Tíminn - 27.10.1960, Síða 3

Tíminn - 27.10.1960, Síða 3
TÍMINN, finuntudaginn 27. október 1960. 3 Saint John Perse hlaut bókmenntaverðl. Nobeis Tíundi Frakkinn, sem fær bessi verílaun Stokkhólmi—Marseille 26/10 (NTB). — í dag tilkynnti sænska akademían að franska ljóðskáldið Saint-John Perse hefði hlotið bókmenntaverð- laun Nobels árið 1960. Til- kynningin um þetta kom snemma í morgun, og er blaðamenn flyktust að húsi skáldsins á Rivieraströndinni í morgun var þeim sagt, að skáldið væri ekki heima og vissi ekkert um að hann hefði fengið verðlaunin. Er skáldið kom heim um kvöldið voru honum sögð tlð- indin. Hann varð bæði undr- andi og glaður fyrst í stað. Hann sagðist hafa heyrt það kvöldið áður að hann kæmi til greina sem Nobelsverð- verölaunahöfundur, en hann taldi það úr lausu lofti gripið. Perse sagðist vilja láta í ljós ánægju sina yfir því, að Nobelsverðlaunin skyldu falla ljóðskáldi í skaut. Það er í anda Nobels, sagði hann. Fær mikið hrós. Perse er tíundi Frakkinn, sem hlýtur bókmenntaverð- laun Nobels. Af þeim níu, sem hlotið hafa verðlaunin á und an honum, er nú aðeins einn á lífi, skáldið Mauriac. Hann hefur fært Perse hamingju- óskir og sagt hann vera mesta ljóðskáld Frakka. Formaður evrópska rithöf- undasambandsins hefur sagt um Perse, að hann sé eitt snjallasta ljóðskáld sinnar tíðar og hafi verðskuldað fyllilega að fá Nobelsverð- laun fyrir list sína. Nobels- verðlaunahafinn frá því í fyrra, skáldið Salvatore Qua- simodo, hefur , sent Perse heillaóskir og farið um hann hinum lofsamlegustu orðum. Hvers eiga kartöfl- urnar að gjalda? Svalbarðseyri, 26. okt Svalbarðsströndin er fræg fyrir sína miklu og myndar- legu kartöfluakra Uppskeru þar er nú lokið að þessu sinni og var afburða góð. En kart- öfluframleiðendur eru óánægð ir yfir þvi, að ekkt skuli fást afurðalán út á þessa fram- leiðslugrein eins og aðrar að- alafurðir landbúnaðarins. Kartöfluuppskera var fá- dæma góð hér í haust. Mun hún nema um 11 þús. tunn- um og er meira en tvöföld á við það, sem var í fyrrahaust. Allvíða fengust 20 kartöflur fyrir hverja eina, sem niður var sett og geri aðrir betur. Þetta er að sjálfsögðu veru leg búbót fyrir framleiðend- ur því ef það heppnast að geyma allt þetta magn, svo sem vonir standa til, þá er ekki að efa að auðvelt verður að selja þessa gæða vöru. Sýking er hér engin í kart- öflum. Óþolandi misrétti Hitt er svo annað mál og öllu lakara að ekki skuli fást afurðalán út á kartöflur. Eru kartöflurnar hin eina stóra framleiðslugrein landbúnaðar ins, sem svo er búið að og er slíkt tillitsleysi og rangsleitni við kartöfluframleiðendur næsta furðulegt fyrirbæri. Er þess að vænta, að hinir vísu landsfeður geri yfirbót í þess um efnum hið bráðasta, það er fullkomið réttlætismál. S.J. Langahlí Sin opnuh Eins og kunnugt er hefur staðið yfir vegarlagning og jarðvegsskipt- ing á Lönguhlíðinni f.rá Miklubraut að Plókagötu í sumar. Vonir standa nú til að hægt verði að opna aðra akreinina nú í vikunni og mun ekki verða unnið frekar við þetta verk að sinni. Verður vestari akbrautin látin bíða þar til Hitaveitan hefur lagt þar stokk, svo að ekki þurfi að rífa hana upp aftur. Hefur stokk- lagningin verið boðin út, en endan- leg ákvörðun ekki tekin um hver tekur lagninguna að sér. 1468 árekstrar Síðdegis í gær höfðu 1468 árekstr- ar verið bókaðir í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og er það 20 árekstrum minna en var í fyrra á sama tíma. Þá voru árekstrar 1488 talsins á þess um degi- Tvær aftanákeyrslur í gær urðu aðeins tveir árekstrar í bænum, — en báðir á