Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, þriðjudaginn 13. september 1960. 11 Útsaumað borðlín Notkun á borðservéttum ryður sér æ meir til rúms hér sem annars staðar, enda mun hentugri en dúkar vegna þvottanna. Þær geta líka verið smekkleg gjöf, og til að gera hana persónu- legri, má sauma fangamark viðtakanda 1 þær. Hér er sýnd slík borðserv étta úr hör ásamt meðfylgj andi munnþurrku. Það er gengið frá brúnunum með húlsaumsspori. Borðservétt- an er höfð 45x35 cm., en munnþurrkan 30x30 cm. 2,5 cm. frá brún eru dregnir 1— 2 þræðir og saumað húl- saumsspor meg 4 þráðum 1 spori, síðan eru ytri þræð irnir dregnir úr til að mynda kögrið. Bezt fara sem einfald- astir stafir á þessu borð- líni og má þá gjarnan sauma þá með tvöföldum keðjusting og þræða í spor in með öðrum lit. Það væri ekki úr vegi að sauma nokkrar svona sam stæður í tómstundum nú í haust og geyma þær til jól- anna, þá þarf ekki annað en að bæta við fangamarki þeirra sem eiga að fá. Grennandi föt fyrir þreknar konur Þennan skyrtublússu-kjól með smekklega kraganum má hafa úr bómullarefni, ef nota á hann heima eða við vinnu, en úr silki, ef hann á aö vera síödegiskjóll. Á myndinni er hann úr rönd óttu silkiefni í ýmsum brún um og drapp-litum, og má nota hann við margs konar tækifæri. Efni fyrir stærð 44: 5,05 metrar af 90 cm. br., eða 3 metrar af 140 cm. br. efni. Auk ofannefndra efna má nota ull, trevira, dralon og orlon. Þessi dagkjóll er mjög grennandi og á víða við. Sniðið er ótímabundið, því að það má nota hvenær dags og hvenær árs sem er, eftir því hvaða efni er notað í kjólinn. Hér er hann úr blá- græn-röndóttu hreinu silki. Efni fyrir stærð 45: 3,80 m. af 90 cm. breiðu, eða 2,65 m. af 140 cm. breiðu efni. Lausir jakkar eða kápur njóta vaxandi vinsælda með al þeirra, sem eru af grennsta skeiði. Þeir klæða vel af konunum og eru léttir og þægilegir. Hér sést 7/8- kápa, sem kölluð er, úr dökk brúnu og gráu efni og með ásetta vasa. Brúnirnar og pilsið eru úr einlitu brúnu efni. Efni fyrir stærð 46: 2,55 metrar af 140 cm. br. efni. Það finnst víst öllum gott að sveipa sig í hlýtt handklæði, þeg- ar upp úr baðinu kemur. Þessi krómuðu handklæðarö<r þurrka og velgja handklæðin, því að þau eru tengd heitavatnskerfi húss- ins. Ekki varður sagt, að stækkun- arspegillinn smjaðri neitt, en hann er svo hentugur, að hann ætti ekki að vanta I neitt bað- herbergi. Óhreinindi í húð sjást fljótlega i svona spegli, aukin- heldur sem hann kemur að góð- um notum, ef andilsförðunin á að vera óaðfinnanleg. Hér er hon um komið fyrir á hreyfanlegri krómstöng, sem snúa má að ljós- inu. Ýmislegt í baðherbergið Ekki er mikil hætta á, að þeir tannburstar rykfalli, sem gengið er frá á þennan hátt. Glasinu og tannburstanum er komið fyrir á hillu, sem má snúa inn í vegginn. Er þá ekki annað en krómaða messingplötu að sjá utan frá, af sömu breidd og veggflísarnar. Notkun á litlum gestaþurrk- um eykst nú mjög, þ.e. þeim, sem aðeins eru ætlaðar til notkunar einu sinni milli þvotta. Hér eru tvær hirzlur undir slík hand- ldæði, í þeirri efri er ónotuðu handklæðunum staflað, en þau notuðu látin í neðri körfuna. Á sama hátt má láta þessa bréf- rúllu og öskubakkann hverfa í vegginn. Þetta er ágætt ráð til varnar því, að þarfaþingið blotni, þar sem bað eða sturta og WC eru saman.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.