Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, Iaugardaginn 15. október 1960. Hún rels þyngslalega á fæt ur og kom auga á jakka Davíðs á stólbakinu. Hún leit aði í vösunum en fann ekk- ert. Pipa, kveikjari, vasahníf ur og annað smádót. Ekkert annað. Þegar hún rétti sig upp aftur, heyrði hún allt í einu að Davíð var að koma. Hún greip fyrir munninn á sér til að kæfa óp og hljóp út að glugganum. Ef hún færi út um gluggann rnyndu bílljós- in beinast að henni og Davið sæi hana. Hún var eins og mús í gildru. Ef Davíð fyndi hana hér, vissi bann að hún njósnaði um eiginmann sinn og þar með væri hjónabandi þeirra lokið. Hún barðist við að stilla sig um að reka upp óp. Svo kom henni skyndiegla lausn í hug. Hún hljóp að dyrunum, sneri lyklinum, opnaði og gekk fram í forstofuna. Hún sneri lyklinum til hálfs og skellti á eftir sér, svo að dyrn ar lokuðust að innan eins og áður. Hún tók í handfangið Dymar voru læstar. Elísabet eyddi ekki tíman um til ónýtis. Nokkrum sek úntum síðar var hún kom- in aftur upp í rúm og lá með lokuð augu. Hún heyrði að Davið fór inn um vinnuherbergisglugg ann og skömmu síðar var svefnherbergisdyrunum lokið varlega upp. Elísabet lá stíf af ótta, hún reyndi af öllum mætti að anda hægt og rólega. Hún opn aði augun og leit á mann sinn. Hann hafði hægri hönd ina í vasanum og hún sá að hann hélt utan um einhvern hlut. Hann gekk að rúminu og leit á hana. Elísabet bylti sér, eins og hún væri að rumska. — Elísabet. Rödd hans var hás. Hún opnaði augun betur og reyndi og líta syfjulega út. — Ó, Davíð . . . hvað er klukkan? Hún geispaði og héit áfram: — Er hún ekki voðalega margt . . . ertu bú- inn ag vinna? — Elísabet. Hún settist upp, þegar hún heyrði æsinguna í rödd hans. — Elísabet, hlustaðu á mig. Hann greip um axlir henni. — Það hefur einhver komið inn í húsið í kvöld . . . meðan ég var að vinna. — Hver? sagði hún og beitti sig valdi til að vera ró- leg. Hann hélt enn þéttingsfast um axlir henni og þegar hún sá framan í hann, varð hún í fyrsta sinn alvarlega hrædd við hann. — Hefurðu ekkert heyrt? spurði hann, — Ekki fyrr en þú komst, sagði hún og smeygði sér und an. Nætur — Kannski ég sé bara að imynda mér þetta, sagði hann og rétti sig upp. — Eg gæti samt svarið, að ég heyrði dyrum skellt um leið og ég rennd iupp að húsinu. — Pórstu eitthvað? sagði hún spyrjandi. Hann gekk nokkur skref frá rúminu. — Eg fékk mér smá ökutúr — fékk mér frískt loft. Hann hafði snúið sér frá henni og hún sá aðeins vanga svipinn. Grunaði hann hana? Hún svaraði eins rólega og henni framast var unnt: — Davíð, ég er dauðþreytt og þú ert það lika. En ef ein- hver hefði komið inn í húsið á undan þér hlyti ég að hafa heyrt það. Eg sef svo laust og hrekk upp við minnsta hljóð. Hún kúrði sig niður til þess að gefa honum til kynna, áð málið væri útrætt. En hún var glaðvakandi og aldrei hafði hún þrág eins heiit að vita leyndarmál hans. Hún heyrði hann tauta eitthvað fyrir munni sér á leið til dyranna. Um leið og hann var kom inn inn í skrifstofu sína, þeytti hún af sér sænginni og reis upp. Hún læddist á tán- um fram í forstofuna. Dyrn- ar að herbergi hans stóðu í hálfa gátt og hún heyrði hann bauka við lykla. Hún gægðist gegnum rif- una og sá að Davíð athugaði, hvort allar skúffur væru læstar. Hún hélt niðri í sér andanum þegar hún sá hann bogra yfir skrifborðinu með lyklakippu í hendinni. Leyni hólf i veggnum hrökk upp og hann smeygði lyklunum inn og hólfið lokaðist aftur. Svo að þarna geymdi hann lyklana. Það var ekki von að hún hefði fundið þá. Elísabet var ekki nema augnablik inn í svefnherberg 13. ið og þegar Davíð kom nokkru síðar lézt hún sofa. Klukkan var langt gengin í þrjú, þegar Elísabet festi að lokum blund. 12. kafli. Elísabet stóð út í garðinum næsta morgun þegar dreng- urinn kom með blöðin. Um leið og hún fletti fyrsta blað- inu, kom Davið út til hennar. — Nokkuð nýtt? spurði hann. — Ekkert sérstakt, svaraði Elísabet. — En ég býst við að frú Raoul sé ánægð núna. Tryggingarfélagið er búið að greiða henni andviröi stolnu demantanna. Hún leit spyrjandi á mann sinn. — Hvag gerist næst? — Mjög einfalt mál, sagði hann og brosti. — Eg fæ skammir. — Af hverju? — Af því að mér hefur ekki tekizt að hafa upp á þjófun- um. Elísabet leit fast á hann. — Hefurðu alls engan grun um hvar þeirra er að leita? Hann hló. — Auðvitað hef ég grun. Undirheimár Algeirs borgar eru enn skuggalegri en í Lundú'".,.ri Hér