Tíminn - 08.05.1960, Qupperneq 13

Tíminn - 08.05.1960, Qupperneq 13
TÍMINN, sunnudaginn 8. maí 1960. 13 Ræða Daníels (Framhaid af 7. sí5u). í verzlunarhúsnæði skrifstofu húsnæði og taka það yfirleitt til hverra nota, sem þeim sýn ist. „í heilbrigða átt’’ Þetta verður þróunin í fjár festingarmálunum, ef áætlun hæstv. ríkisstjórnar kemst óhindruð í framkvæmd og heldur velli um sinn. Um þessa breytingu sagði hæstv. við- skiptamálaráðherra svo til orðrétt hér í umræðunum s. 1. mánudagskvöld: „Stefna rík- isstjórnarinnar hefur áhrif í heilbrigða átt. Fjárfestingin í landinu er miklu heilbrigðari eftir breytinguna". Mig undr- ar, að maður, sem talar fyrir flokk, sem kennir sig við al- þýðu þessa lands, skuli leyfa sér að viðhafa slík ummæli, kalla það stefnt í heilbrigða átt, að allur almenningur verð ur neyddur til að hætta við áform sín um byggingarfram kvæmdir en þeir einir, sem hafa komizt yfir peninga í gegnum ýmiss konar við- skipti, eru nánast löggiltir eigendur allra nýbygginga í þessu landi eins og nú horfir. Þeir eiga að byggja íbúðirnar og leigja síðan þeim fyrir ok- urleigu, sem nú verða að hætta við byggingar sínar, það húsnæði, sem ekki þarf fyrir skrifstofur og verzlanir. Einn- ig þetta er öfugt við þróun undanfarinna áratuga, sem st.Uðlaði,að því, að sem flest- ar fjölskyldur ættu sjálfar húsnæði fyrir sig. Þetta er einn árangurinn af „bættum lífskjörum almennings“. Vaxtaokrið Þó er versti þáttur þessa máls eftir, og hann er sá, að þeir, sem þegar eru búnir að byggja húsnæði, eða hafa verið að byggja á undanförn- um árum og skulda vitanlega allháar upphæðir, verða nú margir hverjir að borga 11% vexti af öllum sinum íbúðalán um. Mun þetta vera mjög al- gengt í flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins og ástæðan er ofur einföld. Hún er sú, að lán frá húsnæðis- málastjórninni hafa ekki náð eins langt eins og þurft hefði að vera og afgreiðsla þeirra hefur gengið líka nokkuð seint. Aftur á móti hafa all- stöndugir sparisjóöir gripið inn í þessa lánastarfsemi og lánað húsbyggjendum sams konar lán og þeir fengju hjá húsnæðismálastj órninni. Menn hafa þess vegna á und anförnum árum hugsað um það eitt, að fyrstu peningar væru beztir og tekið lánið í sparisjóðunum í góðri trú, að þau væru ekki dýrari heldur en lánin frá húsnæðismála- stofnun ríkisins og kæmu miklu fyrr. Þannig fengu marg ir menn lán allt upp í kr. 70 þús. eða kannske meira á und anförnum árum, víðs vegar í kaupstöðum landsins. En þeg- ar þeir nú, eftir aðgerðir hæst- virtrar ríkisstjórnar, fara að borga vexti af lánum sínum fyrir næsta ár, þá verður ekki krafið um 7%, eins og þeir' héldu, að þeir ættu að borga, heldur eru þeir krafðir um a. m. k. 11% af lánum sínum, og þetta er eðlilegur hlutur, vegna þess að allt fé spari- sjóðanna er innstæðufé sem sparisjóðirnir nú verða að greiða níu og 10% af, og þess vegna er þeim ógerlegt annað en innheimta 11% af þessum lánum, ef fjárhagur þeirra á að geta haldið velli. Þetta er mjög alvarlegt atriði og