Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, laugardagiun 15. október 1960. 3 Lyftitæki setja Gísla J. Johnsen í naust Báturinn settur fram á fimm mínútum Björgunarbátnum Gísla J. Johnsen hefur nú verið komiS fyrir í nausti í hinu nýja húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði. Er báturinn tek- inn upp á þurrt með sérstak- lega smíðuðum lyftitækjum og komið fyrir í innskoti í hús- inu. Tekur aðeins fimm mín- útur að setja bátinn fram eða taka hann upp. Forráðamenn Slysavarnafélags- ms sýndu fréttamönnum útbúnað þennan í gær, en hann er teikn- aður af Guðfinni Þorbjarnarsyni, vélfræðingi, sem einnig hafði yfir- umsjón með verkinu. í ávarpi gat forseti Slysavarna- félagsins, Gunnar Friðriksson, þess að merkum áfanga hefði nú verið náð í slysavörnum. Björgun- arbáturinn hefði áður verið stað- settur í lægi við Örfirisey, en svig- rúm hefði verið ófullnægjandi þar. Hefðu aíhuganir farið fram ge ;§æq i»a ^ioAq tacJ b haga svo málum að hægt væri að hafa bátinn stöðugt til taks en þó í geymslu. Leitað var tilboða erlendis, en það eina sem til mála kom reyndist langt um of dýrt. Guðfinnur leysti vandann fyrir félagið, teiknaði tækin, sem samstanda af tveimur uglum, og vökvaþrýstistrokkum. Vélsmiðjan Klettur í Hafnarfirði smíðaði tæk- in og Volti annaðist raflögn, en yfirumsjón og uppsetningu ann- aðist Guðfinnur. Kosta tækin upp- komin um hálfa milljón króna. Krafizt dauðadóms yfir Menderes ViII fá að tala við lögfræðing. í gær hófust á eyju einni undan strönd Tyrklands rétt- arhöld í máli Bayars fyrrv. forseta landsins, Menderez fyrrv. forsætisráðherra og 500 manna annarra þar á meöal nokkurra ráðherra úr stjórn Menderez. Eins og kunnugt er var gerð stjórnarbylting í Tyrklandi á s.l. ári og Mend- erez og stjórn hans þá velt úr GURSEL stóli. Síðan hefur Gursel hers- höfðingi verið æðsti maður Tyrklands. Bayar, Menderez og liö'- menn þeirra hafa veriö fang ar frá því að byltingin var ger® og hefur þeixra verið vandlega gætt. Erlendir frétta menn fá að vera viðstaddir réttarhöldin í málum þess- ara manna og segja þeir, að réttarsalarins sé vandlega gætt svo og eyjar þeirrar, þar sem réttarhöldin fara fram. Krafizt dauðadóms Saksóknari hefur krafizt dauðadóms yfir þeim Bayar og Menderez og 38 öðrum. Á alla þessa menn eru bornar hinar þyngstu sakir. Þeir eiga að hafa þverbrotið stjórnar- skrá landsins, sóað fjármun- um, misnotað dómsvaldið, stefnt að einræði og auk þess staðið fyrir ofsóknum á hend ur grískum mönnum. MENDEREZ Menderez fyrrum forsætis ráðherra kom fyrstur fyrir rétt í morgun. Hann virtist tekinn eftir fangelsisvist- ina og kvaraði um meðferð þá, er hann hefði hlotið. Þá sagðist hann ekki hafa feng ið tækifæri til að ráðfæra sig við lögfræðing og bar fnam kæru þess vegna. Hann hefði eingöngu fengið að hitta full trúa sakadómara að máli. Aðr ir sakbornlngar báru fram svipaðar kröfur og lofaði dómsforseti að taka þær til athugunar. Magnús svarar Lögfræðingur Magnúsar Guðmundssonar, lögreglu- þjóns, hetur sent lögreglu- stjóranum í Reykjavík bréf varðandi frávikningu Magnús- ar úr lögregluliði Reykjavik- ur og fer bréfið hér á eftir. „Umbjóðandi minn, hr. lög- regluþjónn Magnús Guðmunds- son, Vesturgötu 27, hefur falið mér að svara bréfi yðar dag- settu í gær varðandi frávikningu hans úr starfi sem lögreglu- þjónn. Þessari frávikningu er hér með mótmælt sem algerri lög- leysu og geymir umbjóðandi minn sér allan rétt til skaða- bótakrafa af þessu tilefni, bæði persónulega á hendur yður og fjárhagslega á hendur bæjar- sjóði Reykjavíkur. Þetta tilkynn- ist yður hér með. Fyrir hönd Magnúsar Guð- mundssonar, Guðlaugur Einarsson." Þá er þess að geta að lögreglu- vörður var næturlangt við hús Magnúsar á Vesturgötu í fyrrinótt. Þessi mynd er af lyftitækjum SVFI (Ljósm: Tíminn, KM) Tveir