Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 13
TÍMINN, laugardaginn 15. október 1960. 13 ÍCjarval 75 ára (Framhald af 8. síðu). heldur ótrauður áfram starfi sínu þótt við örðugleika væri að etja. Fátæktin er mikil þótt vinir hans hlaupi undir bagga og einhverjar myndir seljist. Það er gestkvæmt í húsi listamannsins, þangað leggja fleiri leið sína en banka- stjórar og höfðingjar að fala myndir þar eiga hæli þeir sem ekki eiga í annað hús að venda. Og Kjarval gerir vel við alla, setúr alla á sama bekk og greinir ekki milli manna. Þó var fátæktin einatt slík, að fyrir kom að hann varð að sitja í myrkri á vinnustofu sinni, peningarnir, sem Rafveitan átti að fá, höfðu farið fyrir litatúbur. Þar við bættist að oft varð hann að launa smá- greiða með margföldu verðmæti verka sinna. Brátt fór þó að sjá til sólar, og kunnugir telja að sjaldan hafi Kjarval átt betr'i daga en þjóðhá- tíðarsumarið 1930. Þá dvaldi hann sumarlangt á Þingvöllum, m-álaði ótölulegan fjölda af myndum, smáum og stórum. Hann hafði þá nýlega selt Menntamálaráði málverk á 5000 krónur, komizt þannig úr skuldum og átt að auki skotsilfur fyrir litum og efni. Þar við bættist að dóttir hans kom í heimsókn til föður síns og veitti honu-m gleði og ánægju. Og há- tíðaskap hinnar 1000 ára þjóðar hefur örvað hug hans og dug. Safnar ekki gulli Nú þarf Kjarval ekki lengur að kvíða fjárhagskröggum, á nokkr- um dögum málar hann fyrir heilt íbúðarverð. Þó hefur líferni hans í engu breytzt. Hann sækist ekki eftir lystisemdum þessa hekns, safnar ekki að sér gulli. Hann dreifir því á báða bóga. Um Jóhannes Kjarval hefur myndazt ara-grúi þjóðsa-gna, hann er þegar í lifenda lífi sveipaður söguljóma. Hann er yndi og eftir- læti þjóðar sinnar og er umsetinn aðdáendu-m sínum, svo að hann verður því sem næst að fara huldu höfði. Það er táknrænt að meist- arinn mikli hefur þannig útbúinn síma í vinnustof-u sinni að aðeins er hægt að hringja úr símanum, en ekki í hann. Enda er Kjarval hamhleypa til verka, surnar myndir verða til á dagstund, að öðrum vinnur hann um árabil. Hann fer einförum um heiðar og fjöll, reikar um hraun og daladrög, staðnæmist fra-mmi fyrir dýrð Drottins og lyftir hend- inni eins og sá sem valdið hefur. Og honum er gefið mikið vald. Beztu myndir hans eru eins og opinberun, sem við höfum beðið effiir um aldir. Sjálfstætt, ógn- . þrun-gið líf þeirra er mikilfengleg upphafning á íslenzku þjóðareðli og íslenzkri náttúru. Én þrátt fyrir kyngina í myndum Kjarvals, skynjar áhorf- andinn að hér er ekki nema brot af þeirri stúrkostlegu veröld, sem blasir við meistaranum, neisti frá ' -hinni voldugu sól, sem aldrei verður litin beru-m augum. Á þessum forsendum verður skiljanlegt að hlutföll raunheims- ins sýnist harla lítilmótleg í aug- um meistarans. Þess vegna skenk- ir hann með glöðu g-eði þvotta- konunni sinni dýrindismálverk sem forsætisráðherrann sækist - eftir, Blaðið hefur sannfr'étt að Kjar- val muni í dag staddur á Austur- landi. xy Fréttapistill (Framhald af 5. 6Íðu). meira, er atkvæði voru greidd á þinginu nokkrum dögum seinna um það, hvort taka skyldi á dagskrá þátttöku Kína í S.Þ. Þá greiddu 18 Asíu- og Afríkuríki atkvæði með þeirri tillögu, en 9 á móti og 18 sátu hjá. Þau af þessum ríkjum, er telja's-ig hlutlaus. skiptust nokk urn veginn til helminga, annar helmingurinn greiddi atkvæði með tillögunni, en hinn helm- ingurinn sat hjá. Hin mikla fjölgun Asíu- og Afríkuríkja í S.Þ. seinustu ár- in, hlýtur að hafa í för með sér mikiar breytingar á skipan og störfum þessara miklu sam- taka í framtíðinni. Hér eftir er það útilokað, að starfhæfur meirihluti verði myndaður þar nema með miklum stuðningi hinna nýju ríkja, Þ.Þ. Gunnar Eyjólfsson (Framhald af 11. síðu). sé eitthvað athugavert við tal mitt, þá hlýt ég að taka tillit til þess, hvort sem mér tekst að bæta mig, það er önnur saga. — Hverni-g geðjast þér að ga-gnrýni blaðanna yfirleitt? — Leikga-gnrýni hefur fleygt jafn mikið fram og leiklistinni. En þó má finna gagnrýnendur, sem eru að verða hættulega staðnaðir, en það er hlutur, sem þeir eru einmitt að saka súma leikarana u-m. — Ertu ánægður með þá gagnrýni, sem þú fék-kst nú? — Leikarar eru sjaldan ánægðir með gagnrýni, en ég hef ekki undan neinu að kvarta. Einn af hæfari gagnrýn- endunum sa-gði, að 1-eikur minn hefði fallið áhorfendum í geð. Það gladdi mig, því um-mæli á- horfenda eru mér nefnilega miklu meira virði heldur en lofsöngur gagnrýnendanna — það var víst einmitt í Tímanum sem einn gagniýnandinn sagði, að „gagnrýnendur væri hjörð sauða, þar s-em hver elti ann- an.