Tíminn - 15.10.1960, Blaðsíða 5
5
TÍMINN, laugardaginn 15. október 1960.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Rit-
stjórar: Þórarmn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsmgastj Egili Bjarnason Skrifstofur
i Edduhúsinu — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasimi: 19523 AfgreiSslusimi:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
, ,Tímamótaf járlögin11
Á miðvikudaginn gat að líta eftirfarandi feitletrað á
forsíðu Morgunblaðsins:
„Frumvarp til fjárlaga var lagt fram á Alþingi I gær.
Markar þetta fjárlagafrumvarp tímamót í íslenzkri fjár-
málasögu, því nú er í fyrsta skipti spyrnt fótum við þeim
stöðugu hækkunum. sem einkennt hafa fjárlagafrum-
vörp undanfarinna ára og áratuga."
Hvers konar tímamót hillir þarna undir?
Fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar í fjármálasögunni
var að hækka fjárlögin 1960 um þrxðjung eða 500 millj-
ónir króna. Það var algert met og engu líkt. sem áður
hafði þekkzt. Það met sitt slær ríkisstjórnin þó út með
glans, því hún bætir í þessu fjárlagafrumvarpi rúmlega
50 milljónum við til hækkunar.
Þegar núverandi fjármálaráðherra hélt fiárlagaræðu
sína í fyrra, boðaði hann mikinn sparnað, þ e.a.s þegar
timi ynnist til. Reykvíkingar brostu þá, því þeir þekktu
fjármálastjórn hans sem borgarstjóra í Reykjavík
Nú segir Morgunbl. að hann hafi fast „spyrnt fótum
víð“, enda hefur honum gefizt heilt ár til að setja sig
í stellingar.
Og hver er þá sparnaðurinn bak við áðurnefnda heild-
arhækkun? Við hverju er spyrnt og hvernig?
1. Guðmundur utanríkisráðherra hefur loksins gef-
jzt upp við að hamla því, að annað sendiráðið í París
yrði lagt niður. Við það hafði áður ekki verið komandi.
En til þess að sparnaðui verði sem minnstur, hefur sendi
herraembætti verið stofnað í utanríkismálaráðuneytinu
heima í staðinn! (Sjá bls. 86 í fjárlagafrumvarpinu). Ekki
vantar hugkvæmnina í þessa átt!
2. Framlag á að minnka til strandferða. — Umhyggj-
an fyrir landsbyggðinni er söm við sig.
3. Lækkað er framlag til skattaeftirlits og skatt-
heimtu. — Vel fer á því um leið og söluskattur er stór-
aukinn. Margt býr í þokunni.
4. Stórum lækkað framlag til eyðingar refa og minka.
(Er ekki samræmi í því og að draga úr skattaeftirliti?)
Hvað gerir það þó vargar þessir valdi búsitium úti á
landi?
5. Lækkað framlag til Hafnarbótasjóðs. Hraði hafn-
arbótanna nógur samt. Eða hvað finnst þeim, er sjóinn
stunda?
6. Dregið úr framlögum til jarðborana Hvað boðar
það? Hagnýtingu auðlinda frestað. Meira lagt á öæjar-
og sveitarfélög af kostnaðinum.
7. „Til aukningar iandhelgisgæzlu“, skv 20 gr. er
stórum lækkuð fjárveitingin með því að fresta afborg-
unum lána. Mikill er sá sparnaður og raunhæfur!
8. Gert ráð fyrir lægri Alþingiskostnaði Ríkisstjórn-
in sendir þingið vafalaust hið fyrsta heim eftir að nafni
hefur verið komið á fjárlagaafgreiðsluna. Hún vill ekki
hafa það yfir sér Þykir hentugra fyrir sig að stjórna
með bráðabirgðalögum. Þannig nýtur einræðisstefnan
sín betur.
Fjárlög, sem fela í sér lækkanir. eins og að framan
getur, en hækka samt. má segja að ásamt fjárlögunum
1960 „marki tímamót í íslenzkri f jármálasögu" — tíma-
mót afturhalds.