kannske það alvarlegasta, að þannig sé ráðizt aftan að þeim mönnum, sem þegar eru bún- ir að koma framkvæmdum sínum áfram. Það er vont að stöðva menn áður en byrjað er, en það er ennþá verra að þeir skuli fá slíkan rýting í bakið, þegar þeir eru fluttir inn í íbúðir sínar. Trúi hæstv. ríkisstjórn á það, að frv. þetta geti breytt einhverju frá því, sem verið hefur, er það ekki aukið frelsi heldur ófrelsi og skipulags- leysi. Bankalánin Þá er það með öllu rangt aö viðhalda 1% leyfisgjaldi, eft- ir að búið er að leggja inn- flutningsskrifstofuna niður. Bankarnir taka sína provision og það er óeðlilegt að halda uppi verðlagseftirliti með slík um tekjum, því að 1% leyfis- gjald er lagt á svo margt, sem verðlagseftirliti er óviðkom- andi t. d. námskostnaður, sjúkrakostnaður, afborganir og vextir uf erlendum lánum, ferðakostnaður og m. fl., sem er verðlagseftirliti gersamlega óviðkomandi. Væri sýnu nær að leggja hæfilegt gjald á verðlagsútreikninga þá, sem eftirlitið samþykkir. Þá hljóta þessar ráðstafanir einnig að minnka mjög rekstursfé og þrengja þannig að öllum við- skiptum og framförum í land inu. í sambandi við það at- riði sagði hæstv. viðskipta- málaráðherra á mánudags- kvöldið, að meginregla ríkis- stjórnarinnar væri mjög ein- föld og hún væri í stuttu máli þessi, „að lána út spari- fé bankanna og ekkert meira. Það er kjarninn í bankapóli- tíkinni. Atvinnulífið í heild þarf ekki á meiru lánsfé að halda og þau atvinnufyrir- tæki, sem ekki fylgdu slíkri bankapólitík, mættu fara á hausinn". Sumt af þessu end urtók hæstv. viöskiptamála- ráðherra hér í almennum um- ræðum í sameinuðu þingi í gær. Ég verð nú að segja um þessi ummæli, að það er nokk uð annað teoría eða raunveru leiki. Þeir, sem eitthvað þekkja til atvinnurekstrar vita það vel, að það skiptast á skin og skúrir og jafnvel á einu ári getur komið velgengnismán- uður og miklir erfiðleikamán- uðir. Nei, ég held að það sé al- veg óframkvæmanlegt að binda útlán nákvæmlega við sparifjárinnstæður til marg- víslegra atvinnutækja, því að það gæti orðið til þess, að þau stöðvuðust, — og hvað tekur þá við? Þá tekur það við, sem allir vita, atvinnuleysi og 'skortur, og ég tel víst, að & [SKIPAÚTGCRÐ RÍKISINS Esja fer vestur um land í hringferð 11. þ. m. Tekið á móti flutningi á mbánudag til Patreksfjarðar, Bíldu dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð ar, Dalvíkur, Akureyrar, Húsavík- ur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Farseðlar seldir á þriðjudag. Skórnir (Framhald af 8. síðu). þessu til, en jafnframt vissi hún, að hún hafði sýnt hug sinn um of. Og þarna stóðu skórnir hans þessa ókunna manns, og hann sjálfur lá 1 rúm- inu í næsta herbergi. Hann var sofandi og vissi ekkert um hugsanir hennar yfir skónum hans hérna í stof- unni — hugsanir, sem hann hafði vakið. Skórnir voru randsaumað ir og líktust mjög þeirri skó gerð, sem Georg hafði oft ast notað. Þetta var fyrsti karlmaðurinn, sem gisti hús hennar í tíu ár. Tilviljunin hafði leitt hann að dyrum