Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 6
TIMIN N, þriðjudaginn 13. september 1960. 6 Þar sem áður var flötin auð eru nú allt í einu komin hvít tjöld. Það eru vegagerðarmennirnir. Við vitum að þau eru tákn þess, að þar sem maður paufaðist áður með hest, mun bifreið bráðum renna, að sú braut, sem fyrr var ógreiðfær mun verða auðvelt yfir- ferðar. Þegar því er lokið, hverfa hvítu tjöldin og fiötin verður aftur auð. Þeir eru farnir á brott, eitthvað þangað, sem við veg þarf að vinna, nýja braut að byggja eða gamla að greiða. Og þannig líður sumarið allt, unz fyrstu vetrarsnjóarnir falla, því að tjöldin hvítu eru hvergi nema þar sem hið græna, gróandi líf er í baksýn. Köld vetrarkyrrðin er andstæða hins síkvika sumar- lífs þeirra. MINNING: Brynjólfur Kristjánsson Brynjólfur Kristjánsson fæddist 8. septemher 1902 að Gröf í Breiðu vík á Snæfellsnesi. Æskuárin lifði hann flest á heimiii foreldra sinna, Danfríðar Brynjólfsdóttur og Krist jáns Pálssonar, að Hólslandi í Eyjahreppi, þar sem þau bjuggu lengst. Brynjólfur var elztur 17 barna þeirra og tók hann fljótlega til við að hjálpa föður sínum við bústörfin, en um tvítugsaldur fór hann fyrst til langdvalar að heim- an. Þá gerðist hann vinnumaður á heimili foreldra minna, og síðar vann hann um hríð við landbún- aðarstörf á öðrum bæjum í byggð- arlagi okkar. Brynjólfur mun hafa verið á 17. árinu þegar hann réðist fyrst til vegagerðar hjá Jóhanni Hjör- leifssyni, og varð það upphaf sam- starfs þeirra og vináttu, er entizt unz yfir lauk. Þessi störf urðu fljótlega svo ríkur þáttur í lífi Brynjólfs, að fyrir um þrem ára- tugum er hann orðinn vegagerðar- maður að aðalatvinnu, fyrst flokk- stjóri, síðar verkstjóri og siðast á annan áratug aðalverkstjóri vega- vinnuflokkanna í Strandasýslu. Einhvern tíma í sumar kennir Brynjólfur fyrst sjúkdóms, en hann segir engum frá því fyrr en núna fyrir rúmum mánuði. Þá kveður hann samstarfsmenn sína og heldur til Reykjavíkur. Þá er sjúkdómurinn orðinn banvænn, og hér í Landspitalanum deyr Brynj- ólfur 7. þ.m. í dag kl. 10,30 verður útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju. verkstjóri Brynjólfur mun hafa verið heim- ilisfastur hér í Reykjavík undan- farna tæpa þrjá áratugi. Hann kvæntist hér fyrir alllöngu, en þau hjón slitu samvistum, og bjó Brynjólfur síðan með kjördóttur sinni, SteUu, fyrst á heimili sínu en síðar hjá henni og eiginmann- inum, Sigurði Þorsteinssyni vél- stjóra. Fyrir fáum árum kvæntist Brynjólfur Ástu Ólafsdóttur frá Þórustöðum í Bitru, og áttu þau tvö börn. I Brynjólfi sameinuðust flestir beztu eðliskostir foreldra hans. Hann var hinn vörpulegasti og bar af sér góðan þokka. Hann var Aðstoðarmatráðskona óskast Staða aðstoðarmatráðskonu í Kleppsspítalanum er laus til umsókanr frá 1. nóvember næstkomandi. Laun samkvæmt launalögum Umsóknir með upp- lýsingum um aldur, námsferii og fyrri störf send- ist til Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 1. október 1960. Skrifstofa ríkissDÍtalanna. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / ORÐSENDING Vegna áróðursskrifa í blaðinu um fiskútflutning með flugvélum og inn- flutning „okurávaxta" og þar sem veitzt er að undirrituðu fyrirtæki í því sambandi, upplýsist eftirfarandi ófróðleiksfúsum blaðamönnum blaðsins til fróðleiks og hughreystingar: 1. f fimm fjugförmum hefur fyrirtækið flutt út á föstu verði fiskafurðir að andvirði kr. 1.437.965.00 í hörðum gjaldeyri. 2. Á sama tíma hefur fyrirtækið flutr inn ávexti að fob andvirði kr. 84.999.00. 3. Fyrirtækið hefur aðeins flutt inn nýjar Perur, Ferskjur, Plómur og Vínber og hefur aldrei, né mun koma nálægt innflutningi á frystum ávöxtum. 4. Að „halli útflutningsins hafi átt að greiðast með sölu ávaxta“ er ekki svaravert í sambandi við undirritað fyrirtæki, en bent á ofannefndar tölur og jafnframt upplýst að fyrirtækið hefur leigt ávaxtainnflytjenda 2 af áðurnefndum fimm förmum til baka. 5. Ávextir hafa hingað til þótt nauðsynjavara hér á landi og hefur millj- ónum króna í gjaldeyri verið eytt í ávexti sem fleygja hefur þurft við uppskipun vegna skemmda. Með því að flytja inn ávexti með flugvél- um kemur varan óskemmd á staðinn og hægt er að takmarka innflutt magn við það sem markaðurinn getur tekið í hvert sinn. Og að óhag- stætt sé að flytja inn ávexti á þennan hátt hvað útsöluverð snertir má afsanna með því, að nýjar perur t.d. eru seldar hjá FLUGSÖLUNNI á svipuðu verði og perur, sem komu með skipi í vikunni, og er þó um fyrsta flokks vöru einungis að ræða hjá FLUGSÖLUNNI. Reykjavík 12.9. 