Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 12
12 T í MIN N, sunnudagmn 11. september 1960. Ærótí&r ■llllli fjj ♦ ywr . • i áhrótt&r RITSTJÓRI. HALLUR SIMONARSON A-Þjóðverjar sigruðu í lands- keppninni með 38 stiga mun — Árangur i keppnnni var slakur og aíeins tveir Islendingar náðu betri árangri en áður íslenzka landsliðið í frjáls- um íþróttum háði landskeppni við B-lið Austur-Þjóðverja á sunnudaginn. Þjóðverjar sigr- uðu með 103 stigum gegn 65. Keppni þessi átti að hef jast á laugardag, en vegna útfarar torseta Austur-Þýzkalands var keppni frestað fram á sunnu- dag og þá keppt í nokkuð færri greinum en í upphafi var ráðgert. Ákveðið hafði verið að keppni hæfist í Schwerin í laugardag, en var frestað af þeim ástæðum, sem áður eiu greindar. Var síðan fall- izt á, að keppnin stæði aðeins í einn dag — í stað tveggja áður — og til þess það yrði framkvæm- anlegt, varð að fella niður keppni í fjórum greinum, og urðu fyrir valinu: 200 m. hlaup, 800 m. hlaup, 10000 m. hlaup og kúluvarp. Árangur í keppninni er heldur slakur og flestir íslenzku frjáls- íþróttamennirnir langt frá sínu bezta. Aðeins tveir Jón Pétursson og Friðrik Guðmundsson, náðu betri árangri, en þeir hafa áður gert. Jón stökk 14.63 metra í þrí- stökki og Friðrik kastaði sleggju 52.38 metra. íslendingar báru sigur úr být- um í fimm greinum af 16. Hilm- ar vann 100 m. hlaupið á 10.7 sek. Pétur Rögnvaldsson sigr- aði í 110 m. grindahlaupi á 14.9 sek., Valbjörn Þorláksson sigraði í stangarstökki, stökk 4.35 m. Vilhjálmur Einarsson sigraði í þrístökki, stökk 15.38 metra og Hallgrímur Jónsson sigraði í kringlukasti með 46.85 metrum. Austur-Þjóðverjar áttu tvo fyrstu menn í sjö greinum, en ís- lendingar engri, og auk þess sigr- uðu Þjóðverjar í báðum boðhlaup- unum með miklum mun og mis- munurinn í stigum varð því 38 stiig,, eða 103 gegn 65, sem er nokkru meira en reiknað hafði ver ið með. Úrslit urðu iþessi: 100 m. hlaup: 1. Hilmar Þorbjöi'nsson 10.7 2. Wallach 10.9 3. Frarnin 11.0 4. Gretar Þorsteinsson 11.3 400 m. hlaup: 1. Benkwitz 43.4 2. Möller 48.5 3. Höiður Haraldsson 49.1 4. Þórir Þorsteinsson 51.9 1500 m. hlaup: 1. Wolter 3:48.3 2. Saft 3:49.2 3. Svavar Markússon 3:54.7 4. Guðm. Þorsteimsson 3:04.5 110 m. grindahlaup: 1. Pétur Rögnvaldsson 14.9 2. Regenbraoht 14.9 3. Hille 15.0 4. Björgvin Hólm 15.6 400 m. grindahlaup: 1. Frabm 53.5 2. Mueller 54.2 3. Guðjón Guðmundsson 54.8 4. Sig. Björnsson 54.9 3000 m. hindrunarhlaup: 1. Dörner 9:138 2. Nothnagel 9:18 4 3. Haukur Engilbertsson 9:51.2 4. Agnar Levy 10:30.4 4 x 100 m. boðhlaup: 1. Þýzka sveitiin 2. íslenzka sveitin 4 x 400 m. boðhlaup: 1. Þýzka sveitin 2. íslenzka sveitin Eangstökk: 1. Schmöller 2. Vilhj. Einareson 3. Einar Frímannsson 4. Konrad Hástökk: 1. Dnerkopp 2. Beer 3. Jón Pétursson 4. Jón Ólafsson Þristökk 1. Vilhjálmur Einarsson 2. Ber'g 3. Jón Pétursson 4. Rueckborn Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson 2. Beyme 3. Schubert 4. Heiðar Georgsson Kringlukast: 1. Hallgrímur Jónsson 2. Brenbach 3. Beyer 4. Friðrik Guðmundsson Spjótkast: 1. Dahlitz 2. Bade 3. Gylfi Gunnarsson 4. Valbjörn Þorláksson Sleggjukast: 1. Lotz 2. Vorkefeld 3. Þórður Sigurðsson 4. Friðrik Guðmundsson 3:20.8 4:27.5 15.38 15.18 14.63 14.58 46.85 46.81 44.98 44.59 71.18 71.12 57.56 53.83 58.40 54.59 52.98 52.38 ítalskl dómarinn vísar miðherja Júgóslafa, Galic, af leikvellinum. Eftir leik- inn sagði dómarinn Lo Bello: „Þa5 var mjög óheppilegt fyrir Galic, að ég skil iúgóslafnesku. Orð þau, sem hann léf falla um mig eru ekki prenfhæf, og það var aðeins ein leið, nefnilega að vísa honum úr keppninni. Berfættur