sama hátt — ekið aftan á næsta b 1 á undan. Hinn fyrri var í gærmorgun á gatnamót- um Tryggvagötu og Pósthússtrætis, þar ók jeppi aftan á fólksbíl af Mercedes Benz gerð, en hinn síðari var á Hverfisgötu, á móts við stræt isvagnastöðina við Hverfisgötu 71. Þar renndi lítill Moskvitsj aftan á strætisvagn, sem nam þar staðar. Skemmdir voru fremur litlar í bæði skiptin. Þegar Danakóngur og drottning hans voru í Bandaríkjunum nú fyrir skemmstu, heimsóttu þau meðal annars hinn fræga stað Disneyland. Þar var þeim færður að gjöf fáni með Mikka mús, og er ekki annað sýnna en þeirn líki gjöfin dável. Skyldi nú Mikki mús eiga eftir að biakta við hún á konungshöll'nni dönsku? Brenndist af gufu og lézt litlu síðar Bræðslumaðurinn af Sólborgu lézt af slysförum í Þýzkalandi Svo sviplega vildi til í Þýzkalandi á mánudaginn, að bræðslumaðurinn af togaran- um Sólborgu skaðbrenndist svo af gufu, að hann lést skömmu síðar af völdum sára sinna. Vetrarsíldveiðin er nú að hefjast og fer misjafnlega vel af stað í einstökum verstöðv- um, eftir því sem blaðið hefur fregnað. í Vestmannaeyjum og á Akranesi virðist byrjunin lofa góðu en annars staðar, eins og t. d í Keflavík er veiði tregari, enn sem komið er. Annars er erfitt að spá þegar önnur eins duttiungaskepna og síldin er á í hlut en sjálf- sagt er að vona hið bezta og enn má heita að hinn venju- legi vetrarsíldarveiðitími sé allur framundan. Vestmannaeyjum Mikil síld hefur verið lóð- uð hér við eyjar og virðist hún vera komin upp í landsteina. Nokkrir bátar eru að byrja veiðarnar en aðrir að týgja sig í tuskiö. Verður ekki ann aö af þessari byrjun ráðið en Blaðinu er ekki nákvæm- iega kunnugt um tildrög slyss- ins, en togarinn mun hafa ver- ið að landa afla sínum er þetta skeði. Maður þessi hét Jón Biarna- son og var héðan úr Reykja- að vel líti út með síldveiðina og búa menn sig af kappi und ir að veita síldinni verðugar viðtökur. Akranesi Hér lítur ágætlega út með síldveiðina. Milli 10 og 20 bát ar eru byrjaðir veiðar en gert er ráð fyrir að þeir verði rúm ir 20, þegar allt er komið í gang, þar af 9 með hringnót, en hinir með reknet. Síldin er yfirleitt fremur smá en feit. Það af henni, sem ekki er hægt að frysta, er saltað. Keflavík Héðan eru 17 bátar byrjað- ir síldveiðar. Af þeim eru 6 með herpinót en hinir með reknet. Reknetaveiðin er lé- leg en heldur líflegra hjá herpinótabátunum. Afli hring nótabátanna hefur verið frá 100-—270 tunnur í róðri. Þeir hafa verið djúpt út af Jökli (Framhald á 2. síðu). vík. Hann var á sextugsaldri. Hann var samstundis fluttur í sjúkrahús, er slysið varð, en var of skaddaðar til þess að læknum tækist að bjarga hon- um, og lézt mjög fljótlega af völdum brunasáranna. — Lík- ið er væntanlegt heim með Sólborgu á næstunni. Togarinn var með 105 lestir og seldi fyrir 80 þús. mörk. GS. r---"..................*\ íslenzkum fiski ekki landað í Hull Hull 26/10 (NTB). — Það hefur verið tilkynnt í Hull, að löndun á íslenzkum tiski úr flutningaskipum skuli hætt, þar til lokið er samn- ingaviðræðum um fiskveiði- deiluna í Reykjavík Samtök togaraeigenda hafa mótmælt því, að hald- ið verði áfram að landa fiski úr íslenzkum flutn- ingaskipum, Einum slíkum farmi hefur þegar verið skipað á land í Huil og ann- ar er á leiðinnj þangað. En honum og ekki fleirum verður skipað á land segir í fréttinni. Fyrst skal Ijúka samningsviðræðunum áður en íslendingar landa meiri fiski í brezkum höfnum. Síldveiðiri mis- jöfn að venju Byrjunin lofar gótiu í Vestmannaeyjum og á Akrainesi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.