Tíminn - 15.07.1960, Qupperneq 6
6
TÍMINN, föstudaginn 15. júH 1960.
BÍLASALINN
við Vitatorg. — Sími 12-500
Chevrolet Impala '60
nýr bíll, skipti koma til
greina.
Mercedes Benz 190 '58
ekinn 9 þús km.
Opel Kapitan '60
nýr bíll.
Ford Taunus station '60
Opel Record '60
Fiat 1100 '50
fólksbíll, lítið ekinn.
Ford Taunus '59
station, skipti á ódýrari
bíl æskileg.
Chrysler '54
ekinn 64 þús. km 6 cyl.,
sjálfskiptur, skipti á
Moskvitch eða Volks-
wagen.
Chevrolet '54
mjög góður.
Chevrolet '55 2?
station, hagkvæmir skil-
málar.
Fiat 1800 '59
fólksbíll mjög fallegur.
Ford Zodiac '58, '59, '60
góðir bílar.
Buick '56
skipti á óuppgerðum taxa
æskileg.
Ford Zephyr '55
skipti á Taunus station
nýjum, æskileg.
Fiat 1100 '57
sendiferðabílL
Opel Olympia '55
sendiferðabíll.
Chevrolet '53
sendiíerðabíll, stærri
gerð, góðir greiðsluskil-
málar
Ford '55 og '56
sendiferðabílar
Landrover '54
ekinn 35 þús km.
Volvo diesel '55
5 tonna, skipti á fólksbíl
koma til greina.
I. F. A. diesel '57
ámoksturskrani getur
fyigt
Chevrolet '56, '55, '53.
Höfum enn fremur úrval af
jeppabifreiðum og eldri
gerðum bifreiða.
Höfum kaupendur að Opel
Caravan ’55—’60 og Volks-
wagen ’55—’60.
BÍLASALINN
við Vitatorg. — Sími 12 500
SKIPAUTGCRÐ RIKISINS
Skjaldbreið
vestur um iand 20. þ.m. Tekið á
móti flutningi í dag til áætlunar-
haína við Húnaflóa og Skagafjörð
og til Ólafsfjarðar. — Farseðlar
sgidri á mánudas.
Hér var á ferð fyrir
skömmu hinn góðkunni sam-
landi okkar, Þorfinnur Krist-
jánsson, en hann hefur verið
búsettur í Danmörku full 40
ár. Hann er prentari að iðn,
en hefur í hjáverkum fengizt
við útgáfu tímarita sem vakið
hafa athygli, svo sem Heima
og erlendis Þá hefur hann
einnig ritað sjálfsævisögu sem
vakið hefur athygli fyrir ber-
sögli og hæversku höfundar.
Þá er kunn starfsemi Þorfinns
sú að greiða fyrir að fslendingar,
sem lengi hafa dvalizt í Danmörku
gætu átt þess kost að heimsækja
sitt gamla land.
En gagnmerkust er sú starf-
semi Þorfinns, að hann hefur nú
í 15 ár haldið úti íslenzku vélrit-
uðu fréftastofubiaði, sem náð hef-
ur að afla sér viðurkenningar
fyrir hversu áreiðanlegt það er og
traust um fréttaflutning sinn. Hin
síðari ár hefur Alþingi viðurkennt
þessa gagnmerku hjáverkastarf
semi Þorfinns, með að ætla henni
lííilsháttar styrk á fjárlögum.
Er það í frásögur færandi að
aldrei hefur komið til athuga-
Hefur í 15 ár haldið úti vélrit-
uðu íslenzku fréttastofublaði
Rætt við Þorfinn Kristjánsson, prentara
Kaupmannahöfn
semda út at þessum vandasama
fréttaflutningi Þorfinns Krist-
jánssonar.
Landsbókasafnið hefur tryggt
sér einíak af þessum eina íslenzka
annál sem ritaður mun hafa verið
á erlenda tungu.
Þorfinnur leit sem snöggvast
inn hjá blaðinu um daginn með
vini sínum, Guðbrandi Magnús-
syni, sem ásamt Valtý Stefáns-
syni ritstjóra, hefur stutt hann
vel og lengi við milligöngu hans
uni ferðir fslendinga í Danmörku
heim til gamla landsins. Guðbrand
ur gaf færi á því að spjalla við
Þorfinn dálitla stund og fá hann
til að rifja upp nokkur æviatriði
heima og heiman.
Þorfinnur er fæddur í Reykja-
vík árið 1887. Hann byrjaði prent-
nám í ísafoid 1901.
Kveðja: -
Bjarni Guðnason
F. 28. júní 1891. — D. 26. júní 1960.
Horfinn er vinur, hans og góðu kynni,
hérvist ei lengur Ieyfð í þessum heim
Áfram er haldið að æðri veröldinni.
andi þinn horfinn i sælli og betri geim.
Þú varst svo sterkur, og stofninn þinn var nýtur,
að stórviðri þurfti, ef á þér átti að sjá.
En enginn fær viðnám þá boðinn stóri brýtur,
báruföll hans hér enginn standast má.
