Tíminn - 08.05.1960, Síða 14

Tíminn - 08.05.1960, Síða 14
14 T f M I N N, sunnudaginn 8. maf 1960. Jean sagði honum að hún yrði á Strand gistihúsinu í Caims og bað hann að' láta sig vita þegar hann vissi fyr- ir víst hvenær Joe kæmi. Þegar Jean sat úti á svölun um þetta kvöld kom A1 Burns til hennar og með honum ó- framfærinn gráskeggur, með poka í hendinni. — Ung- frú Paget, sagði Al. — Mig langar til þess að þú kynn- ist honum Jeff Poioik. Jean stóð á fætur og tók í hönd mannsins. — Já, ég vissi að þú myndir hafa gam an að að hitta Jeff, hélt A1 áfram. — Hann er mesti krókódílaveiðarinn í Queens- land. Segi ég ekki satt Jeff? Gamli maðurinn velti vöng um. — Eg hef veitt krókódila síðan ég var strákur, sagði hann. — Eg ætti að vera far- inn að kannast við þá. — Hann er með krókódíls- skinn, sem hann langar til þess að sýna þér, sagði Al. — Svona Jeff, sýndu henni skinnið. Eg er viss um að hún hefur aldrei séð svoleiðis skinn í Englandi. Jeff opnaði pokann og tók upp lítið, samanvafið skinn. — Eg skóf auðvitað þetta skinn sjálfur og sútaði það, sagði hann. — Venjulega sölt um við þnu se'b’m sútunarverksmiðjunum þau þannig. Hann breiddi úr skinninu á svalagólfið. — Lag leg áferð, ekki satt? Aldrei séð svona skinn í Englandi, er það? Það lá við að Jean fengi heimþrá þegar hún sá skinn ið, hún sá fyrir sér stúlkurn ar, sem sátu í röðum á verk stæðunum hjá Paik og Levy og bjuggu til skó úr krókó- dilaskinni. Hún skellti upp- úr. — Eg hef séð þau hundr uðum saman í Englandi, sagði hún. — Krókódílaskinn eru eitt af því fáa, sem ég hef verulega gott vit á. Eg vann hjá fyrirtæki, sem gerði skó og töskur úr svona skinnum. Hún tók skinnið og velti þvi milli handa sér. — Okkar skinn voru harðari en þetta. Sútunin er mjög góð hjá þér, Jeff. Tveir eða þrír aðrir piltar komu að og hún varð að segja þeim allt um verksmiðjur Paik og Levy. Áhugi þeirra var mikill en fæstir vissu nokk- uð hvað um skinnin varð þeg ar þau voru farin af Strönd- inni. — Eg vissi að þau voru notuð í skó, sagði Jeff, — en 1 ég hef aldrei séð svoleiðis skó. Þokukennd hugmynd færð ist í huga Jean. — Hve mörg | skinn færðu á ári? spurði 1 hún. 1 — í fyrra fékk ég áttatíu og tvö, svaraði Jeff. — Þetta hérna er auðvitað smábleðill. ; Flest eru þau þrj átíu og sex ! þumlungar — ég meina á í breiddina. Svoleiðis skinn er laf ellefu feta löngum krókó- 1 díl. f — Viltu selja mér þetta ! skinn, Jeff? sp’-:.rði Jean. ! — Hvað ætlarðu að gera með það? skjóta litla kdhgúru. Pete skaut dýrið og fló það, en sút unina annaðist þriggja manna nefnd, þeir Pete, A1 Burns og Don Dunian, og unnu þeir verkið í vöru-1 geymslunni hjá Bil Dunran. Þessi merkilega skósmiði vakti svo almennan áhuga í Willstown, að Jean frestaði för sinni til Oairns um viku, og svo um aðra viku. Kengúruskinnið í fóðrið var ekki tilbúið þegar Jean bjó til fyrstu skóna, svo að Framhaldssaga því eins fínir og búðarskór. Seinna parið var betra. Það passaði sæmilega vel á Jean, en fóðrið var í hrukk- um og enn voru svitablettir