Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardagitm 15. október 1969. Lánasamdrátturinn og vaxta okrið lama framleiðsluna Greiin Haraldar (Framh. af l. síðu). mál og segir m.a.: „Ég veit aS bankastjórarnir munu svara því til að skuld okk- ar muni hafa verið orðin hærri en Ieyfilegt var og að þeir hafi fyrirmæli frá hærri stöðum um stöðvun.“ — Haraldur segir hór beinlínis, að lánsfjárkreppa framleiðslunnar yé tilbúinn, sé ekki raúnveruleg heldur samkvæmt skipunum frá hærri stöðum. Dýrtiðaraukningin Og Haraldur heldur áfram: „ÁsfæSur fyrir því að skuldin hækkaði meira í Út- vegsbankanum en leyft var, eru of mikil bjartsýni og of mikil fjárfesting á einu ári og ekki síður rýrnun krónunnar. — Það þarf nefnilega miklu fleiri smáar krónur til að kaupa fyrir síldarnót heldur en stórar, í fyrra dugðu 400 þús., en í ár þarf 600 þús " (Sjá á þingfréftasíðu blaðsins — bls. 7 — þingsályktunartillögu Jóns Skaftasonar og Gísla Guð- nmndssonar um lán til veiðarfæra- kaupa). Vaxtaokrií Haraldur ræðir því næst um vaxtaokrið og sýnir fram á hvílík- ur baggi það er allri framleiðslu- starfsemi: „Vextir af afurðavíxlum eru sem kunnugt er 9% fyrstu 3 mán uðina og 9% eftir 3 mán. og greitt fyrirfram, stiinpilgjald 2,4 prómille og þinglestur ca kr. 2,50 af þúsundi. í hvert skipti sem víxill er framlengdur verður að greiða af honum stimpilgjald til rikissjóðs og er það ckki óal- gengt að slíkur víxill sé fram- lengdur 4 sinnum. En þó er það verra með þinglesturinn, sem er aðeins til að pína fé að óþörfu út úr mönnum. í flestum tilfell- um eru afurðirnar seldar í gegn- um heildarsamtök framleiðend- anna og peningarnir koma ekki í hendur þeirra, heldur fara bcint í bankann upp í skuldina. Vextir á hlaupareikningi eru 12% og reiknast út mánaðarlega eða 12 sinnum á ári. Vextir af venjulegum víxlum eru 11% 1 fyrstu 3 mán., en 11% % eftir 3 mán. og að auki stimpilgjald 2,4 prómill og þinglestur ca 2/50 afi þúsundi sem allt greiðist fyrir fram. Ef um bankaábyrgð er að ræða t.d. að ábyrgjast skuld sem: hvílir á skipi utanlands, kostar það 1% eða 10 þúsund fyrir; hverja milljón árlega. Ef þúj pantar veiðarfæri og annan út- búnað fyrir útgerðina þarf að greiða fyrirfram að meðaltali ca 25% eða 250 þúsund af hverti milljón sem flestir taka að láni með 12% vöxtum. Þessir pening- ar eru látnir inná lokaðan — eða frystan reikning og af þessum innilokuðu peningum fást ekki greiddir neinir vextir, þó þeir standi þar árið út.“ 4 fyrirtæki á Akranesi greiða 12 milljónir í vexti á ári Haraldur ræðir enn vextina og sýnir fram á hve miklar dráps- kiyfjar þær eru á framleiðslufyrir- tækjunum. 4 fyrirtæki á Akranesi munu greiða 8 milljónir króna í vexti á þessu ári. /Okurvextirnir tóku ekki gildi fyrr ea- að áliðnu þessu ári og vaxtagreiðsla þess- era fyrirtækja miðað við heilt ár myndi því nema fullum 12 millj- ónum króna. Haraldur minnir einngi á aðrar þjóðir sem á framfaravegi eru leitast nú við að lækka vexti til að örva fjárfest- írguna í framleiðslunni. Haraldur segir: „Athugun sem nýlega hefur verið framkvæmd hér á Akra nesi sýnir að fjögur fram- leiðslufyrirtæki hér í bænum koma til rrreð að greiða 8 — átta milljónir króna í vexti á yfirstandandi ári af skuldum sínum og er það meira en þau geta borið. Þessir okurvextir standa heilbrigðri atvinnuþró- un fyrir þrifum og ber því nauðsyn til að útvega atvinnu- vegunum hæfilega löng lán með sanngjörnum vöxtum, þó að þau jafnist ekki á við ný- býlalán bændanna 214% til 40 ára. — Nú er Frakklands- banki nýverið búinn að lækka vexti úr 4% í 314% og sagt að Englandsbanki og V-Þýzka- land ætli að lækka sína vexti enn meira, til þess að örva f járfestingu hver í sínu landi." (í þessu samhandi má minna á írumvarp það, sem þingmenn Framsóknarfiokksins í neðri deild hafa lagt fram um að færa vext- ina í sama horf og þeir áður voru. Frumvarpið var birt á þingfrétta- siðu blaðsins í fyrradag.) í niðurlagi greinar sinnar kemst JTaraldur Böðvarsson svo að orði: „Hvers