/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
’/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
/
'/
‘t
‘/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
r
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
Fréttapistill frá New York:
Athyglisverð atkvæðagreiðsla
Vesturblökkin í minnihluta, þrátt fyrir hjásetu kominúnistaríkjaniia
New York, 10. okt.
f VIKUNNI, sem leið, urðu
allmiklar umræður á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna
um tillögu fimm óháðra Asíu-
og Aíríkuríkja (Indlands, Indó-
nesíu, Ghana, Egyptalands og
Júgóslavíu) þess efnis, að for-
seti Bandaríkjanna og forsætis
ráðherra Sovétríkjanna skyldu
þegar taka upp að nýju sam-
band, sem hefði slitnað nýlega
milli þeura. Þótt tillagan væri
ekki Ijóst orðuð, var það eigi
eð síður vitað, að átt var við
það, að þeir skyldu taka upp
að nýju viðræður þær, sem
höfðu fallið niður á Parísar-
fundi hinna æðstu manna síð-
ast liðiö vor.
Þótt tiilaga þessi væri flutt
í góðu skyni, var eigi að síður
strax ljóst, að hún var and-
vana fædd. Aðalástæðan fyrir
því var sú, að hvorki Eisen-
hower né Krústjoff óskuðu
eftir þessum viðræðum og létu
það koma fram i bréfum, sem
þeir skrifuðu þeim fimm ríkis-
leiðtogum, er stóðu að tillög-
unni Undir þeim kringum-
stæðum var það síður en svo
líklegt til nokkurs árangurs, að
þeir hitxust. Eisenhower lætur
líka af völdum eftir brjá mán-
uði óg hvorki getur né vill
binda hendur eftirmanns síns
í viðskiptum við Sovétríkin. Af
þeim ástæðum hefur og Krúst-
joff margoft sagi. að hann
vilji ekki ræða við Eisenhow-
er, heldur við eftirmann hans,
þegar þar að kemur.
ÞAÐ UPPLÝSTIST hins
vegar beint og óbeint í sam-
bandi viö þessar tillögur. að
bæði Bandaríkin og Sovétríkin
virðast fús til að fallast á fund
æðstu manna, þ.t Bandaríkj-
anna, Sovétríkjanna, Bretlands
og Frakklands, fljótlega eftir
kosningarnar í Bandarikjunum
til þess að ræða um vandasöm-
ustu sambúðarmál þessara
ríkja og þá um Þýzkalands-
málin fyrst og fremst. Ástralía
bar þess vegna fram breyting-
artillögu við áðurnefnda tillögu
fimmveldanna þess efnis, að
slíkur fundur æðstu manna Sov
étríkjanna og vesturveldanna
yrði haldinn við fyrsta tæki-
færi. Bæði Bandaríkin og Sov-
étríkin virtust þessu fylgjandi,
en fimmveldin vildu ekki sætta
sig við slík endalok tillögu
sinnar. Þau töldu slíkan fund
ekki geta komið í veg fyrir þær
sérstöku viðræður Eisenhow-
ers og Krústjoffs, er þau
æsktu eftir. Af þeim ástæðum
Nehru talar á þingi S. Þ.
greiddu þau atkvæði gegn breyt
ingatillögu Ástrallu, þótf þau
væru herni raunverulega fylgj-
andi, en flest önnur ríki tóku
þá þann Kost að sitja hjá, nema
Bretland og Bandaríkin. Til-
iaga Ástralíu fékk bví ekki
nema fimm atkvæði, bótt raun-
verulega væru allir eða nær
allir henni fylgjandi!
ÞEGAR HÉR var komið,
var það bersýnilega orðið kapps
mál fimmveldanna að fá tillögu
sína samþykkta, þótt bersýni-
legt væri, að hún myndi ekki
hafa neinn raunhæfan árangur
í för með sér, og búið væri að
benda þeim á, að bað sam-
rýmdist varla sjónarmiði hlut-
lausu rikjanna, að ætla að
leggja lausn alþjóðlegra vanda-
mála sem mest í hendur for-
ysfumanr.a tveggja stórvelda.