á öllum skónum. Órög byrj- aði hún á þriðja parinu. Að þessu sinni notaði hún jafn- þykka búta af kengúruskinn- inu í fóður, því að hún hafði engin áhöld til þess að þynna það, og þegar að því kom, að setja átti skóna saman, þá vann hún aðeins á því fyrst á morgnana, þegar hún svitn aði sízt á höndunum. Árang urinn urðu þokkalegir skór, fóðrið að vísu fremur litar- í/ftvii Hún hló. — ætla að l smíða mér úr þvi skó. Hún ; hikaði. — Það er að segja — ef Tim Whelan vill smíða fyrir mig leistana. Jeff varð vandræðalegur. — Eg sel það ekki, þú mátt eiga það, sagði hann afund- inn. Hún þráttaði um það litla stund, en þakkaði honum svo vel fyrir. — í sólana þyrftij ég kálfsskinn og eitthvað | þykkara skinn í hælana. Hún • strauk krókódílsskinnið. —, En hvað það er mjúkt, sagði| hún. — Eg skal sannarlega sýna þér hvað gera má úr svona skinni. i | 7. Jean bjó til skóna á snyrti borðinu í svefnherbergi sínu — nánar til tekið„ hún bjó til þrjú pör áður en henni tókst að búa til skó, sem hún gat verið i. Fyrst fór hún til Tim Whelan. Tim hafði áður búið til skóleista fjTir hina og þessa skósmiði. Smiður í strjálbýli verður að leggja gjörfa hönd á margt. Jean lánaði honum skó af sér og lét hann mæla á sér fótinn. Hann bjó til handa henni skó leista úr harðviði á nokkr- um döguði. Hún bað Pete Fletcher að útvega sér leður í sóla og hæla og hann kom með kýrbjór i sóla og nauts- húð í hælana. Erfiðast var að fá eitthvað í fóður, þar til einhver stakk upp á að Sigríður Thorlacius þýddi 43 hún keypti hvítt silki í búð- inni til að fóðra þá með. Henni var vel kunnugt hvert stig skógerðar í sjón og að því er snerti bréfgerðina í sambandi við hana, en hún hafði aldrei fyrr búið til skó sjálf og fyrsta parið var alveg gjör ónýtt. Að vísu var á þeim skólag, en þeir krepptu að tánum á henni, hælarnir voru of breiðir og þeir meiddu hana í ilina. Silkifóðrið var lélegt og allir voru skórnir flekkóttir af svitanum, sem draup af höndum hennar. Og þó voru þetta skór — hefðu aðeins fundizt fætur með þeirri lögun, sem þeim hæfði! Ekki gat hún sýnt piltun- um á svölunum svona skó, svo að hún byrjaði á öðrum. Hún fékk Jim til þess að breyta leistunum, keypti sér annan hníf og lítinn slípustein og byrjaði aftur. Hún límdi með Durofix í smátúbum, sem fengust í búðinni. Annie brann af áhuga fyr- ir verkinu. Hún kom inn til Jean og sat og horfði á hvern ig hún tálgaði til sólana eða strengdi blautt krókódíls- skinnið á leistana. — Mikið ertu sniðug að geta þetta, sagði hún. — Þeir eru nærri ljótt, en hún hefði vel getað1 sýnt sig á þeim hvar sem var. Hún fór niður með öll þrjú pörin og sýndi A1 Burns þau. A1 sótti nokkra karlmenn til að skoða þá og frú Connor, kom líka út. — Svona er nú farið með1 krókódílsskinnin þegar þau koma til Englands, sagði Jean. — Þar eru smíðaðir úr ( þeim svona skór. Eru þeir, ekki fallegir? Einn pilturinn spurði. — Bjóstu þá sjálf til, ungfrú Paget? Jean hló. — spurðu frú Connor. Hún veit hvernig ég hef sóðað út herbergið mitt. Maðurinn velti