vegna er ég á áttræðis- aldri að berjast við að halda fyrirtæki okkar gangandi undir framangreindum ástæðum. Því ferðu ekki í alsæluna i Reykja- vík og færð þér einhverja dútl- vinnu eða skrifstofustarf að nafninu til þar, eins og.aðrir gera?" Þannig skrifar Haraldur Böðv- arsson á Akranesi um núverandi stjórnarstefnu og áhrif hennar á fyrirtæki sitt, sem um áratugi hefur verið stoð og stytta Akra- Frá Alþingi (Framhald af 7. síðu) stigið aftur á bak. Hestarnir voru áður algengustu farar tækin. Nú er meir og meir horfið frá að nota þá. Þetta þýðir, ag í veglausum byggð arlögum, sem eru ekki heldur tengd við aðalvegakerfi lands ins, eru mjög takmarkaðir möguleikar til ferðalaga á landi til að nauðsynlegra við skipta. í þau byggðarlög er ekki hægt að koma stórvirk- um vélum til ræktunar- og framleiðslustarfa., Þeir, sem Uwfa ekki vega- samband, hafa þvl allt aðra aðstöðu en áðrir þegnar þessa þjóðfélags. í því er ekkert réttlœti. Við það unir fólk heldur ekki til lengdar að lá'ta setja sig skör neðar en aðra. Það flytur burt af þessum svœðum. Þegar þetta hefur gerzt, er ekki auðvelt að komá landinu í byggð aftur. Frumvarp þetta er borið fram í því skyni að byrgja brunninn í tíma, enda verð- ness og átt hefur drýgstan þátt í vexti bæjarfélagsins. Fyrirtæki H. Böðvarssonar hefur verið undir- staða þeirrar öflugu framleiðslu- starfsemi, sem rekin hefur verið á Akranesi. Haraldur Böðvarsson setur mál sitt fram á þann hátt, að engum efa er undirorpið að honum brenn ur fyrst og fremst þjóðarhagurinn og uppbyggingarsókn þjóðarinnar fyrir brjósti. Þessa grein verður ekki unnt að stimpla sem glóru- laust ofstæki eða hatur á núver- •andi ríkisstjórn. Hér er maður sem enginn vogar sér að bera slíkf á. Hér er heldur ekki um að ræða samþykkt gerða af ,samsafni fífla“ eins og Mbl. kallar þá gagn- rýni, sem fram hefur komið á líkisstjórnina í formi fundarsam- þykkta félaga og félagasamtaka. Þessi dómur Haraldar Böðvarsson- ar er þó mjög svo samhljóða þeim úómi er útvegsmenn á Austur- landi kváðu upp fyrir nokkrum vikum. Þá samþykkt sagði Mbl. að væri gerð af „samsafni fífla“, sem hefðu undirskrifað fáránleg- leitin. Hvað segir Mbl. nú? ur ekki séð, með hvaða hætti öðrum hægt er að hrinda þessu réttlætismáli fram svo fljótt, að viðunandi geti tal iz. Hlutur Vestfjarða og Austurlands verði réttur Meg frumvarpi þessu er lagt til að verja 30 milljónum króna á næstu fimm árum til að rétta nokkuð hlut Vest fjarða og Austurlands í sam göngumálum. Er þó fjarri því, að þessi fjárhæð dugi til að skapa jafnvægi milli hér aða í þessum málum, en til mikila bóta ætti hún að geta orðið. Lagt er til, að þessi fjár- hæð skiptist milli þjóðvega í þeim byggðarlögum lands- ins, sem verst eru sett í sam göngumálum, samkv. skýrsl- um vegamálatjóra, er hann lagði fyrir samvinnunefnd samgöngumála á Alþingi sl. vetur. Frekari dreifing fjár- ins yrði til þess að draga úr því jafnvægi milli byggðar- laga, sem frumvarp þetta stefnir að. Þá er lagt til, að ríkisstj órn inni verði heimilað ag taka innlent lán til þessara vega framkvæmda. Er það gert til þess, að lagning nýrra vega samkv. þessu frumvarpi dragi á engan hátt úr fjárveiting um vegamála á fjárlögum." Upplýst um áfengið (Framh af 16. síðu). skýrðu tvímenningarnir svo frá að þeir hefðu keypt flösk una af umræddum manni og fengið hana „upp á krít“: Bar annar þeirra einnig að hann hefði áður fengið áfengi hjá þessum manni meg sömu skil málum á sama verði og er í ÁVR. Skrifstofumaðurinn var nú enn kallaður fyrir rétt og var honum skýrt frá framburði piltanna. Neitaði maðurinn þá að svara spurningum rann sóknardómarans um málið. Ekki hefur hann þó neitað því að piltarnir hafi keypt af honum flöskuna. SKIFT UM FÓLK í TUNGLINU 4 í kvöld tekur ný hljómsveit til s'tarfa í Silfurtunglinu, og nefnist hún Hljómsveit Finns Eydal, en það- er l stórum dráttum sama hljómsveitin og áður hét Atlantic quintett. Nokkrar breytingar hafa ver ið gerðar á henni, en kjarn- inn er hinn gamli, sem afl- aði Alantic vinsœlda þegar við s'tofn-un, fyrir um hálfu öðru ári, og hefur fylgt henni siðan. