Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 7
T í MIN N, þriðjudagitm 13. september 1960. 7 Orðið er frjálst IVEannkyn framtíðarinnar „Menn hljóta ag gera sér Ijóst, að áSur en langt um líð ur muni allt mannkynið veröa blandaS eins og ég“, er í Tímanum 30. 8. haft eftir útlendum kynblendingi, dans konu, sem hér hefur veriS um nokkurt skeiS, og má nú ef til vill segja, að hún hafi fremur boðaS þessa kenningu meg limaburði sínum en með mæltu máli eSa skrifuðu. En hvaö um það, ýmsir munu halda aS þannig hljóti að fara, þó að það mundi raunar gera að engu þá þróun mann flokkanna, sem staSið hefur í hundruS áraþúsunda, þann ig að einn hefur áunnið sér þetta og annar hitt, og reynd ar einn sumt öðrum fremur, með langri og torsóttri við- leitni. Allt þetta mundi nú tapast og miklar líkur eru til, að það sem upp úr þessu kæmi yrði eitthvaö líkt og forfeður vorir fyrir hundruðum ára- þúsunda, yrði nokkurs konar athvarf ti'l frummennsku. Ber nú að vísu mest á því, hve hvítu einkennin tapast fyrst (bæði litarháttur og annað, sem enginn skyldi halda, að sé síður en liturinn), þegar blöndun á sér stað við óskylda kynþætti, og bendir það til þess, aS þau einkenni séu nýrri og viðkvæmari. En þó þykir mér líklegt, aS einnig svartir kynstofnar og gulir tapi nokkru við samblandið og verði ekki fremur sjálf- um sér líkir um það, sem þeim var sérstæðast gefið af þró- uninni og því, sem þróunina laðar fram Vitanlega væri tilgangs- laust að hafa á móti kyn- blöndun, hversu óæskileg sem hún væri, ef hún væri eins óhjákvæmileg og látið er i veðri vaka. En þessu er nú ekki þannig varið, og má vel gera sér lóst, að annaS liggur fyrir mannkyninu en að verða að sérkennilausum sam breyskingi. Líti menn í kring um sig, þá munu þeir sjá með al landa sinna, sem reyndar eru nokkuð sundurlyndir og annað betur gefið en að meta hvers annars verðleika, menn, sem eru mjög þess verðir að taka eftir þeim. Menn munu sjá, að hér á landi býr góður stofn, og þessi stofn er hinn sami, aS langmestu leyti, og verið hefur síðan land byggð ist. Sami stofninn er hér nú og var á öld Sturlunga, og á söguöld á dögum Kjartans og Bolla, Gísla, Gunnars og Njáls, og Egils og Grettis. Ef til vill ber stofninn enn ekki sama glæsibrag og þá, þvi margt er það, sem dregið er niður og hnekkir þroskanum, meðal annars þau rangindi gagnvart Sögunum, sprottin af röngum skilningi, sem ýms ir menntamenn hafa haft í frammi og banna mönnum þannig þá sjón sem sönnust er, á sjálfa sig og uppruna sinn. Kynnu menn hins vegar að skoða þjóð sina í þvj ljósi, sem hin fornu snilldarverk bregða yfir hana, þá hygg ég, að menn myndu spyrja sjálfa sig, þegar þeir heyra suman boðskap nútmanns: Er það æskilegt, að þessi stofn hverfi sögunni og landið verði byggt einhverjum þeim, sem öllu öðru eru líkari en íslending- um. Því skyldi ekki mega verða svo framvegis? — Að vísu mætti virðast svo við fljótfærnislega skoðun, að allt stefndi nú til samblönd- unar og útþurrkunar sér- kenna með auknum samgöng um. En sé betur aðgætt, þá mætti hverjum manni verða ljóst, að á þeim helstefnu- leiðum, sem nú eru famar með sífellt vaxandi hraða, verður ekki haldið áfram til lengdar. Framundan hljóta að vera, ef nokkur framtíð á að verða, umskipti þau til hins betra, sem Helgi Pjeturs boðaði, aldaskipti, eins og hann komst að orði. Og þá vrða öll viðhorfin önnur en nú) og ástin mun verða alls staðar sigursæl, en ekki um- hverfing hennar. Og þá hygg ég að hverjum þeim einstaJcl ingi, sem tekizt hefur að halda sér heilum í þvj róti, sem nú gengur yfir, muni (Frambalö a 15 síðui Nesjamennska (Bragarháttur úr Háttatali.) Höfuðstaður okkar er útnesbyggð sem fleiri hér, énda fundið ag því var, er þeir byggöu þar. Bót í máli þó var þá það, að völdin fengi sá, er á skaga óðal nam, eins og kom hér fram. Nesjamennskan, sem þeim sveið, sitt nú hefur runnið skeið, óðul góð á útnestá enginn vill nú sjá. Hrjóstur ala hrausta þjóð, heldur lina sáðlönd góð, sem þeir sterku síðan fá, svo fer eins með þá. Persar 1) unnu auðug lönd, áfram byggðu hrjóstur strönd, völdu hörzl, þar hreysti bjó, heldren löndin frjó. Nokkur hætta í því er, öll ef þjóðin safnast hér. Hér hún linast líka kann, loks við jaröhitann. Reykjavík 11.9. ’60, Sigurður Norland. 