Einkum var það þó Nehrú,
sem beitti sér eindregið fyrir
samþykkt tillögunnar eftir að
hér var komið, og til þess að
vinna henni sem mest fylgi,
lét hann kalla saman fund allra
Asíu- og Afríkuríkjanna og
hvatti þau til að fylgja sér fast
að málum. Atkvæðagreiðslan
var því eins konar prófsteinn á
samheldni Asíu- og Afríkuríkj-
anna.
Bandaríkin, sem ógjaman
vildu fá tillöguna samþykkta
vegna Eisenhowers, en vildu
hins vegar ekki ganga beint á
móti Nehrú, beittu sér þá fyrir
þeirri málamiðlun, að nöfn for-
seta Baadaríkjanna og forsætis
ráðherra Sovétríkjanna yrðu
ekki látin standa í tillögunni,
heldur aðeins nöfn Sovétríkj-
Áberandi leiðtogar á allsherjarþinginu: Sokarno, Nasser, Tító
og Nkrumah.
anna og Bandaríkjanna. í sam-
ræmi við þetta, bar Argentína
fram þá ósk, að sérstök at-
kvæðagreiðsla færi fram um
forsetanafnið og forsætisráð-
herranafnið. Úrslit þeirrar at-
kvæðagreiðslu urðu þau, að 41
vríki sögðu já, þ. e. að forseta-
og forsætisráðherranöfnin
skyldu standa í tillögunni, 37
ríki sögðu nei, en 17 sátu hjá.
Þessi meirihluti nægði þó ekki
til þess, að nöfnin stæðu áfram
í tillögunni, þvi að til þess
þurfti % greiddra atkvæða.
Fimmveldin drógu þá tillögu
sína til baka eftir að svo var
komið.
ÞESSI atkvæðagreiðsla
hefur eigi að síður vakið mikla
athygli og þykir vísbending
þess, sem í vændum er. Þessi
atkvæðagreiðsla sýnir nefni-
lega, að þegar Asíu- og Afríku-
ríkin sxanda saman, mynda
þau stærstu blökkina í þing-
inu. Af þeim rúmlega 40 ríkj-
um, sem sögðu já og mynduðu
meirihlutann, voru 35 Asíu- og
Afríkuríki. f minnihlutanum
voru vesturveldin og þau ríki,
sem oftast fylgja þeim að mál-
um, og er þetta í fyrsta sinn í
sögu S.Þ., að vesturveldin lenda
í minnihluta við atkvæða-
greiðslu, þegar þau hafa beitt
sér eins eindregið og í þessu
máli. Þetta gerðist þrátt fyrir
það, að kommúnistaríkin sátu
hjá, ásamt nokkrum ríkjum
öðtum. Aðeins fjögur Asíu- og
Afríkuriki fylgdu minnihlutan-
um, og tvö sátu hjá (Kína og
Suður-Aíríka ekkt meðtalin).
Við þvi má fastlega búast,
að þessi samstaða Asíu- og
Afríkurtkjanna eigi eftir að
aukast ng eflast. Af þessu er
það líka vel Ijóst að standi
þau saman, geta þau orðið
hindrað framgang nær hvaða
máls sem er. því að til þess
þarf ekki r.ema % greiddra at-
kvæða, eí um meiriháttar at-
riði er að ræða.
SENNILEGA hefur þessi
samstaða Asíu- og Afríkuríkj-
anna orðið enn meiri í þessu
máli en ella vegna þess, að
þau þurftu hér ekki að taka
beina afstöðu með austri eða
vestri, heldur gátu farið milli-
leið, sem hvorki vestrið né
austrið var ánægi með. Fylk-
ingar þeirra riðluðust því miklu
(Framhald af 13. síðu).
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
’/
'/
'i
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
't
'/
(
j
)
/
'/
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
’/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/