skónum í hendi sér. — Maður lifandi, ^ sagði hann. — Alveg eins ogi úr búð. Jean hristi höfuðið. — Nei, ekki alveg. Hún benti honum á vankantana sem á skónum voru. — Eg hafði hvorki rétt; bönd, né rétt lím og þeir eru j allir blettóttir. Eg bjó þá til að gamni mínu til að sýna ykkur hvað gert er úr skinn unum, sem Jeff aflar. , — Eg þori að veðja að þú gætir selt þá í Cairns, sagði maðurinn þrár. — Sem ég er lifandi, þá gætirðu það. Sam Small spurði. — Hvað kosta svona skór í Englandi? — í búð? Jean hugsaði sig um. — Svona fjögur pund og fimmtán shillinga, hugsa ég. Eg veit að framleiðendurnir fá um fjörutíu og fimm shill inga, en ofan, á það leggst söluskattur og álagning .Hún þagnaði. — En svo er líka borguð miklu meiri fjárhæð fyrir verulega góða skó; í sumum verzlunum borgar fólk alltaf tíu pund fyrir parið. — Tíu pund fyrir eina skó? Hvað er að heyra? Jeff var í veiðiferð, svo að hún gat ekki sýnt honum skóna þennan dag. Hún lán aði piltunum þá, þeir fóru með þá inn á barinn og skröf uðu um þá, en sjálf fór hún 1 bað. Hún var búin að kom- ast að þvi hvernig maður átti að baða sig í Willstown, Annie hafði kennt henni það. í Ástralska gistihúsinu var kalt steypibað fyrir feonur, en það var venjulega mjög heitt vegna þess, að vatns- geymirinn stóð óvarinn fyr- ir sólinni. En til var annar baðctaður, ef maður vildi liggja og busla í volgu vatni. Byggður hafði verið timb- urkofi yfir frárennslið frá borholunni, þar sem vatnið var orðið hæfilega kalt til að baða sig í því. Steypt hafði verið þró, sem vatnið rann i gegn um og þangað fór mað ur með handklæði sitt og sápu, læsti að sér kofanum og lagðist í þróna. Söltin 1 vatninu ollu því, að þessi böð voru sérlega hressandi. Jean lokaði að sér kofan- um og kom sér fyrir í þrónni. Sólargeislarnir smugu milli fjalanna og sindruðu i vatns gufunni. Hugmyndin um skó- gerð hafði ekki horfið úr huga hennar síðan hún sá krókódílsskinnið hans Jeff Pocock. Allt frá því að hún kom til mín í fyrsta sinn og frétti af arfinum, þá hafði bað vakið henni óró, jafnvel ótta, hvernig hún ætti að verja fénu. Hún hafði hvorkl fengið þá menntun né upp- eldi, sem laðaði hana til hóg lífis. Hún var starfssöm stúlka, og þó að hún segði upp starfinu hjá Pack og Levy þegar hún fékk níu ......gpaiið yður Wanp á ,rail]i margra. veralana! OÓRUML ÓÓtlUH HfWM! - Austurstræti EIRÍKUR víðförli Töfra- sverðif 128 Grófar hendur losa bönd Eiríks og ýta honum fram. Al'lir eru gripnir blóðþorsta. En menn sjá að Eiríkur skelfur óg þeir reikna aðeins með stuttum leik. Varpað er hlutkesti um vopnin og stór stríðsexi fellur í hlut Tsacha, en Eiríkur verður að láta sér nægja lítinn hnif. Möguleikar hans eru litlir. Þeir ganga í hring lengi áður en Tsacha vogar sér að leggja til árásar. Með því að neyta sinna síðustu krafta, heppnast Eiríki að koim- ast undan hinu banvæna höggi. Litlu síðar hnigur Eiríkur til jarð ar. Chu Chandra æpir, er hún sér Tsacha reiða upp exina á nýjan leik.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.