Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 11
TÍMINN, laugardaginn 15. október 1960. 11 ,S|álfur geturðu farið til Kongó’, — sagíi Sigrún Ragnarsdóttir Fyrsta verkið, sem Þjóð- leikhúsið frumsýndi á þessu hausti var ..Engill horfðu heim". Gunnar Eyj- ólfsson leikur þar eitt erf- iðasta hlutverkið og eru gagnrýnendur á einu máli um, að hann geri því frá- Miviir Sigrún Ragnarsdóttir: Ítalíe og Spánn heilla mest. Eg hitti Sigrúnu Ragnars- dóttur, tegurðardrottningu íslands i ár, og plataði hana til að svara nokkrum spurn ingum. — Hvernig ;íkar þér að hafa verið kosin fegurðar- drottning? — Reglulega gaman. Þetta var meira ævintýri en nokkurn hefði grunað. — Hefurðu orðið fyrir nokkr um óþægindum, glápir fólk á þig? — Það er meir tekið eftir manni, það er eins og allir viti hver maður er. Fyrst fannst mér þetta óbærilegt, en nú er ég alveg hætt að finna fyrir því. — Þú hefur til skamms tíma sungið á Röðli. Hvernig líkaði þér það? — Mér fannst það gaman? — Af hverju? — Mér finnst bara yfirleitt gaman að syngja. — Nokkuð annað, sem þér þykir gaman að? — Mér finnst gaman að dansa. Ég er að læra að dansa. Og svo finst mér gaman á skautum. Ég elska blóm. — Elskarðu nokkurn pilt? — Nei, en ekki segja það. — Hvað ertu gömul? — Ég er átján. En farðu nú ekki að skrifa neina vitleysu. Já, og svo spila ég pínulítið á píanó. — Tekurðu klassíska músik fram yfir dansmúsik? — Líklega mundi ég gera það. Maður er með þessa dans- músik á heilanum, þegar mað- ur er að syngja á hverju kvöldi. — Hvaða lag heldurðu mest upp á? — Falland lauf og Petit Fleur. — Þau eru bæði frönsk. — Það skiptir engu máli. Geturðu sagt mér hvar ég fæ plötuna Fallandi lauf með pí- anóleikaranum Ro'ger's Willi- ams. — Hefurðu reynt í hljófæra- verzlunum? — Já, hún fæst hvergi. — Kannski les þetta ein- hver, sem á plötuna og mundi þá lána þér hana í nokkur kvöld. — Ja, það væri skemmtilegt. Mér finnst mjög gaman að henni. — Hvaða íslenzkt lag finnst þér skemmtilegast? — „Ég bið að heilsa“, en ég hef aldrei hugsað út í dans- lögin. — Varstu í sveit þegar þú varst ung? " — Já, Arnarstapa á Snæfells nesi. — Þú hefur náttúrulega aldrei komizt á hestbak. Það hafa ekkert verið þar nema jeppar? — Jújú, ég fór oft á hest- bak, þetta er svo langt síðan að það voru engir jeppar. — Hefurðu nokkurn tíma unnið í happdrætti? — Nei, ég bíð enn eftir bíln- um. — Hvað mundirðu gera ef þú ynni hálfa milljón í happ- drætti? — Lána næstum allt. — Mér? — Nehei, ekki krónu. Ég mundi lána það í húsið, sem við erum að byggja. -■— Ekki fær’i allt í það? Þú mundir kannske sigla? — Já, því ekki það? Ég hef lengst farið til Vestmanna- eyja. — Hvaða land heillar þig mest?