Tíminn - 09.10.1960, Síða 5

Tíminn - 09.10.1960, Síða 5
TÍMINN, sunnudagiim 9. október 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj. Egill Bjamason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. «.______________________________________________ Brotin lyftistöng Eitt gleggsta dæmið um stöðvunar- og samdráttar- stefnu ríkisstjórnarinnar er meðferð hennar á sparifé landsmanna eftir að lög um síðustu efnahagsráðstafanir tóku gildi. Eins og öllum er kunnugt, er sparifé þjóðar- innar helzta afl hennar til almennra framkvæmda og upp- byggingar. Jafnframt því sem nauðsynlegt er að stuðla að sparifjársöfnun er nauðsynlegt að beina fénu til eðli- legrar uppbyggingar í þjóðfélaginu, stuðnings atvinnu- vegum og bygginga almennings. Úti um land eru sparisjóðirnir og innlánsdeildir kaup- félaganna mjög oft helzta lyftistöngin og hjálpartækið í framfarasókn almennings. Flestar ríkisstjórnir hafa talið sér skylt að miða ráðstafanir sínar við það. að auðvelda fremur en torvelda eðlilega starfsemi þessara hjálpar- tækja við uppbygginguna. Þessi ríkisstjórn sneri hins vegar við blaðinu. Hún lögskyldaði sparisjóði, innlánsdeildir og suma banka til þess að leggja helminginn af sparifjáraukningunni í seðla- bankann, og gera þessar stofanir almennings og fólkið sjálft þar með ómyndugt um ráðstöfun fjármuna sinna. Nú skyldu menn ætla, að ekki væri allt neikvætt við þessa ráðstöfun, og ríkisstjórnin hefði ætlazt til að fé það, sem seðlabankinn fær þannig til umráða, yrði varið til skynsamlegra lána í atvinnuvegina og byggingastarfsemi aimennings. En það er síður en svo. Féð er blátt áfram fryst í seðlabankanum, og þar með er sparifé þjóðar'tnnar að nokkru leyti tekið úr umferð. Svo hatröm er þessi stöðvunarstefna ríkisstjórnarinnar að hún gerir sérstak- ar ráðstafanir til þess að sparifé þjóðarinnar verði óvirkt — helzta lyftistöng almennings til framfara og athafna blátt áfram brotin að yfirlögðu ráði Svo mikii áherzla er lögð á það að innleiða gömlu og löngu úreltu íhalds- og stöðvunarstefnuna og brjóta á bak aítur framfarasókn þjóðarinnar, að ekki er skirrzt við að kippa með ofbeldis- ráðstöfunum sparifé þjóðarinnar úr umferð og banna notkun þess í þjóðnýtum tilgangi. Arásín á MBF Eitthvert furðulegasta tiltæki aðalmálgagns ríkis- stjórnarinnar — og þó úr mörgum skrítnum að velja — er árás sú, sem Mbl. gerð) á Mjólkurbú Flóamanna i vik- unni sem leið, þar sem bæði forystugrein og staksteinum var varið til botnlausra svívirðinga á þessi samvinnusam- tök bænda á Suðurlandi. Og hvert var þá árásartileínið? Það var bygging hins glæsilega og fullkomna mjólkur- bús Flóamanna á Selfossi sem viðurkennt er af innlend- um og erlendum sérfræðingum að sýni alveg óvenjulegt framtak íslenzkra bænda. Þar er ráðizt að bændum iyrir það að tryggja með ærnum fórnum að vörur þær sem ætiaðar eru neytendum bæjanna aðallega tái meðferð samkvæmt fyllstu kröfum tímans og að byggt sé með sæmilegri fyrirhyggju og framsýni um framleiðsluvöxt Slíkar árásir snúa ekki síður að neytendum en bænd- um, eða ætlasí Mbl. kannske til þess, að nevtendur fái mjólkina í brúsum beint úr fjósunum Það er neytendum satt að segja illur grikkui að fara að amæla bændum fyrir það að tryggja vörugæði sem allra bezt. / 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 i 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 f 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 } ) 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 Gunnar Lestikow skrifar frá New York: Umsátursástand við Austurfljót Flóttamannahópunum komi<$ fyrir í básum í hliðarstræti Þessa dagana líkjast hinar friðsamlegu höfuðstöðvar hinna Sameinuðu þjóða frekar litlu, skuggalegu lögregluríki heldur en samastað alþjóð.asamtaka — og það meira að segja lögreglu- ríki, sem er umsetið á allar hliðar. Umsátursmennirnir eru hin- ir bláklæddu lögreglumenn New Yonk borgar. Á First Avenue eru herskarar lögreglu manna, sem eiga það til að stöðva skyndilega alla umferð bifreiða og fótgangandi manna. Koptar sveima yfir í sífellu og jafnvel á húsþökum eru vopnað ir menn á verði. En auðvitað er þetta ekkert umsátur — ör- yggissveitir S. Þ. taka sjálfar virkan þátt í öllum þessum varúðarráðstöfunum, en tak- mark beggja er aðeins eitt: Að vernda líf og limi nokkurra óvinsælla gesta í New York, Kadars, Castro, Krustjoffs, Nassers, Trujillo og annarra umdeildra leiðtoga, sem sækja allsherjarþing S. Þ. Fjölmennt varaíið En þetta er síður en svo auð- velt verk og útilokað var að nokkur hundruð manna öryggis sveitir S. Þ. og 28 þús. manna lögreglulið New York borgar gæti annað slíku og því varð að kalla út fjölmennt varalið til aðstoðar. Hundruð ' starfs- manna S. Þ., allt fr!