Tíminn - 27.10.1960, Page 1

Tíminn - 27.10.1960, Page 1
Þetta fannst Ijósmyndara blaðsins óvenjuleg sjón, er hann átti leið um Lækjargötuna í gær. Hún er, sem kunnugt er, vandlega malbikuð, og sama er að segja um flestar götur þar í grennd. En eigi að síður birtist þarna stór og vígalegur veghefill, og virtist albúinn til hverra stórræða sem vera vildu! (Ljósm.: TÍMINN, K.M.). Sæstrengur til Eyja að sumri Framkvæmdir við lagningu rafstrengs- ins til Vestmannaeyja munu hefjast í júlí næsta sumar Bruni í Vogsósum Þorlákshöfn, 26. okt. í gær kviknaði t heyhlöðu í Vogsósum í Selvogi. Töluverð- ar skemmdir urðu á bygging- um og heyi. Slökkvilið frá Þorlákshöfn kom á vettvang og tókst því að ráða niðurlög- um eldsins. Nánari tildrög eru þau, að fros- ið hafði á súgþurr'kunarmótor, sem var í skúr við annan gafl hlöðunn- ar. Var verið að þíða á mótornum með opnum eldi og við þær til- raunir kviknaði í skúrnum. Fóru (Framh. á bls. 15.) Ingólfur Jónsson raforku- málaráðherra svaraði í gær á Alþingi fyrirspurn um lagn- ingu sæstrengs til Vestmanna- eyja. Fyrirspurnin var frá þeim Karli Guðjónssyni, Birni Björnssyni og Ágúst Þor- valdssyni, Samkvæmt 10 ára rafvæðingaráætluninni áttu Vestmannaeyjar að tengjast við orkuveitukerfi rafveitna ríkisins á þessu ári. — Ráð- herra sagðl að framkvæmdir myndu hefjast í júlí næsta sumar. Ingólfur Jónsson raforkumála- ráðherra kvað málið hafa tafizt vegna þess að lagning sæstrengsins þyrfti mikinn tæknilegan undir- búning. Las ráðherrann bréf frá Eiríki Briem rafmagnsveitustjóra um málið. Skýrði Eiríkur í því að nauðsynlegum undirbúningi væri (Framhald á 2. síðu) Enn upplýst um ný vörukaupalán Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra svaraði í gær fyrir- spurnum frá Eysteini Jónssyni um lántökur ríkisins og vöru- kaupalán í Bandaríkjunum. Upplýstist þá enn um hinar stór- felldu lántökur, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir. Við- skiptamálaráðherra háfði áður upplýst, að ríkisstjórnin hefur tekið 433 milljónir króna að láni til tveggja til þriggja ára. Að stjórnin hefur leyft lántökur opinberra aðila og einka- aðila að upphæð 70 milljónir króna og að leyfð hafa verið vörukaupalán til þriggja mánaða fyrir 158 milljónir. Er fjármálaráðherra svaraði fyrirspurnum Eysteins Jóns- sonar í gær upplýstist enn um lántökur stjórnarinnar. M. a. kom eftirfarandi fram: 'tr'k'k 1. Að óráðstafað er enn rúmlega 100 milljónum af 6 milljón dollara láninu, sem vinstri stjórnin undirbjó. ★★★ 2. Að óráðstafað verður til útlána innanlands miðað við árslok a. m. k. 80 milljónum króna af því fé, sem hér hefur safnazt vegna vörukaupalán frá Banda- ríkjunum (PL 480). ★★★3. Að vörukaupalán frá Bandaríkjunum svokölluð PL 480-lán munu nema um 90 milljónum á þessu ári, ef svo fer, sem horfir, og áætlað er á næsta ári, að þessi lán nemi rúmlega 80 milljónum. ★★★ 4. Að ríkisstjórnin ráðgerir enn nýjar lántökur, enda þótt þjóðinni væri sagt í fyrra að kjaraskerðingin byggðist á því, að íslendingar gætu ekki gert ráð fyrir að hafa neitt erlent lánsfé til framkvæmda á næstu árum. Einn liður í fyrirspurn Eysteins Jónssonar um lán- tökur ríkisins hljóðaði svo: „Er ríkisstjómin að leita fyrir sér um nýjar lántökur, og ef svo er, þá hverjar og í hvaða skyni?