Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 16
Regn Allhvass suSaustan og víSa dálítil rigning, sagSi veSurstofan í gær. VIS sunnlendingar erum orSn- ir svo óvanir slíkum hlmna sendingum, aS viS göng- um krumpnir og hleypum í axlirnar þegar rignir. Flúði af Baltica: Kúgun Eistlendinga á engan sinn líka FlóttamaíJur lýsir Eins og kunnugt er af frétt- um hefur ungur Eistlendingur leitað hælis í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. Maður þessi heitir Viktor Jaanimets og er 29 ára gam- all. Hann var einn skipverja á hafskioinu Baltika, sem flutti Nikita Krústjoff forsætis ráðherra vestur uir- haf á alls- herjarþing SÞ í New York. Jaanimets var að'eins níu ára gamall þegar Rússar lögðu undir sig föðurland hans og þess vegna töldu þeir hættulaust að láta hann starfa utan Eistlands. Rússar hafa reynt að þvinga Jaani- mets til þess að gerast skip- „írelsinu“ í sæluríkinu verji á Baltica að nýju og hafa sagt við hann að Eist- lendingar væru frjálsir menn. Jaanimets hefur svarað þessu og sagt vera ósatt. Eistlend- ingar hafa alla tíð unag illa yfirráðum Rússa. Þúsundir hafa flúið landið og þúsundir hafa verið fluttar frá land- inu eða hreinlega útrýmt vegna andstöðu sinnar. Rússar í vörn!!! Það var árið 1939 að Rússar lögðu undir sig Eystrasalts- löndin, Eistland Lettland og Lithaugaland. Það var gert samkvæmt samningi Stalíns við Hitler. Rússar skyldu fá Eytrasaltslöndin ef þeir þá (Framhald á 15. síðu). Upplýst hvar pilt- arnir fengu áfengið ÖkumaSur bílsins, sem ók á hús vií NiarSar- götu og þriÖji pilturinn bentu á manninn — Neitar aÖ svara spurningum Við rannsókn slyssins, semi varð á Njarðargötu á dögun-j um hefur verið upplýst hver það var, sem seldi piltunum áfengi fyrr um kvöídið- Var það 26 ára gamali skrifstofu- maður hér í bæ, fyrrvarandi leigubílstjóri. Sagðist maður þessi fyrst hafa íekið flösk- una til geymslu fyrir piltana, en þegar ökumaðurinn og þriðji pilturinn báru annað Áflog kvenna í fyrrakvöld var lögreglan kvödd að skemmtistaðnuum Þórscafé hér í bæ vegna áfloga kvenna. Slógust þar tvær ungar stúlkur af miklum móð. Þriðja stúlkan hugðist stilla til friðar, en ekki tókst þá betur til að annað áfloga-; kvendið beit hana í hendina : í misgripum fyrir andstæð- inginn. Varð af talsvert sár og varð að flytja stúlkuna á slysavarðstofuna til aðgerðar. fyrir rétti, neitaði maðurinn að svara frekari spurningum. „Upp á krít" Við rannsóknina kom það í ljós að. fyrr um kvöld það er slysið varð, höfðu piltarnir fengið sér flösku af áfengi og fóru með hana á kvöldsýn- ingu í Austurbæjarbíó. í hléil tóku þeir flösknna upp ogj tæmdu hana síðan á klukkuj tíma eða svo. Neitar að svara spurningum j Þriðji pilturinn skildi viðj þá félaga um kvöldið og héldu þeir tveir, sem eftir voru heim til annars þeirra og tóku þar bíl. Skömmu síðar vildi slysið til svo sem kunn- ugt er. Ökumaður bílsins, sem minna meiddist, og þriðji pilturinn báru það fyrir rétti hjá rannsóknardómara máis ins, Ólafi Þorlákssyni að þeir hefðu fengiö flöskuna hjá skrifstofumanni einum hér í bænum. Sagði skrifstofumað urinn fyrir rétti að piltarnir hefðu komið flöskunni í geymslu til sín daginn áður og beðið hann að geyma til næsta .dags. Skömmu síðar (Framhald á 2. síðu;. Danakonungur ávarpar þing SÞ Hér getur aS líta Eisenhower Banda- ríkjaforseta, er hann tekur á móti dönsku konungshjónunum við komu þeirra til New York, en konungs- hjónin hafa verið á ferðalagi um Bandaríkin að undanförnu. Eisenhower forseti tól< sjálf ur á móti dönsku konungs- hjónunum við komu þeirra til Washington, en þangað komu þau frá Chicago. Hjónin munu dveljast fjóra daga í Washington sem gestir for- setans en þau hafa áður heim- sótt Kaliforníufylki. Eisenhower sagði í móttökuræðu sinni, að Danmörk væri mikilvæg- ur aðili að Atlantshafsbandalaginu. Hann hrósaði Dönum fyrir gest- risni, sem hann kvaðst hafa orðið aðnjótandi hvað eftir annað er hann heimsótti Danmörku meðan hann var æðsti maður Atlantshafs bandalagsins í Evrópu. Hann sagð- ist vita, að Danir vildu ekki að- cms vernda sitt eigið sjálfstæði lreldur og allra ríkja í Atlants- hafsbandalaginu. Ávarpar bing SÞ Friðrik konungur svaraði ræðu forsetans og þakkaði fyrir þær hlýju móttökur, sem konungshjón- in hefðu hvarvetna mætt á ferð smni um B&ndaríkin. Fyrsta verk konungs í