Tíminn - 28.05.1960, Side 4

Tíminn - 28.05.1960, Side 4
4 T í MIN N, laugardaginn 28. maí 1960. Ciird Jiirgens - heimsborgarinn meðal kvikmyndaleikaranna Hann er heimsborgarinn meSal kvikmyndaleikaranna. Hann hefur leikið í um 100 kvikmyndum og konuhjörtu á t'llum aldri hafa slegið hraðar vegna töfra hans. Hann er tæddur í Munchen, alinn upp í Berlín, menntaður í Vín, og jafn vinsæll í London sem Hollywood. Hann hefur verið giftur fjórum sinnum, fyrsta kona hans var þýzk. önnur var austurrísk, þriðja ungversk og sú fjórða frönsk. Hann er ekki maður, sem setur ljós sitt undir mæliker og þaö hafa forsvarsmenn hinna stóru kvikmyndafélaga fengið að reyna. Þegar þeir hafa setið andspænis honum hafa þeir séð hinn glaðlynda heimsmann breytast í stál- harðan kaupsýslumann, sem hefur vit á því að selja sjálf- an sig dýrt. En selji hann sjálfan sig dýrt, þá lætur hann líka eitt- hvað í staðinn. Hann er ár- risull og stundvís, hann geng- ur af lífi og sál að hinum erfiðustu hlutverkum. „Ljóshærði risinn" Englendingar hafa sérstakt gælunafn á Júrgens. Þeir kalla hann: „The blond gi- ant“ Ijóshærða risann. Bandaríkjamenn segja að hann sé „The male sexbomb“ og Gurd Júrgens finnur sig í þessu, að minsta kosti svo lengi sam hann getur verið forsíðuefni, því að hann kann vel að meta gildi auglýsinga. Aðeins eit’t nafn getur komið honum úr jafnvægi. Það er ef krafa hans um að nafn hans standi efst á auglýsingaspjöld um er ekki tekin til greina. Aðeins einu sinni hefur hann vikis frá þessari kröfu sinni. Curd Jurgin Það var er hann lék í „Og Guð skapaði konuna1 á móti Birg- itte Bardot. blskar Mozart og Beethoven En sem sagt, til þess hefur hann „Der Wunderknabe“ en það kalla Þjóðverjar hann, enga löngun. Hann þiggur að vísu góða skíðaferð, en helzt í félagsskap kvenna, og hann slær hendinni heldur ekki á móti tennisleik ef þrýst er á hann, en ekki lengi í einu. Hins vegar elskar hann Mo- zart, Beethoven og Bach og hann er listelskur og sérfræð- ingur í Goya og Gauguin. Ef hann finnur verðugan mót- leikara, teflir hann gjarna og hann gleymir aldrei að skýra frá því, að hann hafi verið meistari í þessari grein í skóla. Ef hann er spurður að því hvert sé helzta tómstunda gaman hans, segir hann að það sé að fá góða vini í heim- sókn og keyra bil. Hann á sex bíla, einn Jagúar, þrjá Mer- cedes og tvo BMW. Kaúpmannssonur egar ég var ungur, segir hann um sjálfan sig, leit ég of vel út, persónuleikann fær í maður með tímanum og kon- ! um geðjast að reyndum manni, sem getur leyst úr vandamálum þeirra. Menn hafa kallað Cúrd Júrgens lukkuriddara, og hann hefur kannske verið það, en frami byggist líka að miklu leyti á vinnu. Faðir Cúrd Júrgens var kaupmaður, og hann vildi að sonur sinn gengi inn í fyrir- t?ekið, en það vildi Cúrd ekki. Hann vildi verða blaðamaður. Hann byrjaði sem sjálfboða- liði við blað í Berlín. Eitt sinn átti hann að hafa haft viðtal við hina ungu leikkonu Lulu Baesler. ' Þessu lyktaði þannig, að Cúrd Júrgens ákvað að helga sig leiklistinni, eftir að Lulu (F’-amhaJd !> tö -iðu > Jeppi Vegna brottflutnings af landinu, er til sölu ódýr jeppi í góðu lagi. ViðskiptamiSlunin Hallveigarstíg 9. Sími 23039. ÞAKKARAVQRP Öllum konunum, sem sendu mér höfðinglegar gjafir, og öðrum þeim, sem sýndu mér vinarhug á 50 ára ljósmóðurafmæli mínu, þakka ég hjartan- lega. Innilegustu kveðjur og blessunaróskir til ykkar heima með þökkum fyrir liðin ár. Björg Magnúsdóttir. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sextíu ára afmæli mínu, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Anna Jóhannesdóttir, Vindheimum. Hjartkaer eiginmaður minn, faSir okkar og tengdafaðir, Jens E. Nielsson kennari, andaðist í Landakotsspitala 26. þ. m. Elín Guðmundsdóttir Sigríður Þorkeisdóttir Guðmundur Jensson Skúli Jensson Margrét Ólafsdóttir Ólafur Jensson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför Guðjóns Úlfarssonar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Maríu Þ. Jónsdóttur, frá Stóru-Reykjum. Sérstaklega þökkum við hjúkrunarfólki og læknum Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar og Sjúkrahúss Selfoss fyrir góða umönnun í veikindum hcnnar. Gísli Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. r ERU LIF OG BRUNATRYGGINGAR YÐAR NÆGILEGA HÁAR? Ef svo er ekki, þá vinsamlegast snúið yður til umboðsmanna vorra, eða skrifstofunnar, Lækjar- götu 2, sími 1-3171, Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h-f. Tilboð óskast í nokkrar rafsuðuvélar, er verða til sýnis í Rauð- arárporti, þriðjud. 31. maí kl. 1—3 síðd. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. 9 sinnum í viku fljúga Viscount skrúfuþoturnar vinsælu til Kaup- mannahafnar í sumar og 2 ferðir í viku til Ham- borgar. og Rolls-Royce eru trygging fljótrar ferðar til meginlands Evrópu. vw/e/aff A/a/idí. //.F ICE.LANDAÍR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.