^ — Ítalía O'g Spánn. — Af hverju þau lönd? — Ég veit það ekki. Ætli það sér ekki vegna þess að maður álítur það mest heill- andi, sem lengst er í burtu. j — Af hverju ferðu þá ekki; til Kongó? — Þú getur sjálfur farið til | Kongó. Ég mundi vilja læra að| dansa á Spáni. Spænska dansa j og steppdans. — Þú ferð alltaf að tala um dansa. Þér þykir líklega skemmtilegt að dansa? — Óskaplega gaman. Ég fer á dansleiki þegar ég hef tíma til, en er annars að læra dans. — Þú hefur sýnt dans, ekki satt? — Jú, ég dansaði spænskan dans í revíunni. Eitt lauf, fyrir nokkrum mánuðum. — Vikan efndi til fegurðar- dísakeppni í sumar, og þar lentir þú í öðru sæti en ekki fyrsta, hvernig sættirðu þég við það? ? — Það voru lesendur blaðs- ins ,sem kusu og þeim hefur (Framhald á 13. siðu). „Áhorfendurnir eru þeir gagn- rýnendur, sem ég met mest” — segir Gunnar Eyjólfsson, ieikari bær ski<, en nokkrir þeirra halda þvi fram, að það sé allt að því á takmörkunum, að hann kunni íslenzku. í tilefni af þessum skrifum spjallaði ég við Gunnar yfir kaffibolla í gærmorgun og fer meginhluti samtalsins hér á eftk': — Þeir segja að þú kunnir ekki íslenzku, Gunnar? — Já. Það er eitthvað athuga vert við framsögn mína, en ég neita því algjörlega að ég tali með útlendum hreim. Ég tala eins góða íslenzku og hver ann- ar, en hrynjandinn er kannske öðruvísi hjá mér en við erum vanir að heyra hér. Tal ís- lenzkra leikara hefur breytzt mikið síðustu 15—20 ár. Þessi gamli „Iðnó-sónn“ er horfinn. Tal leikara hefur batnað gífur- lega, en á ég að samlaga mig eftir hinum? — Eða þeir allir eftir þér? — Tal og framsögn á jafnvel eftir að breytast hér enn að mun. Þetta er minn persónu- legi stíll. Þennan hrynjanda hef ég tamið mér. Hann er auð- kennandi fyrir mig. Eg get ekki heyrt neitt athugavert við þetta sjálfur. Eg ætla að fá eina sýn- ingu tekna á segulband svo að ég geti hlustað betur og borið tal mitt saman við tal hinna leikaranna. — Svo þú tekur mark á gagn rýnendum? — Gagnrýnendur gera kröfur til leikaranna, og þá er sjálf- sagt að leikararnir geri kröf- ur til gagnrýnedanna. Eg vil að maður geti lært af gagnrýni og þegar meiri hluti gagnrýnend- anna er á einu máli um, að það Framhald á bls. 13. Gunnar Eyjólfsson: Sauði mundi ég aldrei kalla þá. Rokk-kóngur Danmerkur OTTO BRANDENBURG heimsækir ísland eltir fimm daga Frægasti og eftirsóttasti A skemmtikraftur Danmerk- ur, rokksöngvarinn Otto Brandenburg, kemur hing- að til lands næstkomandi fimmtudag og mun hann skemmta i Lido í viku. í ráði er að hann komi fram á einum hljómleikum áður en hann byrjar í Lido, en þegar þetta er1 ritað er allt óráðið með það. Það mundi hins vegar vera mjög æskilegt, því Branden- burg á marga aðdáendur hér á landi í röðum unglinganna, sem ella mundi ekki fá tæki- færi til að heyra í honum, því í Lido komast þeir ekki, þar sem þeir' eru of ungir. Plötur með Otto Branden- burg hafa nokkrum sinnum verið leiknar í Ríkisútvarpinu, hann syngur mikið á ensku og gefur lítið eftir enskum og amerískum söngvurum í sama stíl. Það leikur ekki á tveim tung- um að Brahdenburg er stærsta nafnið í dag í dönsku skemmt- analífi, um það vitna bezt hinar mörgu myndaopnur og greina- flokkar um hann, sem ea*uí hverju einasta dönsku blaði er berst hingað til landsins. Ekki ósvipað og var með Nínu og Friðrik fyrir þremur árum. Nú ræða þeir sem sé ekki lengur í Danmörku um Nínu og Frið- rik, nú er það bara Otto Brand enburgv og nú er hann að heim sækja ísland — góða skemmt- un.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.