Tíminn - 09.10.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunnudaginn 9. október 1960.
7
— SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ —
Þorir ríkisstjórnin að semja? - Samningum verði hætt en landhelgismálinu fsegar vísað til Al-
jbingis - Ríkisstjórnin býr til kreppu - Sligaðir atvinnuvegir - Framsóknarflokkurinn
benti á aðrar leiðir - Unnt að ná jafnvægi á miklu hagfelldari hátt með litlum fórnum
Enginn veit, hvað er að ger-
ast þessa dagana í ráðherra-
bústaðnum við Tjarnargötu,
þar sem fulltrúar brezku
stjórnarinnar og hinnar ís-
lenzku sitja við samninga-
borð um fiskveiðilandhelgi ís-
lands. Ríkisstjórnin heldur al-
gerri leynd yfir samningun-
um og þverskallast við eðli-
legum kröfum um, að þjóðin
fái einhverja vitneskju um þá.
Og hún gerir meira. Hún neit-
ar trúnaðarnefnd Alþingis,
utanríkismálanefnd um alla
vitneskju þrátt fyrir gefin
loforð. Á síðasta fundi nefnd-
arinnar var því heitið, að
nefndinni skyldi gefinn kostur
á að fylgjast með viðræðunum
nákvæmlega.. Þetta heit var
rofið og enginn fundur boðað-
ur í nefndinni alla síðustu
viku.
Hermann Jónasson ritaði
því utanríkisráðherra bréf í
fyrradag og krafðist þess, að
fundur yrði tafarlaust boðað-
ur í nefndinni.
Afstaða íslenzku þjóðarinn-
ar í þessum málum er óbreytt.
Um það vitna einróma sam-
þykktir fjölmargra félaga um
allt land, samþykktir sem dag-
lega berast. Þar eru samninga
viðræður fordæmdar með öllu
og úr því til þeirra hefir kom-
ið er lögð á það áherzla, að
hvergi verði hvikaö frá 12
mílna fiskveiðilandhelgi um-
hverfis landið allt án allra
undantekninga. Er þar alls
staðar lögð á það megin-
áherzla, að ríkisstjórnin hafi
enga heimild til þesasra samn
inga, Alþingi hafi ekki gefið
neina slíka heimild, heldur
þvert á móti falið stjórninni
að standa fast við 12 m. land
helgina og reyna að afla henni
viðurkenningar og vinna að
áframhaldandi friðun land-
grunnsins. Samningar við of-
beldisþjóðina Breta eru ský-
laust brot á vilja Alþingis og
íslenzku þjóðarinnar.
Samningar ógildir
Á þessum forsendum var
gerð sú eðlilega krafa hér í
blaðinu í vikunni sem leið, aö
þessum vansæmandi og heim-
ildarlausu viðræðum væri taf-
arlaust hætt en málinu öllu
vísað til Alþingis, þar sem
þingið er nú að koma saman.
Allar viðræður og samningar
ríkisstjórnarinnar eru ómerk
orð, og engir samningar geta
hvort sem er tekið gildi, fyrr
en Alþingi hefir fjallað um þá
og samþykkt þá. Þess vegna
er það skollaleikur einn að
sitja úti í ráðherrabústað og
semja í heimildarleysi og án
þess að vita, um hvað Alþingi
vill semja eða hvort það vill
svo mikið sem ræða við Breta.
Það eru óhæf vinnubrögð af
ríkisstjórninni að hefja þessa
samninga án þess að hafa
leitað samþykkis Alþingis til
þeirra, og því verður vart trú-
að, að Alþingi leggi blessun
sína yfir þessar samningavið-
ræður. Þess vegna er einboð-
ið að hætta tafarlaust og vísa
málinu til Alþingis.
Það er orðið alveg augljóst,
að þessar samningaviðræður
fara fram gegn vilja þjóðar-
innar og á bak við Alþingi.
Svo lágt er ríkisstjórnin sokk
in í meðferð mesta sjálfstæðis
máls þjóðarinnar í dag. ís-
lendingar telja þessar viðræð-
ur hneyksli og ósæmandi að
hafa ríkisstjórn, sem lætur
berja sig með fallbyssum til
hlýðni. Ekkert fer eins illa
með sjálfstæðisvitund þjóðar-
innar og þessi hraklega með-
ferð á sjálfstæðismáli hennar,
en fátt hefði gefið henni eins
mikla reisn og glætt trú henn
ar á mátt sjálfstæðis síns og
það að vita og finna, að hún
gat sigrað í viðureign við
Breta, þótt þeir beittu vopn-
uðu ofbeldi. Allir vita, aö þessi
sigur var unninn, og að nú er
verið að ónýta hann. Það er
þetta, sem sárast svíður, og
svona má ekki leika sjálfstæð
iskennd þjóðarinnar. Ef samið
verður nú við Breta mun um
langa framtíð veröa til þess
vitnað sem örlagaríks _ ósig-
urs í sjálfstæðisbaráttu íslend
inga.
