Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 3
í, Iiriðjudaginn 13. september 1960. 3 Álftastríð Tjörainni Mikið um innbrot og þjófnaði um helgina íslenzku álftirnar kontnar aftur á fornar slóðir og herja nú á þýzku hnúðsvanina Sfolið var 10 þús. krónum af farþega um boró í Herjólfi — farþegar kyrrsettir um hríð í vor sem leið var nokkuð um það rætt að hnúðsvan- irnir þýzku, sem eru á Tjörn- inni væru ofstopafuglar hinir mestu og var talið að þeir hefðu flæmt íslenzku álftirnar vestur á Granda til að verpa. Nú hefur dæmið snúizt við og héldu þær íslenzku innreið sína á Tjörrina aftur á sunnu- dagsmorguninn og eiga nú knúðsvanirnir í vök að verj- est fyrir grimmd þeirra. Sofnaöi við stýriö — á leiðinni til a<$ skjóta í mark Á sunnudagsmorgun vildi það til að ökumaður sofnaði undir stýri Volkswagen bifreið er sinnar á Sogavegi og ók harkalega aftan á mannlausa Austin-bifreið á götunni. Kjartan Ólafsson, brunavörður, sem um árabil hefur manna bezt fyigzt með íuglalífinu á Tjörninni, hringdi á ritstjóinarskrifstofur blaðsins í gær og skýrði frá þess- ari „styrjöld“. Flúðu á Eiðistjörn Skömmu fyrir varptíma í vor tóku menn eftir því að mikið fór fyrir þýzku hnúðsvönunum á Tjörninni. Flæmdu þýzkir íslenzku álftirnar nurtu um það leyti að hreiðurgerö fór fram, og fluttu þær sig bá búferlum á Eiðistjörn, sem er á Grandanum skammt frá öskuhaugunum gömlu. Hafa þær verið þar í sumar og komið upp fjórum stórum og myndarlegum ungum. Komnar aftur Snemma á sunnudagsmorgun tók íslenzki álftahópurinn sig til og flutti búferlum á Tjörnina að nýju. Þar hittu þær fyrir hina fornu óvini, hnúðsvanina, sem komið hafa upp sex stæðilegum ungum í sumar. Lenti þegar í ill- indum milli höpanna, og gerðu þær íslenzku mikið áhlaup á hnúð svanina. Brá þá svo við að þeir toku lítt á móti, og híma þýzkir nú í krikanum við Búnaðarfélags- húsið og þora ekki út á Tjörnina vegna yfirgangs íslenzku álftanna, sem þeir flæmdu burt í vor. —h Talsvert var um innbrot og þjófnaði um helgina. Var mestu stolið af farþega um borð í Herjólfi á leið til Reykjavíkur frá Vestmanna- eyjum. Telur maður þessi að 10.000 krónum hafi verið stolið úr veski sínu. Maöurinn, sem um ræöir, var undir áhrifum áfengis á leiöinni. Gat hann ekki gert nána grein fyrir því hverja hann umgekkst um borð í skipinu, en nokkru áður en skipiö kom til Reykjavíkur saknaði hann peninganna, sem hann geymdi í veski sinu. Farþegar kyrrsettir Þegar farþeginn varö þess var að peningamir voru horfnir kærði hann stuldinn til skipstjóra, sem gerði lög- reglunni í Reykjavík aðvart. Þegar Herjólfur kom að bryggju um kl. 9 á sunnudags morguninn beiö lögreglan á hafnarbakkanm. Voru far- þegar, um 50 talsins, kyrrsett ir um borð á meðan yfir- heyrslur fóru þar fram. Ekk- ert kom fram við þessar yfir- heyrslur sem varpað gat ljósi á málið og var enginn settur í gæzluvarðhald. Útbrot Um klukkan sex á sunnu- dagsmorguninn hringdi mað ur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, til lögreglunnar. Fór hann þess á leit að lög- reglan hefði auga með bak- dyrum veitingahússins Þórs- café, en hann hefði lokast þar inni um nóttina og orðið að brjótast út um bakdymar. Lögreglan fór á staðinn og fann allt með þeim ummerkj um sem maðurinn sagði, og virtist allt óhreyft að öðru leyti í húsi’nu og engu stolið. Þá var framið annað „út- brot“ á veitingahúsinu Röðli þessa sömu nótt. Þykir full- víst að maður sá sem þar var ag verki hafi látið læsa sig inni af ásettu ráði, enda hafði sá á brott með sér um 1800 krónur í skiptimynt, svo og áfengi og tóbak fyrir rúm- lega 1000 krónur. Tvö smænri innbrot Þá var brotizt inn í Gúmmí vinnustofu Reykjavíkur, Skip holti 35 í fyrrinótt. Braut þjófurinn rúðu í hurð og komst þannig inn. Ekki hafði hann þó erindi sem erfiði þvi þýfið var nokkrar krónur í skiptimynt, tveir loftþrýsti- mælar fyrir hjólbarða og tveir kúlupennar. Þá var brotizt inn j Stjömu café við Laugaveg þessa sömu nótt. Komst