“ En mér finnst það full djúpt í árina tekið, sauði, myndi ég aldrei kalla þá.“ essg. Sigrún Ragnarsdóttir (Framhald af 11. síðu) fundizt Ágústa fallegri, enda er nú gullfalle-g stúlka. — Heldurðu að hún hefði unnið í keppninni um titilinn fegurðardrottning íslands? — Það er mér ekki nokkur leið að segja um. — En svo ferðu til Ameríku næsta sumar og tekur þátt í al- þjóðakeppninni þar. Hvernig leggst það í þig? —Vel, nema hvað ég hef aldrei komið út fyrir landstein- ana og getur það háð mér, því í svona keppni hefur það ekki svo lítið að segja að vera ekki eins og fiskur á þurru landi. — Þú, gætir kannske skropp ið eina æfingaferð til Vest- mannaeyja. Sumir kalla það að fara til útlanda. — Já, kannske fer ég enn einu sinni til Eyja. Það er alltaf skem-mtilegt að koma þan-gað. essg. Auglýsið i TÍMANUM _____________________________ Rætt vi’Ö Valgeríi á Lómatjörn ALLT Á SAMA STAÐ (Framhald af 6. síðu). ASr-a dúka fékk ég oft litaða og pressaða hjá Gefjunni og það voru mikil þægindi. Svo saumaði ég á börnin og ann- að heimafólk úr þessum efn- um. Eigum ávallt fyrirliggjandi: Willys jeppa — LœrSir þú fatasaum? — Ekki annað en það, sem móðir mín kenndi mér, en hún var ákaflega handvirk manneskja. Allan fatnað -á sitt heimafólk saumaði hún í höndunum, þangað til ég eignaðist saumavél, átján ára -gömul, og fór að sauma fyrir han-a. Já, mér þótti alveg ynd islegt þegar ég eignaðist -saumavélina og hana átti ég lengi. — Voru eJcki fráfœrur enn tíðkœðar í þínum búskap? — Við gerðum aldrei mikið af því, færðum venjulega frá 25 ám, til að drýgja kúamjólk ina. En mikill var kosturinn í sauðamjólkinni og margur fékk úr henni holla næringu. Eg taldi aldrei eftir mér að mjalta kvíærnar á kvöldin og skilja mjólkinn, þó að þá væru venjulega aðrir farnir að sofa. Og yngri krakkamir sátu ærnar tvö og tvö sam- an. Já, þannig var búið þá. Nú er ööruvísi umhorfs inn- an stokks og utan. Samt var mikið búið að bæta jörðina áður en stórvirku tækin komu til sögunnar. Guðmundur sléttaöi stóra móa utan túns og rækaði. — Er það ekki sonur ykkar, sem nú býr á Lómajörn? — Jú, Sverrir sonur okkar tók við búi 1939 og var ég ráðskona hiá honum þar til hann kvæntist. í sumar varð hann fyrir þeirri þungu raun að missa' konu sína, yndis- lega manneskju — frá þrem ur ungum dætrum. — Þú munt eiga æði marga afkomenáur? — Eg er hætt að reyna að telja langömmubömin, en barnabörnin eru orðin 37, en eitt af þeim er látið. Prú Valgerður missti mann sinn 1949. Hún var við góða heilsu þar til sjónin tók snögglega að bil-a á s.l. sumri. Síðan hefur hún dv-alið í Reykjavík hjá dóttur sinni og tengdasyni og leitað lækn inga. Eg er nú orðin vonarveik um læknin-gu, sagði hún æðru laust, en líklega dvel ég hér enn um sinn að sjá hvað set ur. Hugurinn er reyndar heima og þegar mig dreymir, þá er ég á Lómatjörn hjá blessuðum litlu -stúlkunum þremur. — Viltu bera móður þinni kveðju mína? sagði frú Val- •gerður, er við skildum og þeg ar ég kom kyeðjunni til skila, sagði móðir mín: — Hún Val gerður á Lómatjörn; það er yndisleg kona. Og því trú’ ég vel eftir þessa samverustund. Eg leyfi mér að færa henni ámaðar- óskir á 85 ára afmælinu, og vona að ævikvöldið verði henni rótt og fagurt í skini minninganna. Sigríður Thorlacius. STALHUS, JEPPAKÚRFUR, BRETTI og HÚDD VARAHLUTIR í MIKLU ÚRVALI Einnig STÁLHÚS á rússnesku landbúnaðarbifreiðina GAZ-69 Sendum gegn kröfu hverf á land sem er. on Laugaveg 118, sími 2-22-40. Sölubörn Munið merkjasölu Blindravinafélags íslands á morgun sunnudaginn 16. október. Mc-rkin verða afhent á þessum stöðum frá kl. 10 til 17 á sunnudag: Melaskóla Öldugötuskóla Ingólfsstræti 16 (syðri dyr) Austurbæjarskóla (Vitastígsmegin) Eskihlíðarskóla Laugarnesskóla Langholtsskóla Háagerðisskóla í KÓPAVOGI: Kársnesskóla Kópavogsskóla Sölulaun eru 10% Merkin gilda sem happdrættismiðar. Blindravínafélag íslands Husqvarna Notuð Husqvarna sauma- vél til sölu. Upplýsingar í síma 32575. Til leigu bílskúr ca '20 ferm Tilboð sendist til afgr blaðsin.s merkt: Bílskúr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.