Tíminn - 23.04.1960, Side 5
TfMlNN, langardaijjnn 23. aprfl 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Verstu höftin
Innflutnings- og gjaldeyrishöft eru ekki nýtt fyrirbrigði
á íslandi. Og þau hafa lengst af verið nokkurt deiluefni,
þó að allir flokkar hafi talið þau sjálísögð, er þeir voru í
ríkisstjórn. Nú þykist ríkisstjórnin hins vegar hafa
fundið ráð til þess að losna við þessi höft og auglýsir
með brauki og bramli, að nýr frelsistími sé að renna
upp á íslandi.
Nú dettur að sjálfsögðu engum í hug að viðhalda höft-
um haftanna vegna, þó að allir flokkar hafi fallizt á það 1
framkvæmd, að þau gætu verið ill nauðsyn. Að þessu
leyti er stefna stjórnarflokkanna óbreytt. Allt tal þeirra
um að frv. ríkisstj. leiði til afnáms hafta er maklaust
blekkingaþvaður. Að vísu á að breyta um fyrirkomulag
þeirra og form að veruiegu leyti. Fjörutíu % innflutn-
ingsins verður þó háður leyfum á sama hátt og verið
hefur. En 60 hundraðshlutar verða frjálsir, segja stjórn-
arflokkarnir.
Þetta er alrangt. Hinir 60 hundraðshlutar verða ein-
mitt reyrðir verri og hatramlegri höftum en áður hefur
verið beitt á íslandi. Hugmyndakerfi stjórnarflokkanna
um hina „frjálsu“ verzlun byggist á peningaskorti al-
mennings. Allar ráðstafanir stjórnarinnar í efnahagsmál-
um miða að því að kaupgeta almennings minnki og að at-
vinna dragist saman. Hækkun vaxta, samdráttur útlána
og annað í þeim dúr, er beinlínis til þess gert að minnka
innflutning og vöruÝrval, takmaíka framkvæmdir,
þrengja atvinnumöguleika. Stefnan er sú, að skerða svo
kaupgetu alls almennings í landinu að venjulegt fólk eigi
a. m. k. fullt í fangi með að veita sér brýnustu nauð-
þurftir. Svo er þetta kallað að gefa innflutning frjálsan.
Innflutningshöft eins og þau, sem gilt þafa hjá okkur
undanfarið eru auðvitað ekki æskileg þótt þau séu nauð-
sýnleg eins og málum er og hefur verið háttað En hvað
skyldu þeir íslendingarnir vera margir, sem vilja skipta
á þeim og höftum neyðarinnar, sem ríkisstj. íhaldsins og
„Alþfl.“ ætlar nú að setja í hásæti?
Afstaða íhaldsforingjanna er e. t. v. skiljanleg Pen-
ingamenn í landinu geta haldið áfram að veita sér það
sem þeir girnast og að sumu leyti í auknum mæli. Eftir-
gjöf sú hin myndarlega sem þeim er veitt í skatta- og út-
svarsgreiðslum, ,,gildran“ sæla, sér m. a. fyrir því. En
fyrir allan þorra manna, efnaminna fólkið sem Alþfl.
taldi einu sinni sitt fólk, er „frelsið'1 í því fólgið, að fá
að takast á við fátæktina.
Allt ber að einum brunni
Stjórnarflokkarnir slá mjög á þá strengi, að innflutn-
ings- og gjaldeyrismálafrv. þeirra muni leiða það af sér,
að upp renni einhver sérstakur blómatími fyrir verzlun-
ina, því nú geti menn flutt inn vörur að lyst. Allt er þetta
þó moðreykur, sem hver maður sér í gegnum. Græðir
verzlunin á hinni stórfelldu vaxtahækkun? Hagnazt hún
á minnkandi kaupgetu og eymdarkjörum almennings?
Skyldu ekki verzlanir flytja inn vörur í því skyni að þær
verði keyotar? Hvaða gagn er að því fyrir verzlunina þó
að henni sé heitið því að fá að flytia inn vörur að vild,
sem hún verður svo að liggja með í búðunum af því að
kaupgetu skortir hjá öllum þorra marma? Auðvitað liggur
i augum uppi að ráðstafanir ríkisstj. þrengja að hagsmun-
um verzlunarstéttarinnar eins og flestra annarra enda
beinlínis ætlast til þess að innflutmngur minnki. Það er
skrítin framkvæmd á auknu verzlunarfrelsi.