morar allt í þjófum og glæpamönnum, smyglurum og morðingjum. Þeir halda fast saman. Og það er erfitt .að klófesta þá. Hann andvarpaði og hélt — Þeir vitab áfram: — Þeir vita allt um alla, — og þeir gæta sín vel. En Elísabet hlustaði ekki á hann. Hún sá fyrir sér gim- steinana i skápnum og mál- verkið. Það rifjaðist upp fyr ir henni hvað Davíð hafði sagt um Andrew Soames: „Allir hafa heyrt Andrew Soames getið — gimsteina- þjófur og sérfræðingur á sínu sviði. Hún hrökk upp við að hann hló hátt. — Elskan, eigum við nokkurn morgunverð að fá í dag? , Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana heini að húsinu. Klukkan níu fór Davíð til borgarinnar og Elísabet var aftur ein. Hún gekk hægum skrefum inn í forstofuna. Dyrnar að herbergi Davíðs drógu hana til sín eins og segull. Hún tók í húninn. Auð vitað voru dymar læstar. Þá datt henni nokkuð í hug. Hún tók lykilinn úr eld húsdyrunum og reyndi hann í lásnum. En hann gekk ekki að. Síðan reyndi hún lykil- inn að svefnherberginu. Það var árangurslaust. Fálmandi höndum greip hún stofulyk- ilinn og stakk honum í, lás- inn. Hann gekk að. Hún sneri honum og ýtti upp dyrunum. Elísabet reyndi að hugsa skipulega. Hún opnaði leyni- hólfið, tók lyklakippuna og lauk upp ölum skúffum. Ekk ert markvert virtist vera þar. Þega rhún opnaði neðstu og stærstu skúffuna kom hún auga á lila bók í skinnbandi. Hún fletti henni og fann hvernig hún nötraði í hönd- um hennar. Hún þurfti ekki að lesa lengi. Þetta var dag- bók Andrew Soames. Dagbókin var skrifuð með rithönd Davíðs — eiginmanns' hennar. Elísabetu hitnaði og kóln- aði á víxl. Á hverri síðu var getið um rán eða smygl. Hann lýsti nákvæmlega, hvemig aðferðir hann notaði. Það var engu líkara en hann væri stoltur af sjálfum sér. Hann hafði skipulagt gimsteina- þjófnaði og smygl í öllum heimsálfum. Og hann lýsti öllu út í yztu æsar. Elísabet kom að síðustu síð unum. Hún gekk ag stól og settist þyngslalega áður en hún hóf að iesa: „Var sleppt mánudaginn 7. maí. Hafði þegar samband við Arrhie á Norður-írlandi. Út- litið slæmt. Sjö ár í fangelsi er langur tími. Eg þekktist hvar sem ég kom. Allir tor- tryggja mig. Erfitt að byrja á nokkru fyrir alvöru. Eg hef hugsaö mér að fara frá Lund únum. Áætlunin er þessi. Segi öllum, að ég ætli að byrja nýtt líf í Gambia. Fæ mér far með Continental World Airways, sem kemur við i Algeirsborg. Flugvélin spring ur í loft upp og 6g er talinn hafa farizt með. Leiðinlegt, að aðrir verða að deyja.“ Svo var ný dagsetning — daginn fyrir hinn örlagarika dag. „Eg hef komiö sprengj- unni fyrir rétt hjá lyfjaköss unum, sem íingmaöurinn Bill Seaton fer með til Gam- bia .Stillti á sprengingu kl. fimm mínútur yfir sex. — Andrew Soames deyr og ann ar kemur í hans stað. Eitt veldur mér áhyggjum. Flugþernan. Mér leiðist að drepa kvenfólk. Annar kven- maður fer af ásamt manni sínum i Algeirsborg. Einn kvenmaður enn, sem ætlar til Gambia. Verða að reyna að telja hana á að vera eftir í Algeirsborg nokkra daga. Sjö manns verða að deyja — það er leiðinlegt, en ég verð að binda endi á þetta taugastríð. Lögreglan hefur fylgzt með hverri hreyfingu minni“ Þetta var dagbók Andrew Soames! 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 10.10 Veðuriregnir. 12.00 Hádegisúbvarp. 12.25 Fréttir og tilkynningar. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundatiáttur bzarna og umglinga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 íslenzkt tónlistarikvöld: Ámi Thorsteinson níræður. — Elsa Sigfúss og Sigurður Bjöms- son syngja lög eftir Árna og lesið verður úr minningabók tónskáldsins. — 21.25 Leikrit: „Scnmpolo" eftir Da- rio Niccodemi, í þýðingu Bjöms Franzsonar. — Leik- stjóri: Rúrik Haraldsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. í Algeirsborg Eftir George Alexander EíRÍKUR VÍÐFÖRLl og FÓRN SVÍÞJÓÐS 41 Pum-Pum hefur opnað skakkar dyr. Sörli stendur yfir honum og segir brosandi: — Þakka þér fyrir, stúfur. Ekki datt mér í hug að þú myndir koma að fr'elsa mig. — Vektu ekki kónginn, hann sefur svo vært hér í næsta kofa! Sörli tekur reipi og bindur dverg- inn, fer út og lokar á eftir sér. Hann er ekki í vafa um hvert fara skuli — yfir til Hrólfs. Hann lítur inn og sér að hann kemur of seint. Hrólfur er horfinn. Hann snýr sér snarlega við, heyi'ir fótatak, skimar eftir vopni, en stendur svo skyndilega aug- liti til auglitis við Ragnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.