Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, þriðjudaginn 13. september 1960. GIOVANNI GUARESCHI A Clotilde Troll 1 I 28 I — Fröken Clotilde, sagSi hann, lengi var ég svo hepp inn aS geta sniðgengið yður með öllu. Það á ég líka góð- um smekk mínum að þakka. En þér hafið gert innrás i lif mitt, rétt eins og hver annar sjóræningi. Þér hafið hrak ið mig út í hvers konar ævin týri, og nú upp á siðkastið hafið þér neytt allra bragða til þess að eitra fyrir mér til- veruna. Viljið þér gjöra svo vel að útskýra fyrir mér, allt saman og í einu lagi, hvers vegna þér gerið þetta? — Eg hélt ég hefði sagt yð ur það á svölunum hjá frú Thompson forðum, svaraði Clo. í sömu andrá sá hún eft- ir orðum sínum. Góði guð, hún var ekki lengur á svöl- mnum hjá frú Thompson, held ur á lúsarlítilli eyju, langt út í reginhafi, ein með Filimario Dublé. Alein með karlmo-nni. í fyrsta sinn á ævi sinni fann Clotilde til hræðslu, eða einhvers þess háttar. Hún leit óttaslegin á Filimario, og fannst hún geta séð eins- konar bros á andliti hans. — Það getum við talað um síðar, h-erra Dublé, svaraði hún eins rólega og henni var framast unnt. — Nú ætla ég að leggja mig dálitla stund. Svo læsti hún sig inni í her berginu sinu, setti slagbrand fyrir dyrnar og kom ekki nið ur aftur fyrr en um hádegis leytið. Þá var hún róleg og brosmild. — Hafið þér hugsað yður að heiðra mig lengi með nær veru yðar, herra Dublé? spurði hún. Filimario leit á hana gáttaður. — Satt bezt að segja, ætl- aði ég um hæl til baka, svar aði hann. — En nú sem stend ur virðast því miður öll sund lokuð með það. Eftir því sem ég bezt vei’t, eru skipaferðir strjálar milli Bess og New York. — Já, satt er það. Það var slæmt fyrir yður, sagði Clo. — En hvemig væri, að þér gengjuð til strandarinnar og lituð eftir þvj hvort báturinn muni vera nothæfur? Filimario gekk til strand- arinnar til þess að gá, hvort báturinn væri nothæfur. Hann var ekki orðinn mikils virði. Með góðum vilja hefði kannski Verið hægt að tjasla saman eldhúskollum úr bút- unum, sem eftir voru, en alls ekki meira. Og hvað hafði Filimario svo sem að gera við eldhúskoll undir slíkum kring umstæðum? Hann sneri aftur til sum- arhússins. Þar nam hann stað ar og trúði ekki sinupi eigin augum. Dyrnar og gluggarnir voru vandlega lokaðir. Okkar prúði aðalsmaður sneri sér að dyrunum og ban'kaði kurteislega. Síðan reyndi hann að sprengja þær upp. — Þetta er tiigangslaust, sagði rödd uppi á annarri hæð. Hann leit upp, og sá þar hluta af andliti Clotilde í glufu milli gluggahlera. Hún brosti hæðnislega: — Allar dyr og gluggar eru vandlega lokaðir, og húsgögnunum rað að að innan, svo þér getið sparað yður erfiðið, herra Dublé. — Eg skil ekki meininguna með þessu, sagði Filimario — Meiningin er sú, að í mínu húsi tek ég aðeins á móti þeim sem mér sýnist. Eg_ hef lögin með mér. Þar sem ég, get ekki komið yður burt frá eynni, er lágmarkiö að ég haldi yöur frá húsinu. Hafið mig afsakaða, herra Dublé, ég þarf að fá mér mat arbita i svanginn. Það er heili’úkið af dýrindis mat í kjallaranum, og ég er hungr uð eins og úlfur. Og svo hófst undarlegasta umsátur, sem nokkurn tíma hefur verið sagt frá í mann kynssögunni. Við skulum nota orðið undarlegasta, af þvi að sá, sem hún beindist gegn, var ekki í gildrunni, heldur fri og frjáls eins og fuglinn undir berum himni. Filimario var hungraður eins og hundrað manns, og ekki bætti þaö úr skák, að nú kom Clotilde út í gluggann aftur: — Þér getið ekki hugsað yður hvað þessi kavlar er góð ur, hrópaði hún til hans. Eða: Ennþá er til fólk, sem ekki getur gert sér grein fyrir því, hve niðursoðið hænsnakjöt er gott. Þér ættuð bara að smakka á þessum! Þetta var j annað sinn, sem Filimario heyrði eitthvað þessu líkt á Bess. En þá var það smyglarafrú og hópur glæpamanna, sem hagaði sér svona gagnvart honum. Að þessu sinni var það aðeins Clotilde Troll. Undir kvöld kom Clotilde á ný fram í gluggann og las fyrir honum uppgafarskilmál ana: — Hann er að skeJla á með óveður, sé ég er. Ef þér viliö fá þak yfir höfuðið, hlý teppi og góðan mat, skuluð þér gera svo vel að biða mig auð mjúklega um fyrirgefningu á þeirri framkomu, sem þér sýnduð mér þarna um kvöld ið hjá frú Thompson. Filimario fékk sér sæti á þúfu og sagði litríka sögu úr hinni viðburðariku ættarsögu Dubléanna: — 1771 var langafi minn í föðurætt tekinn til fanga af hertoganum Breville og sett ur í fangelsi. Ilann átti ekki að fá mat, fyrr^en hann féll ist á kröfur hertogans. Þegar tólf dagar voru liðn ir, var hertoginn orðinn svo hrifinn af úthaldi langafa mins, sem hafði ekki smakk að matarbita allan þennan tíma, að