Etiópíumað- ur vann maraþonhlaupið Tíu þúsund áhorfendur sáu Ira sigra í landsleiknum I Dublin Á sunnudaginn íéku íslend- ingar sinn 29. landsleik í knattspyrnu og aS þessu sinni voru írar (Eire) mótherjar. Leikurinn var háSur á Daly- mounth-leikvanginum í Dublin og voru áhorfendur aSeins um tíu þusund, og eru þaS mjög fáir áhorfendur, þegar um landsicik er aS ræSa. Úr- stit í leiknum urSu þau, aS írar sigruSu meS tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn hófst kl. 2.30 eftir íslenzkum tíma. Leik- mönnum beggja liða var fagn að innilega, þegar þeir hlupu inn á völlinn og eftir as þjóð söngvar landanna höfðu ver — Skorutfu tvö mörk gegtn einu. — Hörður Felixson og Helgi Daníelsson voru jbeztu menn íslenzka litSsins ið leiknir hófst leikurihn. Það leið ekki á löngu þar til írar skoruðu, því að á sjö- undu mínútu komst vinstri útherjinn Hennesy í gegn og skoraði. Ekki náðu írar þó neinum yfirburðum í leikn- um, þótt þeir skoruðu svona snemma og á 42. mínútu tókst Þórólfi Beck að jafna. fyrir fsland. Staðan i hálfleik var þvi jafntefli, eitt mark gegn einu. f siðari hálfleiknum var aðeins eitt mark skorað og var útherjinn Hennesy aftur að verki. Þá voru liðnar 15 mínútur af hálfleiknum. írar sóttu talsvert f hálfleiknumj en íslenzka vörnin átti ágæt an leik. Þegar leikurinn hafði staðið f 35 mínútur byrjaði að rigna og rigndi látlaust það sem eftir var leikisns. Beztu menn íslenzka liðsins voru Hörður Felixson, mið- framvörður og Helgi Daníels son, markmaður, enda leikur, inn að nokkru vamarleikur og fengu varnarleikmenn því meixi tækifæri til að sýnaj hæfni sína. Það skeði margt óvœnt á Ólympíuleikunum i Róm og margir, sem lítið hafði verið rcett um fyrir leikana, urðu sigurvegarar. En hið óvœnt- asta af öllu var þó í maraþon hlaupinu á laugardœginn — siðustu grein frálara- íþrótta á leikunum — þegar óþekkt- ur, öerfcettur hlaupari frá Etíóplu kom fyrstur inn á leUcvanginn og sigraði á tíma, sem var um átta■ mín- útum betri en bezt hafði náðst áður á Ólympiuleikun- um. Og rétt á effár honum — eða 100 metrum á eftir kom annar óþekktúr hlaupari, Marokkóbúi. Sigurvegarinn, Abebe, virt- ist algerlega óþreyttur, þeg- ar hann birtizt á leikvangin- um og það svo, að sagt var, að hann hefði getað haldið áfram og hlaupið aðra eins vegarlengd til viðbótar. Þetta er furðulegt, þegar tíminn, sem hann náði, er athugaður, en hann hljóp á 2 klst. 15 mín. ogl6 sek. Þegar Zato- pek, hinn frægi tékkneski hlaupari, stóð á hátindinum og sigraði í þessari grein í Helsinki var tími hans 2 klst. 23 mín. og 2 sek. — og er bezti tími, sem áður hafði náðst á Ólympíuleikum. Og á laugardaginn hlupu marg- ir hlauparar á betri tima — þótt vegalengdin væri talin erfið, mikið um brekkur. Abebe er 28 ára gamall og líf- vörður hjá Haile Selassie, keisara. Hörkubarátta var milli Ab-' ebe og Marokkómannsins Rahdi um gullverðlaunin'. Fyrstu 10 km. var Englend- ingurinn Kelly í fyrsta sæti, en hinn mikli byrjunarhraði hans varð til þess, að hlaup- arahópurinn tvístraðist fljótt. En tveir Marokkómenn, Rad- hi' ogi Gakir, ásamt Abebe létu' ekki byrjunarhraðann á slg fá og fylgdu Englendingnum. Eftir 15 km. voru þessir menn fremstir, en þá tók Rússinn Popov mikinn kipp og komst í fjórða sæti — en flestir höfðu spáð honum sigri. Júgóslafinn Mihalic, sem varð annar í Melbourne, komst þá einnig í fremstu röð. En eftir 25 km. voru AbJ ebe og Radhi einir orðnir fremstir og eftir það va.r barátta um gullið aðeins milli þeirrœ. Þeir juku bilið milli sín og keppinautanna stöðugt, fyrst var það ein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.