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þessir, taldir frá vinstr’ Sigurður Þór Guðmundssc sem leikur á píanó, hann tek ur við af Ingimar Eydal. Al- freð Alfreðsson, trommur, hann tekur við af Ólafi Jóns syni. Þá kemur Finnur Eydal, hljómsveitairstjóri, sem leik ur á klarinet, bariton saxo- fón, bassa-klarinet og bassa, Helena Eyjólfsdóttir söng- kona, Gunnar Sverrisson, víbrafón og Garðar Karlsson, sem tekur við af Emi Ár- mannssyni og leikur á gítar. Hljómsveitin mun leika hvers konar danslög, og fara '•tu hverju sinni nokkug eft 'iekk gesta. En bæði hljóm sveitin og forráðamenn húss ins lögðu áherzlu á það við blaðamenn, að kapp yrði lagt á það að fá gesti sem komnir væru yfir rokkaldurinn. Bar hússins hefur nú v< ið fullgerður, og er einn visl legasti sem sést hefur hé: lendis. Matur verður fran reiddur frá klukkan 7 á kvöi in, en hljómsveitin tekur t starfa kl. 9. Húsig verður op' öll kvöld vikunnar nema m: vikudaga, en þá munu hóp: geta fengið það leigt fyr samkomur. 4rásin (Framhald af 16. slðu). farið um kl. 22 á laugardags- kvöldið heim til kunningja síns austur í bæ. Þar var margt manna fyrir og áfengi veitt. Dvaldi hann þar lengi nætur og neytti áfengis. Kvaðst hann hafa orðið svo ölv- aður að hann hætti að muna hvað gerðist. Segist hann aðeins muna óljóst eftir því þegar hann fór frá kunningja sínum. Minnir hann að klukkan hafi þá verið yfir 5 um nóttina og að hann hafi farið upp í einhvern leigubíl, annað hvort fyrir utan hús kunningja síns eða síðar. Eftir þetta kveðst hann hafa 'hætt að muna atburði og næst kveðst hann hafa munað eftir sér er liann vaknaði í kjallara lög- reglustöðvarinnar. FramburSur gestgjafans Maður sá, sem kærði dvaldi hjá umrædda nótt, hefur borið að hringt hafi verið í bíl frá Hreyfli vegna kærða þegar hann fór í burtu eftir kl. 5 um nóttina. Framburður bílstjórans Bílstjóri á Hreyfli hefur borið það að hann hafi ekið kærða, sem hann kannast við , frá greindu húsi og að húsi einu skamt frá árásarstaðnum, og hafi kærði þar farið úr bílnum. Framburður húsráðenda Kona, sem býr í þessu húsi hef- ur borið, að seint um nóttina hafi maður hr’ingt dyrabjöllu hússins og spurt um persónu sem þar býr. Kveðst konan hafa svarað því að viðkomandi væri ekki heima. Húsráðandi kveðst hafa vaknað við hávaða um nóttina og farið til dyra. Þar fyrir utan hafi verið kærði, sem húsráðandi segist kannast við. Kærði hafi síðan farið í burtu. Klukkan var þá um 05.30. Neitar engu Við frekari yfirheyrslur í tilefni af fyrrgr'eindum framburði kon- unnar, sem fyrir árásinni varð og annarra vitna í málinu, hefur kærði borið orðrétt: „Ég get ekki neitað neinu. Ég hef enga ástæðu til að ætla að framburður konunnar og ann- arra vitna í málinu séu rangir eða gerðir út í bláinn. Hins vegar man ég ekkert, ekkert frekar en ég hef þegar borið í málinu.“ Konan er enn illa haldin og rúmföst. Kærði situr enn í gæzlu- varðhaldi og rannsókn málsins heldur áfram. Skálmöld Framhald af 3. síðu. stæðinga bandarískra herstöðva í ‘Japan s.I. vor. Félagsskapur þessi vill endurhervæðingu Japan og foringinn hefur lýst því yfir, að aðalhetja og fyrirmynd félags- skaparins sé Adolf Hitler. Leið- toginn sagði einnig, að morðið á Asanuma hefði hlotið að, koma. Það var refsing frá himnum. Japanir eru mjög áhyggjufullir vegna þessa atburðar og búast við að vinstri stúdentar og verkamenn muni nú láta til skarar skríða og hætta sér á algerri skálmöld í landinu. Danakóngur (Framhald af 16. síðu). konungshjónanna. Á sýningu þess- ari eru kort og myndir auk rann- sóknatækja og hún nær frá 1761 | íram til þessa dags. Konungur I lagði áherziu á samvinnu á sviði | hafrannsókna við opnun sýningar- innar. Á mánudaginn mun konungur ávarpa allsherjarþing SÞ í New York en hann mun halda þangað írá Washington og dveljast þar í íjóra daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.