hann gekk inn í klefann til hans og spurði: — Get ég nokkuð gert fyrir yður? — Já, svaraði langafi minn. — Eg væri yður mjög þakk- látur, ef þér gætuð útvegað mér gott hæðgameöal. Eg er ekki vel góður i maganum. — Þetta var til þess að gefa yður hugmynd um, hvernig Dubléarnir bregðast við þvingunaraðgerðum, lauk Fil máli sínu. — Jæja þá, góða nótt, sagði Clo og lokaði gluggan- um. En þegar hún hafði komið sér fyrir undir teppunum, stundi hún og sagöi við sálfa sig: — Guði sé lof að ég gafst ekki upp. Það rigndi ekki, en þegar Filimaro vaknaði daginn eftir, var hann helaumur um all- an kroppnn. Sólin reis, og Clotilde kom út í gluggann aftur. — Fallegur morgun, herra Dublé. — Dásamlegur. — Hafið þér sofið vel? — Prýðilega. Maður sefur alltaf vel, þegar samvizkan er hrein. Clotilde hélt siðan langar ræður um morgunmat, og hve nærandi kex væri. Klukkan tólf flutti hún fyrirlestur um túnfisk í olíu og ediki. Og um kvöldið gaf hún eina matar lýsinguna enn, sem átti að ýta undir hann með að gef- ast upp. Filimario var glor- hungraður og að því kominn að falla saman, en hann gafst ekki upp, og hann fann meira að segja kraft til þess að segja eina söguna enn um út- hald Dubléanna. Nú bað Clotilde ekki að- eins um afsökunarbeiðni, held ur langa ástarjátningu \ ijóð \m, dagsetta og undirskrif- aða. Hún ætlaði að eiga hana til þess.að sýna vinum sínum í Nevaslippe. En Filimario neitaði ákveð ið, og Clotilde dró andann léttar í annað sinn. Fil vaknaði dálítið rugl- aður í kollinum daginn eftir aðra nóttina undir berum himni. Nú voru liðnir fimm- tiu og sex tímar síðan hann fékk matarbita seinast. — Eg skil ekki hvernig hann langafi minn hélt út föstuna i tólf daga, sagði Fil við sjálfan sig. — Eg er næst um búinn að vera eftir fimm tíu og sex tíma. í raun og veru var hann svo aðfram- kominn, að honum lá við að gefast upp, þótt hann vissi, að þá myndu forfeður hans snúa sér við í gröfunum. Hann var aðframkominn af sulti. Hann vildi gjarnan undirrita tvær ástarjátning- ar, bara ef hann fengi eitt- hvaö að éta. Hann beið þess óþolinmóð ur að glugginn opnaðist, en þess í stað opnuðust dyrnar, og Clotilde kom út. Hún var mjög föl, og hafði bersýnilega grátið. Filimario starði gáttaður á hana. Var hann að dreyma?- Hafði hann virkilega sigrað? Nú aftur? — Eg er svöng, kjökraði Clotilde. — Eg hef ekki bragð að mat í fimmtíu og sex tíma. Það er ekki svo mikið sem brauömola að finna í öllu hús inu. — En allar þessar matar- lýsingar yðar? spurði Fil. Clotilde yppti aðeins öxlum i stað þess að vara. Filimario baðaði út höndunum. — Hvað get ég gert við þvi? spurði hann. Hef ég ekki ver ið matarlaus jafn lengi? — Jú, en þér eruð vanur því. Þetta er í ættinni. Þér eigið forfaðir sem bað um hægðameðal eftir 12 daga föstu. Þeir eru ekki til í minni ætt. Trollarrúr eru að dauöa komnir, þegar þeir hafa fast að í tvo daga. Þriðjudagur 13. sepfember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 VeSurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Á ferð og flugi". 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Túkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um vörumerkingar (Sveinn Ásgeirsson ha.gf.ræð- ingur). 20.55 Pianótónleikar: Bel'a Siiki leik- ur fjórar ballötur eftir Chopin, í g-moll op. 23, í F-dúr op. 38, í As-dúr op. 47 oig í f-moll op. 52. 21.30 Útvarpssagan: „Barrabas“ eftir Par Lagerkvist; I. (Ólöf Nordal þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í Havana" eftir Graham Greene; XV. (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.30 Lög unga fólksins (Guðrún Svafarsdóttir og Krisfcrún Ey- mundsdóttir). 23.25 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI og FÓRN SVÍÞJÓÐS 13 Er þau sitja við borðio síðar um kvöldið, segir konan til nafns, hún heitir Guðlinda. — Það er gest- risni yðar að þakka, að mér er að safnast styrkur aftur, segir hún þakklát. Vínóna er einmitt að segja henni frá því, að barn hennar sofi vært, er vörðurinn kemur inn og slær spjóti sínu í steingólfið. Ókunnuga menn hefur borið að gar'ði, og hafa þeir beðið um húsa- skjól næturlangt. Eiríkur gefur verðinum merki um að láta gestina koma inn og gengur sjálfur í móts við þá. Eftir klæðaburðinum að dæma er foringi þeirra höfðingi-á ferðalag með hirð sína. Allra augu beinast að honum, er hann stillir sér upp við salarinnganginn stolt- ur í brágði. Þess vegna tekur enginn eftir því, að Guðlinda fölnar og augu hennar fyllast hræðslu. Það rýfur kyrröina skyndilega, er bikar henn ar fellur á gólfið með hávaða. Hún þrýstir höndum að hjartastað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.