ERLENT YFIRUT
Hallstein og tillögur hans
Líklegt þykir, aíi tillögurnar séu runnar undan rifjum Adenauers
AÐ UNDANFORNU hefur
verið mjög rætt um hinar svo
n_fndu HaHsteinstillögur eða
Hallsteinsáætlun í sambandi
við átök þau, sem standa nú
á .nilli sexveldatollabandalags-
ins og sjöveldatollabandalags-
ins í Vestur-Evrópu. Meðal sjö-
veldabandalugsins mælast Hall-
steinstillögurnar mjög illa fyr-
ir, en meginatriði þeirra er
það, að því verði hraðað mun
meira en áður var ætlað.að láta
samninga sexveldábandalagsins
koma til framkvæmda, en það
myndi m. a. þýða, að þau hækk
uðu san.eiginlega tolla á vör-
um frá löndum utan bandalags
ins. Mörg ríkin í sjöveldabanda
laginu, einkum Bretland, ótt-
ast að þetta geti dregið úr
útflutningi þeirra til sexvelda-
svæðisins. Bretar berjast því
gegn Hallsteinstiilögunum af
miklum krafti og mun ' Mac-
millan ekki sízt hafa farið til
fundar við Eisenhower á dög-
unum til þess að ræða við hann
um þetta mál.
WALTER HALLSTEIN, sem
áðurgreindar tillögur eru nefnd
ar eftir, er nú forseti efnahags-
bandalags sexveldanna og sem
slíkur mestur áhrifamaður
þess. Þó er það ekki hann, sem
er raunverulega talinn hafa
mótað þessar tillögur, heldur
sá maður, sem hefur hafið hann
til valda og stendur á bak við
hann, en það er Konrad Aden-
auer, kanzlari Vestur-Þýzka-
lands.
HaHsteinn er 59 ára gamall,
sonur embættismanns, og varð
strax í barnaskóla orðlagður
fyrir námsgáfur og þó alveg
sérstaklega fyrir námsiðni.
Hann stundaði laganám að
loknu stúdentsprófi og tók jafn
an hæstu einkanir við ÖH próf,
•sem hann gekk undir. Hann
var skipaður lagaprófessor í
Rostock, þegar hann var 28
ára gamall, en var áður búinn
að gegna dósentsstarfi um
tveggja ára skeið. Árið 1941
var hann prófessor við háskól-
ann í Frankfurt am Main, en
var kvaddur í herinn næsta ár.
Árið 1944 var herdeHd sú, sem
hann var foringi fyrir, tekin
til fanga af Bandaríkjamönnum
og var hann skömmu síðar
fluttur til Bandaríkjanna. Þar
dvaldi hann í fangabúðum fyr-
ir Þjóðverja og skipulagði þar
lagaikennslu fyrir fanga, sem
höfðu verið við laganám. Árið
1946 fékk hann að halda heim-
leiðis og varð þá prófessor í
Tollvarnir — skopmynd úr Frankfurter Rundschau.
alþjóðarétti við Goetheháskól-
ann í Frankfurt am Main.
Skömmu síðar var hann kjör-
inn rektor þess háskóla og var
hann endurkjörinn tvívegis í
það embætti.
Árið 1949 fór Hallstein aft-
ur vestur um haf og flutti fyr-
irlestra við marga ameríska
háskóla. Hlaut hann ýmsar
nafnbætur við þá að launum.
ÞEGAR HALLSTEIN kom
heim úr síðari vesturför sinni,
hafði Adenauer fengið fréttir
af honum og réði hann í þjón-
ustu sína. Adenauer fól honum
fyrst formennsku í þýzkri
sendinefnd, er fór til Parísar
til þess að ræða þar urn Schu-
mantillögurnar svonefndu, en
þær fjölluðu um aukna efna-
hagssamvinnu meginlandsþjóð-
anna í Vestur-Evrópu. Aden-
auer taldi Hallstein leysa þetta
starf sitt svo vel af hendi, að
hann gerði hann eftir heim-
komuna frá París að sérstökum
skrifstofustjóra sínum í for-
sætisráðuneytinu og fól honum
skömmu síðar að annast þá
deild þess, er fjallaði um utan-
ríkismál. Það var því talið lík-
legt, er Vestur-Þýzkaland tók
að nýju upp embætti utanríkis
ráðherra, að Hallstein yrði fal
ið það starf. Svo varð þó ekki
og mun einkum tvennt hafa
valdið. Annað var það, að Hall-
stein er ekki í neinum flokki.
