Tíminn - 27.10.1960, Qupperneq 5
9
TÍMINN, fimmtudaginn 27. október 1960.
t-------------------------------------------------------------'
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdast.ióri: Tómas Arnason Rit-
stjórar Þórarinn Þórarinsson láb.i, Andrés
Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsmgastj Egill Bjarnason Skrifstofur
i Edduhúsinu — Símar- 18300 -18305.
Auglýsmgasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f
w.................................................../
Enn skal ólin hert
í útvarpsumræðunum við fyrstu umræðu fjárlaga s.l.
mánudagskvöld ræddi Evsteinn Jónsson ýtarlega um
sparnaðarblekkingar þær, sem ríkisstjórnin setur nú
fram, og benti á hvernig fjárlagafrumvarpið er blátt á-
fram við það miðað að halda hinni skefjalausu opinberu
eyðslu áfram en kreppa æ meira að atvinnuvegunum
og lífskjörum fólksins 1 landinu. Um innfiutningssölu-
skattinn sagði hann m.a.:
„Það stingur strax í augu, að í frumvarpinu er gert
ráð fyrir, að nýi innflutningssöluskatturinn, sem á að
gefa í ríkissjóð a. m. k. 168 millj. haldist áfram Ríkis-
stjórnin var þó óþreytandi í fyrravetur að lýsa þvi yfir,
að þessi skattur væri aðeins til bráðabirgða og yrði ekki
framlengdur, enda var þetta böggull sem komið var
með eftir að aðalefnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var
lögð fram.
Hér kemur því í ljós, að farið hefur verið aftan að
mönnum í fyrra 1 þessu efni, og er það í samræmi við
fyrirheit stjórnarflokkanna fyrr og siðar og þær efndir,
sem á þeim hafa orðið.
Það vekur athygli, að í þessu fjárlagafrumvarpi er
gert ráð fyrir nærri sömu heildarteicjum í ríkissjóð á
næsta ári af þeim álögum, sem mokað var á almenning
s.l. vetur, og á þessu ári. Þó gilda álögurnar á næsta
ári fyrir heilt ár. Hér eru því tekiur af þessum tolla-
álögum áætlaðar raunverulega lægri en nú
Það er sem sé gert ráð fyrir áframhaidandi sam-
drætti í þjóðarbúskapnum og því minnkandi ríkistekj-
um af stórhækkuðum álögum. Fátt sýnir betur búskipu-
lagið, sem nú er upp tekið, en einmitt þetta. Og þetta
sýnir þá einnig, hversu mikið hald er í þeim blekking-
um stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar annað veifið,
að ráðstafanir þeirra eigi ekki að nafa og hafi ekki í
för með sér stórfellda kjaraskerðingu fyrir almenning.
Innflutningsáætlunin fyrir árið 1960, sem núverandi
tekjuáætlun er byggð á, gerir ráð fyrir minni heildar-
innflutningi til landsins en varð fyrir 2 árum. Þessi átti
samdrátturinn að verða í ár vegna kjaraskerðingai og
minnkandi framkvæmda. og nú er sýnilegs gert ráð
fyrir að herða enn ólina, og samdrátturinn á að verða
enn meiri, ef ríkisstjórnin fær að ráða.
Strandferðirnar
Hæsti „sparnaðarliðunnn“ á fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar er sem kunnugt er 5 millj. kr. lækkun á
framlagi til strandferða, og einnig á að lækka framlag
til hafnargerða um nær 2 millj. kr. Þannig er sparnaður
þessarar ríkisstjórnar. Samt hafa heildarútgjöld fjárlaga
hækkað um 750 millj síðan 1958. Petta er kveðjan til
fólksins sem verst er sett í samgöngumálum og vinnur
að framleiðslu þjóðarinnar við erfiðust skilyrði Um
þetta fórust Eysteini Jónssyni orð á þessa leið í útvarps-
ræðu sinni:
„Er ekkert um það að efast, að þarna er á ferð sú
hugmynd að draga stórlega úr strandferðaþjónustu, hvað
sem látið er í veðri vaka til að byrja með um skipulags-
breytingu og annað því líkt. Er þess skemmst að minn-
ast, að þegar raforkuáætlunin var skorin niður um
marga milljónatugi var þvi blygðurarlaust haldið tram
um leið að þar væri ekki um minnkaðar framkvæmdir
að ræða, en það reyndust hreinar rdngfærslur.
Svo er okkur nú sagt. að bláóV:mnugur maður frá
norsku hlutafélagi eig: að ráða stranaierðum við
ísland.“
Samfelld sigurganga Karlakórs
Reykiavíkur í Bandaríkjunum
Söngför Karlakórs Reykja-
víkur um Bandarikin hefur
orðið mikil sigurganga það
sem af er. Samsöngvar kórsins
hafa hvarvetna verið vel sótt-
ir, undirtektir áhevrenda góð-
sr og blaðackómar lofsamlegir.
Kórinn mun um þessar mund-
ir vera staddur í Winnipeg,
en heim er hann ekki vænt-
anlegur fyrr en undir lok
næsta mánaðar.
Blaðinu hafa borizt nokkr
ar úrklippur úr bandariskum
blöðum með umsögnum um
söng kórsins. Verða hér á eft
ir rakin nokkur ummæli gagn
rýnendanna.
