Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1960, Blaðsíða 9
T f MIN N, þriðjudaginn 13. september 1960. 9 Á föstudaginn kemur held- ur Steinunn S. Briem tónleika í Þjóðleikhúsinu, en hún mun vera fyrsti íslenzki píanóleik- arinn, sem hélt þar sjálfstæða tónleika. Foreldrar Steinunn- ar eru SigríSur Skúladóttir (íæknis f Skálholti) og Eggert F. Briem fulltrúi hjá Eim- skipafélagi íslands. Steinunn er ung og glæsileg listakona, frjálsmannleg í fasi og létt og f jörleg í viðræðum. Hún tekur vinsamlega þeim tilmælum blaðsins, að hún svari nokkr- um samvizkuspurningum aðal- lega um lífið og listina. — Þú ert Reykvíkingur, Stein- unn? — Já, ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Reyndar hefur mér alltaf fundizt ég vera hálfgert sieitabarn iíka, því að ég var í sveit á hvcrju sumri, frá því að ég var átta ása, þangað til ég fór til London í tónlistarháskóla þar. — Hvar varstu í sveit? — Á Hrafnkelsstöðum í Hruna- mannahreppi. Mér finnst það enn cins og að koma heim, þegar ég kem þangao, þó að það sé að ýmsu leyti orðið breytt núna. Og hús- móðurina þar kalla ég ennþá „sveitamömmu" mína eins og áður fyrr. — Þú hefur snemma fengið áhuga á tónlistinni? — Ja, íyrstu ár ævinnar var ég algerlega laglaust og hataði allt, sem tónlist hét, en seinna skipti ég um skoðun og það svo að um mun- aöi. Ég bvrjaði að læra tíu ára gömul hjá íöðursystur minni, frú Friede P. Briem, en ég er hrædd um, að ég hafi verið heldur löt við æfingarnar fyrstu árin. — Hver var orsökin til, að þú lagðir út á listabrautina? — Ég veit það varla. Það kom bara allt í einu yfir mig, og það vsr eins og ég yrði að gera það — eiginlega hvort sem ég vildi eða ekki. Ég gat. ekki hugsað mér neitt annað, sem kæmi til greina að gera, og það þýddi ekkert að reyna að hugsa málið af skynsemi. Ég var þrettán ára þá, og ég hef hald- ið áfram við tónlistarnámið síðan cg aldrei getað hugsað mér að hætta. — Hvað viltu segja mér um námsferil þinn? — í stuttu máli sagt: ég byrjaði í TónlistarsKÓlanum þrettán ára og var þar sex ár; einn vetur hjá dr. Már finnst lífiö mesta ævin- týri, og mig langar til að lifa þvs eins vei og ég frekast get Viðtal við Steinunni S. Briem Urbancic, en fimm ár hjá Árna Iíristjánssyni Eftir það fór ég til London og var þrjú ár í The Royal Academy of Music og loksins til Rómar, þar sem ég lærði fjögur ár hjá Maestro Rodolfo Caporali. — Hvað fmnst þér um tónlist- arlífið hér heima? — Ég gat ekki dæmt um það af nuklu viti ?ða þekkingu, því að ég hef verið t\c lengi utanlands, en tg hef ekkert nema gott um það að segja. Það virðist vera í stöð- ugri framför og vexti eins og svo margt annaö á íslandi. — Eru íslendingar góðir áheyr- erdur? — Miklu meira en góðir — al- v eg dásamiegir. Og þeir eru frægir fyrir það í öðrum löndum. Að minnsta kosti hef ég talað við fjölda af listafólki af ýmsum þjóð- evnum, sem ber saman um, að hvergi finnist betri áheyrendur en á íslandi. Og mér finnst sjálfri, þegar ég fer á konserta, að hérna sé hlustað af miklu meiri athygli en annars siaðar, þar sem ég hef verið. Varst þú ekki fyrsti íslenzki pianóleikavii.n, sem hélt sjálfstæða tónleika í Þjóðleikhúsinu? Svo sagði Þjóðleikhússtjórinn mér. Og j'ka, að ég væri fyrsti píanóleikannn, sem héldi sálf- stæða tónleika, eftir að nýi flygill- inn var fengmn. Rétt á eftir vígði ég nýjan tlygil á Reykjalundi, og þá sagði systir mín, Ragnheiður, að þetta væri réít eins og tekið upp úr stafsetningaræfingu: Stein- unn vígir nýjan flygil! — Hefurðu haldið tónleika er- lendis? — Já, i Róm hélt ég þrisvar sinnum tón. eika — £ Palazzo Flam- iwa, K.F.U.M.