Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 16
Þriðjudaginn 13. september 1960. 205. blaö. Leyndarddmsfullt Grænlandsblað — sem enginn vill kannast vií Khafnarblaðið Information skýrir þann 4. sept. s. I. frá leyndardómsfullu Grænlands- blaði, auglýsingablaði, sem kalli sig POLARAVISEN, en enginn vilji í rauninni kann- ast við. Fyrsta tölublaðið hef- ur þegar komið út og birtir Information mynd af forsíðu þess. Polaravisen á að koma út þriðju liverja viku, eftir því sem sagt er í fyrsta blaðinu, og ætlunin er, segir blaðið, að það verði sent inn á hvert heimili á Grænlandi. Er Information leitaði til Grænlands- verzlunarinnar og Grænlandsmála- ráðuneytisins vissu þau ekkert um málið. — Útgáfa blaðsins átti þó eftir að verða enn leyndar- dómsfyllri. Heiisíðuauglýsing á öft ustu síðu blaðsins var frá A/S Laur. Knudcen, en er Information sneri sér til íyrirtækisins kváðust forráðamenn þess aldrei hafa aug- lýst í þessu blaði, né heldur hafa heyrt það nefnt. Fjórdálka aug- lýsing var frá dönsku samvinnu- félögunum, en ekki höfðu þau POLARAVISEN — enginn vildi við það kannast. — enginn svaraði í síma Rachmanns ritstjóra. fremur augiýst og ekki heldur heyrt blaðið nefnt. Ýmsar auglýsingarnar í blaðinu hljóma saít að segja furðulega — a m. k. í eyrum grænlenzkra les- enda þess. Þar er m.a. auglýsing á þá leið tii Grænlendinga, að það íFramhald á 2. síðu) Bankaræninginn reyndi að fremja sjálfsmorð Hugo Andersen hefur nú iátaí á sig banka- ránitS í Kaupmannahöfn Danski bankaræninginn | Hugo Schísby Andersen, sem| nú situr í haldi í Kaupmanna-I höfn fundinn sekur um bankarán i Höfn þann 3. maí s.l., en flúSi síSan til Ítalíu rneS konu sinni Birthu, reyndi i s.l. viku aS fremja sjálfs- morS. I i Atvik geröust jneö þeim hætti, aö er verið var að fylgja Hugo til klefa síns að lokinni yfirheyrslu er hann sjálfur haföi farið fram á,; hljóp hann skyndilega á brott, frá fangaverðinum inn j opið herberg/ og kastaði sér i gegn; um tvöfalt gler og kom á höf- í uðuð niður á gangstéttina eftir 6 metra fall. Munaði minnstu að hann félli niður á lögregluþjón, sem daglega stendur á verði fyrir framan fangelsið. Hugo Andersen var þegar fluttur á sjúkrahús illa til reika, en ekki er hann tal- inn í lífshættu. Handtekinn á ftalíu Eins og menn muna var framið mikið og óvenju fífl- djarft bankarán þann 3. maí í vor og hafði grímuklæddur, vopnaöur maður á brott með sér 28.500 danskar krónur. Nokkru sðar var Hugo Ander- sen handtekinn ásamt konu sinni suður á Ítalíu, grunað- ur um ránið og sátu þá hjón- in i ítalskri dýfliss um tveggja mánaða skeið við slæma aðbúð. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum siðan, að Hugo Andersen ját- aði á sig verknaðinn, en alla tíð hefur hann borið, að kona hans sé saklaus og hafi hún ekki vitað hvaðan þeir pen- ingar er maður hennar hafði undir höndum voru komnir. Bróðir Hugos og faðir eru nú flæktir inn málið, en hjá þeim hafa fundizt um 15 þús. kr. vel faldar á heimili þeirra í Árósum. Víðtækar ráðstafanir vegna komu kommúnistaleiðtoganna Væntanleg heimsókn Nikita Krustjoffs til New York verð- ur ekki einungis til þess að skapa mikið stjórnmálalegt vandamál á vettvangi S.Þ. heldur annað vandamál mun erfiðara viðfangs — þ, e. a.s. hvernig lögregluyfirvöld New York geta verndað líf hins ó- vclkomna Sovétleiðtoga. Og ekki bætir það úr skák, að Krustjoff lætur sig ekki hafa minna en að taka alla helztu forystumenn kommúnista í leppríkjunum með sér — þ. á m. Kadar hinn ungverska. Þeir skipta áreiðanlega tugum þúsunda austur-evrópsku flótta- mennirnir : Bandaríkjunum sem vilja þá féiaga feiga, en það eru fyrst og fremst aðgerðir flótta- ina-nnanna, sem lögreglan óttast og þá ekki sizt ungverskra flótta- manna, sem gjarnan vildu ná sér niðri á böðlum sínum. Geysilegar öryggisráðstafanir voru gerðar er Krustjoff heimsótti Bandaríkin á dögunum, en þá voru Kigregluyfirvöldin þó þess nokk- ii?.n vegin vísis, að enginn, jafnvel ekki ofstæiasfyllstu flóttamenn, teldi sér sæma að grípa til hermd- arverka gegn manni er færi um landið sem gestur Bandaríkjafor- seta. Aðrar aðstæður nú En slíku er ekki fyrir að fara r.