum breytti hann lifnaðarháttum sínum, smakkaði aldrei áfengi og hafnaði öllu tóbaki. Jónas fékk snemma vond- an grun um þennan sjúkdóm ,sinn, en honum tókst að halda honum í skefjum langa ævi, og gerði ráð fyrir því að hann væri búinn að yfirvinna hann. Og það var ekki fyrr en kraftar hans voru þrotn- ir að öðru leyti í háum aldurdómi eftir látlaust strit, að þessi sjúk- dómur, krabbameinið, fékk yfir- höndina og varð hans banamein. Það er víst, að ævi Jónasar hefði orðið styttri án þeirra lifnaðar- hátta, seim hann rækti í samræmi við náttúrulækningarnar. Merki Jónasar mun ekki falla, enda styðja nú öll ný vísindi kenningar náttúrulækningamanna. Hins veg- ar er starfið þrotlaust, stríðið marg þætt. En í lok þessarar aldar, kannske fyrr, verður næringar- fræðin og næringarefnafræðin, ein merkasta niðurstaða vísind- anna og búið að skýra inargan hlut^ í galdri lífsins í leiðinni. Hlut ur íslendinga á þessu sviði þarf ekki að liggja eftir, slíkan grund- völl sem Jónas lagði að þeirra þátttöku. Kona Jónasar, Hansína Bene- diktsdóttir, andaðist 1947. Þau eignuðust 5 börn og eru 3 dætur á lífi. Þau ólu einnig upp fóstur- börn. Benedikt Gíslason frá Hofteigi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.