1) Þegar Kýros, Persakon- ungur, hafði lagt undir sig Asíu, þá stakk einn manna hans upp á því, að Persar yfirgæfu sitt hrjóstuga land, Persíu, og settust að j frjó- samasta landinu, sem þeir höfðu sigrað. Kýros mót- mælti því ekki, en sagði, að Fersar skyldu þá undirbúa sig undir það að vera undir- okaðir í stað þess að drottna. Við þessi orð konungs létu Persar sér segjast og voru kyrrir í landi sínu. (Heródót). LOQUi LOQUENDO DISCITUR Berlitz-skólinn t i ! k y n n i r Tungumálanámskeiðin fara senn að hefjast, og verður eins og fyrr eingöngu kennt í smáhópum með 8 nemendum í hverjum hóp. Færri nemendur geta einnig myr.dað einkahópa. Fyrst um sinn verður tekið a móti innri+unum í ensku, þýzku, ítölsku, frönsku og spænsku. Innritun kl. 2—7 dagltga. Berlitz-skólinn Brautarhoiti 22 Sím. 1-29-46. Minningarorð: Páll Sigurðsson, Skógum í Reykjahverfi Páll Sigur'ðsson, f. bóndi að Skógum í Reykjahverfi, lézt hinn 16. júlí s.l. að heimili Sigurðar, sonar síns að Skógahlíð. Páll var fæddur að Dýjakoti í Reyikjahverfi (nú Skógahlíð) 14. okt. 1875. Voru foreldrar hans þau hjónin Sigurður Árnason og Krist- veig Kristófersdóttir, er þá bjuggu að Dýjakoti, og voru þau bæði ættuð úr Þingeyjarsýslu. Páll var ungur, er hann missti móður sína, en fluttist síðar með föður sínum að Hálsi í Köldukinn og ólst þar up. Tók hann ungur að vinna á búi föður síns og þótti snemma hinn bezti verkniaður, frábær sláttumaður og góður fjármaður. Hann var smiður góður á tré og járn og mjök verklaginn, að hverju sem hann gekk. í æsku var hann mikill fjörmað- ur, og góður íþróttamaður á þeirra tíma vísu, sérstakiega glímumaður, en þá voru glímur mikið iðkaðar í sveitum. Hann var að vísu tæp- lega meðal maður að vexti, en hér sannaðist það, „að magur er knár, þótt hann sé smár.“ Páll var greindur vel og skáld- mæltur nokkuð, en lítt átti hann þess kost að njóta menntunar í æsku fram yfir það, sem hann gat sjálfur aflað sér í skóla lífsins. Lausavísur Páls þóttu magrar smeldnar og bárust víða. Þegar blaðið „TÍMINN“ kom fyrst út, orti hann þessa vísu: „Tíminn mína tendrar sál, tímans hlýna straumar, Tími ber þú mergjað mál, magn verði þínir draumar." Hann var alla tíð traustur sam- vinnumaður og góðúr liðsmaður Fraimsóknarflokksins. Páll kvæntist um síðustu alda- mót, Hólmfríði Jónsdóttur frá Skútustöðum, systur Sigurðar Jóns sonar, iráðherra, frá Yztafelli, og þeirra systkina, af hinni merku Skútustaðaætt. Byrjuðu þau búskap að Garðs- horni í Köldukinn, en fluttust 1902 að Skógum í Reykjahverfi og bjuggu þar síðan. Konu sína missti Páll 1919, en frú Hólmfríður hafði þá lengst af átt við mikla van- heilsu að búa. Hún var merk kona og mikilhæf, vel gefin, glaðlynd og gestrisin og hafði fagra söng- rödd. Bar hún veikindi sín með frábærri þolinmæði og trúarstyrk. Var til þess tekið, hve bjartsýn hún var og glaðlynd, þótt lífsbar- áttan væri oft hörð á þeim árum. Þeim hjónum varð 7 barna auð- ið, og létust tvö þeirra í æsku. Bræðurnir Sigurður og Helgi eru bændur að Skógum og Skógahlíð, en systurnar Þuríður og Sigurveig búsettar í Reykjavík, en Guðbjörg, húsfreyja að Einarsstöðum í Reykjahverfi. Öll minnast nú börnin foreldra sinna með þakklæti og virðingu, þegar þau eru bæði til moldar gengin. Eftir lát konu sinnar bjó Páll með börnum sínum, en alls bjó hann í Skógum í rúmlega 40 ár. Byggði hann upp hús jarðarinnar og bætti jörðina mikið. Páll í Skógum var hlédrægur maður að eðlisfar'i, en vinsæll og vel metinn af öllum. Hann var glaðlyndur maður og bjartsýnn, draumspakur, athugull og fróður um margt. Síðustu árin, sem hann lifði, var hann hjá Sigurði, syni sínum í Skógahlíð, og naut þar kyrrláts ævikvölds á þeim stað, þar sem hann hafði lifað beztu ár ævi sinn- ar og honum var kærastur. Páls í Skógum mun lengi minnzt meðal sveitunga og vina, og að leiðarlokum er honum þakkað mikið og merkilegt ævistarf. Z. Vinnuskúr Vinnuskúr, sem þægilegt er að flytja, óskast til kaups, sem fyrst. Tilboð með upplýsingum um stærð og yerð: send- ist blaðinu fyrir 17. þessa mánaðar merkt „Vinnu- skúr“. Blaðburður TÍMANN vantar unglinga ti! bíaðburðar i vetur í eftirtalin hverfi. FRAMNESVEG BÁRUGÖTU HATEIGSVEG Afgreiðsla TÍMANS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.