Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, þriðjudaginn 13. séptember 1960. Sýning Flóka framlengd Sýning Alfreðs Flóka í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur verið framiengd vegna mikillar aðsókn- ar. Lýkur henni í kvöld kl. 10 en j átti að ljúka á sunnudagskvöld. Þetta er önnur sýning Alfreðs Flóka, en báðar hafa þær vakið mikla athygli og verið umdeildar. Flestir munu þó á einu máli um að lislrænt handbragð og dirfska i leyni sér ekki. Víst er um það að myndir Alfreðs Flóka eru ærið ný- stórlegar og eftir þeim að dæma má margs vænta af listamannin- um. 25 myndir hafa þegar selzt á sýningunni, en flestar eru þær til sölu. Lenti í spili (Framh. af 1. síðu). leggsbrot og brotinn brjóst- kassa. Enginn fæknir Var þegar reynt að stöðva blóðrásina, en læknir fannst ekki í Ólafsvík er þetta skeði, þar sem néraðslæknirinn var fjarverandi við störf sín. Var þá hringt suður og Björn Pálsson beðinn að koma til Hellissands og taka sjúkling- inn suður, og samtímis var lagt af stað með Sigurð sjó- leiðina að Rifi, og þar beið bíll til þess að flytja hann til flugvélarinnar. Tveir kandídatar Það er af Bimi að segja, að hann var staddur úti á flugvelli þegar kallið kom, og hringdi þegar upp á Land- spítala og bað um aðstoð. Tveir kandídatar þaðan fóru síðan með honum vestur, þau Bergþóra Sigurðardóttir og Snorri Ólafsson, með það sem þau álitu nauðsynlegt af tækj um og meðulum til fyrstu hjálpar. Björn kom vestur nokkurn veginn í sama mund og báturinn kom að Rifi, en þá fór langur tími í að búa til bráðabirgða um sár Sigurðar, til þess að hann yrði flutn- ingsfær suður. Nýja flug/élin bjargaði Sagðist Birni svo frá, er blaðið átti tal við hann í gær, að þennan sjúkling hefði hann ekki getað tekið í gömlu flugvélina, en í nýju flugvél- inni var nóg rúm fyrir báða kandídatana og einn farþega, | bróður Sigurðar, auk sjúkl-1 ingsins. Var Sigurður kominn undir læknishendur á Land- spitalanum tæpum fimm tlm um eftir slysið, og var hópur j lækna og hjúkrunarliðs að gera að sárum hans langt fram á nótt. Líðan hans mun nú vera eftir atvikum, og hann er tal inn úr v'ri hættu. Sjópróf Sjópróf fóru fram í málinU| þegar á sunnudag, og hélt rannsókn málsins áfram i gær, en ekki er blaðinu kunn- ugt um árangur þeirra rann- sókna, annað en það, að út- búnaður þessa báts mun ekki vera verri en almennt gerist um báta af sömu stærð. Brjóstmynd af Runólfi Sveinssyni afhjúpuö S.l. sunnudag var afhjúpuð að Gunnarsholfi brjóstmynd af Runólfi Sveinssyni fyrrver- sndi sandgræðslustjóra Margt manna var viðstatt athöfnina sem var hín virðulegasta. Myndina gerði Ríkarður Jóns- son, myndhöggvari, en hann hefur áður gert brjóstmynd af Runólfi og stendur sú á Hvanneyri, en þar var Runólfur skólastjóri á sínum tima. Myndin £ Gunnarsholti stend- ur framan við húsið á fallegri grasflöt, sem takmarkast af trjá- gróðri á allar hliðar. Fyrir nokkr- um árum var afhjúpaður í Gunn- arsholti minnisvarði um Gunnlaug Kristmundsson, sandgræðslustjóra og stendur hún í sama garði. Myndina af Runólfi gáfu Bún- aðarfélag fslands, Sandgræðslu- sjóður ásamt vinum og kunningj- um Runólfs heitins. Jóhann G. Helgason setti athöfn ina og sleit henni, en Ingimar Guð mundsson stjórnaði söng. Stein- grímur Steinþór'sson, búnaðarmála stjóri, flutti ávarp og afhjúpaði myndina. Til máls tóku Valgerður Halldórádóttir ekkja Runólfs, Ing- ólfur Jónsson, ráðherra^ Björn Björnsson, sýslumaður, Árni G. Eylands, Þórstein Sigurðsson, Vatnsleysu, Páll Zóphóníasson og Páll Sveinsson, sandgræðslustjóri bróðir Runólfs. Að athöfninni lokinni bauð Páll Sveinsson, sandgræðslustjóri, öll- um til kaffidrykkju. Skákmót til minning- ar um Eggert Gilfer Nor'Surlandameistarinn í skák meía! tóli keppenda í kvöld hefst í Sjómanna- skólanum í Reykiavík skák- mót til minningar um Eggert Gilfer skákmeistara sem lézt á síSastliðnum vetri. Skáksam hand Ísíands og Taflfélag Reykjavíkur gangast fyrir mót inu, en 12 skákmenn taka |?