Wash- ington var að opna sýningu á haf- rannsóknarstörfum Dana á síðustu tveimur öldum en Bandaríkin létu gera yfirlitssýningu þessa í heið- ursskyni við heimsókn dönsku (Framhald á 2. síðu). Kominn til meðvitundar Hallvarður Sigurjónsson, pilturinn sem slasaðist hvað mest í slysinu á Njarðargötu á dögunum kom loksins til meðvitundar í gær. Hefur hann talað orð og orð á stangli og er líðan hans öll til hins betra samkv. því sem Landakotsspítali tjáði blaðinu í gærkvöldi. ,,Get engu neitað“ Réttarhöld í Njálsgötu-árásinni Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum var ráðizt á konu aðfaranótt s. I. sunnu- dags á Njálsgötu Árásarmað- urinn náðist og hefur setið í varðhaldi síðan. í gær kall- aði Þórður Björnsson, full- trúi sakadómara fréttamenn á sinn fund og skýrði frá ýmsum atriðum sem fyrir liggja um árás þessa. Seint um sunnudagsnóttina vaknaði Runólfur Eiríksson, rak- í morgun klukkan rúmlega níu barst Ólafi TKors, forsætisráöherra, svo- fellt skeyti frá N. Krustjoff, forsæt- isráðherra Ráðstjórnarríkjanna, úr flugvél hans TU 114: „Við erum á flugi yfir íslandi á lelðinni til Moskva. — Ég sendi íslenzku þjóð- inni, ríkisstjórninni og yður per- sónulega vináttukveðjur. N. Krust- joff." Forsætisráðherra svaraði með svo- feildu skeyti: „Ég þakka kveðjur yðar, herra forsætisráðherra, til þjóðar minnar, ríkisstjórnarinnar og mín persónulega, og sendi yður og þjóðum Ráðstjórnarríkjanna beztu kveðjur." Frá forsætisráðuneytinu 14. okt. arameistari, Njálsgötu 54, og fleiri í nálægum húsum við skerandi neyðaróp þar hjá . Runólfur’ hringdi þegar á lögreglustöðina og var klukkan þá um 05,40. Tekinn fastur Tveir lögreglumenn komu að vörmu spori á vettvang og kom Runólfur þá út til þeirra. Við at- hugun sáu þeir hvar karlmaður lá ofan á konu rétt fyrir innan girðingu við eitt húsanna þar við götuna. Þegar maðurinn varð lög- reglunnar var, spratt hann á fæt- ur og hljóp austur yfir baklóð hússins. Náðu lögreglumennirnir honum á takmörkum lóðarinnar, handtóku manninn og færðu í varð hald. Lögreglumenn fluttu konuna, sem var meðvitundarlaus, á slysa varðstofuna en þar kom hún til meðvitundar. Meiðsli hennar voru athuguð og síðar um daginn var konan flutt heim til sín. Áverkar Við læknisathugun á konunni kom í ljós að hún var með glóðar- auga á báðum augum og annað augað sokkið. Þá hafði hún skurð á vinstri augabrún, alblóðug í aindliiti, marin og hrufluð. Enn j fremur kvartaði hún mjög undan i eymslum í höfði. ! Einnig kom í Ijós að nærföt kon unnar voru rifin en engin áverkar fundust á henni, sem af mætti ætla að framið hefði verið kyn- ferðisbrot. Frásögn konunnar Konan hefur borið það í saka- dómi að hún hafi veríð á gangi ein síns liðs austur Njálsgötu á leið heim til sín. Varð hún þá vör við að karlmaður gekk á götunni í sömu átt og hún, en þó nokkurn spöl fyrir aftan hana. Hún greikk- aði þá spor’ið, en maðurinn nálgað- ist hana eigi að síður. Þegar hún var komin rétt inn fyrir gatnamót Njálsgötu og Vitastígs, var maður- inn kominn upp að vinstri hlið hennar. Spurði hann hana hvað klukkan væri, og svaraði hún hon- um því. Konan kveðst ekki hafa numið staðar, en hún vissi síðan ekki fyrr til en maðurinn stóð beint fyrir framan hana og sló hana með krepptum hnefa mikið högg undir hökuna. Féll konan í götuna við höggið en reis þó strax upp aftur. Réðist maðurinn þá aft- ur á konuna og sló hana aftur í andlitið svo hún féll enn í göt- una. Skipti það síðan engum tog- um að maðurinn tók konuna upp af götunni og kastaði henni á höf uðið inn fyrir grindverk norðan megin götunar. Kom konan niður á gras og var þá orði svo dösuð að hún átti erfitt með að rísa upp. Maðurinn kom á eftir inn fyrir girðinguna og réðist aftur á kon- una og reyndi að ná um kverkar hennar. Allan tímann hljóðaði -konan upp og veinaði og reyndi að verjast árásinni allt hvað hún gat. — Síðan þrýsti maðurinn svo fast að kverkum hennar, annað hvort með hné sínu eða höndum, að hún missti meðvitund og rakn- aði ekki við fyrr en á slysavarð- stofunni síðar. — Konan, sem er yfir fertugt, kveðst ekki hafa ver- ið undir áhrifum og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess. Þá kveðst hún ekkert þekkja til árásarmannsins. FramburSur ákærða Kærði hefur borið að hann hafi (Framhald á 2 síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.