þjófurinn inn bakdyramegiu og hafði á brott með sér 300 krónur í skiptimynt, 200 pakka af síg- arettum og eitthvað af vindl- um og sælgæti. Reynt að stela bíl Aðfaranótt mánudags var lögreglan kvödd ag húsi við Blómvallagötu, en þar voru tveir menn að reyna að stela (Framhald á 2. síðu). Varð fyrir bifhjóli og tvíbrotnaði á fæti Nokku’ð um umferðaróhöpp um helgina NokkuS var um umferðar Ökumaðurinn segist hafa fengið sér drjúgum í staupinu kvöldið áð ur og þá um nóttina, og telur sig hafa sofnað við stýrið þar á Soga- veginum. Varð áreksfurinn svo harður að Austin-bifreiðin kastað- ist á girðingu við götuna og braut hana. Eru báðar bifreiðarnar roikið s'kemmdar. Skammbyssa og skotfæri Við rannsókn kom í ljós að maður sá sem um ræðir hafði skammbyssu og skotfæri í vasa sinum. Kvaðst hann hafa verið á leið upp á Hellisheiði þeirra er- inda að skjóta þar í mark. Lög- reglan tók bæði ökumann og skot vopn í sína vörzlu. ■—h Stærsti vefstóll lands- ins vígður að Álafossi Getur ofiÖ teppi allt a'8 því 3,65 aft breidd Vegur 25 tonn Stjórn Álafoss h f. bauð all- mörgum g^stum upp að Ála- fossi s. 1. laugardag Tilefni þessa boðs var vígsla stærsta vefstóls landsins. gólfteppa- vefstóls, sem getur ofið gólf- teppi, breidd. sem eru 3,65 m á Álafoss h.f. hefur framleift dregla 78 cin breiða í hálft þriðja ár. Nú tíðkast það mjög að menn þeki gólf sin gólfteppum út í hvert Nýi vefstóllinn á Álafossi. (Ljósmynd: Tíniinn, K.M.). hcrn, en við það sparast oft á tíð- um gólfdúkar og jafnvel fínpússn- ing. Þessi iiýi vefstóll getur ofið gólfteppi a’lt að 3,65 m að breidd eins og áður er sagt. Vefarar við þennan vefstól verða að vera treir og ein stúlka við spólugrind- urnar aftan við stólinn, en ullar- spólurnar á spólugrindunum eru livorki fleiri né færri en 4160 tals- ins. Mynzturvélamar eru efst á stólnum fimm talsins. Vefstóllinn vegur 25 tonn. Full uppsetning á spólugrinduraar veg- ur um 2 tonn og jútaþráður og baðmull um 1 tonn. Gengið var frá kaupum á þess- um vefstól fyrir viðreisn, en nú nuindi slíkur stóll kosfa tæpar tvær milljónir, enda engin smá- smíð. Stóllinn er vestur-þýzkur. Álafossverksmiðjan hefur stafað óflitið í 63 ar. Fataefni og áklæði hafa verið aðalframleiðsluvörurn- ar, en nú verður mest áherzla lógð á framleiðslu teppa, en for- ráðamenn \iafoss segjast vona að það verði aðaluppistaða ullarfram ltiðslu á ísiandi í framtíðinni. Hátt að þriðja hundrað manns vai boðið aö Álafossi s.l. laugar- dag og sýnd hin fjölþætta verk- smiðja hált. cg lágt. Að því loknu var boðið tii kaffidrykkju að Hlé- garði. Þar fiutti Ásbjörn Sigur- jónsson foxsvjóri ræðu og skýrði frá reksti verksmiðjunnar. Auk hans töluðu Sveinn B. Valfells form. Féi. isl. iðnrekenda, Ólafur Þórðarson hreppstjóri, og Helga Magnúsdóttir oddviti. s!ys og önnur óhöpp af því tagi um helgina og varð hiS alvarlegasra um áttaleytið á Reykjanesbraut en þar varð átta ára telpa fyrir bifhjóli og tvíbrotnaði á fæti. Telpan beitir Gunnvör Ásta GuSmundsdóttir, til heimilis að Digranesvegi 4 í Kópavogi. Mun hún hafa hlaupið út á Reykjanesbrautina móts við biðskýliö á Kópavogshálsi og varð þar fyrir bifhjóli. Gunn- vör var flutt á Slysavarðstof upti fiu ‘sofi i lucf uioji 3o -eun hafði bæði lær- og fótbrotn- að á vinstra fæti. Árekstur strætisvagns Þá bar það vig á Laugar- daginn að strætisvagn lenti i árekstri við aðra bifreið. Við áreksturinn féll kona, sem var farþegi í strætisvagnin- um, í öngvit og var hún flutt á Slyraavarðstofuna. Komst hún til meðvitundar þar eft- ir nokkra hríð og eru meiðsli ekki talin verulegu. Þá varð telpa fyrir skelli- nöðru á Hverfisgötu á sunnu- daginn en meiðsli hennar voru óveruleg. Laust fyrir kl. fimm á laug ardaginn varð kona, Þórunn Rafnsdóttir, Álfheimum 34, fyrir bíl á gatnamótum Skúla götu og Rauðarárstígs. Þór- unn var flutt í sjúkrabifreið á Slysavarðstofuna, en ekki er klaðinu kunnugt um meiðsli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.