hennar, og hún hafði boðið honum gistingu. Hún smeygði sér í kyrt- il og gekk fram í bað- herbergið. Þar þvoði hún sokkana hans. Þeir voru mjög óhreinir, en það gerði ekkert til. Bara að þeir þornuðu nú áður en hann þyrfti að fara í þá um morg uninn. Svo gekk hún fram í eldhúsið og burstaði skóna hans. Smáger hönd hennar hvarf alveg inn í skóinn. Henni fannst þetta náin og innlleg snerting, en kannski mundi hann alls ekki skynja það. En svo skeði það í fyrsta sinn í mörg ár — það skeði, þegar hún læddist inn í herbergið til hans og laut niður til þess að láta skóna við rúmstokk hans — að hún brosti sama um- hyggjubrosinu og áður en Georg dó. Það var milt og blíðlegt bros, sem þíddi sorg mæddan svipinii. Og jafnvel ókunnugur maður mundi hafa séö, að þetta hafði einu sinni verið falleg kona — og að hún gæti orðið falleg aftur. hæstv. ráðherra óski ekki eft ir slíkum afleiðingum af þess- um ráðstöfunum. Ég held, að það hefði því verið vísast fyrir hæstv. við- skiptamálaráðherra og stjórn arliðið að samþykkja dagskrá þá, sem hv. 1. þingm. V-Norðl. flutti og láta íhuga þessi mál á meðan séð verður, hvernig öðrum þáttum efnahagstil- lagna ríkisstjórnarinnar reið- ir af því að undirstaða þeirra er ekki alls staðar sem traust- ust. Vélritunarstúlka Dugleg vélritunarstúlka óskast. — Upplýsingar í síma 19523. DAG8LAÐIÐ TÍMINN Hestamannafélagiö Hörður KJÓSARSÝSLU Aðalfundur félagsins verður að Hlégarði föstu- daginn 13. maí n.k. kl. 9 siðd. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnln •V*V«V«V»VV»V«W* V*V •V*V*VV*VV-^,*' LESIÐ SOVÉZK TÍMARIT Við tökum áskriftir að eftirtöldum tímaritum frá Sovétríkjunum: SOVIET UNION, á ensku og þýzku kr 65,00 CULTURE AND LIFE, á ensku og þýzku — 65,00 INTERNATIONAJ AFFAIRS. á ensku — 90,00 SOVIET WOMAN. á ensku og þýzku — 65,00 NEW TIMES, á ensku og þýzku — 90,00 MOSCOW NEWS, á ensku og þýzku — 78,00 SOVIET FILM, á ensku og býzku — 98,00 SOVIET LITERATIJRE á ensku og þýzku — 81,00 Tímaritin eru send frá útgeíendum beint til á-- skrifenda. Gerizt áskrifendur! — Sendið greinilegt heimilis- fang. ásamt áskriftargjaldi, er greiðist við pönt- un til: ÍSTORG h.f. Pósthólf 444, Rvík. Orðsending til almennings um Ijósaperur HELIOSUMBOÐIÐ Hólavallagötu 7 — Símar 13626 og 13339. Perurnar eru gefnar upp fyrir 1400 tíma endingu og eru allar verksmiðjuprófaðar, sem þýðir, að engar gall- aðar perur eiga að geta leynzt með. Reynslan, sem þegar er fengin hér á landi, sannar þetta ótvírætt. ATH. Getum enn afgreitt á gamla verðinu. Nú eru komnar á mark- aðinn ljósaperur, sem að endingu jafnast á við þær beztu, sem fram- leiddar eru í Evrópu, en það eru hinar pólsku „Helios" Ijósaperur. sem voru víðþekktar fyrir síðari heimsstyrjöldina, en verksmiðjurnar hafa verið endurbyggðar með hollenzkum vélum af fullkomnustu gerð og nota til framleiðslunnar sambærileg hráefni og aðrar verksmiðjur í V,- Evrópu. V* V* V« V» V»V* V* V« V» V* V« V* V* .»V*V«V»V*V*V*V*V*V*V»V«'

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.