„Sporðreisnin”
En þaö er fleira, sem ligg-
ur þungt á huga manna þessa
dagana en svikin í landhelg-
ismálinu. Menn muna, að efna
hagsráðstöfunum rikisstjórn
arinnar var gefið glæsinafnið
„viðreisn“ og stjórnin gaf út
á kostnað þegnanna í heimild
arleysi allstóran bækling til að
gylla ráðstafanirnar og kall-
aði hann „Viðreisn". Nú er
þetta nafn orði eitt hið versta
háðsyrði í eyrum manna, enda
er það nú komið ljóslega á dag
inn, að þetta er engin við-
reisn, heldur fullkomin sporð-
reisn og kollsteypa. Aðal-út-
flutnings atvinnuvegur lands-
manna er á heljarþröm, svo að
gjaldþrot vofir yfir ef ekki
koma sérstakar ráðstafanir
þegar til — nýjar uppbóta-
eða styrktarráðstafanir, sem
áttu að vera úr sögunni. Út-
vegsmenn hafa lýst því skil-
merkilega yfir, að aðstaða til
útgerðar hafi stórversnað við
3 ' ðstafanir ríkisstjórnarinnar.
Þeir fá þá kveðju eina í Mbl.
að þeir séu „samsafn fífla“.-
Eitt hið versta ok á sjávarút-
veginum nú svo og öðrum at-
vinnuvegum og einstaklingum
eru 12% okurvextirnir. Hinn
margreyndi útgerðarmaður
Haraldur Böðvarsson á Akra-
nesi hefir lýst yfir í Mbl. að
þá geti útgerðin ekki borið.
Allir vita að orkurvextirnir á-
samt öðrum kyrkingarráðstöf
unum hljóta að buga útgerð-
ina og hefðu blindir menn átt
Þessi mynd var tekin, er ríkisstjórnin bauð hinum góSu gestum sínum,
samningamönnum Breta, í flugferð fram með suðurströnd landsins.
að sjá það fyrir. Nú er það
helzta ráð ríkisstjórnarinnar
að hefja eins konar kreppu-
lánastjóðsstarfsemi fyrir út-
veginn, helzt með erlendri lán
töku, í því skyni að endurlána
útveginum til þess að hann
geti borgaö okurvextina, sem
eru að sliga hann. Vitlausari
efnahagsráðstöfunar hefir
vafalaust aldrei heyrzt getið.
Væri ríkisstjórninni ekki
sæmra að fara að ráði Har-
aldar Böðvarssonar og afnema
okurvextina og reyna síðan að
sjá útveginum fyrir lánsfé
með sæmilegum kjörum?
Tilbúin íhaldskreppa
Ófarnaðurinn aí ráðstöfun-
um íhaldsins er nú svo aug-
ljós, að málgögn ríkisstjórn-
arinnar þora ekki annað en
viðurkenna vandræðaástand
það, sem skapazt hefir. Hins
vegar eru þau með alls konar
undarlegar skýringar, svo sem
aflabrest og verðfall á erlend
um markaði, og einnig hitt, að
viðskilnaður og langvarandi!
ráð vinstri stefnuhnar í land-
inu hafi verið þannig, að ekki
sé von að „viðreisnin" takist
í einu vetfangi.
Hvort tveggja eru haldlaus-
ar viðbárur einar. Afli er í
góðu meðallagi, t. d. síldarafl-
inn miðað við 10 s.l. ár, og
verðfall hefir oft komið áður,
meira að segja miklu meira en
það, sem nú er. Auk þess var
þetta verðfall á lýsi og mjöli
komiö áður en efnahagsráð-
stafanirnar voru gerðar að
verulegu leyti og því séðar fyr-
ir.
Um viðskilnaö vinstri stjórn
arinnar er það að segja að
hann var mjög góður og auð-
velt að gera léttbærar ráðstaf
anir til þess að halda atvinnu
vegunum gangandi og lífskjör
unum í sama horfi.
Þegar vinstri stjórnin fór
frá fyrir áramót 1958—59 var
verulegur greiðsluafgangur
hjá ríkissjóði, eða um 60 millj.
kr. og á honum lifði íhalds-
stjórn krata blátt áfram árið
1959, bjargaði sér með því að
éta hann upp.