ú og ekki bætir úr skák, að Bandaríkjamann eru enn í víga- hug gagnvart Krustjoff eftir móðg anir hans i garð Bandaríkjaforseta á Parísarfuudinum í vor og lengi eftir hann — svo að sú samúð, sem hann hefur ef til vill unnið sér með Bandaríkjaför sinni er nú í gegnum þessa rúðu kastaði banka- ræninginn sér. Lögrcgluþ jónninn stóð beint undir. nmli § "i ILiÉltt* i f ii vi IIéIÉMJ Aðsetur S. Þ. i New York — verður að girða það af? , öll runnin ut í veður og vind. Þó að aðsetur Sameinuðu þjóðanna teljist ekki til bandarískrar lög- sögu er það þó skylda lögreglunn- ar í New York og bandarísku leynilögreglunnar FBI að vernda líf þeirra manna er það sækja heim. Til þess að auðvelda lög- reglunni öryggisgæzluna hefur Krustjoff nú verið bannað að stíga fæti sínum út fyrir Manhattan- eyju á meðan hann dvelst í New York og þeim tilmælum hefur verið beint til hans, að hann verði stm minnst á ferli. Gæzlan verði nógu erfið samt. SÞ girtar af Það er ekki Krustjoff einn, sem lögregluyfirvöld New York hafa áhyggjur af — að öllum likindum mun hann nafa með sér skara af vopnuðum iífvörðum, sem senni- lega munu ekki koma til með að njóta sérstakrar samúðar eða lýð- hylli á bandarískri grund. Öryggis þjónusta S.Þ. og lögregla New York hafa nú í hyggju að gixða aiveg af stórhýsi S.Þ. við East River á meðan Krustjoff verð- ur þar, þaruiig að engum verði hleypt inn fyrir þann varnargarð, nema fulltrúum á allsherjarþing- inu, blaðamönnum og starfsmönn- um og embættismönnum S.Þ. Yrði þá áhorfendapöllunum lokað á meðan fundir standa yfir og tc.'st það til eindæma í sögu banda- lagsins. Fieiri óvelkomnir En það verða fleiri óvelkomnir gestir í New York þessa dagana en kommúnistaleiðtogarnir. Hinn s'ýálfskipaði fastafulltrúi Domin- íkanska lýðveldisins, fyrrv. einræð isherra Trujiilo mun sækja þingið cg hefur með sér mikinn iífvörð, því að þeir eru einnig margir fióttamennirnir í New York, sem viija hann feigan. Hann hefur einu sinni áður sótt fund allsherj atþingsins og olli þá öryggislög- reglú New York miklum vandræð- um. Þau vandræði eru hreinir smá munir við það sem fyrir höndum er — og Cij.lt bendir til þess að hárin á yf'rmönnum New York lögreglunnar og FBI verði tekið að grána af áhyggjum er þeir fé- lagar Krust.ioff, Kadar og Trujillo búa sig til að fara af amerískri g'-und. KRUSTJOFF og TRUJILLO — óvelkomnir í New York. Baltika hét Molotoff Nikita Krustjoff kemur til New York þann 19. sept. með rússneska skipinu Baltika eins og kunnugt er, en þann 20. sept. verður allsherjar- þing S.Þ. sett. Hinu hafa menn ef til vill gleymt, að þetta fræga skip, hét fyrir nokkru MOLOTOV, en þegar sá fyrrv. utanríkisráðherra Rússa var fundinn sekur um „andflokkslega klíkustarf- semi“ var skipt um nafn, og skipið kallað Baltika. Ekki hefur þess verið getið, að hinn eiginlegi Molotov, nú verandi fulltrúi Rússa í al- þjóðlegu kjarnorkumálastofn uninni í Vín, sigli á þessu gamla eftirlætisfleyi sínu, en heldur þykir ólíklegt, að frami hans sé slíkur orðinn. Skúrir Suðvestan kaldi, skúrir, sagði stúlkan í síma 17000 í gærkvöldi, en hún var svo hlýleg i málrómnum, að við fengum engan kuldahroll við þessar frétt ir, aldrel slíku vant.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.