átt í því. MeSal þeirra er norski skákmeistarinn Sven Johannessen, núverandi skák- meistari NorSurlanda. í gær var dregið um röð skák- manna á mótinu, og um leið skýrði Freysteinn Þorbergsson, framkvæmdastjóri mótsins, frétta- niönnum frá tilhögun þess. Hann sagði að í upphafi hefði verið ráð gert að fá fleiri útlenda skák- meistara til þátttöku í Gilfermót- inu, en af ýmsum ástæðum hefði Sven Johannessen einn getað kcmið. Hann er aðeins 24 ára gam- ali, en mjög snjall skákmaður. Á alþjóðaskákmóti í Svíþjóð í sum- ar varð hann í fjórða sæti, og er það talinn mjög góður árangur. Kunnir skákmenn keppa Aðrir þátttakendur í mótinu verða Friðrik Ólafsson, Ingi R. Jóhannesson, Gunnar Gunnarsson, Kári Sólmundarson, Guðmundur Lárusson, Ólafur Magnússon, Benóný Benediktsson, Guðmund- ur Ágústsson, Ingvar Ásmundsson, Jónas Þorvaldsson og Arinbjörn Guðmundsson. Reynt verður að fá fleiri af fcrnum félögum Eggerts Gilfer til þátttöku, en ýmsir gátu ckki tekið þátt í mótinu. Gó3 verðlaun í boði Eins og fyrr segir verður teflt í Sjómannaskólanum. Hefst mótið í kvöld og stendur til 1. okt, Verð- ur teflt sex daga í viku. fjórar umferðir, en tvo daga eru tefidar b.ðskákir. Keppni stendur frá 19,30—23,30 á kvöldin, og skulu lciknir 36 ’.e.kir á þeim tíma. Góð verðlaun verðá veitt; I. verðlaun 6 þús. kr., 2. 4 þús., 3. 3 þús., 4. 2 þús. og 5. 1 þús. krónur. Þá vrrða sérstck verðlaun veitt fyrir giæsilegustu ská'k mótsins að dómi þriggja^ manna nefndar, en hana sxipa Áki Pétursson, Baldur Möll- er og Guðmundur Arnlaugsson. Skákstjóri er Áki Pétursson. — Aimenningi er heimill aðgangur að mótinu, og er aðgangseyrir 20 kr fyrir fuliorðna en 10 kr. fyrir börn. Kort sem gilda fyrir allt niótið kosta 200 kr. ■—ó S.l. laugardag var opnuð ný kjörbúS aS Borgarholtsbraut 51, Kópavogi. Eigandl er Guðni Þor- geirsson, sem rekiS hefur Foss- vogsbúSina s.l. tíu ár, Hann hefur nú hætf þeim rekstri en rekur þessa nýju kjörbúS. BúSin er um 70 ferm. að stærS og búin öllum beztu tækjum til kæligeymslu og afgreiðslu. Þarna verða allar venjuiegar nýlenduvörur og kjöt ‘ vörur á boðstólum. Samsalan mun opna mjólkurbúS í sama húsi eftir nokkra daga. — Mynd- in er nú kjörbúðinni. (Ljósm.: Tíminn, K.M.). Ininbrot og fjjófna'Sir (Framhald af 3. síðu). bíl. Handtók lögreglan þax tvo menn sem voru að reyna að tengja saman leíðslur í bílnum til þess að koma hon- um i gang. Þess má geta as eigand bílsins tók eftir þvj á sunnu- dagsmorguninn að bilnum hafði verið ekið þá um nótt- ina og talsvert minna benzin var á honum en verið hafði þegar eigandinn skildi við hann kvöldið áður. Ákvað hann þvj að vaka yfir bílnum næstu nótt og létu þjófamir þá ekki á sér standa. —h IWiklir vatiiiavextir (Framh. af 1. síðu). Þessi þrjú vötn, sem að framan eru nefnd, eiga öll sömu upptök, og eru þau öll með miklurn jökul- gormi, hvít að lit, og mikill vöxtur í þeim. Við Stóra-hvammsbrú í Skafsártungu rennur Eldvatnið yf- ir v-cgin-n , en ekki meira en svo, að allir bílar komast þar greiðlega leiðar