Karlakórinn söng fyrst í
borginni Wilmington, og 5.
október segir blaðið Journal-
Every Evening m.a. að söng-
skráin hafi verið vel valin,
létt og skemmtileg, raddfeg-
urð og nákvæm þjálfun kórs-
ins hafi vakið hrifningu, en
.aðdáanlegust hafi þó verið
meðferð kórsins á hinum nor-
rænu lögum á söngskránni
Þannig lætur gagnrýnandinn
í ljós sérstaka aðdáun sina
á túlkun kórsins á tveimur
vöggukvæðum, og enn frem-
ur Brennið þið vitar, eftir
Pál ísólfsson og rímnalögum
Jóns Leifs. Söngstjórinn, Sig
urður Þórðarson hlýtur mik-
ið lof fyrir frammistöðu sína
og kórinn allur, hann sé vel
þjálfaður og lúti nákvæmri
stjórn, en þó sé söngur hans
alltaf lifandi og áhrifamik-
111. Þá ber gagnrýnandinn mik
ið lof á einsöngvara kórsins,
þá Guðmund Guðjónsson,
Guðmund Jónsson og Krist-
in Hallsson, en einkum er
liann hrifinn af Guðmundi
Jónssyni.
TILKOMUMIKILL SÖNGUR
Þær blaðaúrklippur með
blaðaumsögnum sem Tíman-
um hafa borizt ná aðeins til
tíu fyrstu daganna í ferð
kórsins eftir fyrstu söng-
skemmtun hans í Wilming-
ton. Taka gagnrýnendur í öðr
um borgum flestir í svipaðau
streng. og sá sem áður er
vitnað í. Blaðið Sandusky
Register segir m.a. þann 10.
okt.: Þeir sem vandlega hlust
uðu gátu lært góða lexíu af
kórnum. Engin goluleg pían
issimó eða stríð forte tii að
baga hinn listræna tilgang!
Allt raddsvið kórsins frá á-
reynslulausum, klingjandi
tenór til flaueilsmjúks bass-
ans var hagvýtt til fullnustu
af stjómandanum. — Vafa-
laust ’hefur hver áheyrandi
átt þarna sitt uppáhaldslag.
En vöggukvæðin tvö, Svanur
inn eftir Jamfeldt og Sólar-
lag eftir Botniansky voru til
fyrirmyndar um mildileik
karlakórs. Og Landsýn eftir
Grieg, sem stendur nærri
hjörtum söngmanna, var sung
inn af þeim hátíðleik sem á
við anda þess. Hig tilkomu-
mikla Kyrie eftir söngstjór-
ann, Sigurð Þórðarson, g.af
tenorsöngvaranum Guðmundi
Guðjónssyni gott tækifæri t.il
að beita sinni glæsilegu rödd.
í lögum eins og Sígaunalíf
eftir Schumann, Tarantella
eftir Barraja og hinu hrika-
fagra tékkneska þjóðkvæði,
Kvæðið um trumbuna birtist
ótrúleg taktfesta kórsins. —
Enn segir í greininni að auk
Guðmundar Jónssonar hafi
gefið að heyra tvo af beztu
söngvurum íslands, Guðmund
Guðjónss. og Kristin Hallss.,
og báðir hafa aukjð ánægju
kvöldsins. Einkum er nefndur
söngur Guðmundar í Hraustir
menn og Kristins í O Culd I
Have Expressed In Song.
19. ALDAR BLÆR
Kórinn söng næstu daga í
borgunum Goshen, Indiana,
og Benton Harbourg Alpena,
Michigan. Umsagnir um kór
inn birtust m.a. í blöðunum
The News Palladium, Bent
on Harbour, The Alpana
News og The News Goshen,
og ljúka allir :gagnrýnendur
nær einróma lofi á söne-
stjóra, einsöngvara og að
eins og hinir fyrrgreindu
eru þeir ekki minnst hrifnir
af hinum íslenzka hluta
söngskrárinnar. Gagnr.ýn-
andi The News kvartar þó
yfir því að of mikill 19. ald-
ar blær hafi verið á söng-
skránni, flest viðfangsefnin
hafi verið frá 19. öld og hin
fáu nútímaverk sungin á ö-
þarflega fornfálegan hátt.
Að öðru leyti tekur hann í
sama streng og aðrir gagn-
rýnendur, lofar kórinn, cg
lætur einkum í ljós aðdáun
sína á Guðmundi Jónssyni.
Kennslubók í staf-
setningu komin út
Nýlega er komin út hjá
; Ríkisútg námsbóka Kennslu-
bók í stafsetningu eftir Árna
Þórðarson skólastjóra og
Gunnar Guðmundsson yfir-
kennara.
í notkun heíur verið alllengi
kennslubók í þessari grein eftir
sömu höfunda. Var hún víða not-
uð jöfnum höndum í barna- og
framhaldsskólum. Höfundar hafa
nú samið sérstaka bók fyrir hvort
þessara skólastiga. Á síðasta ári
gaf ríkisútgáfan út bókina Staf-
setning fyrir barnaskóla og nú
Kennslubók í stafsetningu fyrir
framhaldsskóla.
Efni þessarar nýju bókar og
innri gerð er að miklu leyti hið
sama og eldri bókar höfunda með
saamnefni. Allir æfingakaflar hafa
þó verið endursamdir og ýmsu
sleppt, er áður var fremur ætlað
barnaskólum, en annað aukið, sem
meir hentar eldri nemendum. í
bókinni eru öll prófverkefni í
stafsetningu, sem notuð hafa verið
við unglingapróf og miðskólapróf
(landspróf), síðan byrjað var að
þreyta þessi próf, en þau eru lands
próf á báðum þessum stigum.
Einnig fylgja þarna einkunnastig-
ar, sem notaðir eru við þessi próf.
Bókin, sem er 133 bls., er prent-
uð í ísafoldarprentsmiðju h/f.
Kápumynd og skreytingar í bókina
teiknaði Bjarni Jónsson listmálari.