Hög var þin hönd og hjálpfús æ til starfa,
hugurinn frjór, ef leysa þurfti braut.
Einlægur vilji, er orkaði til dáða.
öðrum fórst vel, er tilsögn þinnar naut.
Manndómur þinn var meiri en sumra hinna,
er mikið ber á í Iífsins hildarleik
Trúrækni mikil, þó talað væri minna.
Það tendraðist oft á björtum Ijóssins kveik.
Þú varst svo góður, mér finnst hér hafa fallið
faðirinn annar, en vonin mín er sú
að sjáumst þó seinna, þá kemur að mér kallið,
og könnumst hvor við annan — bæði ég og þú.
Ljósið hið bjarta, er Iýsti sálu þinni
Iogi nú skært á ókunnugum stig.
Æ munt þú verða efst í vitund minni
einn af þeim beztu, er bundu tryggð við mig.
G. Ó.
— Og þar fékk ég mína fyrstu
rnsasjón af blaðamennsku, bætir
hann við. — Ég skrifaði þar nokkr
ar greinar um húsnæðismál og
fieira. Gagnrýndi lélegar kjallara-
íbúðir sem margir Reykvíkingar
bjuggu í þá. Þessar greinar vöktu
athygli og urðu til þess að farið
var að hreyfa við þessu máli.
Árið 1915 fór ég austur að
Eyrarbakka og byrjaði að vinna
v’ð Suðurlandið. Var ritstjóri og
ábyrgðarmaður þess frá 1916—
1917. Blaðið varð þá að hætta út-
komu og fór ég til Reykjavíkur
og síðan til Danmerkur árið eftir.
Þar hef ég verið síðan og unnið
að prentverki og í sömu prent-
smiðju alla tíð
— Hvenær hljóp fréttastofu-
blaðið af stokkunum?
— Það var 1938. Presseburoet
Xsland, Meddelelser. Þetta blað sem
kemur út tvisvar í mánuði flytur
fregnir frá íslandi og kemur til
flestra dönsku blaðanna, utanrík-
isráðuneytisins og margra ein-
staklinga og fyrirtækja. Útgáfan
féll niður á stríðsárunum en hófst
aftur eftir stríð. Dansk-fslenzk
Samfund sá um fréttaflutninginn
á meðan með mínu samþykki og
því skilyrði að beir hættu í stríðs-
lok og ég tæki við. Og það gerðu
þeir. Hins vegar varð ég var við
að blöðin vildu engu síður að ég
hefði þetta á minni könnu á
stríðsárunum.
— Hvað um milligöngu yðar um
heimferðir íslendinga?
— Ég var sjálfur boðinn heim
af Prentarafélaginu og fleir iaðil-
um árið 1947. Eftir það, eða frá
1949, hef ég hjálpað samtals 23
ölöruðum löndum, búsettum um
langt skeið í Danmörku. til að
komast heim, og notið til þess fjár
styrks frá Alþingi og mörgum
fleiri aðilum. Þeir Guðbrandur og
Valtýr hafa veiið mér stoð og
sf.ytta við þetta. Þessar ferðir hafa
verið til ómetanlegrar gleði fyrir
þessa landa sem höfðu ekki fjár-
hagslegt bolmagn til að gera þetta
á eigin spýtur en þráðu að sjá
ísland. Ég get sagt það til gam-
ans, að ein af þeim gömlu kon
um sem fóru þannig, rauk upp
um hálsinn á mér og kyssti mig
þegar hún kom aftur og hitti mig
í prentsmiðjunni.
— Hvað segið bér mér um
bókina yðar?
— Ja, hvað skal segja. Mér
sárnaði það að ekkert íslenzku
tlaðanna skyldi geta hennar á
sínum tíma Ég get nú varla talið
Þorflnnur Kristjánsson
mig kollega ykkar blaðamanna en
ég er þó búinn að vasast í blaða-
mennsku í 40—50 ár. Mér sárnaði
þetta, en sleppum því. Nú er ég
kominn heim og hingað þykir mér
a’itaf vænt um að koma. Hér sleit
ég- barnsskónum og hér kann ég
við mig þótt margt sé orðið
breytt. En Reykjavík er fallegur
bær. Fallegri en hún var. Hér
vantar bara þanglyktina, þessa
góðu lykt sem var hér í Reykja-
vík. Ég sakna hennar. Nú er svo
margvísleg önnur lykt komin hér
og þanglyktarinnar gætir ekki;
hún er farin.
Austurferðir
Frá Revkjavík til Laugar-
vatns alla daga Tvær á
laugardögum. Um Gríms-
nes, Biskupstungur til Gull-
foss og Geysis (Jm Selfoss,
Skeið til Gullfoss og Geys-
is. Um Selfoss. Skeið í
Hrunamannahrepp. Laug-
ardagsferðir um Selfoss kl.
9 að kvöldi.
Veitingar gisting og tjald-
stæði fáanlegt
Bifreiðastöð íslands
Ólöfur Ketilsson
Sími 18911
Látió Perlu létta störfin!
... e&kert gleppur
óhrebt í gega!