sinnar. Hins vegar er yfir- borð árinnar rétt upp við brúar- bitana. Var talið í gær, að vegur- inn og brúin þar væru í voða, ef meira hækkaði í ánni, en eitthvað mun hafa fjarað síðan. Annai-s er Skaf-tá heldur að færast í aukana núna aftur, en ólíklegt að það verði til nokkurs tjóns, að heitið geti.. VV Barn veídur bruna (Framh af 1 ,síðu). Hafði tekizt að slökkva eld- inn þegar liðið kom á vett- vang. Laust eftir kl. eitt á laugar- dag var slökkviliðið kvatt að Víðimel 35. Var þar eldur á milli þilja á fyrstu hæð, í vörugeymslu sem þar er. Eld- urinn var fljótlega slökktur, en talis er að kviknað hafi í vegna rafmagnstruflunar. Skemmdir urðu litlar. —h Lumumba (Framh. af 1. siðu). enn telur sig forsætisráð- herra og hefur svipt Kasa- vubu embætti forseta. Reynt var að tefja sendinefnd Lum- umba í Brazzaville höfuðborg fyrrv. franska Kongó en henni tókst þó að komast leið ar sinnar en mun ná til New York ögn seinna en -sendi- nefnd Ileos. heo vill miðla málum Josep Ileo, forseti ölduga- deildar þingsins, sem hefur myndað -stjórn að ósk Kasa- vubu forseta hefur lýst yfir, að hann muni kalla á sinn fund alla helztu leiðtogana í Kongó til þess að reyna að ráð-a fram úr öngþveitinu í landinu. Ileo segist muni bjóða Tshombe fylkisstjóra í Katanga til þessa fundar svo og Lumumba og voni að þeir komi báðir. Ileo telur einustu færu leiðina til lausnar vand anum vera þá að stofna sam bandsríki í Kongó. Tshombe og Kalonji fylkisstjóri í Kasai hafa verið hlynntir þessari skipan mála en Lumumba hef ur verið henni andvígur. Ghana sendir aðvörun Ríkisstjórn Ghana undir forsæti Nkrumah hefur sent Kasavubu forseta aðvörun vegna myndunar stjórnar Ileos, Segir Ghanastjórn að með því sé skapag hættulegt fordæmi og ekki beri að viður kenna aðra stjórn í landin en þá, sem upphaflega var sett á fót undir forsæti Lumumba. hanastjórn telur að myndun annarrar stjómar í Kongó eins og á stendur geti verið mjög háskaleg frjálsum ríkj- um Afríku. Ghana er eitt áhrifamesta landið í þessum hópi. Gr ænla'n dsbla&tti (Framh. af 16. síðu). sé nú aldeilis athugandi fyrir þá að dreypa á kaffi eða te í anna- timanum yfir sumarið. Á 2. síðu blaðsins er mynd af brosandi hjón vm á leiðinni í sumarfiíið í opn- um bíl (!) og textinn e-ð á þessa leið: „Þa5 er hægt að láta sér rægja einíaldan matartilbúning í sumarbústaðnum.“ Ritstj. þessa furðulega blaðs er skráður Eivind Bachmann, Kals- viervej 87a, Lyngby, en þegar b.aðamaður Information hringdi hann upp var sagt, að hann væri Luttur til Karise nr. 16. Og þegar hringt var iil Karise kvaðst Bach- niann ritsljóri „hafa dregið sig út úr þessu“ ai því að hann hefði flutt til Karise. Og þegar hann var að því spurður hvenær og livers vegna hann hefði hafið þessa útgáíu var svarið: — ja, þeir báðu mig um það. Og aldrei ftkkst það íram, hverjir þessir „þeir“ væru. Aldrei hafði Bach- mann kom’ð til Grænlands og þeg- ar hann var spurður að því hvernig „þeir“ ætluðu að koma hiaðinu reg-ulega, eins og boðað htfði verið, þrátt fyrir það, að sumar byggðir Grænlands væru emangraðar mestan hluta ársins, kraðst Bachmann hafa fengið vissu fyrir því að það væri hægt. Bachmann ritstj. lofaði nú að hringja til aðstandenda blaðsins og biðja þá um að láta Informa- t'cn fá nánari fregnir af þessu ó- venjulega biaði, en þegar Informa tion fór siðast í pressuna hafði cnginn hringt og þeir stóðu enn uppi ráðþrota með þetta leyndar- dómsfulla blað í höndunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.