“ Sagði Eysteinn að þpssi fyrirspurn væri kominn fram vegna sterks orðróms um (Framhald á 2. síðu) Nazistafram- boð í Heim- dalli í gær í gærkvöldi var haldinn að- alfundur Heimdallar, félags ungra íhaldsmanna og gerð- ust þau tíðindi merkust á fundinum að fram kom fram- boð þriggja manna við stjórn- arkjör auk nokkurra annarra (Framhald á 2. síðu). Nauðsyn að ákveða næstu orkuvirkjun fyrír árslok Ljúka verður rannsóknum á vatnasvæð um Hvítár og Þjórsár sem fyrst Heppilegast mun vera að virkja Þjórsá með 11 virkjun- um og mundu þær gefa sam- tals um 8 þúsund milljónir kílóvatta. Hvítá yrði hag- ikvæmast að virkja með 7—10 virkjunum og myndu þær skilja 2.700 milljónum kíló- vatta. Þessar upplýsingar las raforku- málaráðherra úr skýrslu raforku- málastjóra á Alþingi í gær, er ráð herrann svaraði fyrirspurn frá Birni Fr. Björnssyni, Ágústi Þor- valdssyni og Karli Guðjónssyni um það hvað liði vir'kjunarrannsókn- um á vatnasvæðum Hvítár og Þjórsár. Knýjandi framfaramál Björn Fr. Björnsson mælti fyrir fyrirspurninni og minnti á að raf- orkuþörfin yxi hr'öðum skrefum jafnframt því, sem dreifingarkerf- ið stækkaði. Þjóðinni fjölgaði með hverju ári og ólíklegt væri að höfuð atvinnuvegirnir, landbúnað- ur og sjávarútvegur gæti tekið við þeirri fólksfjölgun allri. Upp yrði að rísa iðnaður og iðja. Áburðar- og Sementsverksmiðjurnar eru gott fordæmi og hvöt til frekari átaka_ og framsóknar í þeim efn- um. Áður en r'áðizt væri í stórvirkj anir þyrfti að ljúka umfangsmikl- um rannsóknum, því væri fyrir- spurnin borin frarn. 10.700 mUtjón kílóvött • Ingólfur Jónsson raforkumála- ráðherra las upp skýrslu Jakobs Gíslasonar raforkumálastjóra um rannsóknir þær, sem staðið hafa yfir á vatnasvæðum Hvítár og Þjórsár um nokkurt skeið. Aðal- lega hafa íslenzkir ver’kfræðingar annazt rannsóknir þessar, en 1959 komu hingað bandarískir verkfræð ingar þeim íslenzku til ráðuneytis og aðstoðar. Niðurstöður rannsókn anna eru þær eins og áður getur, að heppilegast muni vera að virkja Þjórsá með 11 vrikjunum og Hvítá með 7 til 10. Samtals myndu Þjórsá og Hvítá fullvirkjaðar skila um 10.700 milljónum kílóvatta orku. 40 milljónír króna Svo unnt sé að hef ja framkvæmd ir er nauðsynlegt að gera enn frek ari og nákvæmari athuganir. Þær rannsóknir myndu kosta um 40 milljónir króna. Undanfarin ár hafa verið veittar 4 milljónir á ári til þessara rannsókna. Þeim yrði því ekki lokið fyrr en að 10 árum liðnum, ef fjárveiting verð ur ekki aukin. Nauðsynlegt er að Ijúka rannsóknum þessum sem fyrst. Leggur raforkumálastjóri til (Framhald á 2. síðu). islenzkur sjómaður ferst — bls. 3 tsmiaKZBaæ&Ksmsgsm TlinilTliríTlii iyWlllinnl'HMI HllinTllllPlir lllll>IIIIHIIM*|il|l>MlllllllllhlllWHIHiy——l1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.