-tónleikasalnum og Castel S. Angelo. — Ætlarðu að leika fyrir okkur riokkur ný tónverk? — Kannsxe ekki beinlínis ný, en ný fyrir ísland, eftir því sem ég bezt veit — það er lagaflokkur eftir Cyril Scott, hið fræga, brezka tónskáld, rithöfund og dulspek ing, og heitir „Poems“. — Heldurðu, að verk hans finni hljómgrunn meðal fslendinga? — Það er nú erfitt að dæma um slíkt, enda getur það farið talsvert nukið eftir túlkuninni. Ég veit það eitt, að mér finnst sjálfri gaman að spila verkin hans, enda færi ég ekki að veija lög, sem ég væri ekki hrifin af sjálf, til að spila fyrir aðra. — Hefurðu nokkur verkefni með höndum auk tónlistarinnar? — Já, mtkd ósköp, sand af þeim! Nýjasta atvinnan er að vera ritari ir.annsins rnins, Kristmanns Guð- mundssona? — og það meira en lilið afskiptaramur ritari! Ég vona, að bækurnar hans stórversni ekki af þeim sökum í framtíðinni, það yrði þung ábyrgð fyrir mig. En ég skemmti rnér prýðilega 1 þessu nýja hlutverki mínu sem „bók- menntaráðunautur og gagnrýn- andi“. Það er svo ágæt tilbreyting frá æfingunni. — Og önnur verkefni? — Ég er að þýða bók um Yoga- heimspeki og dulræn vísindi — svona inn milli, þegar ég má vtra að því. í fyrrasumar þýddi ég bók, sem kemur út fyrir jólin. Hún heitir „Vængjaður Faraó“ og gerist í Forn Egyptalandi og fjall- ar mikið um dulspeki og vígslurn- ar í launheigunum fornu. — Og fleira? — Ég er alltaf að lesa og læra eitthvað nýtt og alltaf að fá ný og rý áhugamái — það er ákaflega skemmtilegt, en voðalega tíma- frekt. Svo á ég að heita að vera eiginkona og húsmóðir í ofanálag, þó að húsinóðurstarfið sé að verða eins og „hobby" hjá mér þessa seinustu daga fyrir konsertinn. — Já, bú ætlar að fara að halda konsert. Ekk: megum við gleyma þvi — það var einmitt tilefni þessa viðtals. Og hvenær verður hann, og hvað æclarðu að leika? Hann verður föstudaginn 16. september í Þjóðleikhúsinu, og á efnisskránni verða verk eftir Haydn, Scliumann, Chopin, Fauré og Cyril Scott, eins og við töluðum um áðan. — Þú nefndir Yogaheimspeki — htíurðu áhuga á henni? — Já, óg hef haft brennandi áhuga á öllum dulrænum og heim- spekilegum efnum, frá því að ég man eftir mér. Og yogaheimspekin hefur gerbreytt öllu lífi mínu og viðhorfum. Ég hef hvergi fundið eins fullnægjandi skýringar á til- verunni og heiminum og í aust- rænni heirospeki, en eins og þú veizt manna bezt sjálfur, er yoga annað og meira en þurr fræðikenn- ing eða heimspekilegar bollalegg- ingar út í joftið. Það er hávísinda- leg aðferð til að læra að hekkja af eigin reynd þá hluti, sem eru trú- aratriði fyrir flest fólk. — Og hefur þú fengið persónu- lega reynsiu, sem sannfærir þig? — Ég er bara byrjandi, en samt get ég hikiaust svarað því játandi. Eg hef reynt það sjálf, að með því að fylgja vissum reglum og þjálfa sig á vissan hátt, er hægt að öðl- ast persónulega reynslu, sem er rr.eira sannfærandi en þúsundir bóka — og þá verður trú að ör- uggri vissu, og efasemdirnar hveifa fyrir óhagganlegri sann- færingu. — Telurðu, að heimspekin hafi gildi fyrir iistina? — Eg get eiginlega ekki greint á milli listarinnar, heimspekinnar og sjálfs áfsins. Það er allt sam- tvinnað hja mér í eina heild. — Hvaða bækur hefurðu grætt mest á að æsa? — Ó, þær eiu margar. Af bók- um um duifræðileg efni held ég, að ég hafi kannske lært mest af verkum Sri Aurobindo og Alice B. Bailey. Og ég hef alltaf haft sér- stakt dálæíi á Bhagavad Gita. — Hvað finnst þér eftirsóknar- verðast í lífmu? — Hannngjan góða, hvílíkar samvizkuspurningar! Ef það hljómaði ekki óheyrilega hátíðlega, myndi ég segja: „Sönn vizka“, því að hún innifelur í raun og veru ailt, sem hciat verður á kosið. En cinhvers staðar las ég, að fólki þætti alltaf ákjósanlegast, það sem það vanhagaði mest um. Svo að.