Skekkjan í efnahagskerfinu
um þessi áramót var heldur
ekki meiri en svo, að til þess að
tryggja rekstur atvinnuveg-
anna þurfti aðeins að færa
til baka nokkur vísitölustig,
sem beinlínis höfðu myndazt
vegna kauphækkunar þeirrar,
sem Sjálfstæðisflokkurinn
barði fram með hinni einstöku
I kauphækkunarbaráttu sinni.
I Það var viðurkennt af hag-
jfræðingum að með því var
junnt að tryggja sömu lífskjör
!og kaupmátt launa og verið
! hafði í febrúar 1958.
j Einmitt á árinu 1958 haföi
jorðið mikil framleðisluaukn-
ing hjá þjóðinni vegna þeirra
nýju atvinnutækja sem þá
voru nýkomin í gagnið og ekki
sízt vegna þess var unnt að
halda lífskjörunum uppi.
En þaö fékkst ekki að af-
nema þau fáu vísitölustig, sem
Sjálfstæðisflokkurinn átti sök
á.
Meira að segja eftir að nú-
verandi ríkisstjórn tók við og
hafði lokið sinni athugun
mála, lýsti forsætisráðherra
því yfir, að ekki vantaði nema
250 millj. til þess að jafna
skakkann í efnahagskerfinu
og tryggja rekstur atvinnuveg
anna.
En í stað þess að byggja á
þeim grunni og snúast við því
að rétta þennan 250 millj. kr.
skakka í efnahagskerfinu,
skellti stjórnin á 1100 millj. kr.
álögunum, vaxtaokrinu, sam-
drættinum og gengisfallinu.
Með því var kreppt svo að at-
vinnuvegunum og allri upp-
byggingu þjóðarinnar, að nú
blasir hörð kreppa við og sjáv
arútvegurinn er blátt áfram á
heljarþröm. Framleiðsluaukn
ingin var stöðvuð að yfirlögðu
ráði. Það var búin til kreppa
og öngþveiti til þess að gamla
og úrelta íhaldsstefnan fengi
aftur að njóta sín til hagsbóta
fyrir einkagróðann.
En það er alveg vonlaust
verk að kenna fyrrverandi rik
isstjórnum eða ráðum vinstri
stefnunnar um þetta eins og
Mbl. er að burðast við. Hér er
um að ræða heimagerða og til
búna íhaldskreppu þeirrar rík
isstjórnar sem nú situr við
völd í landinu.
Leið Framsóknar-
flokksins
Eins og kunnugt er af am-
ræðum þeim, sem fram fóru
á Alþingi s. 1. vetur um þess-
ar efnahagsráðstafanir vildi
Framsóknarflokkurinn fara
allt aðra leið í efnahag^mál-
unum.
Hans leið var í stuttu máli
þessi:
Hann vildi miða allar að-
gerðir við það að halda upp-
byggingarstefnu síðustu ára
áfram af fullum þrótti, en
reyndist nauðsynlegt að draga
eitthvað úr fjárfestingunni
yrði það gert eftir vali, þann-
ig að ónauðsynlegar fram-
kvæmdir sætu á haka, en
framkvæmdir almennings
héldu áfram og uppbygging
atvinnuveganna.
Framsóknarflokkurinn vildi
jafna þann skakka, sem fyr-
ir var í efnahagskerfinu og
tryggja rekstur útflutnings-
atvinnuveganna með því að
hækka yfirfærslugjaldið hóf-
lega og afla þannig þeirra 250
millj. sem ríksstjórnin sagði
að vantaði, en ekki skella yfir
þjóðina 1100 millj. kr. í álög-
um ofan á allt annað.
Framsóknarflokkurinn vildi
afnema uppbótarkerfið í á-
föngum en ekki með hinni
stórliættulegu stýfingu, og að
þannig yrði leitað jafnvægis
til frambúðar.
í þessum umræðum lét Ey-
steinn Jónsson, formaður
þingflokks Framsóknarflokks
ins m. a. svo um mælt í um-
ræðunum á Alþingi:
„Það hefði verið hægt að
koma á fullu jafnvægi í þjóð-
arbúskapnum með tiltölu-
lega smávægilegum ráðstöf-
unum samanborið við það,
sem nú hefir verið gripið til“.
Framsóknarflokkurinn gerði
því glögga grein fyrir sinni
leið í efnahagsmálunum þeg-
ar í upphafi, eins og hann
hefir jafn^n gert, bó að hann
sé í stj órnarandstöðu.