Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 13
I ! T í MI N-N, þriCjudagínn 13. septcmbcr 1960. 18 Sigurvegararnir í knattspyrnunni. Júgóslafneski fyrirliSinn stendur efst á verSlaunapallinum, og liS hans er í miSjunni. FyrirliSi Dana, Poul Jensen, er fremstur á verSlaunapallinum, en sá ungverski aftastur. VerSlaunaafhendingin fyrir knattspyrnuna var mjög hátiSleg, og voru verSlaunin afhent strax eftir leikinn milli Júgóslafa og Dana. ★ Loksins hlutu Júgóslafar gullverðlaunin í knattspyrnu- keppni Ólympíuleikanna — og það ettir fjórar tilraunir í úrslitaleikjum. Og sigur Júgó- slafa gegn Dönum á laugar- dagskvöld á Flamingo-leik- vanginum i Róm — sem var aðeins hálfsetinn áhorfend- um — var fyllilega verðskuld- aður. Júgóslafneska liðið lék betri knattspyrnu, þótt það hefði aðeins 10 leikmönnum á að skipa í 53 mínútur. Mið- herji Júgóslafa var rekinn af leikvellinum fyrir ruddalegt orðbragð, þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, Gullverö- launin til Júgóslafa Ag vísu byrjuðu Júgóslafar mjög vel og komu Dönum á óvart með að skora tvö mörk áður en 12 minútur voru liðn- ar af leiktíma, og setti þetta danska liðið úr jafnvægi. Hin trausta vöm liðsins, sem hafði átt svo glæsilega leiki áður á leikunum var nú tauga óstyrk og fálmandi í stað- setningum — og enginn i minúta, si’ðan tvœr, og þeir hlupu hlið 'ríð hlið. Abehe tókst hins vegar að hrista Marokkómanninn af sér á siðasta kílómetranum og kom um 100 m. á undan i mark, og vann þar með fyrstu gullverðlaun Afríku á leikunum i Róm. Tveir Danir tóku þátt í þessu hlaupi og varð Thyge Tögersen í sjötta sæti, þótt þetta væri í fyrsta skipti, sem hann hleypur maraþonhlaup. Hinn, John Lauridsen varð í 39. sæti. framlínunni gat skorað mark. Það var því ekki von að vel færi, og sigur Júgóslafa 3—1 mjög sanngjarn. Miðherji Júgólslafa skoraði fyrsta markið í leiknum eftir að hafa brotizt í gegnum vörn Dana og skoraði hann án þess, að Henry From hefði nokka möguleika á að verja. Hins vegar hefði From átt að verja spyrnu hægri innherj- ans, Matous, á 12. mínútu en segja má, að það rnark hafi tryggt sigur Júgóslafa í leikn um. Júgóslafar sóttu mjög eftir þessi mörk og voru Dan- ir heppnir að Júgóslafar skor uðu ekki eitt til tvö mörk til viðbótar. Átta mínútum fyrir hálf- leikslok skeði það, að dómar- inn rak hinn ágæta miðherja Júgóslafanna af leikvelli. Urðu þá mikil læti á vellin- um, jafnt meðal leikmanna júgóslafneska liðsins sem á- horfenda, og það var ekki fyrr en miðherjinn var horf- •inn af leikvellinum, að ró komst á aftur. Tildrög til þessa þunga dóms voru þau, að Júgóslafar höfðu skorað, en dómarinn dæmdi markið af vegna rangstöðu. Júgóslaf nesku leikmennimir mót- mæltu kröftuglega — en allt kom fyrir ekki, dómarinn breytti ekki ákvörðun sinni. Féll miöherjanum þetta sýni- lega þyngra en öðrum leik- mönnum og jós hann úr skál- um reiði sinnar yfir dómar- ann — óvitandi um það, að hann skildi júgóslafnesku, og þvi fór sem fór. Siðast í þessum hálfleik fékk Poul Pedersen tvö ágæt tækifæri til að skora. í,fyrra skiptið skallaði hann knött- inn beint í fvig markmanns- ins, en í síðara skiptið skaut hann hátt yfir, eftir að vera kominn inn fyrir vörn slaf- anna. 1 síðari hálfleiknum sóttu Danir miklu meira, enda lögðust Júgóslafar þá í vörn sem skiljanlegt er með tvö mörk yfir og einum manni færra á leikvellinum. En sóknarleikmennirnir komust ekkert áleiðis gegn hinni sterku vörn Júgóslafa — og þeim Harald Nielsen og Henn ing Enoksen var alveg haldið niðri. Framvörðurinn Flemm ing Nielsen var hinn eini, sem átti hættuleg skot á markið en markmaður Júgóslafa Viv inc varð mjög vel. Á 24. minútu hálfleiksins tókst Júgóslöfum að skora þriðja mark sitt í leiknum, og var vinstri útherjinn Kostic þar að verki eftir mikil mis- tök hjá Poul Andersen og Hans Christian Nielsen. Báð- ir gátu þeir spyrnt knettin- um af hættusvæðinu, en mis- skilningurinn milli þeirra varð til þess, að Kostic skauzt á milli þeirra og skoraði ör- ugglega. Og þar með var sig- urinn öruggur. Danir börðust vonlausri bar áttu það sem eftir var leiks- ins. Nokkru fyrir leikslok varð Flemming Nielsen, sem verið hafði bezti maður danska liðsins, ag yfirgefa völlinn v^gna smámeiðsla. Hann kom þó fljótt inn á aft- ur og tók stöðu sína. Og á síð- ustu mínútu leiksins átti hann hörkuskot á markið af löngu færi, sem júgóslafneski markmaðurinn hafði ekki nokkur tök á að verja. Og þannig lauk þvi leiknum 3—1 og loksins fengu Júgóslafar gullverðlaunin á Ólympíuleik unum. Þrátt fyrir tapið voru dönsku leikmennirnir ekki óánægðir eftir leikinn — þeir höfðu tapað fyrir betra liði og viðurkenndu það. Flemm ing Nielsen sagöi: Við gætum skammast okkar, ef við vær- um óánægðir með að fá silf- urverðlaunin. Þetta vg.r dag- ur Júgóslafa og við verðum að viðurkenna það. Þannig er nú knattspyrna einu sinni. I leiknum um bronzverð- launin sigruöu Ungverjar ítali með 2—1 í leik, sem líkt ist miklu meira slagsmálum en knattspyrnu. Skiptast á að vinna Handknattleiksflokkar KR, sem nú dvelja í Danmörku, hafa tvívegis leikið vorrn gestgjöfum sínum, He’'' » r drætsforening, Fyrri leikirn- ir fóru þannig, að kvenna- flokkur KR vann með 12—8, en karlaflokkurinn tapaði með 31—19. í fyrrakvöld mættust liðin aftur og nú varð sú breyting á, að karla- flokkur KR vann með 31—24, en kvennaflokkurinn tapaði eftir mjög tvísýnan leik meö 10—9. ÚTBOD Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkur er hér með óskað eftir hlboðum um byggingu hitaveitustokks í Hofsvallagötu, frá Hringbraut að Sundlaug Vesturbæj- ar, svo og jarðvinnu fyrir vatnsæð í götuna frá Hring- braut að Hagamel. Útboðslýsing og uppdræltir verða afhcntir í skrifstofu vorri Traðarkotssundi 6. gegn 1.000,00 króna skila- tryggingu. Innkaupastofnun Reykjavikurbæjar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.