1960 L. JÓNSSON HF. Hringbraut 121. FLUGSALAN AUGLÝSIR NÝJAR PERUR OG PLÓMUR Selt í heilum kössum sem í stykkjatali. FLUGSALAN Hrmgbraut 121 — s. 10600 / '/ i> / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ i / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ fremur dulur í skapi, hæglátur, svo að jaðraði við hlédrægni, prýðilega greindur og íhugull, verkhygginn og afkastamikill, trúr hverjum þeim starfa, er hann tók að sér að rækja, og féll aldrei verk úr hendi meðan eitthvað var óunnið. Ég veit ekki hvort mér er rík- ara í barnsminni að sjá hve létti- lega Brynjólfur vann öll þau störf, sem mér voru ofviða eða hitt, að undrast glöggskyggni hans. Hann þekkti hverja kind heimilisins, þurfti ekki annað en að sjá henni bregða fyrir í svip til þess að kunna þar á öll skil. Hann flíkaði aldrei þekkingu sinni og eðlis- greind, en þegar til þurfti að taka voru úrræði hans og andsvör alltaf hin skynsamlegustu, orð hans byggð á sama traustleik og þeim, sem einkenndi öll hans störf, æðrulaus, örugg og mar'kviss. Hann var mér alla þá tíð, er við vorum saman, eins og bezti bróðir, og fyrir því er hún mér svo hlý minningin um þessa löngu liðnu samverudaga. Aldrei varð ég þess var að Brynj ólfur ætti neina óvildarmenn, enda var hann óáleitinn, góðgjarn og grandvar. Foreldrum sínum reyndist hann hinn bezti sonur, bæði meðan þau voru heima í Hólslandi og ekki síður eftir að þau voru flutt hingað suður í skjól þeiirra bræðranna, Brynjólfs og Kristjóns, að Holtsgötu 41. Dan- fríður er nú látin fyrir nokkru, en í dag mun rúmlega áttræður faðir fylgja elzta barni sinu til grafar, því sjötta af þeim sautján, sem honum voru gefin. Ég veit að þung munu þeim Krístjáni og hinni ungu ekkju sporin í dag, en sú er þó huggun, að sá er kvaddur, sem svo vammlausu lífi lauk, að eng- inn, er til þekkti man þar á mis- fellur. Ég var persónulega ekki eins kunnugur Brynjólfi síðari ár hans og fyrrum, enda lágu leiðir okkar í óskyldar áttir. En ég hef það fyrir satt, að í verkstjóm sinni hafi Brynjólfur reynzt hvort tveggja í senn, hinn traustasti starfsmaður vegamálastjórnarinn- ar og einn ágætasti fyrirliði sinna undirmanna. Mun því báðum, hús- bændum hans og samverkamönn- um í Strandasýslu, þykja sem hér hafi mikill skaði orðið við fráfall þessa ágæta manns. Það þykist ég mega mæla í um- boði þeirra Snæfellinga, er sam- leið áttu með Brynjólfi á æskuár- um hans heima í héraði, að við vottum aðstandendum hans öllum einlæga samúð með þökkum fyrir kynnin við góðan dreng. Það var mjög einkennandi fyrir Brynjólf, að hann skyldi verja mestum hluta starfsævi sinnar til þess að veita forystu fjölmennum hópum manna, sem greiddu öðrum veg. Og auðvitað lagði hann ékki frá sér pálinn fyrr en dagur var svo fast að kvöldi kominn að hvíld- in varð ekki framar umflúin. Þar sem áður voru hvíttjöld er nú flötin auð. Þar voru vegagerðarmennimir. Þeir eru farnir. Við vitum ekki hvert þeir fóru, en trúlega eitthvað þangað, sem veg þarf að vinna, nýja braut að byggja eða gamla að greiða. Sig. Magnússon. VAGN E. JÓNSSON Málflutningur — Innheimta Austurstræti 9 Símar 1-44-00 og 1-67-66 Munið að synda 200 metrana •*Ni*V*> *V*V*V*X*X*V*V*^ Minningarkort Miklaholtskirkju fást hjá verzl. Eros, Hafnarstræti 4, Mynda- og Rammaverzluninni Týsgötu 1, og Kristínu Gests- dóttur Bárugötu 37 ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir r.il allra, sem glöddu mig með gjöf- um, skeytum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu 25. ágúst s.l. Lifið heil. GuSrún GuSmundsdótHr, Svarðbæli, V.-Hún. .vv.v*vv*v*v»vv*vv»v.v.v*vv.vvv.v*v*v*v*% Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jóhönnu Oddsdóttur frá Lltla-Langadal. Aðstandendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.