ég neita að svsra þessari spurningu! — Og að lokum, Steinunn — eriu hamingjusöm með hlutskipti þitt sem listakona á íslandi? — Ég er hamingjusöm með hlut- slripti mitt, hvort sem ég er á fs- landi eða annars staðar. Mér finnst lífið mesta ævintýri, og mig langar tii að læra að lifa því eins vel og ég mögulega get. Gunnar Dal. BJ3 BEjiH. Qi0 aiBEÍ f. Viöbrögðin við rökstuddum ásökunum Alþýðublaðsins á hendur póst- og síinamálastjóra um misnotkun erlends gjald- eyris í umsjá pósts og síma og svör hans, loðin og viHandi, gefa vissulega tilefni til að mál þetta sé krufið til mergjar meir en orðið er. Yfirstjóm pósts og síma hef- ur vakið á sér kynlega athygli að undanförnu í sambandi við svonefnt frímerkjamál, sem undirréttardómur er nýgenginn í. Þar átti einkum Iilut að máli sem sakborningur aðalkcppi- nautur núverandi póst- og síma málastjóra um það embætti. Engum dettur I hug, að póst- og símamálastjóra hafi af þeim sökum verið ljúfara en elia að láta fram fara rannsókn á mis- ferli keppinautar síns, en hins vegar hafa tvö stuðningsblöð póst- og símamálastjóra í gjald- eyrismáli hans, Vísir og Frjáls þjóð, látið sér sæma að halda Ekki sama hver í hlut á? því fram, að umræður Alþýðu- blaðsins og Tímans um gjald- eyrismálið séu sprottnar af hefndarhug. Það er tilgangs- laust fyrir skjaldbera pófit- og símamálastjórnarinnar að Setla að ræða málið á þeim grund- velli. Hvorki Tíminn né Alþýðu blaðið hafa hlífzt við að ræða frímerkj,amálið o,g í þessum dálkum mun heldur ekki verða hlífzt við að krefja póst- og símamálastjórnina fullrar grein argerðar um gjaldeyrismálið og yfirleitt hvernlg liún hefur rækt það hlutvcrk, sem henni er falið á þágu almennings. ■ Meginefni þeirrn sa.ka, sem póst- og símamálastjóri er bor- inn, er að hafa ráðstafað gjald eyri stofnunar sinnar án heim- ildar réttra yfirvalda, m. a. selt sjálfum sér gjaldeyri fyrir tugi þúsunda. Svör við þessum ásök- unum eru þau, að póstur og sími Iiafi að lögum heimild til nokkurrar gjaldeyrisráðstöfun- ar, eftir reglum, sem ráðherra setji. Slikar regiur virðast hins vegar atdrei hafa verið settar. Þessi afsökun póst- og sfana- mála.stjóra lítur ekki ól.aglega út á pappír, en þegar betur er að gáð, felur hún einungis í sér eitt sakarefnið enn. Það mun ekki algengt að ráðherrar setjist sjálfir við að semja regl- ur um hvað elna, sem þeim er á hendur falið í lögum. Til slíks hafa þeir ráðuneyti sér til aðstoðar, þótt þeir ákveði sjálfir stefnuna og beri ábyrgð- ina. Nú víkur svo undarlega við, að póst- og símamálastjóri heyrir ekki undir neitt ráðu- neyti heldur beint undir ráð- herra, þ. e. póstur og sími er sjálfur eins konar ráðuneyti. Það hvflir því sú skylda á póst- og símamálastjóra að gera ráð- herra varan við, ef þörf er á reglum um gjaldeyrismál stofnunarinnar, en vaða þar ekki áfram i sukki og óráðssíu þótt láðst hafi að bind.i hend- ur hans með gjaldeyrisreglum. Þetta hcfur póst- og símamála- stjóri vanrækt, bæði fyrr og síðar, og má einnig segja að sök þeirra, sem með gjaldeyris- málin hafa farið sé þar nokkur. Nú eru hins vegar, þegar í óefni er komið vegna aðgerða póst- og símamálastjóra, boð- aðar reglur — sem e.t.v. verða svo laglega smíðaðar, að þær staðfesti framferði hans. En það eru fleiri þættir í stjórn pósts og síma, sem vakið hafa nokkurn óhug að undan- förnu. Hvað veldur því, að ein- ungis sumt af því, sem upp hef- ur komið í sambandi við frí- merkjamálið, er rannsakað af kappi og harðir dómar um það felldir? Hvað líður t.d. Lund- gaardsmálinu? Hvað er um Balbo-merkin? Má e.t.v. gera ráð fyrir fleiri málum á veg- um pósts og sfma, sem réttvísin hafi farð um mjúkum mundum á sama t£ma og gyðja réttlæt- isins birtist öðrum hörð og ströng? Það er efalaust, >að dóm arniir í frímerkjamállnu cru svo þungir, sem raun ber vtni, vegna þess, að háttsettir opin- berir starfsmenn eíga hlut að máli, menn, sem gera verður strangar kröfur til, og þá fyrst og fremst um óbilandi heiðar leika. En hvað þá um þann eða (FramhaJd a 15 síðu) BigigiiaHaiSHSisiaaaEiBM^igiHaiHafflaiaaisiiigiamMMgMgjsiiaiiiHaiatBrKiCTKMM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.