menn handtekn- ir með smyglvarning Á fimmtugdagsmorgun handtók lögreglan tvo pilta sem höfðu í fórurr: sínum all- mikið magn af smyglvarn- ingi. Varningurinn. kom frá Keflavíkurflugvelli og er varn arliðsmaður viðriðinn málið. Var annar íslendingurinn dæmdur í 4 þús. kr. sekt„ en varnarliðsmaðurinn í 8 þús. kr. sekt. Varningurinn var gerður upptækur til ríkis- sjóðs. Um fimmleytið á fimmtu- lagsmorguninn hafði lögregl m veður af tveimur piltum neð stóra svarta ferðatösku >g þótti ekki einleikið um ferð r þeirra. Piltarnir fóru upp í eigubifreið en lögreglan elti >g stöðvaði þá á mótum 3ankastrætis og Ingólfsstræt s. Kröfðust lögreglumenn )ess að taskan yrði opnuð og •eyndist hún full af vindling im og tyggigúmmíi. Lagt var íald á töskúna, og báðir pilt irnir settir inn. Um hádegi á fimmtudag ?ar málið tekið fyrir. Viður- cenndi annar piltanna að íann hefði fengið varning- nn hj á varnarliðsmanni, jtöddum í Reykjavík. Piltnr- nn vinnur á Vellinum og gaf upp nafn og heimilisfang /árnarliðsmannsins. Var aann fluttur í bæinn eftir að aafa neitað sakargiftum fyrst : stað við yfirheyrzlu á vell ínum. — Þegar hingað kom idðurkenndi varnarliðsmað- urinn að hann ætti töskuna Dg varninginn og sagðist hafa selt piltinum en greiðsla væri ókomin. Málið var strax tekið til dóms og féll hann svo sem að framan greinir. íhaldið tapar Þorvaldseyri, 14. okt. — Ný- lega var kosið í verkalýðsfé- laginu hér um fulltrúa á 27. þing ASÍ, og eru nú miklar breytingar síðan í fyrra. Þá átti íhaldið fulltrúann, og var hann kosinn með nokkr- um yfirburðum. Nú varð hins vegar vinstri maður fyrir val inu, Geir Sigurgeirsson, sem fékk 20 atkvæði, en íhalds- maðurinn fékk ekki meira en 10 atkv. EÓ Japanir óttast skálmöld Það hefur verið ókyrrt í Japan frá því á miðvikudag- inn, er leiðtogi Jafnaðar- manna, Inejiro Asanuma, var myrtur í Tókíó af öfgafullum hægrisinna Asanuma var að flytja ræðu á útifundi, er sautján ára gamall piltur, | Yamaguchi, réðst að honum j og stakk hann tvívegis í brjóst| ið með sveðju. Asanuma var| fluttur á sjúkrahús og and- aðist þar skömmu síðar Til- ræðismaðurinn var handtek- irin. Vinstri menn í Japan, einkum stúdentar, hafa mótmælt þessu at- viki harðlega og farið hópgöngur og haldið útifundi, og hefur lög- reglan hvað eftir annað orðið að sker’ast í leikinn. Það er ekki vitað, hvað morðið á Asanuma kemur til með að hafa í för með sér, en flestir eru þeirrar skoðunar, að framundan sé aukið fylgi Jafnað- armanna í þingkosningum, og hætta sé á svipuðum óeirðum og ur’ðu í Japan í vor í sambandi við fyrirhugaða heimsókn Eisen- howers forseta. Andvígur Bandaríkjunum Asanuma var mikill andstæðing- ur bandarískra herstöðva í Japan. Hann átti sinn þátt í því, að Eisen hower forseti varð að hætta við Japansför sína og Kishi forsætis- ráðherra Japan varð að biðjast lausnar s.I. vor. Asanuma var harður andstæðingur Bandaríkj- anna og sakaði þau jafnan um heimsveldisstefnu og kvað þau vera sameiginlegan óvin Japana og Kínverja. Hann er þr’iðji mað- urinn, sem öfgafullir hægri menn hafa reynt að ráða af dögum á þessu ári. Kishi fyrrverandi for- sætisráðherra var ein þessara manna. Hann var við dánarbeð Asanuma ásamt ungri dóttur hans. Hann sagði um Asanuma, að hann hefði verið mikill stjórn- skörungur og sæi hann persónu- lega mikið eftir slíkum manni. Bandaríkjastjórn hefur’ komið á framfæri við japönsku stjórnina orðsendingu, þar sem hún segist haripa þennan atburð og fordæma. Jafnframt hefur hún sent fjöl- skyldu Asanuma samúðarkveðjur. Ógnaröld framundan? Morðingi Asanuma er meðlim- ur í öfgafullum samtökum, sem nefna sig japanska föðurlandsvina- félagið. Meðlimir þess munu vera um 15 þúsundir, og sló hvað eftir annað í brýnu milli þeirra og and- (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.