á sorphreins unarmönnum til frímerkjasala voru skyndilega kallaðir út og hervæddir með glansandi lög- reglumerki úr kopar. Hvorki vélasérfræðingar né vélritunar stúlkur höfðu nokkra hugmynd um hvernig fara ætti aÖ því að vernda líf Kadars eða Krust joffs, en þess var heldur ekki þörf alls staðar. Margir fengu þann starfa að taka sér stöðu á víð og dreif um stórhýsi S. Þ. og fylgjast með því, að enginn færi inn á ,,bannsvæði“, nema full skilríki væru sýnd. Þessari gæzlu var fylgt út í yztu æsar og þekktum blaðamönnum, sem um árabil höfðu gengið út og inn í aðalstöðvunum með venjulegan blaðamannapassa, var1 nú vísað frá, nema þeir hefðu verið svo forsjálir að tryggja sér sérstakt skírteini með mynd og nauðsynlegum upplýsingum. Bláu kortin ganga á milli Við urðum að framvísa slíku korti a. m. k. fjórum sinnum áður en okkur tókst að komast inn fyrir og ekki er hlutskipti Ijósmyndaranna auðveldara, Á meðan Krustjoff barði í borðið og lét móðan mása á allsherjar- þinginu biðu þúsundir hatursmanna hans i hliðargötu þar skammt frá og báðu honum bölbæna. þeir hlaupa fram og aftur með óteljandi merki og skilti hang andi um háls niður á maga. Til þessa hefur blaðamönnum ver ið leyfður aðgangur að fulltrúa salnum til þess að þeim gæfist kostur á að ræða við hina ýmsu fulltrúa. Þó að blaða- mennirnir, sem nú fylgjast með störfum allsberjarþingsins, séu nú ekki færri en 1300, hafa aðeins 100 þeirra fengið heim- ild til inngöngu niður í fulltrúa salinn og verða þeir að sýna sérstök blá aðga'ngskort við innganginn. Þessar hömlur brjótum við blaðamennirnir auðveldlega af okkur, því að við látum þau einfaldlega ganga á milli. Mikið vandamál Mótmælagöngurnar skapa lögreglunni sérstaklega erfitt vandamál. Annars vegar verða lögreglumennirnir að gæta lífs og lima manna eins og Kadars og Krustjoffs, en hins vegar verða þeir að virða að fullu mál- og fundafrelsi og það eru réttindi, sem jafnvel lögreglu mennirnir í Ameríku verða að taka tillit til. í fjöldanum er auðvelt að leynast og þar kann að vera einhver, sem hætta vill lífi sínu, ef takast mætti að stytta jafn hötuðum komm únistaforingjum eins og Kadar og Krustjoff aldur. Þetta hefur skapað stórkostlegt vandamál, sem lögreglunni hefur til þessa tekizt að leysa. Bölbænir í básum 46. gata er ein af hinum mörgu hliðargötum, sem liggja til hinna miklu aðalstöðva S. Þ. Þetta er breið gata með mikl- um gangstéttum og þar lét lög reglan koma upp miklurn grind verkum og afmörkuðum básum og þar gátu hverjir sem vildu safnazt saman til að biðja Krustjoff, Kadar og Castro eins voðalegra bölbæna og hvern lysti, enda var það óspart gert. En það þurfti fleira að gera. í öllum þessum mikla hóp fyr- irfundust auðvitað andstæðar fylkingar. Þarna voru fylgjend ur Castros nærri því allfjöl- mennir og svarnir hatursmenn hans, en til þess að leysa það vandamál setti lögreglan há- vaðasaman hóp stjórnleysingja í bás á milli þeirra og allt fór vel. 46. stræti líktist öllu frem ur sirkus eða dýragarði heldur en gamalli verzlunargötu í við skiptahverfi New York. Vanda málið var leyst á snilldarlegan hátt — hér gátu allir safnazt saman og hrópað eins og hver vildi í nafni mál- og funda frelsis, en þó að allir hefðu hrópað í einum kór var útilok- að að það bærist til fulltrúa allsherjarþingsins, og þaðan af síður var þeim nokkur hætta búin. / 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 / 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 / 7 7 7 7 ■ 7 7 7 7 7 7 7 7 7 Englnn kemst inn fyrir dyr í aðalstöðvunum nema með því að sýna fullgild skilríki. Blaðamennirnir / þurfa að sýna þau fjórum sinnum áður en inn er komið. Myndin er úr fundarsal allsherjarþingsins. 7 t

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.