Hitt var það, að Adenauer kaus
að hafa hann áfram sem sér-
stakan ráðunaut sinn. Hallstein
gegndi skrifstofustjórastarfi
hjá Adenauer þangað til í
janúarbyrjun 1958, er hann
varð forseti efnahagsbandalags
sexveldanna. Því starfi hefur
hann gegnt síðan.
HALLSTEIN nýtur almennr-
ar viðurkenningar sem lærður
og skarpskyggn lögfræðingur
og mikiU vinnuhestur. Hann er
þurr og fræðilegur í málflutn-
ingi sínum, og þess gætir ekki
hjá honum, hvort honum líkar
eitthvað betur eða verr. Einn
samstarfsmanna hans hefur
sagt um hann, að framkoma
hans minnti helzt á vatn, því að
hún væri bæði litlaus og bragð
laus. Ef til vill á þessi fram-
koma hans þó vel við Aden-
auer, því að hann er ráðríkur.
Það hefur Adenauer lika reynt,
að þessi framganga Hallsteins
hefur gagnað honum furðu vel
til að koma fram málum. Hall-
stein er ógiftur og mótmælandi.
Hann hefur aldrei viljað ganga
í neinn pólitískan flokk.
Vegna hins nána samstarfs
þeirra Hallsteins og Adenauers
hefur jafnan verið litið á Hall-
stein sem málpípu og verkfæri
Adenauers. Hinar umdeildu
tillögur hans, sem áður er vik-
ið að og kenndar eru við hann,
eru líka taldar runnár undan
rifjum Adenauers. Adenauer
hefur aldrei farið dult með, að
hann teldi það mikilvægt hlut-
verk sitt að koma á nánu efna-
hagslegu og pólitísku samstarfi
meginlandsþjóðanna í Vestur-
Evrópu. Skiljanlegt er, að hann
vill hraða þessu starfi sem
mest, þar sem aldurinn færist
yfir hann og óvíst hvað tekur
við, þegar ekki nýtur lengur
hans og de Gaulle. Þ.Þ.
I
Ungir tónlistarmenn, hljóð-
færaleikarar og tónskáld hafa
stofnaö meö sér félagsskap,
er þeir nefna: „Musica Nova“
(Ný tónlist).
Fyrstu hljómleikar Musica
Nova voru haldnir í Þjóðleik-
húskjallaranum 10. febr. s. 1.
og síðan aðrir í Framsóknar-
húsinu hinn 11. apríl, fyrir
troðfullu húsi og mjög góð-
um undirtektum áheyrend^.
Á efnisskrá seinni hljómleik
anna voru eingöngu verk eft
ir íslenzk tónskáld flutt af
noktorum okkar beztu hljóm-
listarmönnum.
Ekki er ætlun mín hér að
Musica Nova
segja neitt frekar frá tón-|
leikum þessum, en hins veg-
ar vil ég vekja athygli ís-j
| lenzkra tónskálda á því, að;
j þarna hefur opnast nýr
möguleiki til flutnings ýmis
konar stofutónlistar. Skal því
j fagnað. Nú geta íslenzk tón-
skáld sent verk sín ný for-
ráðamönnum Musica Nova í
hendur, til flutnings á hljóm
leikum félagsins. Ágætir
listamenn tryggja góðan
flutning.
íslenzkum tóriskáldum ber
að þakka þeim mönnum sem
standa að stofnun Musica
Nova. Þeir hafa þegar sýnt
með óeigingjörnu starfi hvað
hægt er að gera séé viljinn
fyrir hendi.
Myridarlega var af stað far
ið, og megi Musica Nova
dafna vel og lengi,
Rvík, 19. apríl 1960
SJcúli Halldörsson.